Vísir - 24.10.1959, Side 10
10
Vf SIR
6S6I •I3C19:!5l0 '01 uui3ep;tB2nerx
26
hann fastmæltur. — Hefurðu ekki beðið lækniririn þinn um að
gefa þér eitthavð styrkjandi?
Hún beit á vöörina. — Auðvitað veit eg að þú ert skurðlæknir,
og eg hefði líklega átt að biðja húslæknirinn um aö koma. Eg
mun hafa hagað mér þvert ofan í alla læknasiði, en eg hélt aö
það kæmi ekki að sök.
— Hvers vegna útvegar þú þér ekki eitthvað til að hafa fyrir
stafni, Sonia? Þá mundirðu ekki gefa þér svona mikinn tíma
til að hugsa um allar þjáningar þínar.
— Nei, bíddu nú hægur! Eiginlega á eg bágt með að skilja
hverenig þú hefur komist í jafn mikið álit og raun ber vitni,
Ross. Hún hló gjallandi. — Þó að eg þykist vita að ýmsar konur
elska þig, þó að þú sért þjösnarlegur við þær.
— Eg geri engan mun á körlum og konum, sagði hann. — Eg
er hér til þess að hjálpa, svo framarlega sem eg get. Og ef eg
get ekki hjálpað — þér eða öðrum — gerir þú ekki annaö en
tefja mig núna.
Af því að hann var svo hamingjusamur núna, fann hann til
þess að hann haföi kannske verið nokkuð hvatskeytislegur og'
þess vegna bætti hann við: — En ef þú vilt koma með mér upp
á loft nokkrar mínútur, skal eg endurgreiöa glasið sem þú bauðst
mér nýlega.... Hann leit á klukkuna. — Eg hef réttar tuttugu
mínútur aöögu, og. þegar þær eru liðnar verð eg að reka þig út.
Eg á nefnilega að fara í miödegisverð og verð að hafa fataskipti
áður.
Hún stóð upp og hló. — Góði minn, eg veit ekki hvort nokkur
hagur er að æskuvináttunni okkar eða ekki....
— Þú hefur að minnsta kosti eitt glas upp úr henni.
Þau gengu upp stigann og inn i íbúðina hans. Sonia svipaðist
um í stofunni. Henni fannst ekki ag frægur læknir ætti að hafa ^
svona stofu. Skinnfóðrið á stólunum var slitið, bækurnar i
skápnum voru snjáðar. Sonia áleit að fyrsta krafan til bóka;
ætti að vera sú, að þær væru í fallegu bandi. Jú, hann þurfti
sannarlega á smekkvísi konu að lialda, sem gæti otað honum
fram. Þá gæti hann komist á hátindinn. Og hún fann að áhugi
hennar fyrir honum fór vaxandi. Henn féll vel tilhugsunin um
fræga sérfræðinginn, sem fólk stóð í röð og beið eftir að fá að
hafa tal af, og sem fékk of fjár fyrir hvert einasta viðtal.
Hún tók af sér hattinn, gekk inn gólfið og hringaði sig í djúp-
um hægindastól. — Þú amast ekki viö þó eg láti eins og eg sé.
heima hjá mér? spurði hún. — Þú getur rekið mig út þegar
tuttugu mínúturnar eru liðnar. Jæja, hérna áttu þá hehna?
— Já, eins og stendur. Hann stóð við hornskápinn. — Eg er
hræddur um að eg hafi ekki annað en sherry að bjóða þér.
— Sherry er ágætt.... Hann helti í glasið og fór til hennar
með það. Hún rétti fram höndina og tók við því. Þú sagðir „eins
og stendur“, eins og þú værir að hugsa um að flytja.
— Það er takmarkað pláss hérna.
Hún brosti. — Þú ættir eiginlega að eiga hús út aí fyrir þig,
í Wimpole Street eða einhverjum álíka stað.
— Líklega verður það úr.
—: Hún blés bláum reyknum frá sér og horfði á Ross gegnum
móðuna. — Þú ert farinn að gerast samkvæmismaður, sagði hún.
— Eg sá þig í gær í Cerino.
— Eg sá þig ekki.
— Nei, þú hafðir öðru að sinna, sá eg.... Eg geri ráð fyrir að
Roger sé þér mikils virði.
— Já, verulega. Mér fellur vel við hann.
•— Og.... þessi töfrandi Caria. Eg vissi ekki hvort eg átti að
hlæja eða gráta þegar eg sáhve hrifinn þú varst af vinstúlku.
Basils, sagði hún. — Eg geri ráð fyrir a ðþað sé þess vegna, sem
hann er svo óviðráðanlegur núna. Hann vill endilega komast til
London. — Hvað áttu við? Þaö var einhverskonar nístingur í
röddinni, sem olli því að hún leit snöggt á hann.
— Já, þú veist það eflaust góði — það er svo að sjá sem allir
hafi vitað það mánuöum saman, nema eg •— að Caria Barrington
og maðurinn minn eru afar miklir mátar. Eg gaf þér það líka í
skyn í fyrri vikunni.
— Væri eg í þínum sporum mundi eg ekki endursegja þá sögu,
Sonia. Hann dáðist að sjálfum sér, hvað hann gat verið stilltur.
— Hún er að minnsta kosti hrein lygi, hvað sem öðru líður. Og
kannske þykir þér það frétt, að eg ætla að giftast Cariu Barr-
ington!
Eitt augnablik starði hún á hann steinþeyjandi, hvít eins og
pappírsblað undir öllum farðanum.
— Það er ekki satt, sagði hún með ákefð. — Þú og Caria!
Hvers vegna.... Þetta er blátt áfram hlæilegt!
— Eg er hræddur um að eg geti ekki verið sammála þér um
það, sagði hann kuldalega. — Mér finnst þetta mjög eðlilegt.
Sonia beit á vörina og reyndi að stilla sig. — Afsakaðu, Ross.
Þú — gerðir mér svo hverft við. Eg vissi ekki einu sinni fyrr en
eg sá ykkur þarna um dagnn, að þið þekktust í sjón. Þú verður
að fyrirgefa mér — en þú gerðir mér hræðilega bilt við.
Hann var alls ekki á því að fyrirgefa henni. Hann var þvert
á móti mjög reiður, haldinn þungri reiði, sem er miklu hættu-
legri en reiði sem blosar upp. En hann mátti ekki gleyma, að
hún var gestur hans.
Hann sagði kurteislega: — Þú ert sú fyrsta sem heyrir þessa
frétt. Eg ætla aö biðja þig um að útvarpa henni ekki fyrr en
við höfum ákveöið að gera það sjálf. Lofðu mér að hella í glasið
þitt.
— Nei, þökk fyrir.... Hún setti hálffullt glasið á borðið.
Aldrei hafði hún fengiö verri ákomu á æfi sinni. Það var svo
stutt siðan framtíðaráform hennar fóru að taka á sig ákveðna
stefnu. Og nú voru öll þessi áform hrunin eins og spilahús, og
það var Cariu að kenna. í annað skipti var hún að eyðileggja
tilveru Soniu! Þetta var óbærilegt!
Hún stóð upp, gekk að arninum og sneri bakinu að Ross en
starði á hlutina á arinhillunni án þess að sjá þá. Þetta var mál-
efni sem varð að fara gætilega með, og aldrei þessu vant var
hún í vafa um hvaða aðferð hún ætti að beita. Það var ekkert
unnið við að gera Ross að óvini sínum, og hún hafði meira en
svo af nöðrukyninu í blóðinu að hún skyldi ekki, að nú var
kænskan hennar eina vopnið.
Hún sneri sér við og leit á hann með angurblíðusvip.
— Þú mátt ekki vera reiður mér, Ross. Eg mundi ekki fyrir
nokkurn mun hafa sagt það sem eg sagöi, ef mig hefði grunað
þetta! Mér þykir líklega skelfing vænt um þig, og eg óska af
heilum hug að þú verðir hamingjusamur.
— Það er fallega mælt, Sonia. Hann hafði mildast dálítið.
— Þú þarft ekki að vera áhyggjufull út af mér. Eg ætla mér að
verða mjög hamingjusamur.
— Ágætt! Við skulum skála fyrir því.... Hún tók glasið
aftur og brosti glaðlega til hans. — Þú átt það líka skilið. Það
eru ekki allir sem geta gifst einni fallegustu stúlkunni í London,
sem um leið er ein af rikustu erfingjunum í borginni.
Hún sá skugga bregða fyrir á andliti hans, og með sama sak-
leysisbrosinu á vorum fullkomnaði hún árásina.
/— Vitanlega ertu of ástfanginn til þess að geta hugsað um
peninga, en þú veist þó að það er alltaf gott að hafa nóg af
. . , . aparið yðúr Kkup.-á naUi’margra. verzianai
MRUOÚL úffflW HOÖM!
-iWfeuístxæti
lí
KVðLDVQKUNNi
llliaiim K
E. R. Burroughs
TAEZAM ANP LAKE WEEE
ESC0ETE7 TO THEIK 'QUARTEZS/
A CKUPE CELL IN THE RECESSES
OF THE RALACE.
- TARZAN -
3120
Fyrir mörgum árum, sagði
^ Bill, lét Endurnýjarinn kon-
urnar taka aeskupillurnar
líka,en þær höfðu öfug áhrif
á þær. Tuttugu og fjórum
stundum eftir að þær höfðu
etið þær urðu þær gamlar,
vesluðust upp og dóu.
Nú á Jean Paul Sartre (sá sem
boðaði „existensilaismann11)
æ meiri mótsppyrnu að mæta í
föðurlandi sínu. Nú hefir
Eugene Ponesco, sem er ný-
tízku leikritahöfundur, ráðizt
á hann og segir:
,,Eg vildi óska, að Sartre héldi
munni og hætti að skrifa.
Hann álítur sig vera Drottin
sjálfan, en er í rauninni orðinrt
jsögulegur þjónn, sem er reiðu-
búinn til að bera í bætifláka
fyrir hvað sem er.“
★
Mælskur prédikari var aS
halda ræðu í tjaldi og var svo
hjartnæmur í orðum að á-
heyrendur táruðust allir nema
einn.
Þessi skilningsdaufi náungi
var svo spurður að því hvern-
ig hann gæti tára bundizt?
j Hann svaraði:
i ,,Eg er ekki í söfnuðinunt
hans.“
j . ★
I Attræður maður var spurð-ur
að því hvort hann ætti nokkra
fjölskyldu.
I „Já, eg hefi átt það, en húrt
er öll dáin og farin.“
I „Þér búið þá einn?“
i „Nei, drottinn minn, eg bý
með gamalli konu.“
j „Er það skyldmenni?“
I „Nei, nei. Hún er konart
mín.“
i ★
í Lítil stúlka var að því spurð
„hvers vegna ísraelsmenn hefði
búið til gullkálf?“ Hún svar-
aði:
„Þeir höfðu ekki nógu mikið
silfur til að búa til kú.“
Dulspekiskóiinn
opinn almenningi.
Dulspekiskóliim ; Reykjavík,
sem Sigfús Elíasson veitir for-
stöðu, var stofnaður 1. janúar
1958, og er til húsa að Hávalla-
götu 1 í Reykjavík.
Hingað til hefur skólinn að-
eins verið opinn þeim mönnum,
sem verið hafa styrktarfélagar,
og öðrum aðdáendum, en frá og
með 1. vetrardegi, (n.k. laugar-
dag) verður hann opinn öll-
um almenningi eftir óskum, eða
eftir nánari samkomulagi við
skólastjórann.
Nemendum verður leyft að
sækja tíma eftir eigin hentug-
leikum og óskum, hvort sem
það verður einu sinni aðeins,
einu sinni á viku eða einu sinni
á mánuði.
Viðtalstími er kl. 2—3 eftir
hádegi, en kvöldfræðsla kl. 8.30
-—11 síðdegis.
Húsnæði skólans er á heimili
Sigfúsar Elíassonar að Hávalla-
götu 1, og er Dúlspekisafn
Reykjavíkur þar einnig til húsa.
I tilkynningu um opnun skólans
fyrir almenning, segir: „Hin
kristna dulspeki er alíslenzk að
eðli og uppruna. Röðull vizku,
lífs og Ijóss er risinn í noi'ðri.
Arræði hins eilífa dags upp-
ljómar eyjuna bláu, háfjalla-
musterið með hvelfingarnár
hvítu. Guðahvelfið 'yfirskyggir
undralandið — ísland.“