Vísir - 07.12.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 07.12.1959, Blaðsíða 6
t risift Mánudaginn 7. desember 195Í VI8IR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. VUir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eöa 12 blaðsiSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan k.f. UngverjaEand og kommtínistar. Ungverskir kommúnistar hafa hætt á það — í fyrsta skipti, síðan kommúnisminn beið ósigur þar, enda þótt hann héldi völdunum með tilstilli rússneskra morðtóla — að efna til flokksþings. Þangað var að sjálfsögðu boðið æðsta presti kommúnismans um þessar mundir, Krúsév hin- um rússneska, og voru end- , urfundir hans og Kadars með sérkennilegum blæ. Þess var nefnilega getið, að Krúsév hefði kysst þetta verkfæri sitt á báða vanga, er þeir hittust. Má segja, að þar hafi verið um Júdasar-koss með nýju, 20. aldar sniði að ræða, og ekki verður heldur annað sagt en að hann haíi verið einstaklega vel viðeigandi hjá þeim tveim aðilum, sem þarna áttust við. Eitt af því helzta, sem fram kom á flokksþinginu var það, að sovézkar hersveitir verða 1 áfram í Ungverjalandi. Það táknar, að' kommúnistum hef- . ir ekki enn tekizt að beygja Ungverja svo, að óhætt sé að láta Kadar vera einan um hituna. Herrarnir í j. Kreml gera ráð fyrir, að ef þeir sleppi hendinni af Ung- verjum, muni kyndill frels- isins tendraður á ný og kommúnistum varpað út í yztu myrkur, eins og fyrir þremur árum. Það er lof um Ungverja, að þeir skuli enn bera þann hug til 'kommún- i ista, að ekki skuli vera óhætt að senda rússnesku skriðdrekana heim — þá ' muni frelsisvinir rísa á nýj- an leik. Heimurinn fékk mikilvæga sýningu fyrir hinu sanna og 1 rétta eðli kommúnismans og kommúnista, þegar þjóðar- morðið var framið i Ung- verjalandi undir því yfir- skini, að útlend afturhalds- öfl væru þar að verki. Þau öfl eru sannlega furðu lífseig úr því að þau geta enn látið til sín taka, ef ekki eru á þeim hafðar sérstakar gæt- ur. Landið hefir verið lokað í þrjú ár, svo að gott tóm hefir gefizt til allskonar hreingerninga, en samt treystir Kadar sér ekki til að stjórna án þess að hafa rússneskar barnfóstrur — með skriðdreka og önnur þvílík menningartæki — sér við hlið. Þetta er eins ákjósanleg yfirlýs- ing um gjaldþrot kommún- ismans og hægt er að hugsa sér. Hann heldur hvergi völdunum, þar sem hann hef- ir ekki byssur og skotfæri til að tryggja sig. Hvar sem frjálsbornir menn fá tæki- færi til að segja skoðun sína á ágæti hans og öllum kost- um, verður hann undir. Þess vegna er það líka eitt af frumskilyrðunum hjá komm- únistum, þar sem þeir hafa náð völdum, að þeir afnema kosningar. Þeir efna til leik- sýninga en ekki kosninga austan járntjaldsins. Kreddur kommúnismans urðu til fyrir hundrað árum, þeg- ar allar aðstæður í heiminum — á hvaða sviði sem er — voru allt aðrar en nú. Síðan hefir það gerzt, að heimur- inn hefir gerbreytzt en kreddurnar eru óbreyttar. Þær eiga því ekki frekar við i dag en hægt er að segja, að íslendingasagnir hafi gertz á þessari öld. Sú stefna, er byggir á slíkum grund- velli, getur vitanlega ekki staðizt — nema með aðstoð morðtóla eins og dæmin sanna. .V»/r h «> inti!isl<K\'ih on Gyldendals opslagsbog Undirr. óskar, að sér verði sendur endur- gjaldslaust bæklingur um Gyldendals opslagsbog. Naín . ^ ....................... Heimili ................................. Pósthús ......................... bSndi — 2700 Ms. 500 heilsíðumyndir af merk- um stiiðum og atburðum. — 1000 litmyndir af plöntum og dýrum — 250 heilsíðumyndir af listaverkum. — 250 Iitprent- uð landabréf, auk íjölda ann- arra mynda. í vönduðu Innb. bandi Gegn afb. . . kr. 1.780,00 kr. 2.140,00 Gegn staðgr. kr. 1.425,00 kr. 1.700,00 Bóhabúö Æorðro Hafnarstræti 4. — Sími 14281. VESTFIRZKAR ÆTTIR ARNARDALSÆTT Afgreiðsla Laugavegi 43 B, Víðimel 23 I. h. og Vbst. Þrótti. AEdarntinning Einars H. Kvarans á þrem stöðum í Reykjavík í gær. Leggið fram yiar skerf. Sá tími árs er nú kominn, þegar líknarstofnanir fara á stúf- ana til að undirbúa nokkurn jólaglaðning hana þeim, sem erfiðast eiga — fátæklingum og sjúklingum. Það eru Vetr- arhjálpin og Mæðrastyrks- nefnd, sem hafa tekið að sér á undanförnum árum að leita til borgaranna, taka við gjöfum þeirra og korna til þeirra, sem þarfnast aðstoð- ar. Þessar stofnanir leita nú enn til almennings, sem er aílögu- fær og fer einskis á mis, þótt hann iáti nokkurt fé af hendi rakna, og Visir vill eins og oft áður heita á alla góða menn að veita nú þá aðstoð, sem hver og einn getur í té látið. Það er gömul saga, að f kornið fylli mælinn, og það á ekki sízt við um þessa söfnun til jólaglaðnings handa fátækum. Til allrar hamingju er efnahagur svo marga bæjarbúa svo góður, að þeir geta liðsinnt öðrum án þess að baka sér nokkur vandræði, og það þarf ekki stóra gjöf frá hverjum af- lögufærum til þess að margir þui'fandi vei’ði öllu glaðari á hátíð ljóssins en ella. Munum það, góðir samborgarar, að við höfum skyldum að gegna hvert við annað, og Þess var minnzt á þrem stöð- um í Reykjavík í gær með ræð- um, upplestri, leiksýningu og tónleikum, að liðin voru 100 ár frá fæðingu Einars H. Kvarans skálds, í háskólanum, Þjóðleik- húsinu og ríkisútvarpinu. í hátíðasal háskólans flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson ' prófessor fyrirlestur kl. 14 um þau áhrif, er mótuðu Einar og skáldskap hans annars vegar, og hins vegar þau áhrif, er hann hafði á samtíð sína, skáldin hin og hugsunarhátt þjóðarinnar rakti þroska- og starfsferil hans og lýsti hinum helztu ein- kennum listar hans og hug- j sjóna. Aldarminning sú, er Þjóðleik húsið efndi til í gær, hófst kl. 16 og einnig með því, að dr. Steingrímur J. Þorsteinsson ------------------------------j ein er fólgin í því, að hver geri sitt til þess að gleðja þá, sem ella munu sitja í kulda og myrkri um hátíðina. flutti stutt exúndi um skáldið. Þá las sonai’sonur Einai's, Ævar R. Kvaran leikari, upp úr kvæðum hans, en Ævar hafði í samvinnu við Þjóðleikhússtjói'a undii'búið dagskrá þessarar athafnar. Guð- bjöi-g Þorbjai'nardóttir las upp söguna „Fyrirgefningu“, Þu- í’íður Pálsdóttir söng nokkur lög við ljóð eftir Einar, og að lokum var leikinn þáttur úr leiki'itinu ,,Jósafat“, en leikai'- arnir Arndis Björnsdóttir, Reg- ína Þórðardóttir og Haraldur Björnsson léku. Leikstjóri var Ævar R. Kvaran, en kvnnir ati'íða Lárus Pálsson leikai'i. Dagskráin í ríkisútvarpinu, sem helguð var Einai'i H. Kvar- an, var þannig, að Guðm. G. Hagalín rithöfundur flutti er- indi um Einar og sagði m. a. frá pei'sónulegum kynnum sínum af honum. Þá var flutt af tal- plötu upplestur Einars á kvæð- inu Jólin 1915 eftir hann, en hann var, sem kunnugt er, af- burða upplesai'i, og er plötu- Hetja til hinztu stundar. Kvöldvökuútgáfan á Akur- eyri hefur gefið út bókina Hetja til hinztu stundar eftir þýzka höfundinn Ernst Schna- bel............. 1 Er þarna um að ræða bók urn Önnu Frank, telpuna litlu, sem varð fræg um heim allan, þegar dagbók hennar kom fyr- ir almenningssjónir skömmu eftir styrjöldina. Hefur höfund- urinn rakið feril Önnu litlu með því að tala við hvorki meii-a né minna en 42 manns, sem höfðu nokkur kynni af telpunni, og eru þar á meðal kennarar hennar og vinstúlkur, samfangar 'og fjölskylduvinir. | Það er Jónas Rafnar læknir, sem hefur snúið bók þessari á íslenzku, og útgefendur hafa fengið Ki’istbjörgu Kjeld, sem lék hlutverk Önnu Frank í „Dagbókinni“, til að rita for- rnála bókarinnar. •--- upptaka þessi ein hin fyrsta, sem gei'ð var hér á landi. .Að lokum söng Dómkirkjukórinn sálmalag, en sálminn hafði Ein- ar H. Kvaran ort.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.