Vísir - 07.12.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 07.12.1959, Blaðsíða 12
1 Ckkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Munið, að þeir sem gcrast áskrifendur ( Látið hann færa yður fréttir og annað festrarefni heim — án fyrirhafnar af Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið yðar hálfu. ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. WW Mm aisP dflialSaÞ Sími 1-16-60. Mánudaginn 7. clesember 1959 Glórulausar ofsóknir rauðu blað- asina gegn fjármálaráðherra. Rógur límgiis og Þjóðviðjans á að dreifa at- hyglinni frá geðtruflun stjórnarandstöðunnar Régur Tímans og Þjóðviljans um Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, er mjög klaufaleg viðleitni til bess að dreifa athvgli fólks frá þeirri geðsýki, sem srripið hefur um sig í íorustuliði stjórnarandstöðunnar og skýrast hcfur komið fram í æði foringjanna á Alþingi undanfarið. 1 Bæði málgögn stjórnarand- stöðunnar eyða stórum fyrir- sögnum og löngu máli í það, að ávíta ráðherrann fyrir að hafa ekki verið viðstaddur umræðu á Alþingi síðari hluta fimmtu- dags og aðfaranótt föstudags S.l. Sjálfur hefur ráðherrann gert fullnægjandi grein fyrir fjarveru sinni í svari, sem birt var í Morgunblaðinu í gær. En til viðbótar má benda Tim- anum og Þjóðviljanum á, að á bæjarstjórnarfundinum síðastl. fimmtudag, sem stóð til kl. nálega níu, hélt fulltrúi Fram- sóknarflokksins og fulltrúar kommúnista uppi löngu mál- þófi í sambandi við sýndartil- lögu, sem Þórður Björnsson bar þar fram. Var sagt frá þeim skrípaleik hér í blaðinu daginn eftir. Þeir áttu því sinn þátt í að tefja ráðherrann frá þing- setu þann daginn. Dagana á undan höfðu staðlð langir fundir í efri deild Alþingis um þau frum- vörp, sem fjármálaráðherra bar sérstaklega að svara fyrir, og var hann viðstadd- ur allar þær umræður og veik ekki úr fundarsal, þrátt fyrir óhæfilegt málþóf stjórnarandstöðunnar. En á sama tíma sem hann var að hlusta á þessa málþófsmenn og svara spurningum þeirra, stóðu þeir Eysteinn Jónsson Konu leitaö. í höfninni. Konu hefir verið saknað í Reykjavík frá því sl. fimmtu- dag. Konan heitir Þórunn Guð“ mundsdóttir til heimilis að Starhaga 10. Hún var nýflutt til bæjarins ásamt tveim dætrum sínurn ungum. Á föstudaginn fannst kápa konunnar á Grandagarði og voru þá gerðar ráðstafanir til að leita hennar í höfninni. Fl’oskmaður var fenginn til að leita á Iaugardaginn, en hann varð einkis var. í gær var slætt, €n það bar heldur ekki árang- lir. Hinsvegar fannst kven- bomsa með skó á floti í höfn- inni og er fullyrt, að það sé skór af Guðnýju. í dag, fyrir hádeg- ið, var froskmaður aftur send- lir’ út af örkinni til að leita, en «kki vitað hvaða árangur það iiefir borið. og Einar Olgeirsson til skipt is öskrandi í neðri deild og heimtuðu að ráðherrann væri einnig þar til þeses að svara langlokum þeirra. Er það ótvíræð sönnun fyrir andlegu ásigkomulagi þessara foringja, að þeir skuli krefjast þess, að sami maðurinn sé á tveimur stöðum í einu! Enda mun það mála sannast, að ýmsir, sem hafa horft á tilburði þeirfa Eysteins og Einars á þessu þingi og hlustað á þá muni vera í miklum vafa um andlega heilbrigði þeirra. Árásir Tímans á Gunnar Thoroddsen síðastliðið hálft ár eru meðal þess ómaklegasta og sóðalegasta af sliku tagi, sem lengi hefur átt sér stað í ís- lenzkum blöðum, að Tímanum sjálfum meðtöldum, og er þá mikið sagt. Ýmsum mun enn í minni framhaldssagan, sem birt var í Tímanum fyrir kosningarnar í haust og kölluð Gunnars þátt- ur Thoroddsens. Tilefni þeirra þokkalegu rit- smíða var það, að borgarstjór- inn hafði ekki viljað ljá eyra kröfu eins af bröskurum Fram- sóknarflokksins um að úthluta honum lóð, sem annar borgari bæjarins hafði fengið umráð yfir. Þessi braskari er um flesta hluti eitt allra óhrjálegasta fyr- irbærið í þeirri deild, sem for- ingjar Framsóknarflokksins hafa notað til óþrifaverka um langt skeið. Og svo ógeðfeldur er hann sumum eigin flokks- mönnum, að þeir vilja helzt ekki kannast við að hann sé í flokknum. En þeim, sem Tím- anum ráða, klýjaði ekki við að nota hann til þess að rógbera og ofsækja einn af vinsælustu og réttsýnustu embættismönn- um þjóðfélagsins. Allir sem hafa kynnst Gunnari Thoroddsen og em- bættisferli hans, vita það, að hann er óvenjulega skyldu- rækinn embættismaður. v&nnmgar. Vinningsnúmer í skyndi- happdrætti í jólakaffi Hrings- ins í Sjálfstæðishúsinu í gær voru þessi: 1471, 1614, 1785, 1512, 1638, 863, 1843 1800, 1145, 1157, 1501 og 1741. Vinninganna má vitja til frú Mörthu Thors, Vesturbrún 18. Stundvísi er máske ein þeirra dyggða, sem ckki eru í háu gengi hér á Islandi nú á tím- um, en sc hún enn einhvers metin, mættu margir em- bættismenn taka liann þar sér til fyrirmyndar. Allan þann tíma, sem hann var borgarstjóri, var hann mætt- ur í skrifstofu sinni kl. 9 að morgni og stundum fyrir þann tíma, og þeirri reglu fylgir hann og síðan hann varð ráðherra. í borgarstjóratíð sinni var hann sístarfandi allan daginn og gerði sér far um að fylgjast etfir megni með öllum greinum síns umfangsmikla starfs. Þetta er ekki aðeins vitn- isburður hans eigin flokks- manna, heldur allra sem með honum hafa starfað, þegar þeir láta ekki pólitískt of- stæki ráða orðum sínum. Það mun því reynast erfitt fyrir Tímann og Þjóðvilj- ann að telja Reykvíkingum trú um, að Gunnar Thorodd- sen vanræki starf sitt sem fjármálaráðherra. Öll hans fortíð vitnar um hið gagn- tæða. Allur sá fjöldi bæjar- búa, sem átt hefir við hann erindi sl. 13 ár, mun geta staðfest það sem hér hefir verið sagt um stundvísi hans og skyldurækni. Hafi það borið við, að ekki hafi til hans náðst í skrifstofu hans, mun jafnframt hafa kom- ið í ljós, að hann var að gegna skyldustörfum sínum fyrir bæjarfélagið annars staðar. Þessi skrif Timans og Þjóð- viljans ættu að koma harðast niður á þeim flokkum sem láta sér sæma slíkt siðleysi í vopna- burði gegn andstæðingunum. Veður versnar nyrðra. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. . Jólaskreytingar hafa náð há- marki í Akureyrarbæ og mun bærinn aldrei hafa verið jafn fagurlega skreyttur fyrir nokk- ur jól sem nú. Þúsundir manna voru á gangi um miðhluta bæjarins í gær, einkum um Hafnarstræti, en þar var samfellt ljóshaf frá Hótel KEA og út að Ráðhús- torgi, auk mikilla gluggaskreytf- inga verzlunarfyrirtækjanna. í gær var fegursta ve'ður, sunnan andvari og 5 stiga hiti, en kólnaði í nótt og frysti. í morgun var tekið að hríða og koldimmt í lofti. -•---- Tékkar hafa vísað úr landi tveimur vestur-þýzkum flugmönnum, .sem nauð- lentu 2 Téfekóslóvakíu 22. október. Hér erum við stödd í undirheimum stöðvarinnar við Efra-Fall. Ofarlega til hægri sjást raufarnar, sem vatnið þrýstist um inn að skóflunum til að snúa rafalnum. Þarna eru um þrjár mann- hæðir. Að baki Jjósmyndaranum er snarbrött brekka, og þar steypist vatnið niður úr jöfnunarþrónni, sem er milli sjálfs stöðvarhússins og Dráttarhlíðarinnar. Flóðatjónið í Frejus áætlað 1500 millj. kr. 323 lík hafa fundizt. — Látinna minnst við útiguðsþiónustu. Áætlað er, að tjónið af völd- um hamfaranna við Miðjarðar- hafsströnd Fraltklands nmi að minnsta kosti sem svarar 1500 milljónum íslenzkra króna. Fundist hafa 232 lík. í fyrra- dag voru grafin 66 lík í einni Börn deyja úr þorsta. Miklir þurkar ganga á gresj- unum í Ástralíu og er vatns- skortur svo mikill, að vandræði stafa víða af. Fyrir skömmu skeði það í Nýja Suður Wales, að þrír menn dóu úr þorsta, eða full- orðin manneskja og tvö börn, ei höfðu villzt í feikna hita, sem þann dag komst upp 44°C. Reisir sjónvarps- stöð í Kairo' Bandarískt félag hefir fengið það lilutverk að reisa sjónvarps- stöð í Kairo fyrir stjórn Nass- ers. Verkið var boðið út og kepptu alls 30 félög, en tekið var til- boði frá Radio Corporation of America. gröf, þeirra meðal lík hjóna og' 9 barna þeirra. — Mörg lík hafa fundist í leðju og aur og froskmenn hafa leitað að lík- um úti fyrir ströndinni. Lík eru enn alltaf að finnast. f gær var útiguðsþjónusta á aðaltorginu í Fréjus. Hafði þar verið reist altari. Sungin var messa fyrir sálum þeirra, sem fórust, að viðstöddum þúsund- um manna. Samskotafé heldur áfram að berast úr öllum áttum og önn- ur hjálp. Rannsóknarnefndin hefur til- kynnt, að engu verði haldið leyndu um það, sem sannast kann um orsakir þess, að stíflan brast. AHslíundur L.I.Ú. Aðalfundur L. í. Ú. hefst í dag kl. 2\ í 'íjarnarkaffi. 8(1 fulltrúar víðsvcgar að af land- inu sitja fundinn, sem er 20 að- alfundur sambandsins, en það var stofnað 17. janúar 1939 og er því 20 ára á þessnm vetri. Formaður L. í. Ú., Sverrir Júlíusson setur fundinn. Gert er ráð fyrir að aðalfundinum Ijúki n. k. miðvikudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.