Vísir - 07.12.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 07.12.1959, Blaðsíða 3
Mánudaginn 7. desember 1959 VISIR 30 ára starf Mæðra- styrktarnefndar. Óeigingjarnt líknarstarf reykvískra kvenna. Um þessar mundir hefst hin árlega fjársöfnun Mæðra- styrktarnefndar, sem gerð er í þeim tilgangi fyrst og fremst, að gleðja ýmsa þá um jólin, sem hafa litlu úr að spila. Mæðrastyrktarnefndin hóf fyrst starfsemi sína árið 1828, ér reykvískar konur sameinuð- ust um að styrkja ekkjur sjó- hianna, er farist höfðu undan- farin ár í sjóslysum. Síðan hef- ur starfsemi þeirra verið haldið stanzlaust áfram um hver jól, og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu þessa málefnis. | Að starfsemi þessari standa 20 reykvísk kvenfélög, sem hvert um sig skipar tvær kon- ur í nefndina. Formaður nefnd- arinnar er nú frú Jónína Guo- mundsdóttir, en með henni í út- hlutunarnefnd eru þær Kristín L. Sigurðardóttir, Jóhanna Stefánsdóttir og Guðfinna Jó- j hannsdóttir. Starf nefndarinnar er geysi umfangsmikið, eins og að líkum lætur, því bæði er að fyrst er um viðamikla söfnun að ræða, síðan að velja úr um- sóknum fólks og kynna sér á- stæður þess og síðan að út- hluta gjöfum um allan bæ. Á hverju ári hefur nefndin sent lista til ýmissa fyrirtækja til fjársöfnunar, sem að jafn- aði hafa brugðist mjög vel við, og sent ýmist peningagjafir, eða aðrar vörur, og hafa þeir einmitt nú verið póstlagðir og or það von nefndarinnar, að vel sé við þeim tekið, ekki síður en svo oft áður. Til þeirra, sem hugsa sér að sækja um jóiaglaðning hjá nefndinni í ár, vilja konurnar koma þeirri orðsendingu, að þeir láti vita ;-em allra fyrst, því að ekki mun unt að fara lengur eftir þeirri spjaldskrá, sem til er vegna ýmissa breyt- inga á högum fólks, bústaðar- skiptum o. fl. Skrifstofa nefnd- arinnar er að Laufásvegi 3, og er opin kl. 2—6 alla virka daga, og síminn er 14349. Nægir áð hringja þangað, eða koma, en án þess er ekki öruggt að þeir sem undanfarið hafa þegið gjafir frá nefndinni, verði þeirra aðnjótandi í ár. ■jf Sovét-vísindamenn segjast hafa orsakað „gerfiland- skjálfta“ í Mið-Asíu og geri þeir klcift að kanna efna- samsetningu jarðar í 100 km. dýpt. 23. bókin frá Ragnheiði Jóns- dóttur. Ragnheiður Jónsdóttir hefur sent frá sér smásagnabindi, er hún nefnir „Deilt með einum.“ Ragnheiður er orðin vel þekkt hér á landi fyrir sögur sínar, langar og stuttar, og á síðasta ári kom ein af bókum - hennar út í Noregi, þar sem hún hlaut nafnið ,,Ei islandsk dagbok“, og hlaut hún góða dóma hjá frændum okkar. Sögurnar í þessari nýju bók Ragnheiðar heita: Teflt við ægi, En samt sem áður, Skulda- skil, Hann sagðist elska mig, Degi hallar, Einkadóttir móð- ur sinnar, Hillingar, Ljós var loginn sá, Hún hét Pálína, Blómin soga, Tyrkneskt bað, Lítill lokkur, Mamma hjálpar, Draumur um veruleika, Blaði flett, Brákaður reyr, Drengur- inn minn og Á morgun. Bókin er tólf arkir, og er teikning eft- ir Sigrúnu Guðjónsdóttur á undan hverri sögu. Ragnheiður Jónsdóttir hóf rithöfundaferil sinn fyrir rétt- um aldarfjórðungi, því að þá kom út fyrsta bók hennar — Ævintýraleikur fyrir börn — sem út var gefin á Akureyri. Siðan liðu 7 ár, þar til næsta bók kom, en upp frá því komu ' bækur árlega frá Ragnheiði, sum árin fleiri en ein, enda eru þær nú orðnar 23 samtals, að þessari síðustu meðtalinni. Ksinatlískir námsstyrkir. Menningarstofnunin Canada Council í Ottawa býður fram námsstyrk til dvalar þar í landi skólaárið 1960—61. Styrkirnir eru um $ 2000, auk ferðakostnaðar. I Styrkirnir eru veittir til náms eða rannsókna í húman- ískum fræðum, listum og þjóð-. félagsfræðum og eru eingöngu [ veittir kandidötum eða kennur- um. Umsóknir um styrkina skal senda skrifstofu Háskálans fyrir 1. janúar n. k. Þangað má og vitja umsóknareyðu- blaða og nánari upplýsinga varðandi þetta mál, einnig hjá skrifstofu Aðalræðismanns Kanada, Tryggvagötu 2. (Frá skrifstofu Háskólans). 99 l\lyndin9 sem hvarf46. Út er komin á forlagi ísafold- arprentsmiðju skáldsaga, sem heitir „Myndin, sem hvarf“ og er eftir Jakob Jónasson. . Skáldsaga þessi gerist til sveita, og tvinnast þar saman ástir og alls konar erfiðleikar, og er frásögnin hressileg í bezta máta og oft skemmtileg á köflum. Þetta er 179 bls. bók, og verður nánar að henni vikið síðar. Saga Akraness A.nnað bintli koniið ui. Það var mannskaði að frá- falli Ólafs B. Björnssonar rit- stjóra á Akranesi, hví að hann var óvenjulegur maður um flest. Óhætt mun að segja, að hann hafi haft áhuga íyrir flestum málefnum, sem til framfara horfðu, og víst er, að hann lagði jafnan fram kraíta sína, þar sem þörf var að vinna eitt- hvað til góðs. Enginn maður mun hafa lagt sig eins fram um að afla gagna cg halda til haga varðandi byggð á Skipasakaga, og nú er komið út annað bindi af „Sögu Akraness“, sem hann hafði byrjað að skrifa löngu fyrir lát sitt. Fjallar þetta bindi um sjávarútveg, og er frásögn af honum þar með lokið, og verzl- un á staðnum. Er hér um geysi- legan fróðleik að ræða, því að bókin er hvorki meira né minna en 430 bls. að stærð og prýdd mörgum myndum. Ut- gefandi er Akranes-útgáfan. ★ Svo mörg brezk gistihús eru nú í fjárhagsvandræðxmi, að stjórnin hefur verið beð- in að skipa nefnd til að kanna vandamál þeirra. mmmm Smmamr Smöurhafa Þetta er sérkennilegasta jóla- bókin — sárkennileg, ör og blóðheit eins og íólkið, sem höíundur kynntist á áratuga- veru í Indónesíu og íékk ást á. Htín mun gSelja hvern.mann — og er því géð vlnargjöf á jófynum ARNARFELL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.