Vísir - 10.12.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1959, Blaðsíða 9
iFimmtudaginn 10. desember 1959 VfSIR 9 Áformað að byggja nýja kirkju í Heydölum. Þegar 100 ára afmælis Hey- 'dalakirkju var minnst 1956 var þegar hafinn undirbúningur a? byggingu nýrrar kirkju. Þá þegar bárust gjafir ti1 hinnar væntanlegu kirkju, m.a frá þáverandi biskupi herra Ásmundi Guðmundssyni. Ríkis- sjóður og Breiðdalshreppur lögðu einnig fram nokkrar f jár- hæðir, og ennfremur nokkrir einstaklingar. Síðan hafa kirkj- unni borizt minningargjafir, t. d, frá Guðlaugu Pálsdóttur og •Guðmundi Árnasyni, Gilsár- stekk og Pétri Jónssyni á Ás- unnarstöðum. Á þessu ári var hafin almenn fjársöfnun meðal safnaðarfólks, og var þátttaka almenn og mjög góð. Allmargir einstaklingar hafa lofað framlögum á þessu og næstum árum, sem meta má til 1—2 þúsund, og jafnvel meir. Það er líka mikið átak fyrir 'fámennan söfnuð að byggja inýja kirkju, en allar líkur benda til að hér muni sannast irðtakið að margar hendur vinna létt verk. Breiðdalur á líka álitlegan hóp burtfluttra sóknarbarna, sem án efa munu minnast sinna fornu stöðva og 'étta hjálparhönd á enn eða mnan hátt. Af óviðráðanlegum ástæðum, r verkið ekki komið lengra áleiðis, en grunnur er fullgerð- :.ir, og búið er að kaupa glugga í bygginguna. Fastur ásetning- ur er að koma henni undir þak a. m. k. á næsta ári. Breiðdæl- ingafélagið í Reykjavík mun fúslega veita móttöku áheitum og gjöfum, sem fjarstaddir Breiðdælingar eða aðrir vel- unnarar þessa byggðarlags ósk- iðu að leggja fram í þessu til- efni. Formaður Breiðdælingafé- lagsins er Sigurður Jónsson frá Þorvaldsstöðum, sími 15260. F.h. sóknarnefndar Heydala- safnaðar Páll Guðmundsson.. . ingar um eitthvert þessara at- vika eru þær vel þegnar af lög- reglunni. ; Sendiráðsbifreið var skemmd með þ\ að sparka í hana. Var bifreiðin á ferð um götur bæjar- ins, en mun hafa numið staðar, og drukkinn piltur, sem var far- þegi á annarri bifreið, er á eftir kom, fór út og gaf sig á tal við ökumann sendiráðsbifreiðar- innar, en sá vildi ekkert við hann tala. Þá reiddist sá drukkni, sparkaði í bílinn og skemmdi hann. í Innbrot. Aðfaranótt laugardags var brotizt inn í söluturn á Laugar- nesvegi 2. Þaðan var stolið miklu magni af tóbaksvörum, einkum vindlum og vindlingum.! Sömu nótt var brotizt inn í skrifstofu byggingafélagsins Brú við Borgartún. Þar virðist áköf leit hafa verið gerð að peningum, en ekki fundizt, og ekki séð að neinu hafi verið stolið. í fyrrínótt var brotizt inn í veitingastofuna Vesturhöfn, stolið þaðan útvarpstæki og talsverðu af smurðu brauði. Ekki varð í fljótu bragði séð að annað hyrfi. f fyrrinótt var einnig brotizt inn í skrifstofur Dráttarvéla h.f. á Snorrabraut, mikil leit gerð að peningum, sem ekki funduzt. Gizkað er á að þjóf- urinn hafi ætlað inn í annað fyrirtæki, sem er í sama húsi — Áfengisverzlun ríkisins, en farið villt. stjóra á öllum israelskum skip- um. Israel á einnig myndar- legan fiskiskipaflota, m. a. ný- tízku togara, sem sækja m. a. á mið við Vestur-Afríku. Luciu-hátíð. Islenzk-sænska félagið efnir að' vanda til Lúcítihátíðar á Lúcíudaginn, sunnudaginn 13. desember, í ' Þjóðleikhúskjall- aranum og liefst kl. 20.30. Þar mun Sigurbjörn Einars- son biskup flytja ræðu. Sýnd verður sænsk kvikmynd, gerð í tilefni af aldarafmæli Selmu Erlendir ferðaskrif- stofumenn í heimsókn, Kynna sér mögufeika á ferðum til og frá Islandi. Fyrir fáum dögiun komu bingað til lands tveir forstöðu- menn ferðaskrifstofu í Kaup- mannahöfn til að athuga mögu- Ieika á ferðamannastraumi til Islands og héðan til meginlands Evrópu. Menn þessir eru Ernst Kuttn- er sem veitir þýzku ferðaskrif- stofunni í Kaupmannahöfn forstöðu og Hans Zimmermann frá Svissnesku ferðaskrifstof- nnní í Khöfn. f gær sátu þeir fund með fréttamönnum og umboðsmönnum ferðamála hér á landi og sýndu þar m. a. land- kynningarkvikmyndir frá Þýzkalandi og Sviss. í stuttu viðtali, sem frétta- maður Vísis átti við annan þesara manna, Hans Zimmer- mann kvaðst hann vona að sam skipti tækjust milli svisneskra og íslenzkra ferðamanna að þeir sæktu hvorir aðra heim. Bæði löndin hefðu mikið til síns ágætis og gagnkvæm kynni yrði þátttakendum óhjákvæmi- lega til mikils fróðleiks. Hann kvað gistihúsaskort á fslandi að vísu nokkurn þröskuld íi vegi fyrir verulegum ferða-! mannastraumi til íslands, en um leið og úr honum yrði bætt væri ekkert því til fyrirstöðu að útlendingar flykktust til ís- lands, því hér væri fjölmargt að sjá, sem nýstárlegt væri og ferðalanginum augnayndi og þekkingarauki. Ernst Kuttner tók í sama streng og bætti því við að fjar- lægðin torveldaði líka nokkuð ferðir til íslands, en þó kvaðst hann þess fullviss að Island ætti mikla framtíð fyrir hönd- um sem ferðamannaland. Hann kvað ferðalög hið æskilegasta meðal til aukinna kynna, auk- ins skilnings og vináttu þjóða á milli. í dag var áætlað að þessir tveir ferðaskrifstofumenn færu flugleiðis til Akureyrar, hefðu þar skamma viðdvöl og kæmu síðdegis aftur til Reykjavíkur. í fyrramálið fljúga þeir utan. j kraelskur veSurfræðsngur veitir sérfræðiaðstoð. Getter Suðurlandsundirlendið orðið 99annað Itelíand Fyrir nokkru kom hingað til lands israelskur maður að nafni Naftali Rosenman, for- stöðumaður veðurstofu Israels í Tel Aviv, en dvöl hans hér er þáttur í tæknilegri aðstoð, sem Alþjóða veðurfræðistofnunin veitir íslandi. Markmið er fullnægjandi og sem fullkomnust aðstoð veður- stofunnar, veðurfars- og á- haldadeildar hennar, í þágu at- vinnuveganna. Rosenman ræddi við frétta- menn nýlega og sátu þann fund einnig ræðismaður Israels hér, frú Theresia • Guðmundsson veðurfræðustjóri og Adda Bára Sigfúsdóttir, forstöðumaður veðurfarsdeildarinnar. Rosenman gerði grein fyrir komu sinni, en hann væri hér sem sérfræðingur Alþjóðaveð- urfræðistofnunarinnar, sem sér um tækniaðstoð þá, sem Sam- einuðu þjóðirnar veita veður- fræðistofnununum. Athuganir j hans hér hafa beinst að því j hvort hægt sé að fá hér nægi- ! legar upplýsingar til að gera, fullnægjandi veðurfarskort af landinu, athuganir á veðrafyr- irbrigðum með tilliti til lands- hluta o. s. frv. Ræddi hann þetta allitarlega og minntist lofsamlega hins ágæta starfs, sem Veðurstofan hér hefur unnið, og taldi nauðsynlegt að hlynna betur að henni, með auknum tækjum og fjölgun starfsliðs. Fór hann viðurkenn- ingarorðum um starf veður- stofustjóra, sem hann kvað einu konuna í heiminum, sem gegnt hefði eða gegndi slíku starfi, og um ágætt starf Öddu Báru Sig- : fúsdóttur við deild hennar. Rosenman ræddi margt um mikilvægi veðurþjónustunnar í þágu atvinnuvega og sú þjón- usta gæti orðið þáttur í að gera Suðurland að nýju Hollandi, og má af því marka hversu honum list á framtíðarmöguleika hér. Hann svaraði ýmsum fyrir- spurnum um Israel. Hann kvað Israel eiga mikinn skipaflota, in.a. væru israelsk skip í för- um til Ameríku, en Veðurstofan í Israel hefði samstarf við skip- Lagerlöf. Árni Jónsson, söngv- ari, syngur og Lúcía (Anna Geirsdóttir) og þernur hennar syngja Lúcíusöngva yfir kaffi- borðum. Síðan verður dans stig- inn, þar á meðal sænskir þjóð- dansar, til kl. 1. Miðar verða seldir við innganginn sama verði og síðastliðið ár og er fé- lagsmönnum heimilt að taka með sér gesti meðan húsrúm leyfir. Þeir, sem vildu tryggja sér aðgöngumiða í tíma, geta tilkynnt þátttöku sína í síma 1-39-87 ■ frá 9—5 fyrir föstu- dagskvöld. |L)NDARGðTIJ 7.5 -ilMl 13743 Sa. ð<?cjur — eJtir 'Jerui $ * -K ☆ Sagan af George Westinghouse ☆ ☆ ☆ Spelivirki ónýtlr bsErúður. Mörg innbrot um síöustu helgi. Allimikill innbrota- og skemmdafaraldur var í bænum um helgina; talsverðu af verð- mætum ruplað og spjöll unnin. í fyrrinótt virðast drukknir menn hafa unnið alvarleg og mikil skemmdarverk á tveimur fólksbifreiðum, sem báðar stóðu í Miðtúni. Fyrir framan Miðtún 90 stóð bifreið Gísla Ólafssonar læknis, R-636, Fiat 1400 af gerð 1957, og hafði afturrúða verið brotin í henni, sýnilega með ginflösku. Hin bifreiðin var splunkurný Austinbifreið, gerð 1960, R-163 er stóð á móts við hús nr. 76 við Miðtún. Þar hafði aftur- rúða verið brotin í mél með steini, en steinninn kastast í framrúðuna og brotið hana líka. Lögreglumaður, sem fór á stað- inn, kvað bílana báða illa út- leikna. Sömu nótt stóð vestur á Hringbraut, á móts við hús nr. 121, hálfkassabíll, sem utan- bæjarmaður átti. í þeim bíl var hver einasta rúða brotin, 8 tals- ins, og er þetta hið tilfinnan- legasta tjón. Ef einhver gæti gefið upplýs- 4) Um þetta leyti voru aðal- lega notaðir olíulampar, eða kerti til lýsingar. VVestinghouse vissi að nóg var af jarðgasi í Pittsburgh, þar sem hann bjó, og að það væri prýðilegt til lýsingar. Hann boraði holu og lýsti unp sitt eieið hús. Síðar boraði hann fleiri holur og lýsti upp alla Pittsburgh. —1 — Þegar honum hafði heppnast þetta, fékk hann áhuga fyrir rafmagni og riðstraum. Annar bandarískur uppfinningamað- ur, Edison, sem fullgerði raf- magnsperuna, notaði rak- st.raum. Westinghouse var á 'þeirri skoðun að riðstraumur væri heppilegri og af þessu leiddi samkeppni.--------Til þess að sannfæra fólk um að riðstraumur væri betri en rak- straumur smíðaði Westinghouse rafmagnsstraujárn og ofna 1893, og sýndi fólki þessi tæki. Slíkt hafði ekki hennnast enn að smíða fyrir rakstraum. En þótt margir féllust á skoðun hans við bessar sýningar, var fjamkeppnin samt hörð milli þeirra Edisons. (Niðurlag). i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.