Vísir - 10.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 10.12.1959, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Fimmtudaginn 10. desember 1959 1/ii/ian C/orn s A K A perlui s p N N N M •: í • • # • • o # • • • © • • • • •••••• A S A G A 9 Var hitinn á ströndinni brennandi. Hún sagði: „Við skulum fara upp í hæðirnar og fá okkur frískt loft.“ Þau borðuðu hádegisverð í veitingahúsi, sem stóð við foss og þegar þau horfðu niður frá gilinu gátu þau séð alla leið til Korsíku og öll Miðjarðarhafsströndin lá. útbreidd fyrir neðan þau i blárri ljósmóðu. Hún sat þarna glóandi af sólskini og víni og hann vissi að það var henni að þakka að honum fannst hann aftur vera orðinn Onides Pharaoh, með rauðan merg í beinum og auðugur í sálinni og að Allah var í sólskini dagsins. „Mér þykir svo gaman að aka.“ „Að aka?“ „Já, bara að aka og fara ekki á vissa staði.“ Hún andvarpaði. „Eg ætti að fara aftur til Parísar.“ „Aftur til Parísar?" „Já. En mér finnst eg þurfi að vera hér þangað til þér fáið Sheba-perlurnar. Þá veit eg að yður líður vel.“ „Þér talið eins og eg ætti ekki neitt í heiminum nema Sheba- perlurnar?" Hún sagði ekki neitt. Stóð aðeins upp og langir gullnir limir hennar voru fegurri en súlur Parthenons. „Við skulum fara og aka þarna eftir fjallsbrúninni.“ Hún ók þegjandi eins og henni var lagið eftir fjallsbrúninni, alveg eins og hún væri ein í vagninum. Þau óku ofan hægt með- fram giljunum og móðan var blá og reykurinn gullinn í kvöld- bjarmanum. Þegar þau komu inn í Cannes stöðvaði hún vagn- ínn, því að hún sá madame Lorelei í hvítum reiðbuxum vera að liðka arabíska hestinn á litlu engi. Þegar hún lét hann hægja á sér og stöðvaði hann, sveiflaði hún fætinum yfir makka hans og féll í faðminn á Dante. „Þetta gengur vel fyrir Dante,“ sagði hr. Pharaoh. Hún sleppti helminum og vagninn rann ofan hæðina. Og hr. Pharaoh fannst allt í einu að hið svalá fjallaloft hefði lagt niður á við og hefði hreiðrað sig allt um hverfis Francine. Hún sagði: „Mig langar að synda.“ „Og svo?“ „Eg vil bara aka.“ Hr. Pharaoh fannst, meðan hann beið eftir því að hún skipti lim föt í klefa sinum að hann væri að aka með stúlku sem væri alls ekki viðstödd. Og hr. Pharaon fannst hann vera gamall og einmana, þó að fullt væri af fólki á ströndinni. En svo kom hún út úr klefa sínum og leit á hann eins og eng- inn annar væri þarna viðstaddur. „Við skulum koma.“ Og hr. Pharaoh fann hjarta sitt slá mjög örc er hann hljóp ofan ströndina og stökk út í bláan sjóinn. Á föstudaginn borðuðu þau í litlu veitingahúsi við höfnina og hún var í svarta kjólnum, sem hún hafði notað fyrsta kvöldiö. Hún leit á úrið sitt og sagði: „Við skulum fara aftur í Napoleons- gisthúsið....“ Hr. Pharaoh lét senda sér upp flösku af kampavíni og sagði þjóninum að skilja það eftir í ísfötunni. Francine hallaðist aftur á koddana í stólnum sínum og leit á tunglskinið á sjónum og á götunni. Svo muldraði hún. „Um hvað eru þér að hugsa í tunglsljósinu?“ „Jæja — eg var að hugsa um það að eg liefi eytt milljón döl- um í kvenfólk, en er þó einn i heiminum.“ „Fyrst þér haí'ið nú sagt mér hvað þær hafa kostað, þá skuluð þér segja mér frá konunum yðar.“ „Mér þykir það leitt. En ef eg liugsa um peningagildi þeirra, þá er það þeim að kenna og ekki mér.“ „Eg skil. Segið mér frá þessum fjórum konum yðar.“ „Eg giftist þeirri fyrstu i Aþenu, eg hitti hana eftir að móðir dó. Hún var eins og eg, að hálfu leyti Grikki og að hálfu Egypti. Þegar eg giftist henni var hún Grikki, dökkhærð og grönn. Þeg- ar eg skildi við hana var hún Egypti, dökkhærð og feit. Þegar er fór með hana til Cartiers, fór hún frá mér í búðinni og fór út til að kaupa sér brjóstsykur. Þegar eg fór með hana til Schiaparelli gátu þeir ekki fundið á henni mittið. Þetta gerðist á einu ári. Svo að eg sendi eftir lögfræðing mínum í Aþenu, sem var faðr hennar og hann kom skilnaðinum i kring.“ „Segið mér um þá næstu.“ „Hún var frönsk, greifinja. Eg borðaði með henni á Avenue Foch og hún hafði nú heldur áhrif á magann í mér. Hún hafði ágætan matreiðslumann og hún gumaði af því að hann væri betri í eldhúsinu en Escoffier, og að hún prettaði mig með hon- um að auki. Svo að eg rak matreiðslumanninn og borgaði þeim í svissneskum frönkum. Og nú búa þau í Lausanne.“ „Og svo?“ „Þá fór eg til New York og byrjaði að starfa þar. Eg keypti upp „Vandelor“ til þess að fá toppveituna hans, og það var systir hans, sem seldi mér. „Vandelor stjórnaði fyrirtæki sínu frá Miami en systir hans stjórnaði því í New York. Svo að eg giftist heila hennar. En hún var þreytt fésýslukona á kvöldin. Eg losaði mig við hana áður en hún náði tökum á línuskipum Pharaoh — og eg kom aftur til Evrópu til að þiðna.“ „Og í Evrópu funduð þér konu, sem var lik henni.“ „Eg hitti Olgu. Hún kom gangandi úr frumskóginum eitt kvöldið og inn í Rity hótelið. Svo giftist eg henni og gróf mig sjálfan í henni og varð að grafa mig út aftur, svo að hún kæfði mig ekki. Við skildum i París. Eg hafði ekkert á móti henni fyrr en hún prettaði mig um Sheba-perlumar.“ „Þetta er regluleg tunglsskinssaga!" Það brakaði í stól hr. Pharaohs, eins og hann verkjaði í sál- ina. „Reykur frá Allah er í augum rnínurn." „Og Sheba-perlurnar eru um hálsinn á yður.“ „Þegar eg tapaði Sheba-perlunum missti eg minnið. Þegar eg fór með móður mína til Grikklands gengum við. saman í sitrónu- lundi og eg hefi leitað' að þeirri angan alla tíð siðan. Og eg hefi aðeins fundið konur sem lykta eins og úlfaldar, sem hafa verið þvegnir út ilmvatni.“ . Hún stóð upp og hallaðist fram á riðið fyrir svölunum og sagði einkennilega. „Ljós frá perlum og andrúmsloftið í sítrónulundi. Og þetta er karlmaður." Hr. Pharaoh stóð upp og leit niður á fjórar háværar mann- eskjur sem voru að fara út úr stórum bíl. Þau litu út eins og betlari í Kairo. Þau voru nokkuð við skál og hlógu er þau gengu upp að svölunum. Hr. Pharaoh leit niður og sá þau í tötrum sínum og varð_ undrandi. „Hamingjan góða! Hvað er þetta? Þetta fólk lítur ekki út fyrir að vera gestir í Napoleonsgistihúsinu.“ „Það eru þeir þó. Þeir eru á leiðinni á betlaradansleikinn." Francine hló! „Betlaradansleikinn? Eg var búinn að gleyma því,“ muldraði hr. Pharaoh. 4 KVOIOVÖKUNNI II cóiöc.c. ii_H- - =:• - ’|Í E. R. Burroughs THÉ HAFLESS /ASN COUuiV 170 NOTHING AGA.1NST THE RAGINS KIVEK. BUT CLINS PESP'EEATELY TO THEIK EAFT— - IAISZAN - 3155 Hinir óheppnu menn gátu ekkert gert til að bjarga sér, nema að hanga eins lengi á flekanum og kostur var, en svo þeyttust þeir fram af brúninni niður í dunandi og ólgandi fossinn. Glæpasöguhöfundurinn frægi Georges Simenon hlýtur líka að vera ágætur eiginmaður. Hann var í nefnd, sem hafði komið upp bókasýningu í París og var nú beðinn að koma þar og skrifa á eigin bækur sínar. Svar kom, en ekki frá honum heldur frá konu hans og það hljóðaði svo: „Maðurinn minn getur því miður ekki komið né tekið þátt í bókasýningunni. Hann getur ekki fari ðað heiman. Eg á von á barni.“ í Los • Angeles' hefir verið stofnaður skóli fyiúr ókvænta karla og skólinn hefur þann sérstaka tilgang að kynna körl- um sál konunnar. Þar eru flutt erindi um tilfinningar konunnar gagnvart ýmsum fyrirbrigðum lífsins, um það hvernig eigi að umgangast konur undir öllum hugsanlegum kringumstæðum og um þá list að dæma um lynd- iseinkunn konunnar. Einkunarorð skólans eru: „Venjið yÓur af því að óttast konur“. Einn af vinsælustu hljóm- sveitarstjórum á Englandi segir þessa sögu: „Einu sinni lékum við, hljómsveit mín og eg, í skemmtigarði í litlu þorpi. Það var kalsi og rigning og aðeins einn maður var áheyrandi og hann var sveipaður í vænan regnfrakka. Þegar við höfðum leikið tvö lög fannst mér þetta vera nóg og eg fór til mannsins og spurði hvort honum þætti það verra að við hættum að leika. „Síður en svo,“ sagði maðurinn. „Eg er eftirlitsmaður hér og bið bara eftir að geta lokað.“ Ný Væluskjóða í Sandgerði. í Sandgerði hefur nýlega verið sett upp væluskjóða (sír- ena) mikil, til þess að tilkynna bæjarbúum ef eldur kemur upp einhvers staðar í plássinu. Hljóðmerkjakerfi hefur und- anfarið verið þar í þorpinu, til að tilkynna um eld, og var það einnig væluskjóða, en hún þótti of lítil, og kom það fyrir í stormi, að ekki heyrðist til hennar, nema í vissum hluta þorpsins. Það var þess vegna ákveðið að fá sterkara hl.'óð- merki, og er það nú komið upp, svo sem áður er sagt. Vælu- skjóðuna er hægt að setja í gang á slökkvitækjahúsinu, en áformað er að staðsetja gang- setningarhnappa (brunaboða) víðar. Auk væluskjóðunnar eru brunalúðrar í glerskápum á nokkrum stöðum, ög er venjan sú, að sá, sem eldsins verður var, brjóti glerið í skápnum, og þeyti lúðurinn um götur þorps- ins. Ein stór slökkvidæla er til í þorpinu, vatnsslöngur og vatnspokar til að flytja vatn að eldstað, og nokkrir lausir stig- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.