Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 6
VÍSIR Laugardaginn 12. desember 1959 D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sírni: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði,' kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Strangari regEur. Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, hverjar orðið hefðu niðurstöður af athug- un þeirri, sem fram var látin fara á ,,gæðasmjörinu“ svo- nefnda frá Osta- og smjör- sölunni sf. Höfðu Neytenda- samtökin á sínum tíma kært til yfirvaldanna, þar sem þau töldu óheimilt að nota orðið ,,gæðasmjör“ um. þá vöru, sem þarna var um að ræða, og að auki að geta yrði upp- runastaðar eða framleiðslu- staðar, svo að almenningur fengi vitneskju um, hvaðan varan væri, sem honum væri ætlað að leggja sér til munns. Rannsóknir leiddu í ljós, að gæði „gæðasmjörsins“ voru mjög misjöfn, enda þótt ætl- unin væri einmitt að sjá svo um, að aldrei væri um neinn mismun í þessu efni að ræða. Sum þeirra sýnis- horna, sem prófuð voru í rannsóknarstofu, voru jafn- vel gölluð, og gefur auga leið, að það er meira en lítil blekking, þegar menn leyfa sér að búa slíka vöru í um- búðir með heitinu „gæða- KIRKJA DG TRUMAL: Hvað þýðir W.C.C.? smjör“. En þar er einmitt komið að því, sem er megin- atriði þessa máls: Osta- og smjörsalan sf. er stofnuð til að hjálpa þeim framleiðend- um, sem framleiða lélega vöru og geta ekki losnað við hana með öðrum hætti. Þótt ekki hafi verið unninn endanlegur sigur' í þessu máli, að því er kröfur Neyt- endasamtakanna snertir, þar sem gera má ráð fyrir, að málinu verði skotið til hæsta- réttar, hafa þó fengizt hinar mikilvægustu upplýsingar við rannsókn málsins. Það eru þær niðurstöður, sem gæðarannsóknin leiddi í ljós og eru á þá leið, að hér er verið að neyða borgarana til að kaupa mjög misjafna vöru undir því yfirskini, að um vöru með „standardiseruð- um“ gæði sé að ræða. Það sýnir, að svokallað mat á vörunni, sem á að vera undir- staða nafngiftarinnar — gæðasmjör — er mjög svo handahófskennt fálm, svo að ekki sé sterkara til orða tek- ið. Mat í höndum neytanda. Þetta mál leiðir í ljós, að ein- ungis kemur eitt til greina i þessu efni: Það er, að matið á vörunnLsé í höndum neyt- andans, hann geti valið og J hafnað tegundum af smjöri eða valið vöruna samkvæmt upprunastað hennar, þar sem hann mun jafnan segja nokkurn veginn til um það, hversu mikilla gæða er að vænta, eða hvort galla er von Bændur eru að framleiða vöru handa neytendanum, og þeir eiga vitanlega að reyna að gera honum til hæfis. Sá, sem tekst það, selur sína vöru strax, en hinn situr uppi með sína framleiðslu, ef gæð- in eru ekki fullnægjandi. Þetta eru lögmál viðskipta- lífsins sem stjórnendur Osta- og smjörsölunnar sf. vilja ekki una. Þeirra lögmál er, að það verði að selja vöruna, hvernig sem hún sé, hvort sem hún full- nægi þeim kröfum, sem neyt- andinn gerir, eða ekki. Vilji eða óskir neytenda eru al- gert aukaatriði — en aðal- atriði er að troða ofan í þá framleiðslunni með einhverj- um ráðum, hvort sem hún er raunverulega ,,gæðavara“ eða getur ekki með neinu móti hlotið slíkt nafn. I þessum tilgangi var Osta- og smjörsalan stofnuð og öðrum ekki. Gæðin voru vatasöm. Það er gi’einilegt af því máli sem hér er um fjallað, að nauðsynlegt er að setja ó- tvíræðar reglur um þá verzl- unai’háttu, sem mönnum er heimilt að viðhafa. Það' vei’ð- ur að búa svo um hnútana, að einhverjir sjálfskipaðir menn geti ekki fundið upp eitthvert „matskerfi“ og kall- að síðan þá vöru, sem hefir gengið undir matspróf, gæða- vöru, hvernig sem hún er til orðin og til hennar vandað. Hér' á'landi hafa á umliðnum árum verið sett ýmis lög til að ti’yggja hag framleiðenda, en hinu hefir lítt verið sinnt, að sjá hag neytandans borg- ið. Honum virðist mega selja hvað sem er, og hann getur varla boi’ið hönd fyrir höfuð sér, því að um hans réttindi hefir ekki verið hugsað. Eng- inn hefir talið sérstaka á- stæðu til þess. Það er kominn tími til þess að Alþingi sjái sóma sinn í því að tryggja rétt stærsta hópsins í landinu gegn verzl- Niðurlag. Boðið var til alþjóða ráð- stefnu um kristniboð í Edin- borg árið 1910. Þetta var fyrsta alþjóðaráðstefnan sinnar teg- undar, og sannaðist þar, að trúboð kirkjunnar hlýtur að leiða til einingar hennar. Stofn- að var alþjóðlegt ráð kristni- boðsins, sem leiddi af sér að á næstu 10 árum voru stofnuð samkirkjuleg ráð kristniboðs- ins meðal 20 þjóða. Ráðstefnur voru haldnar í Jerúsalem 1928, Madras 1938, Whitby, Canada 1947, Willingen, Þýzkalandi 1952, Ghana 1958. Árangur af þessum ráðstefnum hefur orðið geysimikill, og má rekja til þeirra orsakir þess, hve kristni- boðið ber mikinn árangur í dag og hve mjög hefur miðað til I einingar í kirkjunni. En jafnframt samstarfi á kristniboðsakrinum tóku menn til að rannsaka kenningarmun og kenningar samræmi milli kii’kjudeildanna og leita hinnar sönnu einingar. Undir einkunn- I arorðunum Faith and Order, trú og fyrirkomulag, voru haldnar þrjár alheims ráðstefn- ur, í Lausanne 1927, Edinborg 1937 og Lundi 1952. Einnig voru haldnar tvær miklar al- heimsráðstefnur um líf og starf, Life and Work, þar sem menn ræddu um áhrif kristindóms- ins á líf og hegðun, önnur í Stokkhólmi 1925, hin í Oxford 1937. Á ráðstefnunum í Edinborg og Oxford, sem báðar voru haldnar 1937, kom mönnum saman um að þessar tvær hreyfingar, Life and Work og Faith and Order skyldu sam- einast í eina stofnun WCC. Eftir það var haldin ráðstefna í Uti’echt 1938 til þess að und- irbúa stjórnlög þessarar nýju stofnunar. Og var þá ákveðið, að stofnfundur skyldi haldinn 1940 eða 1941. En heimsstyrj- öldin síðari kom í veg fyrir að úr því gæti oi’ðið. Og varð að fresta formlegri stofnun ráðs- ins í 10 ár. En þessi áratugur var ekki látinn líða í athafnaleysi, þvert á móti var á þessum tíma unnið mikið og merkilegt starf, sem mótaði framtíð og fyrir- komulag Alkirkjuráðsins. Kirkjurnar áttu þegar aðal- stöðvar sínar í Genf, og sam- starf tókst með þeim á mörgum sviðum. M.a. má nefna þetta: Haldið ' var sambandi milli ráðamanna kirkjudeildanna beggja megin víglínunnar gegnum aðalstöðv- arnar í Genf. Komið var upp viðreisnarstofnun vegna neyð- ar þeirrar, sem af styrjöldinni leiddi. Komið var upp sam- kii’kjulegri stofnun í Boss, Sviss, til þess að þjálfa leik- menn, unnið að hjálp við flótta menn og fanga, stofnuð nefnd kirknanna til að taka til með- fei-ðar og vinna að lausn al- þjóðamála, undirbúið rækilega næsta alþjóða kirkjuþing o. fl. í Amsterdam var svo haldið unarháttum óbilgjai’ni-a manna — neytendanna, alþjóða kirkjuþing og var Al- kirkjuráðið þá orðið veruleiki. Man’s Disorder and God’s Des- ign. t Önnur aiþjóðaráðstefna var svo haldin í Evanstone í ágúst- mánuði 1954 undir kjörorðinu: Christ the Hope of the World. í þeirri ráðstefnu tóku þátt yf- ir þúsund opinberir þátttakend- ur frá 179 kirkjudeildum innan og utan samtakanna af 54 þjóð- um. Því miður hefur hin volduga og fjölmenna móðurkirkja vor, rómversk katþólska kirkjan enn ekki séð sér fært að ger- ast þátttakandi í Alkirkjuráð- inu. En að öðru leyti eru sam- tökin mjög víðtæk og áhrifa- rík stofnun meðal þjóða heims. Það sem gerzt hefur eru stór- tíðindi á alþjóða vettvangi. í fyrsta skipti í sögunni hafa 171 kirkjufélag sameinast í einn félagsskap, Alkirkjuráðið, WCC. Þar sameinast mótmæl- endur, anglikanar og orthodexa (gríska) kirkjan. Meðal þeirra eru nærfellt allar meiriháttai'- kirkjur í mótmælendalöndum og anglikönsku kirkjunnar Þai-na eru sameinaðar kirkjur frá 52 þjóðlöndum, þjóðkirkj- urnar í Vestur-Evrópu og minnihlutakirkjurnar í Suður- og Austur-Evrópu, 31 kirkja, sem telja 60% af mótmælend- um og orthodox-mönnum (grísk kaþólskum) í Bandaríkjunum, mikill meirihluti anglikana og mótmælenda, sem komnir eru frá brezka samveldinu, en nú dreifðir út um allan heim, og margar hinna nýju sjálfstæðu kirkna í Asíu, Afríku og S.- Ameríku. Hið forna kirkna- samband undir patríörkunum í Jerúsalem og Alexandríu eru sameinaðar í WCC. Kirkjur Grikklands og Kýpur, Egypta- lands og Etþiópíu, S.-Indlands o. fl. WCC er til orðið vegna þeiri-- ar trúar og vitundar kristinna manna, að kirkja Ki-ists er ein, og það ber að vitna um þá ein- ingu í orði og vei’ki frammi fyrir heiminum. Alkii’kjuráðið er skipað kirkjum, sem með- taka Drottin Jesúm Ki-ist sem Guð og frelsara, eins og komist er að orði í stofnskrá ráðsins. Þær finna eininguna í honum. Þær þurfa ekki að skapa ein- inguna. Hún er gefin þeim. Guð hefur gefið hana. En þær trúa því, að Guð sé að leiða þær, þegar þær leita einingar. Alkirkiuráðið er ekki yfir- kirkja. Engin vrðleitni er gerð til þess að mynda eina samein- aða kirkjusamsteypu, er stjórn- að sé af éinni allsher-jar mið- stjórn. Alkirkjuráðið er þjónn kirkjudeildanna, ekki húsbóndi þeirra, þjónn er vinnur að dypri og sannari einingu þeirra á milli. Hverri kirkjudeild er frjálst að halda sínum sérkenn- um, dýrka Guð með sínum hætti, játa ti-úna með sínum orðum. Við þetta starf hefur mynd- azt ný alþjóðleg sameining í bæn, hugleiðingúm og athöfn, ný eining er að myndast, sam- eiginlegur vitnisbui-ður verður stei-kári, krístiðdíf í kirkjunum 800 bílar í Rvk.... Framh. af 1. síðu. ið stofnuð innan lögreglunnar til rannsóknar á árekstrum og’ til að mæla upp slysastaði. Gert er ráð fyrir að herða allverulega á ökumannapróf- um, auka ökukennsluna og taka í því sambandi upp ýmis nýmæli. Þá er og ætlunin að gei-a umferðarfræðslu að skyldunámsgrein í barna- og unglingaskólum, og yrði það merkilegt spor til aukinnar umferðarmenningar. Annars veltur á mestu, hvað jólaumferðina snertir, jafnt fyrir ökumenn sem fótgang- andi, að gæta varúðar í hví- vetna og fara í öllu eftir sett- um umferðarreglum og ábend- ingum lögi-eglumanna. Markmið lögi-eglunnar er það að jólahátíðin verði slysa- laus. Sýning Guðmundat frá Miðdal. Myndlistarsýning Guðmund- ar Einarssonar frá Miðdal, sem staðið hefur yfir að undan- förnu, hefur fengið 1200 gesti. Henni átti að Ijúka nú um helg ina, en ekki er ólíklegt, að eitt- hvert framhald verði á henni, og þá í breyttri mynd. Hér er um þrennskonar sýn- ingu að ræða, málverkasýningu með sjö olíumyndum og 54 vatnslitamyndum, þá högg- myndasýning og loks leirmuna- sýning i tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan leii-bi'ennsla Guðmundar tók til starfa. Fjöldi mynda hefur selzt, og flestir kaupendur taka nú myndir sýnar. Ef sýningin verður framlengd, verður að nokkru leyti um nýja uppheng- ingu að ræða, þar sem mörg- um nýjum myndum verður bætt við. Haustskoðun fjár lokið. Sauðfjárskoðunum haustsins vegna mæðiveikihættunnar er nú lokið. Ekki hefur fundist við skoð- anir frekari mæðivottur, síðan er minnst var á þessi mál hér í blaðinu fyrir nokkru.-Skoð- anir á sauð,’é hefiast svo aftur í marz næstkomandi. endurnýjast og styi'kist við samstaffið. Kirkjurnar eru farnar að hjálpa hver annarid og hjálpa heiminum með nýj- um hætti. Þegar þær mætast og kynnast nánar auðgast þær af því sem þær læra hver af ann- arri. „Vér höfum ákveðið að dvelja saman“ þannig var kom- ,izt að oi’ði í yfirlýsingu stofn- unar Alkirkjuráðsins í Amster- dam 1948. En á öði’um fundin- um, í Evanstone, Illinois, 1954, vai’ð yfirlýsingin á þessa lund: „Að dvelja saman er ekki nóg. Vér verðum að ganga áfram. Eftir því sem oss verður ljósai'i eining vor í Kristi, því ljósai'a vei-ður oss, hve óþolandi er að vei-a aðskildir.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.