Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 7
dí*vi X,augardaginn 12. desember 1959 VISIR 7 BREIÐFIRZKAR SAGNIR Bergsveinn Skúlason er kunnur fræðimaður, sem einkum hefur lagt stund á sögu heimabyggðar sinnar, umhverfi Breiða- fjarðar. Á þeim slóðum hefur Bergsveinn viðað að sér margháttuðu efni, sagnaþáttum og þjóðsög- um, sem lifa enn í munni alþýðunnar vestur þar, en hefur ekki verið prent- að áður. Þenna fróðleik og munnmæli hefur Bergsveinn fært í letur cg gefið út í myndarlegri og fallegri bók, sem hann nefnir „Breiðfirzkar sagn- ir.“ Bergsveinn er ágætlega ritfær og segir skemmilega og íjörlega frá. Þessi bók hans er hin ákjósanlegasta jóla- gjöf til allra þeirra sem þjóðlegum fræðum unna. Bókaútgáfan Fróói LAUFDALAHEIMILIÐ eftir Selmu Lageiiöf er ein af vinsælustu skáld- sögum þessarar frægu sænsku skáldkonu. Bæk- ur hennar hafa áratug eftir áratug farið sigur- för um heiminn jafnt í heimalandi hennar sem utan. Ein af þeim bókum hennar, sem ekki hvað síztum vinsældum eiga að fagna er Laufdala- heimilið, sem nú er kom- ið út í ágætri íslenzkri þýðingu séra Sveins Vík- ings. Nafn hans er ærin trygging fyrir því að bókin sé á góðri íslenzku. Þetta eru bernskuminningar skál'dkonunnar sjálfrar íærðar í skáldsögubúning. Bók sem unglingar hafa jafn gaman af sem fullorðnir. Bókaútgáfan FróÓi HúsmæÓur Látið hreinsa teppið fyrir jólin. Hrciiutun h-f. Langholtsveg 14. — Simi 3-40-20. Úr grein á sænsku: // Klárar" Loftleiða eru öruggir. Félagið flytur árlega um 2500 manns yfir Atlantshaf. Kúsmæður Veröldin .hefur vissulega minnkað á síðustu árum. En ná- grannaland okkar Island, virð- ist samt órafjarlægt í okkar augum, einangaðra og ókunn- ugra en önnur lönd Evrópu. Ef til vill er aðalástæðan sú, að við getum ekki ekið þangað í bíl — til sögueyjunnar ein- angruðu í miðju Norður- At- lantshafi. Flest látum við okk- ur nægja að dreyma um að heimsækja það og hlusta á hið sérstaka og kunnuglega tungu- tak — dást að hrjóstrugu en tignarlegu landslagi — horfa á miðnætursól hásumarsins glitra yfir blá fjöll og hvíta jökla. Eitt er það, sem ferðamenn undrast: Enginn íslendingur hefur nokkru sinni ekið í járn- brautarlest í heimalandi sínu — en næstum allir hafa flogið yfir það. íslendingar hafa tek- ið eitt nýjasta flutningatækið fullkomlega í sína þjónustu, flugvélina. Þeir nota sér loftið til að flytja sig um landið. Og þeir notfæra sér þá höfuð- skepnu á álíka eðlilegan máta og hafið, lífsnauðsynlegustu og dýrmætustu tekjulind sína. Snemma til lofts. 11 Það er líka eðlilegt, að flug- vélin hafi mikla þýðingu fyrir land, þar sem náttúran hefur lagt allar hugsanlegar hindr- anir fyrir vegfarendur. Af hag- kvæmum ástæðum hafa íslend- ingar hreinlega hlaupið yfir það tímabil í umferðarmenn- ingu Vesturlanda, sem einkenn- ist af járnbrautarnetum. — „Þeir stukku beint af hestbaki upp í flugvélina“. Með hjálp flugvélarinnar gátu þeir brotið af sér bönd aldagamallar ein- angrunar afskekktra lands- hluta. Árið 1919 flaug fyrsta flugvélin á íslandi. Frá og með þvi flugi tóku íslendingar flug- vélina í sina þjónustu sem far- artæki. ! Djörf tilraun. 1 En tuttugu ár áttu' eftir að líða, þar til íslendingar komu upp heilsteyptu umferðarneti með flugvélum. Margar alvar- legar tilraunir voru gerðar, en árangurslaust. Dag nokkurn 1943 lenti sió- flugvél á höfninni í Reykjavik. Henni var stjórnað af þrem íslenzkum unglingum, sem höfðu aflað sér haldgóðrar flug- menntunar vestan hafs. Þeir voru fullir af framkvæmdaá- huga og vilja til að koma ■ af stað nýtízku flugþjónustu i heimalandi sínu. Þeim var mætt með skilningsleysi og góðum ráðum um að afla sér lífsviður- væris á annan hátt. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. En þremeryiingarnir gáfust ekki upp. Þeir stofnuðu hluta- félag. er þeir gáfu.nafpið „Loft- leiðir" og tóku til óspilltra mál- anna. Þeir leituðust .við halda uppi stöðugum ferðum. milli i hinna ýmsu einangruðu staða og flugu þar að ^uki hópferðir. Varla höfðu þeir slitið barna- skónum, þegar þeir félagarnir tóku að teyja sig út fyrir land- ið. Aðeins fjórum árum eftir að þeir hófu starfsemina, settu þeir í umferð flugvélina Heklu — sem var ekki aðeins fyrsta millilandaflugvél þeirra heldur og þjóðarinnar. Vissara var að láta hendur standa fram úr ermum. Litla hlutafélagið braut allar brýr að baki sér og lagði ótrautt út í baráttuna við stóru flugfélögin um farþegaflutn- ing yfir Atlantshafið. í dag, 12 árum síðar, fljúga Loftleiðir með yfir 25 þúsund farþega á ári fram og til baka milli Bandaríkjanna og Evrópu. Áætlunin hljóðar upp á fast- ar ferðir milli New York, Björg- vinjar, Stafangers, Ósló, Gauta- borgar, Kaupmannahafnar, Hamborgar, Lúxemborgar, Amsterdam, London og Glas- gow. Yfir landamærin. Þess fyrsta tilraun ungling- anna þriggja er nú í dag orðið voldugt fyrirtæki, sem veitir yfir 200 manns atvinnu. Aðal- skrifstofan er í Reykjavík — en að öðru leyti hafa þeir far- ið yfir landamærin. í stórborg- um Bandaríkjanna og Evrópu eru afgreiðslur félagsins: í New York, Chicago og San Francis- co, í Kaupmannahöfn, Hamborg og Frankfurt, í Luxemburg, London og Glasgow. Umboðs- menn félagsins eru víðar í borg- um Evrópu. Og útþenslan held- ur áfram... Þannig sýna síðustu tölur m.a. að Loftleiðir er það flugvél, sem hefir mesta far- þegaaukningu síðustu 7 árin. Öruggir „hestar“. f dag fljúga Loftleiðir DC4 Skymasterflugvélum, vélum, sem álitnar eru hafa yfirburði hvað öryggi viðvíkur. Hvað þær skortir í flughráða, hafa 15000 1952 53 54 55 56 57 „ 56 Línuritið sýnir farþegaaukn- inguna 1952—1958. þær í staðinn í öryggi. Það er ekki ástæðulaust að DC4 er sú vélin, sem mest er notuð í heiminum. Þar að auki hafa Loftleiðir keypt nýjar vélar af gerðinni DC6, sem fara í um- ferð í byrjun ársins 1960. Á meðan á flugi stendur, er hugsað vel bæði um vél og far- þega af áhöfninni, sem er 6—7 manns. Og niðri á jörðu eru vélarnar athugaðar vandlega og yfirfarnar með hliðsjón af ströngustu reglum, sem settar eru af yfirvöldum um allan heim um ferðir í lofti. Já, klárarnir 1959 eru örugg- ir — í sögu Loftleiða er ekki getið eins einasta dauðaslyss. Meira „túrista- farrými“. Flugferðir Loftleiða eru eng- ar ,,kampavínsferðir“ — og véizlumatur er þar ekki fram borinn: En það þýðir ekki, að ekki sé séð vel fyrir þörfum farþega, og öllu betur en í Frh. á 11. síðu. Vil kaupa notaðan miðstöðvarketil 3—8 fermetra. Uppl. í sima 24133. íbúð til sölu Til sölu er íbúð, 5 herbergi og eldhús á III. hæð að Grettis- götu 98. Verðtilboð skulu haía borizt fjármálaráðuneytinil fyrir kl. 5 e.h. föstudaginn 17. des. n.k. íbúðin verður til sýnis frá kl. 5—7 e.h. mánudaginn 14. des. n.k. Fjármálaráðuneytið, 12. des. 1959.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.