Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 11
Laugardaginn 12. desember 1959
VISIR
11
Loftleiðir...
Frh. af 9. s.
venjulegum ,,túristaklassa“.
Þeir fá góðan og vel gerðan
heitan mat, og ýmsar aðrar
hressingar annarar tegundar.
Matur er borinn á borð annað
hvort í flugvélinni sða á flug-
höfnum.
Vélarnar eru sérstaklega út-
búnar til ferða yfir Atlantshaf.
Farþegarnir 60 eru fluttir á
-eins þægilegan máta og hægt
er. Rýmið er nóg og hægt er
að teygja úr fótunum — mað-
ur getur lagt niður stólbakið
til að blunda smástund, hvíla
sig með bók eða bara njóta
þtaegilegrar ferðar.
Það fer vel um farþegana —
það sannast á því, að þeir koma
gjarnan aftur næst, þegar þeir
ætla að skreppa yfir Atlants-
bafið.
Með sparibyssu
j töskunni.
Það fer vel um farþegann
bjá Loftleiðum, ekki síst með
tiliiti til, hve mikla peninga
hann sparar með því að fljúga
á íslenzka visu. Hann fær 600
krónur (sænskum) meira til að
skemmta sér fyrir á áfangastað,
en ef hann færi með ódýrasta
flugi nokkurs annars flugfé-
lags. Þetta gerir það að verk-
um að fleiri geta flogið yfir At-
lantshafið en ella — það er
annar flokkur farþega, sem
gengur upp landgöngustiga fé-
lagsins. Venjulegir ferðamenn
hafa svo takmarkaðan tíma til
ferðalags, að þeir vilja helst
ekki vera meirhluta hans um
borð í skipi, og hafa heldur ekki
ráð á að fljúga — en svo er
Loftleiðum fyrir að þakka, að
nú hafa þeir bæði tíma og fjár-
ráð.
Og það hefur ekki svo mikið
að segja fyrir venjulega ferða-
menn, hvort þeir komast á á-
fangastað einum til tveim tím-
um fyrr eða síðar. Svo mikið
liggur þeim ekki á, og f járhags-
legi hagnaðurinn er þyngri á
metunum. Uppistaðan í flugá-
ætlunum félagsins er sú að
flytja margt fólk í vel undir-
búnum ferðum, frekar en fara
með hálftómar vélar, og það
hefur borið árangur. Af þeim
félögum, sem fljúga leiðina
U.S.A. — Evrópa, er Loftleiðir
það félagið, sem hefur bezta
sætanýtingu — ekki minna en
12%.
Viturleg verð-
lagsstefna.
Þrátt fyrir það, að Loftleið-
ir bjóða farþegum sinum upp
á sama öryggi og þægindi og
önnur félög í þeim flokki, sem
nefndur er „túristaklassi“, hef-
ur einnig heppnast að gera það
fyrir lægra verð en nokkurt
annað félag getur.
Svo til öll flugfélög hafa
ströng verðákvæði. í samning-
um þeirra á milli eru greinar,
sem krefjast þess, að allir fylgi
alþjóðaverðákvæðum. Leiðin
Evrópa — ísland er þannig jafn
dýr, hvaða flugfélagi, sem mað-
ur fer með.
En ísland hefur sérstaka loft-
ferðasamninga við Bandaríkin.
í þeim eru verðlagsákvæðin á
flugfargjöldum ekki eins
ströng. Þar er tekið fram að
Loftleiðir geti flogið leiðina
ísland — U.S.A. á mjög hag-
stæðan máta. Og það hefur
einnig í för með sér að ferða-
menn með Loftleiðum þurfa
minna að greiða fyrir farið yfir
Atlantshafið, en með nokkru !
öðru flugfélagi.
(Úr Det Basta).
Ævintýrí í fndónesíu —
Frh. af 9. s.
myndskreytt og allur frágangur
vandaður, þýðandinn, Guð-
mundur K. Eiríksson virðist
hafa unnið verk sitt af alúð
(frumútgáfu hefi eg ekki les-
ið). Er ástæða til að óska út-
Lán til Sahara-
leiðslu.
Alþjóðabankinn liefur veitt
lán franska félaginu, sem lagði
olíuleiðsluna frá olíulindunum
í Sahara til Miðjarðarhafs.
Lánið er að upphæð 50 millj-
ónir dollara og fer til þess að
starfrækja olíuleiðsluna.
Olíuleiðslan var tekin til
notkunar fyrir nokkrum dög-
um, eins og sagt hefur verið frá
í fréttum.
Vetrarhjáipin
í Hafnarflrði.
Fyrir jólin í fyrra safnaðist
á vegum vetrarhjálparinnar í
Hafnarfirði samtals um kr.
40.500 og auk þess nokkuð af
fatnaði. Þessu til viðbótar var
framlag úr bæjarsjóði kr. 25
þúsund.
Vetrarhjálpin hafði því til
ráðstöfunar kr. 65.500, sem
skipt var milli 137 einstaklinga
og heimila. Þörfin er engu
minni nú en í fyrra sagði séra
Kristinn Stefánsson fríkirkju-
prestur, sem er í stjórn vetrar-
hjálparinnar og eru Hafnfirð-
ingar beðnir að minnast þess er
skátar ganga um bæinn þriðju-
dags- og miðvikudagskvöld til
að veita viðtöku gjöfum handa
bágstöddum fyrir jólin.
Auk þess veita gjöfum við-
töku eftirtaldir, sem eru í
stjórn vetrarhjálparinnar í
Hafnarfirði: Séra Garðar Þor-
steinsson prófastur, séra Krist-
inn Stefánsson fríkirkjuprest-
ur, Gestur Gamalielsson kirkju
garðsvörður, Guðjón Magnús-
arsson framfærslufulltrúi.
gefanda; Arnarfelli h.f. til ham- son skósmiður og Guðjón Gunn
ingju með fundvísi skemmti-
legrar jólabókar, því þegar velja
skal úr tugum þúsunda þá er
einungis hið bezta nóg'u gott.
Guðmundur Einarsson,
frá *Miðdal.
Þing frjáls
verkafýBs sett
Sjötta þing Frjálsa Alþjóða-
verkalýðssambandsins, er tekið
til starfa í Brússel, höfuðborg
Belgíu.
Sitja það 200 fulltrúar frá
ýmsum löndum heims. I sam-
bandinu eru nú ufn 56 milljón-
ir manns, þar af 6—7 millj. í
Asíu, og l’/i í Afríku.
Rætt ver'ður um verkalýðs-
mál, svo sem kjarnorkuvopn,
almenna afvopnun o. m. fl.
Farah fékk 55 karata hrlsig.
Soraya fékk bréf og eftirlaunin hækkuð m
1000 doliara á v!ku.
Þótt írakskeisari .taki .hina
fögru Farh Diba sér fyrir konu
hinn 21. þ.m. hefur hann ekki
gleymt Soraya, sem hann varð
að skilja við, af því að hún
ól honum ekki son.
„Til þess að sefa sorg Soraya“,
segir í fregn um þetta, skrif-
aði keisarinn henni í það mund,
er liann var að gera Fárah Diba
að heitmey sinni, „viðkvæmt
bréf, óskaði henni allra ham-
ingju og velfarnaðar á heim-
Við mótttöku' í höllinni hér
á dögunum, þegar Farah Diba
Ungur fiðluleikari.
Framh. af 3. síðu.
listræns mats.
Það er í fáum orðum sagt dá-
samlegt, hve hljómsveitin lék
öll þessi verk vel þótt vand-
leikin séu, en hver lagði sig
nánast sagt allan fram, svo að
flestir máttu vel við una. En
! það var að sjálfsögðu elskuleg-
ast við tónleikana, að einleik-
arinn ungi, Einar Sveinbjörns-
son með fiðluna sína, unglings-
legur og ekki hár í loftinu, stóð
sig með stakri prýði og hlýtur
að vera öllum tónlistarunnend-
um mikið fagnaðarefni, að við
höfum eignazt ágætan lista-
mann í hinn fámenna hóp ís-
lenzkra fiðíuleikara, hann hef-
ur tileinkað sér fagran, sjálf-
stæðan tón og hefur mikið vald
á hljóðfærinu, leikur af hár-
fínni nákvæmni. Það er ekki
fyrir neina aukvisa að leika
konsei't Mendelssohns, og
eins og þessi ungi maður leysti
það af hendi, það var reglulega
gott, enda klöppuðu þeir hon-
um á kollinn og kysstu hann á
jvangann, lærimeistarinn Björn
hljómsevitarstj, þeim þótti
var kynt og hirðdansleikur var, j
tók keisarinn öS. karata demants
hring ai guhdis .. og c..ó á fing-j frammjstaga piitsins harla góð.
ur Farah. Þegar hann tok a' ,
móti henni í hallardyrunum j °S svo var um flein' Tl1 ham‘
nni
sagði keisarinn um leið og
hahn tók hönd hennar, „ef
guð lofar, Farah, giftum við
okkur þráðum.“
Haft er eftir brúðarefninu:
„Skyldi hann nokkurn tima
ili liennar í Rómaborg, og jók elska mig oins heitt og hann
fjárframlag sitt til hennar um e' -.ði Soraya?“
1000 dollara á viku“.
ingju, Einar.
AUGLÝSING
um umferð í Reykjavík
Samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga hefur verið
ákveðið að setja eftirfarandi takmarkanir á umferð hér í
bænum á tímabilinu 14.—24. des. 1959:
1. Einstei'nuakstur:
í Pósthússtræti milli Austurstrætis og Kirkjustrætis
til suðurs.
2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum:
Á Týsgötu austanmegin götunnar.
Á Skólavörðustíg sunnanmegin götunnar fyrir ofan
Bergstaðastræti.
I Ingólfsstræti austanmegin götunnar milli Amtmanns-
stígs og Hallveigarstígs.
í Naustunum vestanmegin götunnar milli Tryggvagötu
og Geirsgötu.
Á Vesturgötu frá Norðurstíg að Ægisgþtu.
Á Ægisgötu austanmegin götunnar milli Vesturgötu og
Bárugötu.
3. f Pósthússtræti vestanmegin götunnai' milli Vallar-
strætis og Kirkjustrætis verða bifreiðastöður takmark-
ar við 30 mínútur frá kl. 9—19 á virkum dögum. Laug-
ardaginn 19. desember gildir takmörkunin þó til kl. 22
og á Þorláksmessu til kl. 24.
Athygli skal vakin á því, að bifreiðastöður á Laugavegi
norðanmegin götunnar milli Frakkastígs og Rauðarár-
stigs eru takmarkaðar við 15 mínútur.
4. Umferð vörubifreiðá, sem eru yfir ein smálest að burð-
armagni, og fólksbifreiða, 10 farþega og þar yfir, ann-
arra en strætisvagna, er bönnuð á eftirtöldum götum:
Laugavegi frá Höfðatúni í vestur, Bankastræti, Austur-
stræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neðan Týs-
götu. Ennfremur er ökukennsla bönnuð á sömu götum.
Bannið gildir frá 14.—24. desember, kl. 13—lji alla
daga, nema 19. desember til kl. 22, 23. desember-til kl.
24 og 24. desember til kl. 14. Þeim tilmælum er- beint
til ökumanna að forðast óþarfa akstur um framan-
greindar götur, enda má búast við, að umferð verði
beint af þeim, eftir þvi sem þurfa þykir.
5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti og Aðal-
stræti 19. desember, kl. 20—22 og 23. desember, kl.
20—24.
Þeim tilmælum er beint til forráðamanna verzlana, að þeir
hlutist til um, að vöruafgreiðsla í verzlanir og geymslur við
Laugaveg, Bankastræti, Skólavörðustíg, Austurstræti, Að-
alstræti og aðrar miklar umferðargötur fari fram fyrir há-
degi eða eftir lokunartíma á áðurgreindu tímabili frá
14.—24. desember n.k.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
11. desember 1959.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra umferðarnefndar Reykjavíkur .
laus til umsóknar. ■
Laun samkv. VI. flokki launasamþykktar Reykjavíkur-
bæjar.
Umsóknarfrestur er til 30. des. 1959.
Umferðarnefnd Reykjavílcur.
i 1
|1
’ 'tf
I