Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 12.12.1959, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Laugaidaginn 12. desember 1959 < • \Jivia n Cc ornel peplu s p N N E N A D I t 9 • 9 9*99* 9 9 <0 • 9 9 s A K A M r A L A S A 0 A ii Hann hellti í glas handa henni og reyndi svo aftur að fara að að tala. „Hvernig — Olga notaði ekki perlurnar í kvöld?“ „Olgar getur jafnvel ekki notað periur á betlaradansleik." Hún fieygði í vindlingnum sínum burt og stóð upp. „Eg hringi til yðar á morgun. „Hún hikaði. „Lögreglan kemur líklega til að hitta yður á morgun." „Lögreglan? Til að hitta mig?“ Hún brosti að því hvað hann varð skelkaður á svipinn. „Bara til að fá nákvæma lýsingu á perlubandinu. Eg býst ekki við því að Olga verði sérlega greinagóð í fyrramálið. Eg fer í rúmið. Eg get-sofið eftir að hafa drukkið konjakið.“ „En —“ „Eg er dauða-köld og þreytt,“. sagði hún. „Og eg verð að sofa. Góða nótt.“ Hún íór burt og hr. Pharaoh sá ljós leggja fyrir úti á svölum hennar. Hann tók upp perlubandið og lét perlurnar glansa við neglurnar á sér eins og hann vildi kynnast þeim aftur. Þá kom hún út á svalir sínar í síðum bláum slopp og horfði út á sjóinn. Hún virtist andvarpa, svo leit hún yfir til hans og veifaði höndinni mjúklega til að bjóða góða nótt. Hr-. Pharaoh tók perlurnar upp í hendur sér, kreppti lófana után um þær og andaði á þær til að* hlýja þeim undir nóttina.' Loksins gat Miguel komið lyklinum í lásinn og hékk svo á hliðinu til að sveifla því upp á gátt. Það lá við að Olga æki á hliðstaurinn, en hún missti af honum með hiksta og það munaöi ekki hársbreidd að Miguel rækist á hann þegar hann datt af hliðinu. En Miguel kippti sér á fætur með hiksta og ýtti i hliðiö með fætinum, um leið og hann valt inn í bílinn. Olga beindi bílnum að húsinu og ók yfir grænan grassvörðinn. „Þessi gamli bíll ratar alltaf heim,“ sagði Olga. Miguel starði á tröppurnar og sá að þær hreyfðust. „Líttu á, einhver hefur sett hreyfanlegar tröppur upp að hurðinni.“ „Eg held þú sért fullur,“ sagði Olga og hékk á bílnum. „Farðu og taktu rafsambandið af, þú fagri spænski drengur." Miguel kraup á kné við rósarrunna og tók í burtu tigulstein, ‘sem átti að fela rafsambandið. Síðan hleypti hann rafstraumin- um af innbrotsþjófabjöllunni. „Þetta er nú skárri staðurinn til að hafa rafsambandið á,“ Æagði Miguel. „Láttu steininn fyrir aftur,“ sagði Olga. „Var þetta ekki veizlu- tírengur!" sagði hún og hallaði sér upp að hvitri marmarasúlu. Hún vissi að fyrr eða síðar myndi Miguel koma lyklinum í hurð- arskrána. „Sh-h, vektu ekki hann Morgan,“ hvísiaði Olga er þau lögöu af stað upp stigann, sem var stældur eftir stigum í Aþenu og hafði verið hr. Pharaoh nærri eins dýr og Olga. Þau hengu á stigariðinu þangað til þau komu að svefnherbergi og verustofu Olgu. Þessi stofa var stórt herbergi. Öðrum megin var baðklefi en cocktail-bar nær svölunum. Trjátíturnar sungu. í garðinum, og Miguel ýtti til baka inn- brofsvaranufn og opnaði giuggahn. Olga kveikti Ijós og skoðaði sjálfá sig í löngíún spegli og hörfaði svo aftur frá honum. Hún dæsti mjög og var síð'ast eins og hún urraði. „Ef eg fæ mér ekki iaug núna og fer í Dior-kjól og set upp perlurnar-----“ „Vertu ekki eins og fáviti,“ sagði Miguel. „Þú vilt þó ekki fara að klæða þig upp á aftur um þetta leyti nætur. „Jæja, hvað sem þú segir ætla eg að fara i laug og setja upp Sheba-periurnar, minn góði vin.“ „Ojæja," munaraði Miguel og fór að hugsa um það hvort ekki væri eitthvað meðal við timburmönnum í skápnum. „Heyröu góði, geri eg ekki hvern fjandann, sem eg vil, geri eg það ekki góði. Eg vil fá mínar fögru Sheba-perlur svo þú snýr kveikjaranum og vertu ekki súr á svipinn.“ „Jæja þá,“ sagði Miguel, lagðist niður á gólfið og teygði sig undir rúmið. „Eg skil ekki í því hvers vegna þeir hafa þurft að láta slökkvarann undir rúmið.“ „Þeir gerðu það ekki. Þeir settu rúmið yfir slökkvarann.“ Olga hlustaði eftir brestinum í slökkvaranum, tók langan prjón og stakk honum í örsmátt gat á huröinni. Hurðin hrökk upp og hún reyndi að stöðva sig og byrjaði svo að telja um leið og hún sneri stálhún, sem var á peningaskáp i veggnum. „Miguel!" Það var svo einkennilegt hvernig hún sagði „Miguel“ að það minnti hann á það þegar nautabani kallar „Toro“ og hann dró sig undan rúminu. í einu augnatilliti sá hann að peningaskáp- urinn var eins tómur og andlitið á henni er hún gapti við opinu í veggnum. Það var ekkert í penngaskápnum nema blái kassinn, sem perl- urnar höfðu verið í cg opinn kassi, sem demantamir höfðu verið í. „Þetta er gert hér á heimilinu," sagði Miguel. „Það er aðeins þjónustufólkið sem gæti—“ „Það veit enginn um þetta nema Morgan.“ „Hvers vegna sagðirðu Morgan frá því?“ „Láttu ekki eins og fífl. Hann varð að vita það ef eldur kæmi upp þegar Pharaoh var hér. Hann geymdi skjöl sín í skápnum." Hún var nú að verða reið. „Morgan myndi ékki stela þessum skartgripum þó að hann ætti líf sitt að leysa.“ Hún hreyfði sig í áttina til húsbjöllunnar. „Nei,“ sagöi Miguel hvasslega, hann var skyndilega allsgáður. „Kallaðu ekki á Morgán. Snertu ekki á néinu. Og vektu engan. Kallaðu bara á lögregluna." . „Eg vil ekki lögregluna. Eg —“ „Vertu ekki vitlaus. Þú verður að kalla á lögregluna., Og þú verður að kalla á haná sírax.“ ■> . Hún vissi að Miguel hafði á réttu að standa og hún heyrði hann tala við lögreglustööina. Miguel lagði niður .simann. „Þeir verða ekki fjórðung stundar að koma frá Cannes." „Var innbrotavarinn fyrir glugganum?“ „Vertu ekki eins og fáviti. Þaö kom enginn gegnum gluggann. Ef einhver kom inn, þá kom hann gegnum dyrnar og honum var hleypt inn.“ Bíllinn kom að í tunglsljósinu og hafði engin ljós og Bonpard og Coyningham fóru út úr honum hljóðlega. Coyningham virti fyrir sér skrauthýsið: „Það er fagurt?“ Bompard deplaði hinum dökku austrænum augum sínum undrandi, þegar Olga og Miguel komu út um dyrnar. Hann gekk upp tröppurnar og sagði: „Gott kvöíd“ og starði á þau, og Olga flissaði þá. % „Við vorum á betlaradansleiknum." „Komið þið inn,“ sagði Miguel og Coyningham hneigði sig eins og hann væri ungur maður frá Quai d‘Orsay. mmm - . , • v . spaiið yður Waup margra verziaiia!.. WRUOðL ú öltUM HttUM! . * éis) -Auafcurstrasti 4 KVÖLDVÖKUNNI E. R. Burroughs - TARZAIM - 3150 f Tarzan og félagar hans | voru orðlausir af undrun í Dal mistursins. í fyrstunni störðú þeir íorviða á Dinos- aur ekki langt frá og ekki leið á löngu, þar til • fyrir augun bar enn furðulegri Dr. Adenauer á að líkindum um það að segja eitthvað gott um Breía, en hann sagði nýlega við de Gaulle, að þeir skrifuðu beztu leynilögreglusögur í heimi; og fransmaður segir nú sína skoðun á því. „Það er nú svo,“ segir hann, „að Englendinggr lifa 9 af 12 mánðum ársins í svo dimmri þoku, að þeir þekkja ekki hvorn annan sé þeir 3 skref frá hvor öðrum. Þetta hefir þroskað hjá þeim óeðlilega uppgötvunar- hæfileika. Auk þess er það hejðurs-' spursmál hjá Bretum, að láta aldrei uppi tilfinningar sínar; þess vegna ganga þeir um með andlit tins og skorið í tré og því er þeim auðveldara en öðr- um að halda eina af höfðregl- um leynilögreglusögunnar: að geyma þangað til á síðasta augnabliki að láta uppi hver sé sá s'eki.“ ■fc í ! Einn af þekktustu banka- mönnum á Englandi, Sir Ken- neth Peppiutt, hætti fyrir nokkr um árum að vera einn af banka- stjórum Englan^banká. En nú hefir hann oí^ið að borga það dýrum dómum að fá foryztu- stöðu í bankafyrirtæki í Thomas Coutts. Hann hefir orðið að raka af^.sér vfirskeggið sem hann þáfði ræktáo ' 30 ár, Thomas Coutts, sem stofnaði bankann setti það^pfuðskilyrði, að .áLHór átarfsmeijBS'yrði að ý|£h alrakaðir. Og það var ómögu- ■ legt að gefa Sir Kenneth und- anþágu frá því skilyrði. Svona eru Bretar fastheldnir. Einn af vinsælustu söngvur- ! unum við Metropólitán óperuná í New York er frá Mílanó. ’i Hann er 35 ára og heitir Siepi. | Hann er ógiftur og konur lita- hann hýru auga og einn dag spurði einn af félögunúm hárfn, hvort hann ætlaði'ekki að gifta sig. „Nei alls ekki,“ svaraði hann. „Þetta lítur út eins og' þú hafir einhverja sérstaka ástæðu til þess að giftast ekki . . ..“ „Það hefi eg líka. Hugsaðu um það, að eg heiti Siepi,- Það þýðir það að kona min yrði kölluð mrs. Siepi. Og það yrðd alderi annað úr því en: Missi- sippi .... Og eg get ekki boðið það nokkurri konu!“ Gott samkomulag — (»n sutnt Íafft ú hiiiuna. Viðrœðum Adenauers kansl- ara Vestur-Þýzkalands og De Gaulles Frakklandsforseta er lokið. Adenauer lýsti yfir því, að viðræðunum loknum, að hann væri hinn ánægðasti, samkomu- lag hefði náðzt um allt, sem um var rætt, en brezkir frétta- ritarar gefa í skyn, að þótt þetta kunni að vera rétt, eins langt og það nái, sé sagan ekki öll sögð, því að sum ágreinings- at.riðí hafi blátt áfram verið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.