Vísir - 16.12.1959, Side 6

Vísir - 16.12.1959, Side 6
6 VÍSIR Miðvikudaginn 16. desember 1959 VISIl D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18.00. A^rar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Merk sendibréf frá fyrri hluta síðustu aldar. Verð EandbúnaBarafurða. Eins og skýrt hefir verið frá, hefir nú tekizt að leysa deil- una, sem reis á sínum tima milli fulltrúa neytenda og bænda um verðlagningu landbúnaðarafurða. Var það eitt helzta atriði deilunnar, að neytendur töldu sig alger- lega ofurliði borna, þeir væru réttlausir í þessurn málum, vildu að sjálfsögðu ekki una þeim málalokum og hættu störfum í verðlags- nefndinni. Stjórn Alþýðu- flokksins gaf svo á sínum tíma út bráðabirgðalög um verðlag landbúnaðarafurða og muna menn vafalaust, bverjar deilur risu þá með flokkunum. Nú hefir þeim lyktað með því, að neytend- ur og framleiðendur hafa samið með sér. Hér hefir verið farin sú leið. sem happadrýgst var — þeir aðilar, sem verðlagsmálin snerta, hafa rætt þau í bróð- erni og komizt að niðurstöðu, þar sem beggja hagur er tryggður, og hvorugur getur haldið þvi fram, að hlutur hans hafi verið fyrir borð borinn. Búskapur er á marg- an hátt erfiður hér á iandi. og þarf ekki að rekja ástæð- urnar fyrir því, og þess vegna er bændum nauðsyn- egt að fá sem rnest verð fyrir afurðir sínar, en neytandinn gerir á móti kröfu til þess, að verðlagið sé ekki spennt svo upp, að hann geti ekki veitt sér afurðir bænda í nægilega ríkum mæli, enda hefnir það sín, kemur fram í minni um- setningu, ef verðlag er óhóf- lega hátt. Það er vonandi, að friður verði um þessi mál framvegis, þar sem neytendur og framleið- endur hafa getað komið sér saman og samræmt sjón- armið sín. íslendingar eiga við svo margt að glíma, að ekki veitir af að friður sé á einhverjum vígstöðvum. Ætlunin er að taka upp nýtt efnahagskerfi á næsta ári, og ríkisstjórnin hefir úr nógum vanda að leysa, þótt ekki bætist það við, að hún þyrfti að glíma við þetta líka. En gott væri, ef þessir samning- ar neytenda og framleiðenda væru fyrirboði þess, að fram- vegis tækist betur en hingað til að sætta stéttir þjóðfé- lagsins. A reynir eftir áramót. En það verður fyrst eftir ára- mótin, sem reyna mun á ís- lendinga, hve hyggnir þeir eru og fúsir til að koma lagi á búskap sinn. Þá munu hin- ar væntanlegu ráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða látnar koma til fram- kvæmda, og þá verður hver og einn að gera upp við sig. hvort hann vill nýja stefnu eða áframhald á sömu braut og undanfarið. Erfiðleikar hafa löngum verið talsverðir hér á landi frá því að verðbólgudraugsins varð fyrst vart á stríðsárun- um. Hafi um tíma tekizt að koma einhverju lagi á hlut- ina, hafa skaðræðisöflin þegar reynt að koma af stað vandræðum, og nú síð- ast gerðu kommúnistar það 1955, og af því súpum við nú seyðið enn. Verkföllin miklu höfðu þó þau gleðilegu áhrif fyrir Her- mann Jónasson, að þau komu honum í náið samband við kommúnista og síðan í ráð- herrastól. En sú skriða, sem vinir hans hrundu af stað, varð þó bæði þeim og honum að falli áður en langt leið, því að það var einmitt draug- urinn, sem þeir höfðu magn-, að, er lagði þá fyrir rösku' ári. Enn sami úraugíirinn. Það er þessi uppvakningur Framsóknarmanna og ' kommúnista, sem íslending- ar eiga enn í höggi við, og það er hann, sem ríkisstjórn- in ætlar að reyna að setja niður eftir áramótin. Það er nauðsynlegt, því að ef hann fær að leika lausunv hala og jafnvel eflast, eins og hann gerði, meðan vinstri stjórnin sálaða sat við völd. getur svo farið einn góðan veðurdag, að þjóðin vakni við það, að hjól framleiðsl- unnar sé hætt að snúast og eldur verðbólgunnar eyði verðmæti í öllum áttum. Kommúnistar eru alltaf að reyna að hræða almenning með því, að það eigi að skerða kjör hans, taka af honum lögmæta eign hans. Þetta er vitanlega fjarri sanni, því að það eina, sem við þurfum að gera er að hætta að auka neyzlu okk- ar eins ört og við höfum Biskupinn í Görðum. Sendi- bréf 1810—1853. Finnur , Sigmundsson bjó til prent- j unar.Bókfellsútgáfan 1959.’ Prentsmiðjan Oddi. Árni Helgason stiftprófastur og biskup í Görðum á Álfanesi er einn brautryðjendanna í byrjun 19. aldar, sem fallið hef ur í skugga sögunnar. Þeir, sem j síðar komu og tóku upp merk- ið, sem hinir hófu, hafa orðið frægir á spjöldum íslenzkrar sögu, en Árna í Görðum, Magnús Stephensen, Geir bisk- up Vídalín, Bjarna Thorsteins- son á Stapa og Steingrímur biskup í Laugarnesi hefur sag- an hulið of mikilli gleymsku, þó að hlutur þeirra sé að vísu nokkur. Það er því mjög vel að gefin sé út bók, sem minnir á hið mikla brautryðjendastarf, sem einn þessara manna vann. Og jafnframt er haldið á loft hinni ótrúlegu reglu- og hirðu- semi Bjarna amtmanns, þar sem við eigum honum að þakka, að þessi bréf hafa geymzt. Jafn- framt er vert að minna á, að hann hélt til haga fleiri bréf- um. Má þar nefna bréf til hans frá Geir biskupi Vídalín, sem ég tel mjög merk. Vonandi er, að þessum mönnum verði öll- um gerð skil á komandi árum og hið þýðingarmikla hlutverk þeirra til eflingar framfara á landi hér gert almenningi kunnugt. Bréfin hans Árna biskups í Görðum, sem korna fyrir al- menningssjónir í þessari bók, bera glöggan keim af þeim ald- aranda, sem ríkjandi var, þeg- ar þau voru rituð. Þau eru mörg stirð, hvað mál snertir, en þrátt fyrir það örlar tals- vert á áhrifum vaknandi með- vitundar lærðra manna fyrir hreinna máli. Árni biskup var mjög frjálslyndur í skoðunum öllum, miðað við þann tíma, er hann var uppi og jafnframt ekki um of ginkeyptur fyrir út- lendum áhrifum og stefnum. Hann var um sína daga ein- hver bezti kennari landsins. Úr heimaskóla hans komu mikil- hæfir embættis- og mennta- menn. Þeir gerðu margir garð- inn frægan af mikilúðleik í vönduðu máli og stíl, em mót- aður var af hreintungustefnu, sem dýpst hefur náð í ljóðum skáldanna í lok síðustu aldar. Árni biskup var hlédrægur maður og tróð sér lítt fram, Hann vann störf sín í hljóði og án þess að nokkurt skrum væri urn þau. Hann var eins og Magnús konferensráð sístarf- andi og hlynnandi að hugðar- málunum, sem voru kærust hverju sinni. Slíkir menn vinna. oft þýðingarmeira hlutverk, heldur en hægt er að gera sér grein fyrir. í byrjun 19. aldar var íslenzku þjóðinni mikil þörf á slíkum mönnum. Þeir fluttu nýja strauma til íslands í menningarmálum margs kon- gert, láta tekjur og gjöld fylgjast að. En ef við gerum það ekki, þá förum við eins að og maður, sem ætlar að ylja sér með því að kveikja í húsi ínu og brennir það þá ofan af sér. ar. Eg fullyrði, að þjóðin og ís- lenzk menning býr enn að þeim notum, sem urðu af stefnu þeirra. Þeir voru menn morg- unroðans, menn sem undir- bjuggu jarðveginn fyrir bar- áttumennina sem síðar komu. Þess vegna ber okkur að heiðra minningu þeirra meira en við höfum gert. Það þarf að rita sögu þeirra og skýra hlut- verk þeirra og jafnframt minna þjóðina á hið mikla hlutverk, sem þeir unnu í íslenzku menn- ingarlífi urn sína daga. Þessi bók er spor í þessa átt og því ber að fagna henni. Eg veit að allir bókelskir menn munu meta hana að verðleikum. Hún er jafnt heimildarrit og skemmtileg til Iestrar, rík af fróðleik um margs konar þætti úr lífi fólksins í fyrra helmingi 19. aldarinnar. Biskupinn í.Görðum er mjög, vönduð bók að öllum frágangi. Hún er sérstaklega smekklega sett upp. Fyrirsagnir eru sett- ar við bréfin og valdar til þess setningar úr viðkomandi bréfi. Finnur Sigmundsson lands- bókavörður hefur valið bréfin og séð um útgáfuna. Hann hef- ur áður gefið út nokkur bréfa- söfn og þar á meðal annað fyrir Bókfellsútgáfuna, Skrifai’ann á Stapa. Er ætlunin, að halda þessari útgáfu áfram undir nafninu íslenzk sendibréf og eru þetta tvær fyrstu bækurn- ar. Eg vona, að við fáum eina á ári að minnsta kosti út þessa öld, því af nægu er að taka. Allur ytri frágangur þessar- ar bókar er með þeim ágætum að til fyrirmyndar er. Band og prentun er af hendi leyst með mestu prýði. Það er mjög á- nægjulegt til þess að vita, hvað íslenzk bókagerð er í mikilli framför á síðustu árum. Jón Gíslason. Brúður — Frh. af 1. síðu. þegar þær veikjast, eða verða fyrir slysi. Jafnvel brúnu blett- ina má taka af og láta koma fram aftur. — Allt þetta út- hald er nokkuð dýrt, um 360 kr. í ísl. peningum, en ánægjan yfir að eiga þetta líka sögð mik- il. -— Hér þykir mörgum farið út á .rétta braut í brúðufram- leiðslu, en í fyrra þótti það öfgakennt í meira lagi, er á markaðinn komu brúður með demants-hálsmen og í minka- pelsum! „Veiku“ brúðurnar komu á markaðinn í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Þá eru komnar á markaðinn brúður á hæð við 3 ára telpur, sem má hæglega klæða í föt af telpum á þessum aldri, enn- fremur er mikið af þotum, eld- flaugum og slíku. •— Leikföng eru seld í Bandaríkjunum í ár fyrir 1600 millj. dollara. •A" Rússar ætla brátt að gera tilraun til að koma spútnik- um á braut kringum Venus og Marz og ná af þeim myndum. Andvari. Þá knýr sá góði gestur, And- vari, enn dyra, og kemur nú í annað sinn í nýja búningnum. ' 1 þessu hefti, haustheftinu 1959, ' er mikið og fjölbreytilegt efni. | Eg minntist Andvara nokkuð, er hann kom s.l. vor í nýja bún- i ingnum, i fyrsta sinn, og drap þar á, að haldið væri gamla siðnum, að birta jafnan ritgerð . um nýlátna merkismenn, og for- , ystugreinin er að þessu sinni eftir séra Svein Víking, um dr. Sigurgeir heitin Sigurðsson, biskup, þann ástsæla og góða mann og kirkjuhöfðingja. Lýkur henni á þessum orðum: „En —- eru það ekki einmitt slíkir menn, sem með bjartsýni sinni og trú- artrausti lyfta samtíð sinni og hefja hana í sólarátt." — Þá eru tvö kvæði eftir erlend skáld, þýdd af snjöllum og ágætum þýðara, Helga Hálfdánarsyni. I Úr ritinu Norðlenzki skólinn, eftir Sigurð heit. Guðmundsson skólameistara, hinni merkustu bók, er birtur kafli um Þorvald Thoroddsen, snildar vel meitluð mannlýsing á stórmerkum manni, og þar næst er Stóra plága, sögubrot frá 15. öld eftir höfuðkempu núlifandi skáld- sagnanöfunda íslenzkra, Jakob : Thorarensen. Darraðarljóð. Fjarri er, að allt hafi verið talið — eða allt hið merkasta. Næst er ritgerð eftir Arnór Sig- urjónsson, sem hann nefnir Staf- villu í Dari’aðarljóðum, stór-at- hyglisverð grein og skemmtileg aflestrar. 1 upphafi ritgerðar sinnar segir Arnór m. a.: „Lengi vel orkuðu Darraðarljóð hvað 1 mest á huga minn vegna þess, 1 að ég skildi þau ek'ki þeim skiln- | ingi, er ég gat unað .... Svo var ! það einhverju sinni, að mér : rann i grun, að orðið hefðu stafa- ! víxl í einu smáorði kvæðisins i „þ.e. að í stað smáorðsins fyrri, ætti að koma fyrir. „Vindum, vindum vef Darraðar, er ungur konungur átti fjTÍr,“ m. ö. o. mundi kvæðið ekki vera um lið- inn atburð, „vef Darraðar, þ. e. orrustu, er ungur konungur átti fyrri, þ. e. áður, heldur væri það forsögn um ókominn atburð . .. . “ Þessi lesháttur varð til þess, að Arnór fékk nýja yfir- sýn yfir ljóðið, og skildi það þeim skilningi, er hann gat við unað. Darraðarljóð varveittust í Njálu og fylgir frásögninni um Brjánsbardaga, „sem er auka- þáttur í sögunni, og er þar ofið inn í fyrirburðasögu". — Það er góður fengur í þéssari ritgerð. Minna má á. úr þvi minnst er á Brjánsbardr.'m, uö um hamx skrifaði Indriði Einarsson ágæta ritgerð í Skírni, og er hún að sjálfsögðu í Menii og listir, bók þeirri, sem er ný útkomin og hefur að geyma ritgerðir og blaðagreinar Indriða heitins Ein- arssonar. íslendingar í Vesturheinii. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrv. hagstofustjóri á þarna mjög fróðlega grein um íslendinga í Vesturheúni, samlcvæmt ame- rískum skýrsluin. Þarna fá menn glöggt og greinargott svar um efni, sem marga langar til að fá vitneskju um, þ. e. um hve margt fólk, sem fætt er á íslandi eða er af íslenzku bergi brotið, er búsett í Kanada og Bandaríkjunum. Skýrslurnar leiða m. a. í ljós, að frá 1911 hef- ur fólki í Kanada, sem fætt er á íslandi, sífellt farið fækkandi,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.