Vísir - 23.12.1959, Qupperneq 6

Vísir - 23.12.1959, Qupperneq 6
Vf SIR Miðvikudaginn 23. desember 1959 ITISXR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. y Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrv. sýsiumaður 75 ára. í dag verður Þorsteinn Þor- steinsson fyrrv. sýslumaður Dalamanna 75 ára. Þorsteinn er Mýramaður að ætt og uppruna, fæddur að Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og er bróðir Davíðs stórbónda þar,l landskunns manns. Þorsteinn var settur til mennta í æsku og að stúdeqtsnámj loknu lagð'i hann stund á lög. Hann var fyrst settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1914, seinna í Norður-Múlasýslu og Árnesssýslu en lengst af verið sýslumaður i Dalasýslu, eða á fjórða tug ára. Þorsteinn hefur, að sögn þeirra er til þekktu, jafnan verið vinsælt yfirvald, friðsemdarmaður mikill og gerði sér meira far um að jafna deilur manna á meðal heldur en að kveða upp úrskurði eða dóma. Þorsteinn varð brátt atkvæða maður i héraði og lét sig lands- mál miklu skipta. Sat hann iengi á þingi af hálfu Sj.álf- stæðisflokksins; naut þar sömu vinsælda og virðingar sem hann naut i heimahéraði. Var Þor- steinn kjörinn í ábyrgðarmikl- ar nefndir og til annarra starfa þar sem mikili vandi hvíldi á herðum hans og þótti gefast vel. Hér skal sá ferill hans ekki rakinn frekar. Þorsteinn hefur gegnt stóru Framh á 7. siöu 5E2S ^JÁátí&'m mi tía. Enn ganga jólin í garð. Enn einu sinni munu málm- \ Kreinar klukkur um hmn gjörvalla kristna heim boða mestu hátíS ársins, — hátíð ljóssins og friðarins. Og á fjölmörgum þjóðtungum mun verða sunginn fagnað- arsálmunnn, sem vér þekkjum undir nafninu ,,Heims um ból“. í kirkjum landsms verður þess rninnzt, að í lítilli borg í fjarlægu landi hafi frelsari mannkynsins fæðzt fyrir nær tuttugu öldum. Nú mun íæðingarhátíð litla barnsms, sem var reifað cg lagt í jötu endur fynr löngu, verða haldin hvarvetna þar sem kristmr menn koma saman. Enn einu sinni mun jólaljósið loga, stillt og skært. Oft heíir verið á það minnzt, ekki sízt hin síðari ár, að jólahátíðin sé að breytast í kauptíð, mesta kaup- sýslutíma ársms. Hm forna lotning fynr jólunum sé að dvína, hin dulúðga, Ijúfa helgi [xiki um set fynr gróða- sjónarmiði nútímans. Vel má vera, að þetta hafi við rök að styðjast. Víst er um það, að jól nægjuseminnar, jól tólgarkertanna og laufabrauðsms eru horfin í tím- ans skaut og koma aldrei aftur. Rafmagnsljós nýja tímans endurspeglast miklu fremur í gljáfægðum ís- skápum, — uamast í bláum barnsaugum, sem glödd- ust yfir einu tólgarkerti og laufabrauði. En eru jólin þá eingöngu kauptíð, annir og um- stang? Hafa jólin enga þýðingu fyrir oss nútímamenn? Hver svari fyrir sig, en sennilegt er þó að þrátt fyrir þotur og kjarnorkuver, vísindi, gróðafíkn, og allt það, sem hátt ber í lífi nútímamannsms, orki jólin enn á flest fólk með öðrum, áhrifamein og hugljúfari hætti en nokkur önnur hátíð ársins. Sem betur fer höfum vér ekki gleymt að gleðjasi þegar klukkurnar hnngja -inn hátíðina miklu. Vér finnum hið innra með oss, að þessir dagar eru ekki eins og aðrir dagar. Og emhvern veginn er það svo, að um jólin býr með öllum mönnum meiri góðvild og hlý- hugur en aðra daga ársins. öll hljótum vér að hafa fundið til þessara kennda í þessan miklu hátíð í dimm- asta skammdegmu. Það er sagt, að jólm séu og eigi að vera hátíð barn- anna og heimilanna. Þetta er rétt. Jólm eru fyrst og fremst hátíð heimilanna í borg og byggð. Og ekkert hreysi er svo fátæklegt á þessu iandi, að menn geri sér þar ekla emhvern dagamun. En jólin eru samt hátíð fullorðna fólksins, ekki aðeins barnanna. Jólin eru hátíð mannkynsms alls. Senn óska menn hver öðrum gleðilegra jóla. Engin kveðja er hlýlegn og innilegri, en einmitt þessi tvö orð: Gleðileg jól! Og þ essi kveðja er ævmlega fram bonn af heilum hug. Að baki slíkri kveðju felast engin svik, ekkert undirferh. í þessan kveðju felst máske leyndardómur hinnar miklu hátíðar: Góðvild til annarra. Vísir sendir öllum landsmönnum, nær og fjær, innilegar jólaóskir sínar og tekur undir hina fögru kveðju: ! Gleðileg jól! lu; Bspíiphssj Mst in firöinfjn Strandgötu 28. Símar 50-159 — 50-224. Giæsilegar iólagiafir: HRÆRIVÉLAR Kitchen Aid, stærri. Verð kr. 4,650,00. Kitchen Aid, minni. Verð kr. 2,960,00. SAUMAVÉLAR Köhler zick-zack, - Verð kr. 5,715,00. Köhíér, zick-zack m. autom. Verð kl. 6,400,00. SAUMAVÉLAR Hugin, rafknúnar. Verð kr. 3,683,00 m. zick-zack fæti. RYKSUGUR Holland Electro. Verð kr. 1.852,00. VÖFFLUJÁRN vestur-þýzk. Verð kr. 499,00. Ailt heimsþekkt vörumerki. yjung 6 ljóðskáld, bók cg talplata: Einar Bragi, Hannes Pétursson, Jón Óskar, Matíhías Joiiannessen, Sigurður A. Magnússon, Stefán Hörður Grímsson. Útgáfuna annaðist Eiríkur Hreinn Finnbogason INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON: SUNNANHÓLMAR. — Fyrsta bók gáfáðs skálds, sem vakið hefur á sér athygli fyrir snjailar smásögur og ljóð í tímaritum. A 1 m e n n a b ó k a f é I a g i ð. ★

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.