Vísir - 30.12.1959, Page 1

Vísir - 30.12.1959, Page 1
12 sðður €9. árg. Miðvikudaginn 30. desember 1959 283. tbl. Var ike aðeins að „berja í borðið“. Yfirlýsing kans um kjarnorkuvopnatilraunir mikið rædd. Sum brezku blaðanna í morg- un eru uggandi vegna áhrifa 'þeirra, sem ákvörðun sú kann að hafa, sem Eisenhovver Banda ríkjaforseti hefur tekið, varð- andi kjarnorkuvopnaprófanir. Var því yfir lýst í gær, að Bandaríkin myndu ekki hefja þær á nýjan leik bráðlega, en áskilja sér rétt til þess hvenær sem væri. Daily Mail' segir -Ersenhower hafá sýnt skort sinn á réttri | framkomu, og telur nú svo1 komið, að aftúr sæki í það horf, J að kjarnorkuvopnaþjóðir sprengi hverja sprengjuna af annarri, en Sheffield Times telur, að þetta hafi verið ó- heppileg ákvörðun á óheppileg- um tíma. Hinsvegar ræða Daily Telegraph og fleiri blöð málið í öðrum dúr. Bandaríkin muni ekki hefja kjarnorkuvopnatil- raunir aftur fyrirvaralaust, og muni Eisenhower hafa verið að herða á Rússum, að fallast á samkomulag í Genf, — — and- inn í Davisbúðum sé enn við lýði, og muni verða, þótt „barið sé 1 borðið“ við og við. Yfirlýsing Eisenhowers kom óvænt og er mikið rædd hvar- vetna,- r slendingar ddu af slysum á árinu. Klæðið ykkur vel á gamlárskvöld. Við fáum þjóðlegt áramótaveður. Það er hægur vandi að skrifa endalaust um veðrið, og allir geta um það spáð, þó af mis- munandi mikilli vizku og getu. Þeir, sem mest um það vita og flest kimna, eru þó manna var- kárastir að spá, enda er til þess ætlast að þeim skjátlist sem sjaldnast. Minna gerir til þótt frístundaveðurspámenn láti ljós sitt skína við og við, enda ekki á þá treyst og minna um vert hvort rétt er. Vísir leitaði upplýsinga í morgun um það, hvernig veð- urfar væri á nálægum slóðum, og hverjar horfur væru um ára- skiptin. Um veðurfar nú eru til öruggar heimildir og má um það segja bæði margt og rnikið, en það helzta er á þann veg að einna versta veðrið á norður- slóðum mun vera við norðan- vert Skotland, en þar er nú vestan stormur. Þar fer þó held ur lygnandi, en ný lægð er á næstu grösum, því ein kemur þá önnur fer. Mun sú hafa á- hrif á veðurfar um áramótin hjá okkur. Kaldast á norður- slóðum er á svokallaðri Norð- urstöð á Grænlanai, en þar er 34 stiga frost á Selsíus. Aftur á V I S I R kemur ekki ut fyrr en næst- komandi mánudag, fjórða í nýárl móti mun þægilegur baðvatns- hiti við Miðjarðarhafið. Á íslandi er furðu skikkan- legt veður. Norðvestan kaldi með snúókomu að vestanverðu, en þíðviðri og rigning austan- megin. Nú er að spá. Allar líkur benda til þess að |um meginhluta landsins verði hæg norðvestan átt um áramót- in. Snjókoma er líkleg einkum norðan til og vestan, en líklega verður hann tviátta sunnan- lands og veitir allgott veður. Búast má við vægu frosti. Því er öllum ráðlagt að klæða sig vel á gamlárskvöld. Karlar klæðist kuldaúlpum, sem þær eiga, en aðrir í vetrar- frakka með trefil og þæfða belgvetlinga. Síðar nærbrækur og heitt toddý um áraskiptin. Kvenfólk í föðurlandsbrókum og með eyrnaskjól, en haldi sig helzt innivið og hiti vatn í tod- dýið fyrir bóndann. Börn í bæl- inu nema brenna skuli. * Ottast þvingunar- vinnu. Húsmæður í Tékkóslóvakíu kvíða því nú mjög, að þær verði skyldaðar til að gegna vinnu í iðnaðinum. Kommúnistaflokkurinn til- kynnti nýlega, að 200 þúsund kvenna í viðbót skuli fluttar í verksmiðjurnar. Nú þegar eru 42.2 af starfsfólki í verksmiðj- um konur, að því er flokksblað- ið Rude Pravo hermir, en þar einnig ráðizt á þær konur, sem séu svo „afturhaldssamar“, að vilja heldur vera heima hjá börnum sínum en vinna í verk- smiðjum. Nýjar herstöðvar í Iran. Bandaríkjaher hefir upplýst, að hann muni byggja níu her- stöðvar í íran. Samingar hafa þegar verið undirritaðir við bandarískt byggingafélag um að koma stöðvum þessum upp, og nemur samningurinn 32 millj. doll- ara, sem verktakinn fær. Þetta er gert fyrir íranska herinn. Komingafundur í næsta mánuði. Tveir konungar hittast í næsta mánuði. Samkvæmt tilkynningu í Amman, Jordaníu, eru Mo- hammeð konungur V. í Mar- okkó væntalegur í heimsókn til Jordaníu í næsta mánuði. Mohammeð V. kemur einnig til Kairo og Damascus í þessari ferð. Banaslys nær tvöfalt fleiri i ár en I fyrra. Skýrsla Slysavarnafélags íslands árið 1959, tekin saman ! á hádegi 30. des. Dauðaslys árið 1959 hafa orðið 104, en árið 1958 voru þau 58 og 41 árið 1957. Drukknanir hafa orðið 59 en'voru 22 í fyrra, I banaslys í umferð urðu nú samtals 14 en þá 17. Dauðaslys af I ýmsum öðrum ástæoum urðu 31 en 20 í fyrra. I Skrifstofa Slysavarnafélagsins hefur flokkað slysin þannig: DRUKKNANIR: Drukknanir með skipum og bátum, sem fórust: 48 menn Drukknanir við land, í ám cg vötnum: 7 — Féllu útbyrðis í rúmsjó: 4 — Samtals hafa því drukknað árið 1959: 59 menn BANASLYS AF UMFERÐ: Urðu fyrir bifreið: 10 menn Við árekstur: 2 — Undir dráttarvél: 1 — Við veltu: 1 — Samtals 14 menn DAUÐASLYS AF ÝMSUM ORSÖKUM: í flugslysum: 7 Við byltu: 9 Af bruna: 5 Horfið: 6 Af öðrum ástæðum: 4 Samtals 31 — Á þessu ári björguðust frá sjávarháska 42 menn hér við land, þar af 21 maður í gúmmíbjörgunarbátum. Úvanalega mikil snjóflóða- hætta í Ölpunum. Þúsundir skíðamanna aðvaraðir í gær. <— ^ — - - - - - VÍSIR óilar öílam J)i íeiidiiicjuin, iwar iein eru, \ns oí; fkioar - i Snjóflóðahætta er nú mikil í Ölpunum og hafa þúsundir skíðafólks fengið aðvaranir um hættuna. 1 Tveir skíðamenn fórust í gær. Alls voru það sex, sem snjóflóð sópaði með sér, en björgunar- flokkur náði hinum. j Fyrir skömmu fórust 4 menn úr 14 manna flokki í Tyrol. Mörg snjóflóð voru í gær í ítölsku Ölpunum, en manntjón hlauzt ekki af. i Úrkoma, flóð, þoka. j Viða í álfunni rigndi í gær og vöxtur hefur hlaupiö í ár í Frakklandi suðaustanverðu og víðar, í Portúgal, og Englandi, svo sem getið var í fregnum í gær. | Þoka tefur samgöngur á sjó, á landi og í lofti. Konu saknað. Herdle Skogluiul, 49 ára gam- allar konu er saknað frá heimili sínu Eskihlíð 7. Fór hún að heiman sunnudaginn 20. dcsem- ber s.l. og hefur ekkert til henn- ar spurzt síðan. Hún er fremur n lág vexti, grönn, dökkhærð og áberandi nefstór. Hún mun hafa verið klædd blárri dragt og svartri kuldaúlpu. Landbúnaðarráðherra Bret- lands hefur tilkynnt að hætt verði niðurgreiðslum á skot- færum, til þess að granda fuglum, er tjóni valda — þar sem augljóst er, að mikil misnotkun þessara hlunninda hefur átt sér stað.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.