Vísir - 30.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 30.12.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginft 30. desember 1959 V í S IR Brotizt inn á 2 stöðum. I fyrrinótt var innbrot fram- ið hjá Sindra við Borgartún. Var það framið með þeim liætti að brotin var lítil rúða í hurð og hurðin síðan opnuð með því að seilst var eftir smekklásnum. Að því búnu voru sprengdar upp tvær skrifstofuhurðir og mikið rótað og tætt til eftir að inn var lcomið. Meðal annars hafði v'erið rótað upp úr öllum skúff- um í ieit að verðmætum, en elcki hafði sézt í morgun að r.einu hafi verið stolið í skrif- stofunum. Aftur á móti var verkfærakassa með allskonar verkfærum og varastykkjum stolið úr brotajárnageymslunni þar fyrir utan. Sýnilegt var að innbrot þetta hafði verið framið fyrrihluta riætur, eða áður en snjóaði, því för sáust engip. Um jólin vatí innbrot framið á Laugavegi 10. Það var framið með áþekkum hætti og hjá Sindra i nótt, að brotnar voru rúður í tveim hurðum og seilst eftir smekklásnum. Farið var fyrst inn í rakarastofu og sið- an úr henni upp á loft. í risinu ei mannlaus íbúð og hélt þjóf- urinn þangað í leit að verð- mætum, en ekki sást að neinu hafi verið stolið. Hinsvegar var miklu rótað til og eitt- hvað skemmt. Átök f skipi. í fyrrinótt kom til átaka í togara sem liggur í Reykjavík- urhöfn. Drukknir menn lentu þar í ryskingum og fór lög- x-eglan með einn mann til lækn- isaðgerða en tveir voru fluttir í fangageysmlu. líkið á kú. í fyi'radag var ekið á kú á Borgarúni. Voru menn að leiða kúna til slátrunar en bifreið sem bar að flýtti fyrir dáuða bennar, því bíllinn ók á hana og beinbraut. Varð að lóga henni þar á staðnum. -- 41 - Bfökkumenn í bardaga. Ennþá berjast blökkumenn- irnir í Afríku, eins og í gamla daga, með eitruðum örvum, spjótum og eldgömlum lúður- byssum, — en nú eru það taldar heimsfréttir, því nú berjast þeir út af stjórnmálum. Baluba ættflokkurinn er að berjast við Lulua flokkinn, vegna þess að Balubar eru fjöl- mennari, og þykjast ætla að vinna kosningar, sem standa fyrir dyrum. Luluum líkaði það illa, og fóru að skjóta á Bal- uba, og allt komst í bál og brand. Konungur Lulua heitir Mwanangana Kalamba Muk- enge. Akureyrartogarinn Slcttbak ur kom 21. þ. m. af veiðum með góðan afla, eða um 200 lestir af þorski eftir 11 daga útivist. Svalbakur kom af veiðum 18. þ. m. með 140 lestir og Harð- bakur þann 15. þ. m. með 126 tonn. Þetta er yfirleitt þorskur og fer allur í hraðfrystingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.