Vísir - 30.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 30.12.1959, Blaðsíða 10
VlSIR Miðvikudaginn 30. desember 1059 sem festist í minni. Hjá þessum mönnum verða lýsingarorðin ekkert flatt hversdagsmál og þaðán af síður lesmál, heldur tala þau sínu eigin rnáli. Orðin erif nefnilega 'hiuti af mann- in.um. T JARIMARBÍÓ: Danny Kaye og hljómsveit. Það mun hafa komið mörgum óvænta, er séð hafa nýársmynd- ina í Tjarnai'bíó, ^að hér er ekki aðeins um að ræða kvikmynd, sem hin bezta dægrastytting er að, vegna afburða hæfileika Danny Kaye sem skop- og skemmtileikara, að Louis Arm- strang er þarna meðleikari' hans, og fjölmörg ágætis dægur- lög þar á ofan — heldur er í - raun og sannleika um mynd að ' ræða, sem er annað og mikið meira en sýriist*í fyrstu, því að hún reynist í sannleika veiga-! mikil, og hefur að geyma gull- ' fögur vel leikin og eftírminni- lega atriði, og nefni eg þar sem dæmi er Danny Kaye syngur „The Five Pennies“ við litlu telpuna sína, en mörg önnur mætti nefna. — Barbara Bel Geddes er fögur og geðþekk, og leikur hennar, og einnig telpn- anna sem leika dóttur hennar, einkum er Susan Gordon, sem leikur hana á 6 ára aldri, minn- isstæð. Mikil aðsókn er að kvikmyndinni og verður hún án vafa sýnd lengi. — 1. —------- Vaxandi atvinnu- leysi í USA. Atvinnuleysi í Bandaríkjun- um jókst um 1.191.000 í nóvem- ber, frá fyrra mánuði. Atvinnulausir eru nú sam- tals þar 3.670.000, sem er næst- hæsta tala í nokkrum nóvember- mánuði síðan heimsstyrjöldinni lauk. Þrátt fyrir það eru taldir atvinnuleysingjar aðeins þeir, sem eru í atvinnuleit. Búist er við að í janúar eða febrúar aukist tala atvinnuleys- ingja upp í rúmar fjórar mill- jónir. Stjórnarstríð gegn áfengi. Ungverjaland er þriðja land- ið austan járntjalds, sem tekur upp sérstaka baráttu gegn á- fengisnautn. Hin löndin eru Pól- land og Búlgaría. Ráðstafanirnar, sem stjórnar- völdin grípa til, verða sennilega þær, að fækkað verði áfengis- búðum og vínveitingastofum og slíkum stofum verði gert skylt að loka fyrr en verið hefir. Nepzava, sem er verkalýðs- blað, hefir ksýrt frá rannsókn, sem leitt hefir í ljós, að 30 af hundraði þeirra, er nýlega voru lagðir inn á fjögur geðveikra- hæli, hafi verið áfengissjúkling- ar. • Norska Stórþingið liefur lækkað verð á innfluttu skozku whiskýi og nokkrum hinna dýrari léttu vínteg- tegunda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.