Vísir - 30.12.1959, Page 6

Vísir - 30.12.1959, Page 6
VÍSIR Miðvikudaginn 30. desemher 1959 e wism D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. fk an^ er táá... T) Það Kefir jafnan verið venja manna að staldra við á merkum tímamótum til að líta yfir farinn veg og virða fyrir sér árangur undanfarinnar baráttu. Þetta gerum við íslendingar um hver áramót, þegar við viljum gera upp við okkur, hvort árið hafi verið þjóðinni hliðhollt eða ekki, og hvað við megum af því læra, sem gerzt hefir á síðasta ári. Árið 1959 hefir verið að flestu leyti hagstætt Is- lendingum, eins og svo mörg önnur, sem gengið hafa yfir land og þjóð að undanförnu. Atvinnulíf hefir verið blómlegt, atvinnutækin nýtt til fullnustu eða því sem næst, vinnufriður verið ríkjandi og vel gengið að koma framleiðsluvörum í verð, enda þótt enn sé við marg- víslega erfiðleika að glíma af völdum verðbólgunnar. Tíð hefir yfirleitt verið hagstæð, þótt ekki væri hún jafnhagstæð hvarvetna á landinu, og menn yrðu fyrir nokkrum áföllum á ýmsum stöðum. Áður fyrr mundh slíkt hafa orðið mjög afdrifaríkt, en svo er nú tækninni fyrir að þakka, að áföll verða ekki eins þung og ella. En þetta er aðeins lítið brot af þeirri stóru mynd, sem hvert ár bregður upp fyrir mönnum. Hér eru vitanlega ekki tök á að benda á hvert smáatriði, en almenningur á heimtingu á, að athygli hans sé vakin á því, sem merkilegast er og afdrifaríkast. Það getur riðið á miklu, að slíkt sé gert. Eins og nú standa sakir eru það fyrst og fremst efnahagsmálin, sem athyglin verður að beinast að. Hvað hefir verið gert í þeim málum að undanförnu, og hvað er það, sem verður að gera á næstunni? Það eru þessar tvær spurningar, sem mestu varða og þær verð- ur hver maður að hugleiða. Undanfarið hefur verðlag verið stöðugt, af því að tekizt hefir að hefta dýrtíðina, koma í veg fyrir sífelldar víxlverkanir kaupgjalds og verðlags. Um það hefir þó eklci verið að ræða, að verðbólgan hafi verið kveðin í kútinn, því að meira þarf til þess en gert hefir verið. Þjóðin hefir aðeins fengið tóm til að kasta mæðinni, ef svo má segja, en svo kemur að því, að glíma verður við sjálfan vandann, reyna að koma lagi á efnahags- kerfið, svo að það verði starfhæft með eðlilegum hætti. Það er þetta, sem framundan er, og þjóðin getur ekki komizt hjá að gera þetta nema hún vilji meiri vandræði, meiri skottulækningar, meiri bráðabirgða- ráðstafanir, sem geta þó aldrei gert annað en gefið henni gálgafrest, komið í veg fyrir hættuna af hruni um skeið en ekki bægt því frá eða upþrætt ástæðurnar fyrir því. I þeirri von, að þjóðin beri gæfu til að standa saman um þær ráðstafanir, sem færustu menn telja, að gera beri til þess að tryggja framtíðarhag hennar og vellíðan, óskar Vísir öllum landsmönnum / cjleóilecjó mjaró (j/tehtecjt rnjár ! Marteinn Einarsson & Co. iíeat nútt t leóLLeji nyu ar. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Fiskbúðin Laxá, Grensásvegi 22. ileat nútt ár ! leóuejl nijl Þakka viðskiptin á árinu sem er að liða. Sæla Café, Brautarholti 22. ileat nútt ~ ” t eóueji mju ar. Samlag skreiðarframleiðenda. ejt níját'! Ullarverksmiðjan Framtíðin. (jLkLjt njar. og þökk fyrir viðskiptin. Kjöt og ávextir, Hólmgarði. ejt mjár! Félagsprentsmiðjan h.f. e<jt mjár! Hreyfill. STÚLKUR ÓSKAST til hjúkrunarstarfa að Arnarholti strax. Uppl. í Ráðningarstofu Reykjavíkur, sími 18800. Aramóta- messur. Dómkirkjan: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Séra Óskar J. Þorláksson. Nýársdagur: Messa kl. 11 f. h. Hi'. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Séra Jón Auðuns dómprófastur þjónar fyrir altari. Messa kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. Sunnudagur 3. janúar: Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláks- son. — Messa kl. 2. Séra Jón Auðuns (þýzk messa). Fríkirkjan: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2. Sunnudagur 3. janúar: Messa kl. 2. — Séra Þorsteinn Björnsson. Hallgrímskirkja: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6 síðd. Séra Lárus Hall- dórsson. Nýársdagur; Messa kl. 11 árd. Séra Sigurjón Þ. Árnason. — Messa kl. 2 síðd. Séra Lárus Halldórsson. Sunnudagur 3. jan.: Messa kl. 11 árd. Séra Lárus Hall- dórsson. Laugarneskirk ja: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Séra Jóhann Hannes- son prófessor prédikar. Nýársdagur: Messa kl. 2.30 e. h. Séra Garðar Svavarsson. íbúð í Bæjarbyggingum Bæjarráð hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum þeirra, er óska eftir að koma til greina, begar seldar eru íbúðir í bæjarbyggingum, er bæjarsjóður kaupir, skv. forkaupsrétti sinum. Hér er fyrst og fremst um að ræða íbúðir í Bústaða- hverfi. Umsóknareyðublöð eru afhent í skrifstofu húsnæðisfulltrún, Hafnarstræti 20, sem gefur nánari upplýsingar, og skal um- sóknum skilað fyrir 10. janúar n.k. Umsókn þessi gildir til 31. des. 1960. Eldri umsóknir eru úr gildi fallnar. Reykjavík, 29. des. 1959. BORGARSTJÓRASKRIFSTOFAN. Langholt sprestakall: Gamlársdagur: Aftansöngur í safnaðarheimilinu Sólheimum kl. 6 síðd. i Nýársdagur: Messa á sama stað kl. 2 síðd. • • - • / | Sunnudagur 3. jan.: Barna- samkoma á sama stað kl. 10.30 árd. — Séra Árelíus Níelsson. Neskirkja: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. — Nýársdagur: Messa kl. 2. Sr. Bjarni Jónsson vjgslubiskup. Sunnudagur 3; jan.: Bania- guðsþjónusta kl. 10.30. Séra Jón Thorarénsen. Bústaðaprestakall: j Gamlái'sdagur: Aftansöngur í Háagei'ðisskóla kl. 6 síðdegis. Nýársdagur: Messa í Kópa- vogsskóla kl. 2 síðdegis. Sunnudagur 3. jan.: Barna- samkoma í Félagsheimili Kópa- vogs kl. 10.30 árd. — Séra Gunnar Ái’nason. Kirkja óháða safnaðarins: Gamlái'skvöld: Áramóta- sálmur kl. 23.50 og klukkna- hringing á miðnætti. Nýársdagur: Messa kl. 15.30. Sunnud. 3. jan.: Jólatrés- fagnaður í félagsheimilinu við kirkjuna kl. 15.30. Hafnarf jarðarkirk ja: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. — Nýársdagur: Messa kl. 2. — Bessastaðir: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 8. — Kálfatjörn: Nýársdagur: Messa kl. 4. —• Séi'a Garðar Þorsteinsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.