Vísir - 04.01.1960, Side 9
Mánudaginn 4. janúar 1960
VÍSIR
.#
um fornar minjar.
Fornfræðin er merkileg vísindagreín.
Nokkru fyrir jól ltom á mark-
aðinn bók sem mörgum mun
þykja fýsileg til fróðleiks, þeim
er yndi hafa af sagnfræði, en
einkum þó fornfræði.
Bókin heitir Grafir og grónar
rústir, er eftir mann sem nefnir
sig C. W. Ceram og undir því
nafni er hann kunnur víðsvegar
um heim fyrir frábær rit, sem
hann hefur skrifað um forn-
fræði.
Fornfræðin er miklu merki-
legri vísindagrein en flestir
gera sér Ijóst, því hún er hin
raunverulega uppistaða í sögu,
menningarsögu og listsögu
þjóðanna. Saga alls mannkyns
byggist að meira eða minna
leyti á rannsóknum og upp-
götvunum fornfræðinganna. Og
það skemmtilega við fornfræð-
ina er það, að hún er stöðugt —
svo að segja árlega — að koma
með nýjar uppgötvanir, nýjan
sannleik, sem mönnum var áð-
ur hulinn. Með einum merki-
legum fornminjafundi sviptir
hún stundum hulunni af
margra alda myrkri, af dul
fjölmargra kynslóða, af sögu
heilla þjóða.
Skemmtilega innsýn í töfra-
heim fornfræðinnar gefur C.
W. Ceram í bók sinni „Grafir
og grónar rústir“, sem Bóka-
forlag Odds Björnssonar á Ak-
ureyri sendi á markaðinn í
þýðingu Björns O. Björnssonar
skömmu fyrir jólin. Höfundur-
inn forðast alla vísindalega
fyi'fni, heldur segir þannig frá
áð hverjum alþýðumanni megi
Ijóst vera. Og meira að segja
kryddar hann frásögu sína með
sögum af atburðum til að halda
lésandanum hugfangnum við
efnið.
Bók þessi kom út á fjöl-
mörgum tungumálum samtímis
bg er sannkallað skx-autverk. í
því ei'u á 4. hundrað ljósmyndir
til skýi'ingar, auk 16 litprent-
aðra síðna. Myndaprentun er
gerð í Þýzkalandi og er með af-
brigðum góð. Að öðru leyti er
bókin preníuð í prentverki
Odds Bjöi-nssonar á Akureyri
og er í alla staði til sóma. —
Bókin er rúmlega hálft 4. hundr
að síður að stærð í stóru broti.
„Grafir og grónar rústir'* er
bók sem hverjum greindum og
íhugulurn manni mun verða
kærkomið lestrarefni, auk þess
sem hún er að ytra frágangi
öllum í röð fegurstu bóka sem
út hafa verið gefnar hér á landi.
Enginn jarðvegur,
en géi uppskera.
Farið er að rækta alls konar
ávexti og grænmeti í Sahara
eyðimörkinni þótt þar finnist
engin mold eða annar venjuleg
ur jarðvegur, sem jurtir vaxa í.
Ræktunin fer fram í stein-
kerum'. Látið er lag af sandi í
botn keranna og næringarefn-
um blandað saman við. Næring-
arefnin fara eftir plastpípum í
kerin. Þar við bætist að ofur-
litlu af vatni er dælt í þær til
viðbótar og nemur það um 3
lítrum á fermetra á dag.
Þetta hefur gefið góða raun
og uppskeran er: tómatar, kál
alls konar, salat, mais og hent-
ur.
Fram að þessu hefur þetta
verið á tilraunastigi og hefur
frönsk rannsóknarstofnun haft
tilraunirnar með höndum. Nú
er búist við að hafist verði
handa um ræktun í stómm stíl.
Aðalræktunai'stöðvarnar verði
í nánd við byggð ból, sérstak-
lega pálmalundi.
Kannske verður nú eyði-
mörkunum brátt breytt í ald-
ingarða. Ekki veitir af, eins og
fólkinu fjölgar í heiminum.
Tjón af völdum flóðanna í
Bosníu eftir miðbik þessa
mánaðar sl. var taæið nema
tugum milljóna króna.
Ræða forsefans —
Frh. af 4. síðu:
að bera vora fámennu þjóð í
erlendar greipar. Þessi öld, sem
senn fyllir sjötta tuginn, ber
þess og greinilegan vott, að ís-
lenzk þjóð er um margt sjálf-
stæð hi'ingiða í tímans straumi.
Þegar vér hugleiðum þær
hörmungar, sem gengið hafa yf-
ir mai'gar þjóðir og berum sam-
an við vor öi'lög á þessum sömu
árum nýrrar tækni, batnandi
lífskjai-a og aukinnar fjöl-
breytni á öllum sviðum þjóð-
lífsins, þá verður ekki séð að
æskan eða þjóðin í heild þurfi
að „líta reið um öxl“, heldur
bei'i oss að þakka forsjóninni,
að vér erum komin nokkuð á
leið, og biðja þess með bljúgum
huga, að heill og hamingja megi
fylgja þjóð vorri á óförnum
leiðum.
Nýái'smánuðarinn er kennd-
ur við þann guð, Janus, er hafði
tvö andlit, og horfði annað
fram. hitt aftur. Sama gerum
við um hver áramót, lítum fran
og aftur á veginn. Að þéssu!
sinni virðist mér að vér höíumj
fulla ástæðu til að þakka fyrir
gamla árið, hver öðrum og for-
sjóninni. Ókominn tími er jafn-
an óráðinn, en sum teikn eru
betri en um síðustu áramót
Vér heyrum nú úr ýmsum átt-
um, að útlit sé betra í alþjóða-
málum en undanfarið. Þjóðirn-
ar eru að minnsta kosti farnar
að talast við, og forustumenn
að heimsækja hver annan. Vér
vonum og biðjum að það beri
árangur, svo friðsamur almenn-
ingur meðal allra þjóða geti
dregið andann léttara. Og þó
smærra sé, þá er það ein af nýj-
ársóskunum, að ági'einingsmál
vor við nágrannaþjóðir um
helga dóma handritanna og
frumbui'ðari'étt á landsgrunn-
inu megi leysast farsællega.
Að svo mæltu árna eg öllum
landslýð árs og fi'iðar, og bið
Guð vors lands að gefa oss gott
ár.
annar
áö'cjur
eftir Ve
erué
☆ ☆ ☆ Sagan af upphafi olíuiðnaðarins ☆ ☆ ☆
■1) Benjamín Siliiman yngri
var efnafræðipi'ófessor við Yale
háskólann í New Haven, Conn-
ecticut, í Bandaríkjunum um
miðja síðustu öld. Honum mun
það að mestu að þakka — líkl
lega einum manna — hve oliu-
iðnaði hefur fleygt fram síð-
ustu áratugi. Silliman var ekki
sýnt um að hagnast á uppfinn-
ingum sínum, en hann sannaði
að steinolía gæti verið mann-
kyninu til mikillar blessunar.
--------Faðir Sillimans, Benja-
mín eldri, var einn þekktustu
vísindamanna sinnar tíðar.
Silliman yngri fæddist 1816 í
New Haven. Hann hafði áhuga
fyrir vísindatækjum allt frá því
að hann var lítill snáði og vissi
ekkert betra en að fá að hoi'fa
á föður sinn við vinnu á rann-
sóknarstofunni. Faðir hans ýttl
undir áhuga hans. — — —-
Þegar Silliman útskrifaðist ÚC
Yale háskóla með ágætiseink-
unh 1837, þá 21 árs gamall, tólc
hann þegar við stöðu sem kenn«
ari við visindadeild skólans«
Gáfur og skarpskyggni leiddu
hann brátt að flóknum við*
fangsefnum, og hann varð fljót*
lega einn vinsælasti kennarl
stofnunarinnar. j
2) Árið 1840 gekk Silliman að
eiga Susan Forbes, en hann
hafði orðið ástfanginn af henni
mörgum árum áðui-. Hjúskap-
ur þeirra var með miklum á-
gætum og þeim varð sjö barna
auðið. Hamingja og fegurð
heimilislífsins varð Silliman
mikil örvun og færði honum
ótæmandi ánægju. — — —
Árið 1854 komu til hans þeir
George H. Bissell og Jonathan
Eveleth frá Pennsylvaníu, og
færðu honum sýnishorn af
kvoðukenndum blágrænum
vökva — hráolíu — og báðu
hann um að athuga þetta og
vita hvort nokkuð væri hægt
að nota það. Áhugi Sillimans
vaknaði þegar og hann féllst á
að framkvæma tilraunirnar,
jafnvel þótt Bissell og Eveleth
segðu að þeir hefðu litil fjár-
ráð.---------Indíánar í Penn-
sylvaníu höfðu fleytt fljótandl
olíu ofan af lækjum og ám, þat
sem hún seytlaði upp á yfir«
borðið og notuðu hana til lækn«
inga. Þegar fyrstu landnemarn«
ir komu til þessa landshluta,
litu þeir þenna kvoðukennda
daunilla vökva hornougum, en
nokkrir þeirra hermdu eftit
indíánum og notuðu það einn«
ig til lækninga. /
3) Silliman leitaði í öllum bók-
um Yale háskólabókasafnsins,
en fann ekki staf um þetta efni.
Þetta gerði viðfangsefni hans
miklu örðugi-a viðfangs, því
hann hafði engan grun um
hverju hann væri að leita að
né heldur hvort steinolía hefði
raunverulega nokkra þýðingu.
Samt sem áður hóf hann í-ann-
•sóknir sínar um haustið 1854.
--------Silliman komst fljót-
lega að því að hin frumstæðu
rannsóknartæki þeirra tírna
voru ekki nógu fullkomin til að
hægt væri að framkvæma þær
tilraunir, sem nauðsynlegar
voru til að efnagreina steinolí-
una. Hann tók sér því fyrir
hendur að smíða ný tæki. Hann
varð svo hugfanginn af við-
fangsefninu, að hann gleymdi
öllu öðru og vann dögum sam-
an hvíldarlaust.----------Þeg«
ar tæki hans voru tilbúin, not«
aði Silliman veturinn 1854—’55
til þess að framkvæma nákvæm
ar rannsóknir á steinolíu. Fyrst
leitaði hann að læknimætti
þess, en fann engan, og þóttist
fullviss um að enginn væri.
(Ath. Nýjustu rannsóknir hafa
sýnt að hægt er að nota stein«
olíu á ýmsan hátt í lyfjafræði.)
Framh.