Vísir - 05.01.1960, Side 4

Vísir - 05.01.1960, Side 4
4 VÍSIR Þriðjudagirm 5. janúar 1960 WMSIVL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. y Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Verkefnið framundan. er vitanlega sjalfsogð skylda hvers forsætisráð- herra, sem kemur fram fyrir þjóðina, að hann segi henni sannleikann afdráttarlaust um hag hennar og þau verk- efni, sem úrlausnar bíða hverju sinni. Þegnarnir ' verða að vita, hvernig bú- skapurinn gengur, hvers muni verða af þeim krafizt, ; og að hvaða marki beri að steína. f ræðunni, sem Ólafur Thors flutti á gamlárskvöld, skýrði hann hinni íslenzku þjóð frá því, hvernig hag hennar er nú komið og hvað framundan er í efnahagsmálunum. Það var ekki fögur mynd, sem upp var brugðið í ræðu forsætisráðherra, en það er vafasamt, að nokkur maður hafi búizt við, að myndin gæti í senn verið glæsileg og sönn. Það voru alvöru- orð, sem forsætisráðherrann talaði til þjóðarinnar, og þess er að vænta, að menn láti þau ekki eins og vind um . eyrun þjóta. Ef þjóðin gerir það, þekkir hún sannarlega ekki sinn vitjunartíma, og þarfnast þess þó vissulega. Eitt af því, sem Ólafur Thors skýrði mönnum frá, var það, að við höfum verið óhugnan- lega duglegir við að eyða er- lendum gjaldeyri, sem við höfum aflað. Við höfum ekki aðeins eytt hverjum eyri, sem inn hefir komið fyrir af- urðir okkar, heldur hefir okkur tekizt að gera enn betur, því að við höfum eytt milljarði króna umfram tekjur á aðeins fimm árum — tvö hundruð milljónum á ári hverju. Geri aðrir betur. Nú er fyrir bragðið svo komið, að við getum ekki einu sinni varið öllum þeim gjaldeyri, sem við öflum á næstunni, til kaupa á ýmsum nauðsynj- l um. Við verðum að nota Það er allt Kommúnistar keppast nú við að tilkynna þjóðinni, að allt sé í bezta lagi hjá henni og horf- urnar hafi aldrei verið eins ] glæsilegar og nú. Allt tal um, að hún verði að athuga sinn !• gang til þess að unnt verði ( að kippa efnahagnum á ? traustari grundvöll sé ekkert annað en uppspuni og lygar manna, sem vilji ræna verka- lýðinn. Það getur svo sem vel verið, að , einhverjir menn fáist til að t trúa því, að alit sé í lagi og | það hljóti að vera rétt hjá mundu hverja krónu til þess að standa straum af vöxtum og afborgunum þeirra skulda, sem við höfum verið að safna síðustu árin vegna þess, hve mikilvirkir við höf- um verið í eyðslunni. Það er víst óhætt að segja, að það munar um minna af þessu tagi. Þetta er aðeins eitt atriði af þeim mörgu, sem Ólafur Thors nefndi til að sýna mönnum fram á, að við erum síður en svo á réttri leið, að við verðum að gera upp við okkur, hvort við eigum að breyta stefnunni og reyna að koma lagi á efnahagsmál okkar, eða halda áfram með óbreyttum hraða og stefnu, unz hjólin hætta skyndilega að snúast, atvinnuvegirnir stöðvast og allsherjar hrun dynur yfir. Ef þjóðin gerir sér grein fyrir þeirri hættu, sem yfir efna- hag hennar vofir vegna verð- bólgunnar, samþykkir hún það, að tekin sé ný stefna og tilraun gerð til að koma lagi og reglu á hlutina. Þá sam- þykkir hún einnig að taka á sig nokkrar byrðar í bili, til þess að komast hjá enn þyngri áföllum síðar. Þá kynnir hún sér tillögur stjórnarinnar, er þar að kemur og veitir henni stuðn- ing og brautargengi til að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir. til að girða fyrir stöðvun atvinnuveganna og hrun það, er á eftir mundi fara óum- Jlýjanlega. Það ber að þakka forsætisáð- herranum fyrir hreinskilni hans. Þess er að vænta, að almenningur sýni skilning sinn á því, að engu marki verður náð fyrirhafnarlaust, og sízt þegar komið er eins langt út í ófæruna og við erum komnir. í lagi. kommúnistum, að ekki þurfi að skerða nokkurs manns laun. En þeim hinum sömu, sem eru svo grunnhyggnir að halda, að kommúnistum sé fyrirmunað að ljúga, skal á það bent að rifja upp fyrir sér fyrsta verk vinstri stjórnarinnar, sem kommún- istar studdu af mestu kappi. Það var að stöðva kaup- hækkanir og lækka síðan laun manna með margvís- legum ráðstöfunum. Það er því alveg óhætt að efast dá- lítið um sannleiksást komm- „Óiög fæðast heima". Reykjarsvælan er ekki enn horfin úr híbýlum manna. Mikill og erfiður var eldhús- reykurinn fyrr meir á Islandi. Hann lyfti sér úr opnum hlóð- unum með frjálsum sveiflum upp af loganum af taði eða mó. í kyrrlátu veðri staldraði hann við góða stund í eldhúsinu og lét sér ekkert liggja á, fyllti andrúmsloftið og fór sér að öllu hægt, myndaði feikna þykkni, olli hósta öllum sem inni voru. Og það var enginn hefðarhósti. Langömmur okkar og ömmur verða varla sakaðar um hégóm- leg viðbrögð né kveifarskap, en þeim súrnaði sjáldur í auga og þær hlutu að hósta í slíkri svælu. Mikil var framförin þegar lokaðar eldstór, ,,eldavélar“, komu til sögunnar, og reykur- inn var knúinn til að hafa sig burt eftir lokaðri boðleið og híbýlin losnuðu um aldur og ævi við þennan leiða og óþrifa- lega flakkara. Ef ofn eða elda- vél þeyta einum og einum blæstri af reyk út úr sér, svona rétt til að lofa reyknum að minna á sig, þykir þetta hin mesta ónáttúra og svæsnir hrekkir. Gluggar eru strax opn- aðir til að reka ósómann út. Þar að auki eru þessi framfaratæki síns tíma, eldavélin með eldinn og ofnar með eld og reykrör í stofum horfin fyrir hentugri tækjum. En þá hljótum við spyrja: Hvernig stendur á þessum þykku reykskýjum nú á dögum í íbúðum fólksins, og alveg eins þeim vönduðustu og bezt búnu? Svarið er þetta: Karlar og konur hafa af fúsum og frjáls- um vilja játast undir ólög ann- ars reyks, sem vísindin hafa sannað, að er heilsuspillandi fyrir langflesta og fjölda marg- ir reykjendur kvarta líka hástöf um undan. Þeir segja, að brjóst- ið verði stirt og latt í hreyfingu, menn verða andstuttir; að reyk- urinn gangi í lið með kvefinu og geri það áleitið og íllvígt og þaulsætið, kverkarnar þurr- ar og sárar, hjartað eigi effitt um starfa (eins hlýtur að vera þegar andardráttur er grunn- ur), æðar þrengist og vinni verr hlutverk sitt, remma sæki í munninn, melting og matarlyst missi skerpu. Morgunslenið bæli manninn nývaknaðan eða banni honum að vakna nema til hálfs, svo að hann neyðdst til að flýja á náðir óvinar síns, sígarettunnar, til þess að losna við slenið, sem hún kom til leiðar! Með því að í upphafi þessa greinarkorns var fyrst og fremst vikið að konum og erf- iðum eldhúsreyk, skal þetta sagt að lokum: Formæður okk- ar urðu að búa við sinnar tíð- ar reyk eins og hvert annað óhjákvæmilegt böl, bundið nauð synjastörfum. Nú er verið að sækjast eftir þessum fína reyk, enda þótt lögmál hinna stóru talna segi nútímakonunni skýrt og greinilega, að hún og niðjar hennar verði að taka afleiðing- um af þessum miklu óhollari reyk en eldhúsreykurinn úr hlóðunum var. Svona er nú á- statt, þó að nýja eldhúsið sé fágað eins og spegill. (Helgi Tryggvason í Magna, blaði Bindindisfélags ísl. kennara.) ★ í Moskvublöðum hafa verið birtar fregnir um landbún- aðarsýninguna í Dehli og borið mikið lof á bandarísku deildina — en svo virðist, sem þess sé vandlega gætt, að minnast einu orði á kín- versku deildina. ★ Austur-þýzkir skíðaflokkar hafa dregið sig út úr fyrir- hugaðri þátttöku í skíða- móti í Bayern, af því að þeim var tilkynnt, að þeim yrði ekki leyft að koma fram undir austur-þýýzka fánan- um nýja. Yfirlýsing Bonnstjórnar. Líkur tii að orsök vanhelgunar Gyðinga- kirknanna sé ab rekja til A.-Þýzkalands Stjórn Vestur-þýzka sam- bandslýðveldisins hefur gefið út yfirlýsingu varðandi van- helgun Gyðingakirkna og saurg- un bæði opinberra bygginga og einkahúsa með táknum og kennisetningum názista. í henni segir: „Sambandslýðveldið og öll þýzka þjóðin hefur fylgst af fullum viðbjóði með fréttunum af vanhelgun Gyðingakirkna og saurgun opinberra bygginga, svo og einkahúsa með táknum og kennisetningum nazista. Það benda til þess líkur að þetta ódæði, sem framið hefur verið svo að segja samtímis í ýmsum landshlutum Sambands- lýðveldisins sé þáttur í fyrir- fram ákveðnu samsæri sem sé únistar o gláta áróður þeirra lönd og leið. miðað við það að setja smánar- blett á Sambandslýðveldið í augum alheims. Þýzka lögreglan vinnur á- kveðið að því að fylgja þeim sporum sem þegar hafa fundizt og að handsama þá seku. Stjórn sambandslýðveldisins fullvissar allar þjóðir um að hvergi í veröldinni er andúðin gegn þessu ódæði jafn rík og almenn sem einmitt innan sambandslýðveldisins. Lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að sækja hina seku til ábyrgðar og koma í veg" fyrir frekari brot af þessu tagi. Sporin hafa þegar verið svo langt rakin að ákveðinn grunur leikur á, að upphafsorsaka að hinum frömdu spellvirkjum sé að leita innan landamæra Austur-Þýzkalands. „Borgari skrifar: „Einn er sú reikningur —“ „Mér hefur orðið það umnugs- unarefni nú um áramótin, þegar reynt er að vekja okkur öll til umhugsunar um það hversu al- varlega horfi um efnahag þjóð- arinnar, ef ekki verði snúið á aðrar brautir, að sennilega hef- ur þjóðinni aldrei liðið eins vel og nú, hún hefur a. m. k. aldrei verið betur klædd og fædd, og húsakostur hennar aldrei betri, og fleira mætti telja, að því slepptu, hve mikið er unnið og framkvæmt í landinu. Já, svona er þetta, þegar allt riðar á gjald- þrots barmi. Mönnum er sagt, að hverfa verði á aðrar brautir, menn verði að hætta að eyða meiru en aflað er o. s. frv. Merg- urinn málsins virðist því vera, að það hafi verið eitthvað bogið við fjái-málastjómina á undan- gengnum tíma, og að við öll, sem alltaf erum að kvarta um kaup og kjör, höfum haft talsvert meira en þarf til að komast af, því að við höfum keypt alls kon- ar óþarfa og glys fyrir tugi millj. og ýmsir enda borist mikið á, skemmt sér vel, dansinn hefur dunað 'og einn er sá reikningur, sem menn alltaf gi-eiða möglun- arlaust. Og á honum er engin: smáræðis summa. „Landið græðir mest á niér —“ Sv'o kvað Páll Ólafsson á síð- astliðinni öld, er brennivínstoll- urinn kom til sögunnar: - Landið græðir mest á mér, — mest drekk ég á nótt og degi. En það var víst Jónas frá Hrafnagili, sem benti á þann sannleika í einni af sögum sin- um, að yfir brennivinstollinum kvörtuðu menn ekki, þótt sýknt og heilagt væri kvartað yfir öll- um álögum. Nú, útsv'örin eru há' og tekjuskatturinn, og menn finna til þess um hver mánaða- mót, hvað mikið fer í þessar hít- ir sem menn svo kalla, og maður skyldi næstum ætla, að allir væru svo staurblankir allan árs- ings hring, að enginn gæti feng- ið sér neðan í því, keypt sér, vindling eða i nefið eða upp í sig, en það er nú öðru nær, að svo sé, og það eru engar smáúpp- hæðir, þegar búið er að leggja saman það sem í þetta fer, nei, milljónatugur á milljónatug of- an, fyrir áfengi 150 milljónir 1958 og enn meira s.l. ár. Við ættiun ekki kvarta — Það mætti nefna margt fleira, sem sýnir hvað við getum veitt okkur þrátt fyrir allt, en hér skal staðar numið. En komast menn ekki óhjákvæmilega að þeirri niðurstöðu, er þeir hug- leiða þessi mál dálitið, að menn , gætu yfirleitt lifað sparlegar og - lifað góðu lífi þrátt fyrir það, og jafnvei lagt fyrir. Og þess vegna segi ég; og áreiðanlega margir fleiri: Við ættum ekki að kvarta — og taka þvi vel, er reynt verð- ur að breyta stefnunni í rétta átt með skynsamlegum og rétt- látum ráðstöfunum, sem þó vissulega geta ekki miðast við það eitt, að einstaiklingarnir spari, því að hagsýni og sparn- aður í öllum opinberum rekstri er líka mikil nauðsyn, en ofar öUu er aukinn framleiðsla og út- flutningur. — BorgerL“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.