Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 4
VÍSIR Fimmtudaginn 6. janúar 1960 WÍSIR. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. RitstjórnarskrifStofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 ífimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Bandingi ósannindanna. Foringjar allra stjórnmála- flokkanna birtu acj venju áramótahugleiðingar um við- j horfin í stjórnmálum þjóðar- J innar, horfur á því sviði og j í efnahagsmálunum nú um j áramótin. Voru hugleiðing- j ar þessar mjög mismunandi, j eins og mennirnir, sem þær ; rituðu, og flokkarnir, sem j þeir hafa valizt foringjar j fyrir, eins og eðlilegt er. Þó j er það nokkurn veginn víst, j að áramótahugleiðing Her- j manns Jónassonar hefir ver- j ið sérkennilegust á margan J hátt — og þar af leiðandi lík j höfundi sínum — svo að j - gera má ráð fyrir, að hennar ! verði minnzt um nokkra framtíð, þótt ekki verði minningin lofleg. Fyrsti hluti greinarinnar, sem fyllir hvorki meira né minna j en alla forsíðu Tímans, fjall- j ar nefnilega um hið forna j spakmæli, að „sannleikurinn J mun gera yður frjálsa“. j Verður það sannarlega að I kallast einkennilegur texti ] þessa fyrrverandi forsætis- , ráðherra, því að hingað til J hefir hvorki flokkur háns né j málgögn hans verið bendluð J við beina eða sérstaka sann- leiksást. Hitt er sönnu nær, að allir þessir aðilar hafa um- gengizt sannleikann með fullkomnu gáleysi og það ekki alltaf verið óafvitandi. Enda hefir íslenzkt tunga fyrir löngu myndað orðið „Tímalygi" af þeim sökum. En ekki skal lengra út í þetta farið að sinni. Forsprakki vinstri stjórnarinnar byrjar grein sína á miklum bolla- leggingum um sannleik- ann — til að sannfæra sína menn um, að hans sannleik- ur sé betri en annarra, og sannleikurinn verði aldrei sagður um hann og hans líka. Ver hann svo miklu rúmi til vangaveltna um þetta, að sá grunur vaknar hjá hugsandi lesanda, að vinstri foringinn éfist mjög um sinn eigin sannleika — og að menn trúi honum. Enda fer það líka svo, þegar á greinina líður, að sannleik- ur foringjans fer að verða næsta torkennilegur, og greininni lýkur með því, að hann er bandingi ósannind- anna, eins og hann og flokk- ur hans hafa verið um langt árabil. Sextugw : ÞrengsEln í miðbænum. Ekki þarf að fjölyrða um þrengslin í miðbænum. Þau hafa aukizt gífurlega ár frá ári að undanförnu með sí- fellt vaxandi íbúafjölda og ekki má heldur gleyma því, hve ört bifreiðaeign bæjar- búá hefir vaxið. Þótt bærinn hafi þanizt gífurlega á síð- ustu árum, er miðstöð at- hafnalífsins þó svo að segja j enn á fyrri stað, og' þangað j leitar því jafnan mikill fjöldi, bæði gangandi og ak- andi. Margt hefir verið gert af bæj- arins hálfu til þess að draga j úr þrengslum og gera alla umferð greiðari. Meðal ann- ars hefir bifreiðastæðum verið komið upp víðsvegar, svo að bílar þurfi síður að standa á götunum, og hefir verið til mikilla bóta. Eitt af því síðasta, sem gert hefir verið til þess að greiða fyrir umferðinni um miðbæ- inn er það, að olíufélögunum hefir verið sagt að verða á brott úr miðbænum með benzínsölustöðvar sínar, en vitanlega draga þær að sér mikinn bílafjölda, sem veld- ur truflunum á umferðinni í grennd, þegar mest er um að vera. Vigfús Sigurgeirsson, Ijósm^ildari. Vigfús Sigurgeirsson Ijós- myndari á Miklubraut 64 í Reykjavík varð sextugur í gær. Vigfús hóf Ijósmyndanám á unga aldri og stofnaði Ijós- myndastofu á Akureyri ásamt Eðvarð bróður sínum. Urðu þeir brátt landskunnir fyrir á- gætar myndir og einkum þóttu landslagsmyndir þeirra bræðra frábærar. Má fullyi'ða að á því sviði eru þeir í fremstu röð ís- lenzkra ljósmyndara. Fyrir mörgum árum fluttist Vigfús til Reykjavíkur og stofnaði hér ljósmyndastofu, sem han rekur enn. Þess má enn fremur geta að hann hefur írá upphafi verið ljósmyndari forseta íslands og jafnan verið í ferðumhans bæði til útlanda og í opinberum heimsóknum :út á landsbyggðina. Vigfús er •einnig góður kvikmyndatöku- maður og hefur fengizt við það um mörg undanfarin ár. Auk þess sem Vigfús er list- rænn og smekkvís ljósmyndari er hann og listrænn á öðrum sviðum og fagurkeri í orðsins beztu merkingu. Vigfús er maður hlédrægur og prúður, léttur í lund og dagfarsgóður. Hann nýtur vinsælda allra sem til hans þekkja. Þ. J. n wu3ipn3 BiApui n n An ' ÚÍJ 16 Jn6JufnR3 ^ooy (jooRyf. Er þetta framtíðar- stafrófið ? Það er verðlaunað og hefir 40 stafi. Frekja OEíufélagsins. Tvö olíufélaganna hafa möglun- arlaust gert eins og fyrir ■ þau hefir verið lagt. Þau ; hafa lokað bezínsölustöðv- j um sínum í miðbænum og j munu ekki taka þar upp sömu starfsemi aftur. Þau 1 svæði, sem undir þessa starf- semi hafa farið, verða tekin ] til annarra nota í framtíð- I inni, því að þar er ætlunin að koma fyrir bifreiðastæð- f um, sem alltaf er næg og vaxandi 'þörf fyrir. Þriðja félagið, olíufélag sam- vinnumanna, telur enga á- stæðu til að fara eftir fyrir- mælum bæjarins að þessu - leyti. Það ætlast bersýnilega til þess, að um það fjalli önnur lög og aðrar reglur en aðra borgara, og þess vegna ætlar það ekki að þoka nema það verði neytt til þess Kem- ur þarna venjuleg fram- sóknarfrekja í ljós, sem er orðin. hvimleiður ~’þáttur í þjóðlífinu, svo að komihn er Hvað stendur nú skrifað þar?' tilraun Þetta hlýtur að vera úr grárri forneskju. A. m. k. er þetta hreinasta hebreska fyrir mér. En þetta er nú samt nýjasta nýtt — setning á nýju stafrófi, sem hefur hlotið verðlaun. Margir munu minnast þess, að sá frægi maður George Bernhard Shaw lagði svo fyr- ir í erfðaskrá sinni, að efnt skyldi til samkeppni og 500 sterlingspundum í eigu hans skyldi, varið í verðlaun , fyrir bezta nýja stafrófið. Nú er keppninni lokið og dómnefnd- in, sem í voru tveir menn, Jim Pitman, - þingmaður (sjálfsagt ættingi hins fræga hraðritunar- höfundar) og Peter MacCarthy, háskólakennari í Leeds. Þeir skiptu verðlaununum milli fjög- urra af 469 þátttakendum í keppriinni. Þeir sem verðlaun hlutu eru þessir: Kingsley Read, 72 ára gamall stafateiknari, John Ma- grath, 36 ára tryggingamaður, Dr. Sidney Pugmire, 39 ára til að samræma þessi fjögur verðlaunastafróf og smíða úr þeim eitt allsherjar stafróf, sem koma skyldi, og yrði því verki lokið eftir hálft ár. Svo er því siegið föstu, að þegar hið nýja stafróf verður fullskapað, verður leikritið „Androcles og ljónið“ eftir Shaw prentað á hinu nýija staf- rófi. Eimreiðin. Komið er út 4. hefti Eimreið- arinnar s.l. ár og lýkur þar með 65. árgangi þessa kunna tíma- rits, sem dr. Valtýr heitinn Guð- mundsson stofnaði í Kaupmanna höfn, og gaf þar út um mörg ár, en síðan hún fluttist heim hafa orðið eignaskipti þrívegis. Ár- sæll Árnason bókbindarameist- ari, sem um skeið var mikill bók- útgefandi, keypti hana og flutti heim. Síðan eignaðist hana Sveinn Sigui’ðsson cand. theol., en af honum keyptu ritið nokkr- ir menn í Félagi islenzíkra rit- höfunda, er stofnuðu Eimreið- ina h.f. Ritstjóri er nú Þóroddur Guðmundsson. Ritstjórar auk áð- ur talinna hafa verið Magnúg dósent Jónsson, Guðm. Gíslason Hagalin og fleiri þjóðkunnir menn, sem allir eiga sinn mikla þátt í að gamlar vinsældir hafa haldizt og nýrra verið aflað. . i Einar Ól. Sveinsson — sextugnr. Eimreiðin minnist að þessu sinni Einars Ólafs Sveinssonar prófessors, sem varð sextugur 12. des. s.l. Hér er afmæliskvæði til Einars þróttmikið, eftir Hjört Kristmundsson, en Þóroddur Guðmundsson skrifar ágæta grein um þennan vinsæla ágæta fræðimann. Annað efni. Annað efni ritsins er sem hér segir: Tvær ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson, ■ Mikill maður, saga, eftir Elínborgu Lárusdóttur, Þáttur af Jóni Samssonarsyni, er Þóroddur tók saman, Bréf frá Steingrimi Matthiassyni til Guðmundar Friðjónssonar, Uppskeruhátíðin, niðurlag sögu eftir Martin A. Hansen, og ýmsir þættir: Leik* listin, Tónlistin, Með gleðiraust, ísl. þjóðlag, raddsett af Páli Kr. Pálssyni, og loks Ritsjá. Eimreiðin er aufúsugestur sem jafnan. — 1. Síðasta ár Ike í forsetastól. Flytur þióðþiiiginu forsctaboðskap þjóðarliag x viku iini. um Eisenhower ' Bandaríkjafor- seti er væntanlegur til Wash- ington í dag eða á morgun frá Augusta, Georgia-ríki, þar sem hann hefur dvalist að undan- förnu. Forsetinn flytur á fimmtu- dag hinn árlega forsetaboðskap sálgreiningarfræðingur við um Þjóðaihag og horfur, á fundi þjóðþingsins, en það kemur saman daginn áður, miðviku- Whittmghamgeðveikrahælið, og loks frú Páulice Barrett, 48 ára kona fulltrúi við sendiráðið í Moskvu. Hér á myndinni er svo sýnis- horn af einu verðlaunastafróf- inu, eftir John Magrath. Og hvað steriduí’ skrifað þar? Þar stendur: „í stafrófinu - eru 40 bókstafir, þar af eru 16 sér- hljóðar." . Annar dómnefndarmaður, Pitman, hefur sagt, að félagi hans, MacCarthy, mundi gera tími til þess að hún verði upprætt. Vonandi gerir bæjarfélagið Olíufélaginu ljóst, að það hefir hér engin forréttindi, og að því ber að hlýða sömu reglum og aðrir beygja sig fyrir, , dag 6. janúar. Síðar gerir for- setinn þjóðþinginu nánai’i grein fyrir efnahagsmálum þjóðar- innar o. fl. og leggur fram fjár- lagafrumvarpið. - Almennt er búist við, þar sem gengið verður til kosninga á þessu ári, kosnir ríkissjórar o. s. frv., kosið á þing og kosinn forseti, verði reynt að hraða þingstörfum, svo að þingmenn geti fyrr en síðar hafið þátttöku í kosningabaráttunni, sem jafn- an stendur lengi í Bandaríkj- unum, og er raunar þegar haf- in. Athygli er veitt að því, að þótt Eisenhower hefði' getað, laga og heilsu sinnar vegna, gefið kost á sér sem forseta- efni í þriðja sinn, þá er nú alveg fyrir það girt með lögum, að sami maður geti gegnt forseta- embætti lengur en tvö kjör* tímabil. Slíkt mátti að vísu heita hefðbundin venja, þótt Roosevelt brygði þar venju, en sett hafa verið skýr stjórnar- skráratkvæði hér um. Almennt eru horfur í Banda- ríkjunum taldar góðar í byrjun ársins, mikil framleiðsla, út- flutningur og viðskipti fram- undan — svo framt að ekki komi til verkfalls í stáliðnaðin- um á nýjan leik. Verkamenn greiða nú atkvæði um tillögur atvinnurekenda, og verði þær felldar er óttast, að afleiðingin verði framhalds-verkfall. Krúsév til Indo- nesíu í febrúar. Nikita Kr;sév forsætisráð- herra Sovétríkjanna fer í heim- sókn til Indonesiu fyrri hluta næsta mánaðar. Hann kemur við í Dehli og ræðir við Nehru — sennilega um landamæradeilu Kína og Indlands. _. j _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.