Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 7. janúar 1960 VÍSIR 1 \hvlun (hornel N N N perltti S A K A M Á L A S A G A 22 og trallaði nokkra takta af vorsöngi, þá tók hann að hlægja. Hann hló, hélt utan um Coyningham og dansaði með hann hringinn í kringum herbergið. „í guðsbænum hættið þér þessu,“ sagði Coyningham, „annars kallar einhver á lögregluna!" Coyningham þagnaði andartak. „Og hverjum andsk. eru þér annars að hlægja?“ En Bompard veltist aðeins um af hlátri i lögreglustöðinni í Cannes. Hr. Pharaoh fór þegjandi inn í bílinn við Dignonhöll og nú fór hann aftur þegjandi úr bílnum við Napoleonsgistihúsið. Francine fór inn í skrifstofuna, tók lykil sinn og bauð góða nótt. Hr. Pharaoh fékk sinn lykil. Francine fór inn í lyftuna og hr. Pharaoh steig inn. Lyftudrengurinn smellti aftur hurðinni að baki þeim og þau gengu þögul eftir gólfábreiðunni og hr. Pharaoh nam ekki staðar við salardyr sínar. Francine sneri lyklinum í hurð sinni og hr. Pharaoh fór orða- laust inn á eftir henni. Hann tók nú í fyrsta sinn til máls frá því að þau fóru úr Dignonhöli. „Hvar var perlubandið?“ „í þessu skríni.“ „Gerið svo vel að opna það.“ Francine tók upp lykil og opnaði hið litla bláa skrín. Þar var ekkert að sjá nema nokkur bréf og voru sýnileg augum Pharaoh’s. „Og er þetta sá eini lykili sem til er?“ „Já.“ Pharaoh leit í kringum sig í herberginu og sneri svo til dyra. Hún opnaði þær fyrir honum — hann sagði ekki einu sinni góða nótt, en hún lokaði dyrunum og fylgdi honum eftir i ganginum. Þegar hann opnaði sínar dyr steig hún inn fyrir og hr. Pharaoh varð svartari á svip og þungbrýndari. Hann steypti sér undarlega niður, lagðist á annað hnéð og opnaði ferðatösku sína. Þegar hann hann leit upp var hann eins og barn á svip, sem töfra- maður hefur villt um fyrir. „Hvar er samstæðan?“ „Olga er með hana um hálsinn.“ Það leið löng stund áður en hin mjúka og kímna rödd náði inn í rugíaðan reiðan huga hr. Pharaoh. Þá spratt hann upp. „Oiga!“ Hann starði á hana. „Olga er með hana um hálsinn!" Hr. Pharaoh reyndi að jafna sig, svo að hugur hans gæti tekið til starfa á ný. „Eg skil — Eg veíð að fá friskt loft! “ Hr. Pharaoh opnaði svaladyrnar upp á gátt og starði á tunglið sem skein í heiði. Hann talið því næst án þess að snúa sér við, eins ‘og hann hefði spurt tunglið spurningarinnar. „En — hvar eru Shebaperlurnar?" „Eg er með þær.“ Hr. Pharaoh sneri sér við og sá í tunglsljósinu perlurnar skína á gullnum hálsi hennar fyrir ofan hvítan kjólinn. „Þér eruð fögur.“ Nú var hún ströng og köld og rödd hennar var eins og hún kæmi af stálþræði. „Eg veit hvað þér voruð aö hugsa.“ „En hvernig gátuð þér náð í samstæðuna úr ferðatöskunni minni?" „Þegar þér voruö að lauga yður,“ Hún hikaði andartak. „Eg hafði perlubandið í handtöskunni minni allt kvöldið." Hún var nú hæðin á svipinn. „Þér haldið þó ekki að eg væri sá bjáni að skilja perlurnar eftir í ferðatösku í gistihúsi — jafnvel þó að það væri Napoleonsgistihúsið?" Hr. Pharaoh sat á stólarminum og þurrkaði á sér andlitið. „En — eg skil þetta ekki. Hvers végna hefur Olga samstæðuna?" Dante fékk henni hana í kvöld.“ „En hvers vegna?“ „Fimmtíu þúsund dalir." „Fimmtíu — Frá Oigu.“ Loks tók heili hans aftur að starfa. „Þér eigið við — hún heldur að hún hafi Sheba-perlurnar?" „Þér voruð lengi að þessu hr. Pharaoh." Hún var kuldaleg og fjandsamleg. Og hr. Pharaoh var illa við það hvernig hún nefndi nafn hans. Hann stóð upp. „Við skulum fara inn í salinn. Eg þarf að fá konjak." Hr. Pharaoh hellti konjaki í tvö stór glös og horfði á hana setja Sheba-perlubandið á borðið, eins og hún hataði það. „Eg skil ekki hvað er að gerast.“ „Það er mjög einfalt mál. Olga hafði út úr yður 100 þúsund. En við höfum haft út úr henni 50 þúsund. Þá erum við að hálfu eins spillt og hún er.“ „Við?“ spurði hr. Pharaoh og starði á hana. „Hver erum við?“ „Dante og eg.“ „Spillt. Eg skil ekki svona tal.“ „Hvers vegna ekki? Eg sagði yður að Dante væri þjófur. Eg kynnti yður hann ekki sem prest.“ „En hvað hafi þér með þetta allt að gera? Þér eruð ekki þjófur." Hún horfði á perlubandið á borðinu og gaf Salomonsperlunni selbita með fingrinum. „Ekki mjög dugandi þjófur, er eg hrædd um.“ Hún stóð upp og langt andvarp leið titrandi gegnum hana er hún tók upp handtösku sína. „Góða nótt og veri sér sælir" Hr. Pharaoh horfði á eftir henni þar til er hún var komin að hurðinni. ÞíLspratt hann upp úr stól sínum bg lagði höndina á arm hennar. Nei. Þér farið ekki svona. Eg veit ekki hvaö hefur verið að gerast, en eg vil fá að vita það.“ Hann varð skyndilega eins og niðurbrotinn og þreyttur. „Francine segið mér frá því — jafnvel þó að eg vilji ekki heyra það, sem þér ætlið að segja mér.“ Það leið löng stund áður en hún svaraði. „Þér haldið að það væri tilviljun að þér hittuð mig, er ekki svo?“ „Já.“ „Nei. Það var með ráðum gjört. Eg gaf Antonio nóga peninga til að vera viss um að þér mynduð setjast við mitt borð.“ Nú brosti hún. „Þér vissuð þá hver eg var?“ „Já, og eg vissi allt um skrauthýsið Parthenon, áður en þér fi KVÖLDVÖKUNNI ! •*K Vísir — Auglýsingar! Þar sem VÍSIR kemur út árdegis á laugardögum, þurfa auglýsingar sem birtast eiga í laugar- dagsbiaði að berast fyrir kl. 7 s.d. á R. Burroughs - TARZAN 316.1 *IT IS A PTEEOÞACTy L! SHOUTEP’ SUTTON. "ONE OP THE MOST VICIOUS ANÞ AGGEESSIVE—" BUT HIS WORPS WEKE SOON SMOTHEKEÞíBy AN ANGE.V HISS AS THE ÞINOSAUE. INSTANTLV' PLUNGEP’ TOWN TOWAKIP ITS PgEYÍ - 9 3g-»oii Mennirnir þrír litu til kimins í skelfingu þar sem þeir sáu hræiSlega flúganöi eðlu. Þetta er Pterodacytyl hrópaði Suttoo, ein grimm- asta og árésSBRgítoinasta, — Hann komst ekki lengra, því orð hans köfnuðu í reiðilegu hvæsi frá eðlunni sem steypti sér yfir bráð sína. Háttvirti dómari, sagði verj* andinn. Eg fullyrði að skjólstæð ingur minn hefir alls ekki brot- izt inn í húsið. Hann kom að opnum stofuglugganum, rétti inn hægri höndina og tók vesk- ið, sem lá á borðinu. Enginn getur sannað, að hægri hand- leggur hans sé það sama og hann allur, og eg fæ ekki séð hvernig þér getið refsað honum fyrir afbrot, sem aðeins útliniur hans fremur. Röksemdafærsla yðar er mjög sannfærandi, sagði dómarinn háðslega, og samkvæmt henni dæmi eg hægri handlegg hins ákærða 1 eins árs fangelsi. Svo getur hinn ákærði valið um, hvort hann fylgir handleggnum eða ekki. Hinn ákærði gerði sér lítið fyrir og tók af sér hægri hand- legginn, sem var gerfihandlegg- ur, lagði hann á borðið fyrir framan dómarann, hneigði sig og gekk út. ★ Dæmalaust var það heppilegt, að Móses skyldi ekki þurfa að bera boðorðin tíu undir fund utanríkisráðherra. ★ Það var í reikningstíma. —• Dæmið hljóðaði þannig: Ef sex menn plægja akur á 5 tímum, hvei’su langan tíma tekur það 12 menn? Var það sami akurinn? spurði einn nemendanna. Já. Þá er útkoman 0 tímar. ? Jú, þessir 5 voru búnir að plægja hann. ★ „Egóisti“ er maður, sem hef- ir mjög vafasaman smekk ög hefir meiri áhuga á sjálfum sér en mér. ★ Hið dularfulla íhugunarefni vænta mannsins: Hvað gerir sá ókvænti eiginlega með pen- ingana sína? ★ Er hérna selt lýsi á flöskum? Já, það er hérna, drengur minn! Þér ættuð að skammast- yðar! ★ Maður einn í Pórtland, Oregon, fékk skilnað frá konu sinni af því að hún taláði óáf- látanlega. Hann gat sannfært dómarann um að hann yrði hás af að lilusta á hana. -f/appc/rætfi HÁSKÓLANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.