Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 7. janúar 1960
Vf SIR
5
„Glansinn“ er ai) fara
af slökkviliiíinu.
Tafarlausar endurbætur á rekstri slökkvi-
stöðvarinnar nauðsynlegar.
Það er mikið um það rætt í
bænum þessa dagana, hvernig
slökkviliðinu tókst — eða mis-
tókst — að slökkva eldinn að
. Laugavegi 1 á gamlárskvöld.
Það er sannarlega engin furða,
þótt eigendum og öðrum, sem
hafa orðið fyrir tjóni, sárni
hvemig handvömm þessarar
virðulegu stofnunar varð til
þess, að miklu meira tjón
hlaust af, en búazt hefði mátt
við.
t. .. ,
Slökkviliðið hefur undanfar-
in ár, og jafnvel áratugi, verið
eitt vinsælasta og virðingar-
mesta fyrirtæki bæjarfélagsins,
og blöð og almenningur hafa að
jafnaði keppst um að hrósa því
fyrir vasklega framgöngu og
vel unnin störf. Hin síðustu ár-
■ in hefur samt borið á því í vax-
andi mæli, að umsagnir og um-
tal um starf slökkviliðsins hef-
ur borið keim af gagnrýni,
hæðni og jafnvel sárri gremju
. þeirra, er telja sig hafa orðið
fyrir óþörfu tjóni af þess völd-
úm, eða sem það hefði átt að
geta fyrirbyggt.
Margt hefur liðinu verið um
kennt, og jafnvel margt rang-
,lega, þegar menn ókunnir starfi
þess hafa um það talað, en því
,miður hafa margar — allt of
margar — kvartanir átt við rök
.að Styðjast, og í mjög vaxandi
mæli.
Það, sem vekur umtal um
þetta einmitt nú, er sú slysa-
lega yfirsjón ráðamanna
slökkviliðsins, að taka menn af
verði við húsið. að Laugavegi 1
klukkan 12 á miðnætti, í stað
þess að hafa þar mann, eða
menn, allt til morguns, þar til
að fullkomið öryggi fengist
fyrir því, að eldur leyndist þar
hvergi. Þegar um slíkt er að
■ ræða, má alls ekki koma fyrir
að horft sé í tímakaup nokk-
urra manna, því mikið er í
húfi, ekki aðeins fyrir þá, sem
verðmætin eiga, heldur óg líka
fyrir slökkviliðið sjálft, eins og
nú hefur komið í Ijós. Svipað
hefur komið fyrir nokkuð oft
upp á síðkastið, og væri hægt ^111
að telja upp marga bruna og
mikil tjón, sem orðið hafa ein-
mitt vegna þess, að menn hafa
ekki verið hafðir nógu lengi á
verði eftir aldsvoða, og kvikn-
að hefur í aftur og valdið stór-
tjóni. Slíkt verður að skrifa á
reikning - vanþekkingar eða
kæruleysis ráðamanna og er
hvort tveggja jafnslæmt.
Margt fleira hefur verið rætt
manna á milli um verk slökkvi
liðsins, og væri ef til vill betra,
að ekki væri þar allt til tínt á
opinberum vettvangi. Samt er
það svo, að hér virðist full þörf
á að ýta við og reka á eftir. Þáð
hefur verið reynt árum saman
í kyrrþei, en að því er komið
að taka verður fastar á.
Tæki slökkviliðsins eru svo
.til öll orðin úrelt fýrir löngu,
.slitin og.gömul, enda langt frá
að þeim sé þannig við haldið að
viðunandi megi teljast um slíka
stofnun. Æfingar hafa aldrei
verið haldnar undanfarin ca.
20 ár, að undanteknum stuttum
voræfingum fyrir um það bil
8 árum, og þá með eftirtölum
slökkviliðsstjóra, enda langt
frá því að þær næðu tilgangi
sínum. Stutt æfingatímabil
hafa verið haldin, ef sýningar
hafa verið fyrirhugaðar fyrir
bæjarbúa, og þá aðeins með
þær fyrir augum. Hér hefur
ei verið fyrir að fara viljaleysi
brunavarða eða varaliðsmanna
daglega. Fyrstu framkvæmdir
á því sviði, sem nokkuð kveð-
ur að, voru hafnar nú fyrir
jólin í sambandi við samkomu-
hús, og sennilega hafa greinar,
er fyrir nokkru birtust í Vísi
um þau mál, orðið til að koma
þeim af stað.
Á eitt atriði enn hei'ur áður
verið minnzt í Vísi, sem að
vísu kemur ekki beint við
slökkvistarfinu, en er þó
full þörf á að benda betur á.
Einu nýju tækin, sem slökkvi-
liðið hefur, eru fullkomin
sendi- og móttökutæki, sem
jafnvel eru í bifreið slökkvi-
liðsstjóra. Slökkviliðsmenn
geta því ávallt haft beint og
tafarlaust samband sín á milli
og við stöðina, — jafnvel þeir,
sem sjúkrabifreiðum aka —.
Hver er þá ástæðan fyrir því,
að slökkvibifreiðarnar aka á-
vallt þannig um götur bæjarins
heim frá eldi, að lífi og limum
fjölda manns er stofnað í bein-
sjálfra, og hafa þeir ávllt verið, an voða? Þessar bifreiðar hafa
reiðubúnir til æfinga, og jafn- öðlast þann rétt að aka eftir
vel oftlega farið fram á þær,; hentugleikum, vegna þess, að á-
með neikvæðum árangri. Þetta
veldur því að mennirnir
kunna mjög mismunandi vel til
starfa síns, og enginn nema af
fenginni reynslu. Eru margir
þeirra þó.hreinar hamhleypur
við slökkvistörf og vilja allt til
gera að vel takist til, en þekk-
ingarleysi yeldur oftast mis-
jöfnum árangri.
Dreifing slökkvitækja um
bæjarlandið er ekki til, en þó
hefur oftar en einu sinni gefizt
kostur að setja á stofn úthverfa
stöðvar með tiltölulega litlum
tilkostnaði, en 'þrátt fyrir það
hefur slökkvistöðin tekið að
sér — fyrir kostnaðarverð —
að verja Seltjarnarnes og Kópa
vog fyrir eldi.
Þó keyrir um þverbak í þýð-
ingarmesta starfinu, eldvörn-
unum. Þar má segja að ekkert
hafi verið aðhafst, þrátt fyrir
ítrekuð tilmæli og aðvaranir,
og brunamálasamþykkt upp á
156 greinar, sem flest allar eru
þverbrotnar — átölulaust —
litið er að þær þurfi að kom-
ast sem fyrst á eldstað, og ekki
skal það lastað. En glæpsamleg-
ur akstur til baka, þegar hreint
ekkert liggur á, á alls ekki að
leyfast þeim, þegar þær hafa
ávallt beint samband við stöð-
ina, og enginn veit hvar þær
þurfa næst að vera, — og
þyrftu jafnvel í mörgum tilfell-
um að snúa til baka til að
slökkva aftur í sama húsi, ef
þannig tækist til.
Það, sem hér hefur verið
drepið á, veit almenningur yf-
irleitt ekki. Yfirmönnum
slökkviliðsins er þetta þó full-
kunnugt, og þeirra er því sök-
in. Þeir hafa ekki látið verða
úr framkvæmdum árum sam-
an, en látið allt ,,dankast“ eft-
ir því, sem verða vildi. Það er
auðséð að framkvæmdir, ef
verða, koma ekki þaðan, og
þess vegna þarf almenningur
að vita ym þessi mál, og krefj-
ast tafarlausra_ framkvæmda
og endurbóta. — G. K.
Víndrykkja í Grikklandi nemur
að meðaltali 49 I.
Auka verður útflutning vegna
mikillar framleiðslu.
Á Grikklandi eru menn í
vandræðum með að drekka það
sem til er í landinu.
Þar eru á hverju ári ræktuð
um 420 þúsund smálestir en 30
til 40 þúsund smálestir ganga
af árlega. Grikkir drekka að
jafnaði 49 lítra á mann, en
Frakkar 110 lítra. Nú á að
reyna að flytja út vínið, því að
margar grískar tegundir, t. d.
hin sætu vín frá Samos, þurr
vín frá Patros og hin rauðu vín
frá Naoussa eru sagðar alveg
eins góðar og ilmandi eins og
þekkt vín frá Frakklandi,
Þýzkalandi og ítaliu.
Utflutningsáætlanirnar verða
þó varla að veruleika, segja
vínþekkjendur, fyrr en það
heppnast með réttum vélum að
bæta vintegunirnar. Flest grísk
vín eru heimagerð og eftir
fornum forskriftum. Á flöskun-
úm stendur: „ekki snert af
mannshöndum“, en frá fornöld
hafa vínberin verið pressuð
með því að troða á þeim með'
fótunum: Þetta lítur skáldlega
út en uppfyllir ekki kröfur út-
flutningsmarkaðarins.
Þar við bætist að öl er nú
orðið mikil tískudi’ykkur. Ný-
lega bar það við að haldið var
brúðkaup í Korintuborg, í fræg-
asta vínhéraði Grikklands og
var öl á borðum, þó að brúð-
urin væri dóttir vínsala. —
Hið gríska ölævintýri hófst ár-
ið 1864. Þá kom þangað brugg-
ari frá Bæheimi, Karl Fix að
nafni, og byggði hið fyrsta litla
brugghús, sem var aðallega til
þess að sjá hirðinni fyrir öli.
En fjölskyldan á ennþá einka-
leyfisskjalið um ölgerð þar í
landi. Nú á fjölskyldan stór
brugghús í Aþenu, Saloniki og
Patras. Framleiðslan hefur auk-
izt frá 100 þúsund smálestum
á árinu 1938 upp í 250 þúsund
í ár.
Til þess að vinna á móti aug-
lýsingum á öli og rétta við álit
vinsins hafa verið lífgaðar við
áf nýjti hinar görtilu vínhatíðir.
Sæmdir heið-
ursmerkjum.
Á nýjársdag sæmdi forseti
fslands að tillögu orðunefndar
þessa menn heiðursmerkjum
hinnar íslenzku fálkaorðu:
Guðjón Guðmundsson, bónda
og hreppstjóra, Eyri Ingólfs-
firði, riddarakrossi fyrir fé-
lagsmálastörf og búskap.
Ekkjufrú Hjaltalínu Guðjóns-
dóttur, Núpi, Dýrafirði, ridd-
arakrossi fyrir kennslu- og
garðyrkjustörf.
Jón Magnússon, fréttastjóra,
ríkisútvarpsins, riddarakrossi
fyrir embættisstörf og störf
að upplýsingamálum.
Jón Gauta Pétursson, bónda og
oddvita, Gautlöndum, Mý-
vatnssveit, riddarakrossi fyr-
ir félagsmálastörf og búskap.
Kristján L. Gestsson, verzlunar-
stjóra, Reykjavik, riddara-
krossi fyrir störf í þágu í-
þróttamála.
Kristján Kristjánsson, borgar-
fógeta, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir embættisstörf.
Kristján Jóhann Kristjánsson,
forstjóra, Reykjavík, fyrrv.
formann félags íslenzkra iðn-
rekenda, riddarakrossi fyrir
störf í þágu islenzks iðnrekst-
urs.
Þorstein Jónsson, kaupfélags-
stjóra, Reyðarfirði, riddara-
krossi fyrir félagsmálastörf.
Hrafnistumenn
þakka.
Á nýliðnu ári hefur Hrafn-
ista DAS orðið aðnjótandi
margsháttar velvilja og að-
hlynningar af svo mörgum að
of langt er upp að telja í öllum
atriðum, en bæði lærðir og leik-
ir hafa flutt heimilisfólkinu al-
vöru og skemmtiefni sem vel
hefir verið þegið og þakka ber.
Nú fyrir hátíðarnar barst
heimilinu sérlega falleg og
vönduð gjöf, en það er stand-
klukka úr búi Páls Halldórs-
sonar heitins, stýrimannaskóla-
stjóra, gefin af sonum hans, en
klukka þessi var Páli gefin af
skipstjóra og stýrimannafélög-
unum í Reykjavik og Hafnar-
firði til heiðurs honum fyrir vel
unnin störf í þágu sjómanna
eftir 40 ára skólastjórn við
Stýrimannaskóla íslands.
Klukkan prýðdr nú setustofu
heimilisins.
Öllu þessu ágæta fólki sendi
eg kveðju og þakkir frá Hrafn-
istu með ósk um farsælt og
gleðilegt ár.
Sigurjón Einarsson.
Hátíðin síðast liðið ár var 5
október, þegar vínuppskeran
stóð sem hæst í Daphni, hinu
forna Eleusis, svo sem 10 km.
frá Aþenu. Með því að greiða
aðgangseyri með 2 kr. 50 aur-
um gátu menn drukkið allt það
vín sem þá lysti, þeir gátu dans
að og snætt gríska rétti. Þar að
auki voru þjóðdansar og leik-
hússýningar. Þegar hátíðinni
var lokið voru víntunnurnar
tómar. Álíkar hátíðir voru
haldnar í sjálfri Aþenu, i
Delphi og á öðrum stöðum.
Helzt þeim stöðum, sem voru í
tengslum við fofnar launhelg-
ar eða gúðsdýrkun.
Kosningar og lýðveldis-
stofnun á Kýpur.
Lýðræðisbandalagið á Kýpuj)
ætlar ekki að taka þátt í kosn«
ingum á eynni, hvorki bæjar*
og syeitarstjórnarkosninum eða
þingkosningunum.
Clarides lögfræðingur, for-
maður þessa ýja flokks, seg-
ir orsökina þá, að Makarios hafi
gengið þannig frá kosningalög-
unum, að hann eigi kosningu;
vísa.
Kosningar og lýðveldisstofn-
un á eynni, eru nú framundan.
Konur voru
snoðaðar.
í bandarískum fregnum seg-
ir, að enn hafi komið fyrir at«
burður í Suður-Kóreu, sein
vakið hefir gremju manna þar
í garð Bandaríkjamanna, og só
líklegur til að spilla sambúðl-
inni.
Það, sem gerðist var, að f
herbúðum nokkrum voru tværi
kóreskar konur teknar og
krúnurakaðar fyrir að fara í'
heimildarleysi inn á bann-
svæði.
í kórelskum blöðum segir,
að með þessu hafi öll kóreska
kvenþjóðdn verið lítilsvirt.
Stórþjófnaður í nótt.
í nótt var innbrot og stór-
þjófnaður framinn í Brauðborg
ámótum Frakkastígs og Grett-
isgötu.
Þar var stolið sem næst 5130
krónum úr borðkassa, en auk
þess stolið sem svarar 15—20
kartonum af vindlingum í laus
um pökkum, er raðað var upp
í hillur. Þetta voru ýmsar tego
undir og voru hillurnar tæmd-
ar. Loks var stolið 6 kössum a£
konfekti og voru kassarnir a£
mismunandi stærðum.
Lögreglan biður þá sem upp-
lýsingar geta gefið að gefa sig
fram, enn fremur þá sem kynnu
að kaupa eða eiga völ á að
kaupa vindlinga af grunsam-
legum sölumönnum.
Bráðabirgðastjórn
í Laos.
Ný bráðabirgðastjórn verðuP
sennilega skipuð í Laos.
Herinn, sem konungur fól að>
taka völdin í landinu, hefur nú.
beðið konung að skipa bráða-
birgðastjórn, er fari með völd-
in, þar til að afstöðnum kosn-
ingum. ,■
Zarak.
Stjörnubíó hefur í kvöld sein-
ustu sýningar á á kvikmyndinni
„Zarak“. Sýningar á henni hóf-
ust á annan í jólum og hefur hún
verið sýnd síðan við mikla að-
sókn. — Sagan gerist á landa-
mærum Afghanistan og Ind-
lands og er viðburðarrík og ör-
lagaþrungin. Aðalhlutverk eru
ágætlega leikin af Victor Mat-
ure og Michael Wilding, að ó-
gleymdri Anitu Ekberg, hinnt
sænsku þokkadís. ,