Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 07.01.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir o" annað lestrarefni heitn — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WfiSIIR Fimmtudaginn 7. janúar 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Tvær mannlausar bifreiðir stórskemmdar. Liigre^lan Ivsir eftir vitiaiim. • I gær voru tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðir stór- skemmdar hér í bænutn með l»ví að ekið hefir verið á þær. Önnur bifreiðin R-7129, sem er Austinbíll, stóð á Klappar- stíg fyrir utan hús nr. 16. Á hana var ekið á tímabiiinu kl. 8—9 árdegiá í gær og hún stór- skemmd. Hin bifreiðin var í-314 ofe stóð á stæðinu bak við Lands- bókasafnshúsið gegnt Arnar- hvoli. Þar var hún skilin eftir kl. 2 e. h. í gær, en komið að henni rétt eftir kl. 12 á mið- nætti í nótt, þá stórskemmdri. Eftir ummerkjum að dæma þykir sennilegast að „bakkað" hafi verið á h.ana. Hafði hægra afturbretti lagzt inn og skemmst verulega. Enn fremur hafði bíllinn kastast til, lent þar á steini og klemmst fastur. Við það hafði gangbrettið lagzt tvö- falt saman upp að hurðinni og dældað hana. Var bíllinn illa útlítandi eftir þessar aðfarir. Rnnsóknarlögreglan fullyrð- ir að í báðum þessum tilfellum hafi þeir, sem óku á, orðið á- rekstranna varir og eru það vinsamleg tilmæli til þeirra að þeir gefi sig fram af fúsum vilja, enda þeim sjálfum fyrir beztu. Jafnframt biður rann- sóknarlögreglan sjónarvotta að þessum atburðum, eða aðra sem einhverjar upplýsingar geta gefið að gefa sig þegar fram við hana. Afli var lítill í gær. Sumstaðar íandiega, annarsstaðar erfitt að athafna sig þótt róið sé. Lítill i'iskafli barst á land hér Kunnanlands £ gær, enda fáir hátar á sjó sökum leiðindaveð- urs. Grindavíkur- og Akranesbát- iar héldu með öllu kyrru fyrir í ‘gær nema hvað 3 eða 4 línu- fcátar fóru á veiðar frá Akra- nesi í gærkveldi. Frá Keflavík réru 13 bátar í gær en öfluðu mjög illa, allt írá tæpum 2 lestum og upp í 4 lestir mest. Þeir eru allir á sjó á dag. Sandgerðisbátar öfluðu aftur k móti sæmilega og þar bárust 60 lestir á land af 8 bátum. Helga var aflahæst með 10 lest- ir, Muninn var með 9.6 lestir Og Guðbjörg 8. Þetta er miðað við óslægðan fisk. Bátarnir eru allir á sjó í dag þrátt fyrir leið- indaveður og þungan sjó. Hefur í flestum róðrunum eftir ára- mótin verið erfitt að athafna sig og sumir bátanna alls ekki getað lagt alla línuna. Frá Grindavík róa sennilega 23 bátar á vetrarvertíðinni, sumir eru byrjaðir, aðrir að búa sig á veiðar. Þar er n; land- lega sökum óveðurs og brims. í fyrradag lönduðu þar þrír bát- ar, Hrafn Sveinbjarnarson 10.8 lestum, Þorbjörn 9.3 og Hannes Hafsteinn 6.3 lestum. Aðeins einn Grindavíkurbátur, Hafn- firðingur, er enn með reknet og ætlar að halda síldveiðum á- frm enn um stund. Síldarleitarskipin Fanney og Neþtúnus lóðuðu mikla síld í nótt, en rysjuveður var á mið- unum og ekki unnt að aðhafast neitt. Bílslys í Mosfellssveit. Bifreið ók á konu og dreng. Það slys varð í gærkvöldi á l»jóðveginum móts við kaup- félagið í Mosfellssveit, rétt sunnan Hlégarðs, að kona og idrengur urðu fyrir bíl, og slas- aðist konan töluvert mikið, en drengurinn mun hafa sloppið lítið meiddur. Þetta var um kl. 10 í gær- kvöldi, en þá var mikil þröng á yeginum vegna álfabrennunn- ar, sem þar var haldin. Voru l»ar þúsundir manna og bílaum iferð mikil. Konan, Ólöf Helga- öóttir, gekk suður veginn á- eamt sonum sínum tveim og voru þau á heimleið að Bjarg- arstöðum. Á móti þeim kom akandi vamarliðsbifreið, og Voru 1 henni þrír varnarhðs- fnenn og tvær íslenzkar stúlk- tir. Segir ekillinn að hann hafi blindast af ljósum bifreiðar, sem á móti honum ók, og sá því ekki konuná með börnin, og skipti það engum togum að bifreiðin ók á þau. Annar drengurinn slapp al- veg við meiðsl, en hinn, Jón Gunnar Benediktsson varð að einhverju leyti fyrir bifreið- inni, en skv. upplýsingum læknis hans í morgun, mun hann ekki hafa meiðzt, nema e. t. v. fengið snert af heila- hristing. Konan er aftur á móti mikið meidd, mun hafa brotn- að á báðum fótum og jafnvel á hendi. Það upplýstist að ekkert vín hafði verið haft um hönd af þeim, sem í bifreiðinni voru, og gerðu varnarUðsmenn allt, sem í.þeirra valdi stóð til að aðstoða hið slasaða fólk. Enn er verið að salta síld upp í samninga, og í fyrra bættist við nýr söltunarstaður, Kópavogur. Þessar myndir eru teknar þar í fyrradag, þegar bangað höfðu borizt 200 tunnur af mb. Von frá Keflavík. Og það er eitt við þessa söltunarstöð, sem gerir hana einstaka í sinni" röð. Hún er starfrækt af bláðamanni, Páli Beck, sem stundaf 'þetta í hjáverkum. (Ljósm. G. J. T.) Börn frá Hannoyer flytja vinarorð til ísraels. — Bonnstjjóniin vill banna allt oíbeldi oi* ofsóknir. Fregn frá Hanover' hermir, að þaðan verði innan skamms sendur hópur barna til ísraels, til þess að sannfæra fólk þar í landi um með hvaða hug þýzka þjóðin raunverulega hugsi til Gyðinga. Börnin eru talin bezt til þess fallin, að bera Gyðingum þenn- an vináttuboðskap. — Þýzka stjórnin kom saman í gær og var Adenauer í forsæti. Var samþykkt að biðja þingið að hraða afgreiðslu laganna, sem beðið hafa afgreiðslu, en þau fjalla um ráðstafanir til þess að koma íveg fyrir ofbeldi og ofsóknir, og er gert ráð fyrir, að unnt verði að beita ákvæð- um laganna við þá, sem láta of- sóknaræði og haturshuga ráða gerðum sínum gagnvart Gyð- ingum. Forsætisráðherra Bayern tel- ur, að ekki sé um nein alþjóða- samtök að ræða, gegn Gyðing- EEdur í Digra- nesskóla. Klukkan um tuttugu mínút- ur yfir átta í morgun . var slökkviliðinu í Reykjavík til- kynnt um að eldur væri laus í barnaskólanum í Kópavogi, svo- nefndum Digranesskóla. Þegar þangað kom, sem lík- lega tekur einar 15 mínútur, var herbergi á neðri hæð skól- ans alelda. Slökkviliðið réðist til inngöngu, og eftir nokkurn tíma tókst að slökkva eldinn, en skemmdir höfðu þá orðið töluverðar, og þá að sjáífsögðu fýrst og fremst í þessu herbergi, sem reyndist vera læknisstofa.. Eldurínn hafði einnig náð út í gang fyrir framan, og vatn, hiti og reykur komist víða um húsið. Slökkvistarfi var lokið um kl. 09.15. Það kom í ljós við þennan bruna, sem slökkviliðsmenn, og vafalaust margir fleiiú vissu ekki fyrr, að þar eru aðeins ein- ar dyr á húsinu. í þessum skóla eru um 600 börn, og oft allt að 300 í senn. Ótrúlegt er annað en að brunaæfingar hafi verið harð ar í skólanum með börnunuan, og væri nú fróðlegt að vita hve langan tíma tekur fyrir börnin að komast út um þessar dyr, og hvernig ráðamenn skólans hugsa sér að koma börnunum út, ef þær væru tepptar vegna elds. Bankagjaldkeri verður útibússtjóri. Á fundi bankaráðs Útvegs- banka íslands, þann 29. desem- ber s.I. var samþykkt að ráða Júlíus Jónsson útibússtjóra við útibú bankans á Akureyri frá áramótum að telja. Júlíus Jónsson hefur starf- að í útibúinu frá 1. janúar 1939 og verið ajaldkeri frá 1. janúar 1943. Hann hefur s.l. ár verið settur útibússtjóri. Júlíus Jónsson er fæddur á Akureyri 31. maí 1915, sonur Jóns Guðmundssonar bygging- armeístara og Maríu Hafliða- dóttur. um. Deiit um stöðvar Breta á Kýpur. 331 vistmaÓur á Elliheimilinu. Á árinu 1959 komu 98 konur og 45 karlar, en 57 konur og 15 karlmenn fóru af Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Dánartalan var 44 konur og 32 karlar eða samtals.76. — í árslok voru vistmenn 331, 244 konur og 87 karlar. Vistmenn á Eiii- og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði vx»ru. í árslok 26, 15 konur og 11 karlar. Endanlegt inark Makario§ar sagt vera grískar herstöðvar. Makarios erkibiskup á Kýp- ur og dr. Kutchuk eru væntan- legir til London til viðræðna við brezku stjómina um her- stöðvar Breta á evnni. Bretar mega hafa þar tvenn- ar herstöðvar samkvæmt Lund únasamkomulaginu, en ekki búið að ganga frá öllú til fulln- ustu, og vitað er, að ágreining- ur er um veigamikil atriði. Makarios vill að herstöðvamar 'Verði á óbyggðúm sVæðum, en Bretar telja þá afstoðu hans brot á Lundúnasamkomulag- inu frá í fyrra. — Daily Ex- press segir endanlegt mark Makariosar: Grískar herstöðv- ar á Kýpur. Mikilvægt er talið, að leysa þessa deilu sem fyrst, þar sem Kýpur á að verða lýðveldi í næsta mánuði. Það er hinn 19. febrúar sem lýst verður yfir stofnun lýð- veldisins og kosningar eru nú framundan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.