Vísir - 11.01.1960, Side 3

Vísir - 11.01.1960, Side 3
Mánudagimi 11. janúar 19-60 VÍSIR Eg sat á sófa í giæsilegri s^ofu. Við vorum f jórir í sófan- um, allir blaðamenn, og skipt- umst á að rétta höndina fram á borðið, þar sem glösin stóðu, því að ef tveir hreyfðu sig í einu, gat illa farið. Við innri enda borðsins sat einnig blaða- maður, og við öfunduðum hann allir, því hann sat þar einn í stól. Einkennilegt þótti okkur samt, hve hófsamur hann var, gat hver maður séð með hálfu öðru auga. Hvað var nú til bragðs að taka? Skipið skall upp að bryggjunni, og skipa- smíðastöðin í Vestur-Þýzka- landi tók heljarmikinn kipp, og mér datt í hug, hvort hún mundi hrynja. Kökkurinn í hálsinum hrökk upp í munn, Eg braut allar kurteisisreglur, og nú var að duga eða drepast. og skaut hendinni fram á borð- heitum. En sá endemis hávaði, sem þarna var, ætlaði hreint allt lifandi að drepa. Það voru einar tvær heljar- miklar vélar í fullum gangi. Önnur sagði klakk — klakk — klakk, en hin alltaf klikketí- klakk, og svo voru þær ekki í takt, og ætluðu aldeilis að æra mig. Vélstjórinn stanzaði innst í vélarúminu, og munnurinn á honum gekk í sífellu og HELDUR ÁYALLT ^Jieimióln uin loetí i * nf.s. EjAXÆ STRIBÍBNU og ræddum það dálítið okkar á ntilli. Það kom ekki í Ijós fyrr en síðar, að stóllinn var svo fast klemmdur upp að borðinu, að hann hafði aldrei náð hönd- unum upp til að teygja sig eftir glasi. Hinum megin við borðið stóðu margir menn í hnapp. Flestir héldu á glasi í hendi. Þeir töluðu hver í kapp við annan, misjafnlega hátt og mis- jafnlega mikið, og ekki var nokkur lifandi leið að fylgjast með því hvað þeir voru að tala um. Annað veifið bættist í hóp- inn, stundum tveir — þrír menn. Sumir feimnir og smokr- uðu sér strax út í horn, þangað tij öll hornin voru upptekin. Eftir það stóðu þeir bara á miðju gólfi og horfðu beint upp í loftið. Sumir létu eins og þeir ættu allan heiminn, eða í það minnsta stóran bita af hon-1 um, brostu til allra og' nikkuðu, tóku í höndina á þeim, sem rík- astir voru, buðu gleðilegt ár „. . . . og þakka þér fyrir það gamla. Hvernig gengur bís- nessinn?“ „Blessaður, talaðu ekki um það. Skattarnir eru alveg að drepa mann.“ „Glæsilegt skip, Laxá.“ „Já. Finnst þér ekki .... takk .... takk.. nei, ekki gin .... whisky, takk.“ „Heyrðu. Eru snittui’nar búnar?“ „Snitturnar. Bíddu við. Heyrðu, Kalli, þú snýrð að borðinu. Er nokkuð eftir af snittum?“ „Já, blessaður, fullir bakk- ar ....“ Eg horfði alltaf ofarlega á norð-norðvestur vegginn, þar sem hékk mynd af skipinu i skipasmíðastöðinni í Vestur- Þýzkalandi. Veggurinn vaggaði Ijúflega til og frá, upp og niður,1 og eg fór að hugsa um það hvernig það væri, ef eg vissi, ekki upp á hár, að skipið væri j þrælbundið við bryggjuna.; Skyndilega hafði eg ekki lyst1 á meiri drykk, þó að nú væri minn „törn“ að rétta út hönd- ina. Það kom eitthvað upiD í hálsinn á mér, og mér fannst að eg þyrfti að hlaupa upp í hendingskasti og út að borð-1 stokk. En það var ekki nokkurj „sjens“ að komast það. Það' ið, náði í glasið og drakk væn-' an sopa. Blaðamennirnir í sóf- anum litu til mín hornauga. Sumir kímdu dálítið meinfýsi- lega og eg heyrði, að þeir hugs- uðu: Mikið andskoti er hann blautur, þessi. Getur ekki einu sinni beðið eftir sínum ,,törn“. Jæja. Skítt með það. Eftir nokkra stund, — svona hann roðnaði í framan, af því að hann æpti svo hátt, en við heyrðum ekki til hans frekar en hann væri mállaus. Við vor- um voða alvarlegir á svipinn og kinkuðum kolli við og við, eins og við værum niðursokknir í vísindalegar hugleiðingar, og einu sinni æpti eg nei að gamni mín og leit framan í hann og rétt.“ „Ja, sko, ef við værum tólf, mundi loftskeytamaðurinn vera næsti maður. Hann kemur sko næst, ef bætt verður við.“ „Já.“ Mikill véladynur heyrðist um skipið, og það fór að hrist- ast til. Eg tók undir mig stökk og hljóp til skipstjórans. Er dallurinn að fara? spurði eg. „Nei, þeir eru að loka lest- inni, líttu hér út um brúglugg- ann og sjáðu. Þetta er nýtt patent, og það þarf ekki annað en krækja spilkróknum í lúg- una og kippa í, þá rennur hún yfir eins og rúllugardína.“ „Ja, hver andskotinn. Þetta er agalega patent. Hvað er þetta apparat?" „Þetta er vélstýringin. Við getum stjórnað vélinni hérna ofan úr brúnni, og vélamaður- inn er venjulega hérna hjá okkur og fylgist með öllu, sem gerist. Hann stendur bara við vélstýringuna hérna, og svo þegar eg segi „bakk“, ýtir hann bara á þenna takka, og vélin fer „í bakk“.“ „Hvað er svo þetta?“ „Þetta er „átómatískt“stýri. „Átópælót“. Við gefum honum bara upp strikið, og skellum „átópælótnum“ á, þá heldur hann því.“ „En ef það er nú sker fram- undan?“ „Það sjáum við á „radarn- um“.“ „En ef skerið stendur ekki uppúr ....“ „.... sjáum við það á „asdikknum“. Dýptarmælin- um.“ „Hvað eru vélarnar aflmikl- ar?“ „750 bremsuhestöfl. MWM.“ „MWM?“ „Já, MWM. Það þýðir Motor- werke Mannheim.“ (Minnir mig hann segði.) ■ •„Dedd veit“ 724 tonn, 458 brúttótonn, lengd tæplega 60 metrar, ristir rúmlega 11 fet fullhlaðið, smíðað hjá Kremer- sohn í Elmshorn í Vestui> Þýzkalandi. Viltu vitar meira?“ Mig var farið að svima. Glas- ið var líka orðið tómt, og eng- inn þjónn sjáanlegur. Bezt eg fari að hafa mig niður aftur. „Nei, takk. Eg þarf líka að skreppa hérna á vissan stað. Er nokkuð vaffsé hérna ná- lægt .... ? Karlsson. Sextugur í dag: Guðfinnur Þorbjömsson, vélswniöur. þegar við vorum rétt að byrja að kippa — kom vélstjórinn til okkar, borðalagður upp að oln- boga, 'og spurði okkur, hvort við kærðum okkur um, að hann sýndi okkur skipið. Það var minn „törn“ næst, svo eg var ekkert æstur að fara, en sá sem sat í stólnum við borðsendann, rauk upp í hendingskasti og sagði já endilega koma að skoða skipið. Við tróðum okkur á eftir meistaranum eftir ganginum og gerðum okkar bezta til að skvetta ekki úr glösunum hjá þeim, sem stóðu þar allar leiðir, og komumst nokkurn veginn klakklaust niður í vélarúm. Það var eins og að koma inn í fínu stofuna heima hjá sér, og eg veit, að konan hefði verið upp með sér af slíkuin herleg- brosti, og þá brosti hann á móti og kinkaði kurteislega kolli. Svo fórum við upp á dekk og upp í stýrishús. Þar var ágætt að tala saman, fyrir utan það, að þangað kom þjónninn alltaf með fulla bakka, svo þarna var aldeilis prýðilegt að vera. Þess vegna fór eg að spyrja vélstjór- ana og stýrimennina og skip- stjórann að öllu, sem mér datt í hug, og þegar eg var búinn að spyrja þá, fór eg að leita að : loftskeytamanninum, en það : var þá enginn loftskeytamaður á skipinu, „. . . . af því loft- skeytamaðurinn er sko tólfti maðurinn á skipshöfn sam- kvæmt lögum, en við erum bara ellefu um borð.“ „Eg. Eg skil. Loftskeytamað- urinn er tólfti maðurinn, en þið eruð bara élíefu. Já, mikið Kæri vinur! Þó pennafær maður ég hafi aldrei verið, langar mig til að setjast niður og rita þér nokkr- ar línur í telefni af merkisaf- mæli þínu í dag. Fyrir 19 árum byrjaði ég sem nemi undir þinni stjórn, og fann ég, þó ungur værí, fljótt hve stjórnsamur og áræðinn þú varst í einu og öllu. Má sjá það á því, að þegar ég byrjaði í Keili, voru þar 15 manns í vinnu, en 6 árum seinna var starfsliðið um 70 manns. Fé- lagslíf var alveg sérstaklega gott, sem ,þú átt miklar þakkir fyrir — jafnt i ferðalögum starfsmanna, skemmtunum og á vinnustað. Þínir eiginleikar eru margir, Guðfinnur, sem ég læt aðra um að segja frá, en það sem við mest virtum við þig var það, hve hreinn og beinn þú varst við okkur alla. Nú, eftir 19 ár, hafa leiðir okkar aftur mætzt í sambandi við vélsmíði, og skil ég nú enn betur þína hæfileika í rekstri og stjórn og framsýni þína, og vildi ég, eins og margir, halda fram að þú værir 20 árum á undan þinni samtíð. T. d. hefur margt skeð í dag, sem þú ritað- ir um fyrir 15 árum, eins og smíði á fiskibáturri úr járni, sem þú teiknaðir og skipuíagðir og vildir hefja smíði á hér á landi, en eru nú fluttir til lands ins í tugatali. Ýmislegt annað mætti nefna í sambandi við framsýni þína vegna iðnaðar- ins og þjóðarinnar í heild, en ég læt nú hér staðar numið í þetta sinn og sendi þér og fjölskyldu þinni, kæri vinur, mínar beztu afmæliskveðjur og óskir um heillarík komandi ár og vona, að þjóðin njóti og neyti þinnar starfskrafta um langan tíma. B. Þ. Fræðsbráð Breta vitl hækka skclaskytdualdur. VíiÖuiiist þá i‘/ð 16 i sittií iJ «r« illtlur BBtt. Fræðsluráð Breta (Iandsráð- ið) hefur .lagt. til, að skóla- skyldu aldur yrði hækkaður. . Hann miðast nú við 15 ár, en mundi miðast við 16, ef tillög- ur ráðsins ná fram að ganga. Ein höfuðröksemdin er, að ung- menni þurfi lengri námstíma, hyggi þau til sérnáms á þeirri tækniöld, sem nú er, — og enn- fremur væri það uppeldislega heppilegt, að unglingar væru ári lengur í skóla en nú er. Blöðin taka yfirleitt tillög- unum vel, en sum efast um, að stjórn og þing bregði nógu skjótt við til þess að setja þær í -lög. /.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.