Vísir - 11.01.1960, Blaðsíða 10
10 . ..............-........ .......................... V í S I R
Mánudaginn 11. janúar löfiO’
J
var köld. „Eg tala ekki um konur sem eg þekki ekki. Og heldur
ekki um konur, sem eg þekki.“
Bompard leit yfir til Olgu og talaði við Pharaoh. „Frænd: minn
einn var hjá Cartiers einu sinni og hann sagði mér að það mætti
þekkja ekta perlur við eldspýtnaljós. Hann sagði að þær hefðu
enga blekkingu — en aldrei vissi eg hvað hann átti við með því.“
Hr. Pharaoh hikaði andatak og andvarpaði svo þungan. Hann
andvarpaði alltaf eins og íþróttamaður geispar á undan kapp-
hlaupamílu, þegar hann var búinn að ráða við sig hvað hann
setti að gera.
„Það er blekking, hr. lögreglufulltrúi. Eg hefi perluband, sem
er samstætt við Sheba-perlurnar og enginn getur aðgreint þær,
nema hann hafi smásjá og vegi perlurnar.“
„Þér hafið samstæðu?" Það var Coyningham sem talaði.
„Já, það er satt. Fröken Lincoln ber perlurnar." Hr. Pharaoh
opnaði krókana á skikkju Francine. „Eg held ekki, hr. lögreglu-
fulltrúi, að þér getið greint aðra perlufestina frá hinni, með
berum augum, þó að þér kveiktuð á eldspýtu.“
„Já,“ sagði Bo,jnpard. „Þetta er mjög merkilegt. Eg held eg gæti
ekki þekkt þær í sundur.“
Bompard leit yfir til Olgu til þess að reyna sjón sína og það
var bersýnilegt að Olga hafði séð perlurnar á Francine.
Olga starði bara óaflátanlega á Francine og svo roðnaði hún
af reiði. Svo tók hún upp glasið sitt.
„Ef hann heldur að hann geti móðgað mig með því að láta
gera eftirmynd af perlunum og hengt þær á þessa helgastelpu —“
Miguel greip um úlnlið hennar og rödd hans var eins köld og
beitt eins og hnífur. „Þú ert flón! Þú ert bölvað flón!“
Hún starði á hann, og þá vöktu köld og hæðin augu hans til
umhugsunar: „Við hvað áttu?“
„Þú ert með eftirmyndina.“ Rödd hans var þurrleg og hlátur
hans var kveðjuhlátur. „Hver seldi þér og hvað kostaði það þig
mikið.“
Ljósin blikuðu fyrir augum Olgu og svo sá hún rauoan klæðnað.
Hún stóð upp með glas sitt i hendi gekk yfir að borðinu og fleygði
víninu í andlitið á Dante. Hann deplaði augunum og hristi
höfuðið, og þá sveiflaði madame Lorelei sér til og útdeildi Olgu
vænt högg á hökuna.
„Það virðist vera einhver misskilningur hér, einhversstaðar,“
ságði Bompard við hr. Pharaoh. „Þér afsakið mig, eg held eg
fari. Svona smámunir koma oft fyrir hér í Cannes á síðkvöldum."
Miguel stóð rétt hjá reiðubúinn til að fara. Har.n hafði borgað
reikninginn þegar Olga kom aftur og hélt um hökuna á sér.
„Hvern fjandann ertu að gera? Eg er ekki að fara. Eg vil fá
mér meira aö drekka og svo ætla eg að gefa þsssum koparhaus
á kjaftinn!"
„Við erum að fara,“ sagði Miguel.
Olga leit á ha.nn, varð stöðugri á gólfinu augnablik og rétti
honum svo kinnhest.
„Þau greiða þó höggin,“ sagði ungi maðurinn með gullslita
KKKMMMMMKM3
R. Burroughs
skeggið. „En þetta er allt einstefnuakstur.“ Svo leit hann á
Miguel sem gekk fram hjá honum til dyra. „Sjúkrahúsið er til
vinstri, gamli vin og eg —“
Miguel rétti út höndina, greip i skeggið á honum og togaði í,
bauð síðan Filippo kurteislega góðar nætur. Ungi maðurinn stóð
upp af gólfinu strauk skeggið á sér og andvarpaði: „Allt ein-
stefnuakstur, Filippo.“
Filippo leit í kringum sig við barinn og var að spyrja sjálfan
sig hver myndi berja hvern næst. Þá varð hann undrandi, því
að hann sá frúna frá Parthenon vera að traðka á dýrindis perlu-
festi, sem hlyti að hafa kostað auð fjár. „Þær hljóta að vera
falskar," sagði Filippo og andvarpaði. Þá kom hr. Pharaoh áð
barnum til þess að borga reikning sinn og Filippo sá perlufestina,
sem Olga hafði verið að traðka á um hálsinn á fröken Lincoln.
Þegar hr. Pharaoh var farinn rétti Filippo sinn tröllaukna
kjamma að unga manninum með gullslita skeggið.
„Gefðu mér á ’ann,“ sagði Filippo.
„Eg get það ekki. Mér geðjast svo vel að þér.“
„Og nvað í helvíti!" sagði Filippo. „Þetta er Cannes. Hvað er
eitt kjaftshögg milli vina? Segðu mér gullni drengur, hefur þú
nokkurntíma áður séð perluband skreyta tvær konur. — Já,
madame!“ kallaði Filippo til Olgu, sem veifaði til hans tómu
glasi sínu, en allir í stofunni urðu ottaslegnir og reyndu að forða
sér undan því!
Bompard hvíldi handlegginn á sjávarveggnum og horfði á
sjóinn. Hann sá Miguel ganga í áttina til Napoleonsgistihússins.
„Nú getið þér kannske skilið hvers vegna húsbóndinn sagði
yður að láta fröken Lincoln í friði.“
Bompard sneri sér við og horfði á eftir hr. Pharaoh og Francine
er þau gengu í hægðum sínum áleiðis til gistihússins. Þau leidd-
ust, eins og þau hefði þekkt hvort annað lengi.
„Hvað segið þér Coyningham?"
Coyningham andvarpaði eins og gamall maður þó ungur væri.
„Blindur maður gæti séð það, hvað er á ferðum, Henri. Komið
þér. Við skulum fara heim.“
Þau stóðu fyrir utan Napoleonsgistihúsið í hinni löngu þögn
þegar lífið virðist nema staðar — andar svo aftur og heldur
áfram göngu sinni.
Hún rétti upp hendurnar til þess að taka af sér Sheba-perlu-
bandið.
„Nei, eg vil ekki fá það aftur.“
„Og eg vil það ekki. Eg þarf ekki perlubandið til þess að muna."
Hún snart perludingulinn með fingrunum. „Þetta er eins og ekki
neitt. Þetta er bara perluband.“
„Já, það er allt of sumt. Bara perluband. Og mér stendur á
sama um það úr þessu, Francine."
„Þakka yður fyrir hvað þér voruð elskulegur í kveld, að láta
mig ekki finna------að eg tilheyri yður ekki lengur.“
„Er það „já“, Francine?“
Hún horfði á hann og svo kom það allt af vörum hennar í
smádropum eins og perlur, sem enginn getur falsað. Hún hvarf
til hans.
„Já, já, já. Já og ætíð!“
— ENDIR —
Glæsilegt gullmáfastell
Til sölu 12 manna gullmáfastell, matar og kaffi,
selst saman eða í sitt hvoru lagi.
Uppl. í síma 32355.
SNJÓKEÐJUR
Keðjubitar, keðjulásar, keðjutangir, keðjubönd.
Einníg „Wintro" frostlögur.
SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.
TARZAIM -
3167
Hinn hræðilegi fljúgandi
} dreki hreif Tarzan og flaug
\ á brott með hann frá félög-
unum sem stóðu og horfðu
óttaslegnir á aðíarirhnar. —
Hann fellur til jarðar og
ferst, andvarpaði Finch. —
Apamaðurinn var hinsvegar
ákveðinn að koma í veg fyr-
ir slíkt myndi ske og greip
heljataki á öðrum fæti drek-
ans.
Þau vöru að borða ostrur í
veitingahúsi og maðurinn
nj^so gaut npad um^s i;dXaj3
sinni. Þetta var skoðað með X-
geislum og í hálsi hans sást
perlan og hann féllst á að láta
gera á sér uppskurð til þess að
henni yrði náð.
Viku síðar heyrði vinkona
þeirra hjónanna um uppskurð-
inn og spurði konuna hvernig
gengi.
— Þetta gekk allt ágætlega,
sagði hún. — Við fengum perl-
una aftur. Og hún var svo dýr-
mæt að eg gat fengið minkafeld,
borgað lækninum og hafði svo
mikið afgangs að eg gat greitt
útfararkostnað mannsins míns.
★
Læknirinn hafði lokið við að
gera stóran uppskurð á sjúk-
lingi. Sjúklingurinn var kom-
inn í rúmið sitt og var enn
undir áhrifum svæfingarinnar.
Þá kom slökkvilið og stanzaði
við húsið andspænis. Læknir-
inn dró fyrir gluggana.
— Eg geri þetta ef hann
skyldi vakna, sagði hann við
hjúkrunarkonuna. — Svo að
hann haldi ekki að uppskurð-
urinn hafi mistekist.
★
Fæðingalæknirinn var í kátu
skapi. — Eg veit um konu sem
var 78 ára og eignaðist tvíbura.
— En læknir er það ekki líf-
fræðilega ómögulegt?
— Það vaf fyrir 50 árum,
þegar hún var 28 ára.
k
Gyðingslegur milligöngumað-
ur um giftingar kynnti við-
skiptamann sinn fyrir hinni
væntanlegu brúði. Biðillinn
varð fyrir vonbrigðum. Hann
réðist á milligöngumanninn og
úthúðaði honum. — Hvað eruð
þér að gera? Haldið þér að eg
sé einhver asni? Lítið þér á
hana! Hún er gömul og ljót.
Hún er tileyg. Og lítið þér á
fölsku tennurnar í henni.
— Yður er óhætt að tala
hærra, sagði milligöngumaður-
inn. — Hún er líka heyrnar-
laus.
Nærfatnaðui
karlmanna
•g drengja
fyTÍrliggjandl
L.H.MULLER
Hann gleymdi .
að endurnýja!
HÁSKÓLANS