Vísir - 24.02.1960, Side 7

Vísir - 24.02.1960, Side 7
Miðvikudaginn 24. febrúar 1960 VÍSIB 7 Rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins. í síðustu viku sai.nþykkti Al- þingi frumvarp ríkisstjórnar- innar um gengisbreytingu og fleira, og er það af flestum talið nauðsynjaverk, sem ekki gat dregizt lengur. | Með þessu frumvarpi vannst tvennt, sem hvort tveggja er. til hagsbóta íslenzkri þjóð: Af- nám hins óheilbrigða uppbóta- kerfis og talsvert viðskipta- frelsi, sem við höfum ekki átt við að búa um langt skeið. J Afnám uppbótakerfisins er ^ eitt mesta framfarasporið, sem stigið hefur verið í útgerð og fiskvinnslu íslendinga í langa tíð. Um það geta allir verið sam- mála, sem yfirleitt bera nokkuð skynbragð á rekstur þessara at- vinnutækja. Nú fyrst verður tækifæri til að hvetja menn til ’að framleiða meiri og betri vöru, en undir hinu gamla skipulagi vai' heilbrigðri at- hafnaþrá einstaklinga haldið í fjötrum, og fleiri eða færri út- gerðarmenn og útflytjendur voru vafalaust haldnir þeim hugsunarhætti, að sama væri, hvernig rekstúr þeirra væri — þetta slampaðist allt einhvern- veginn. Þessi hugsunarháttur á mikinn þátt i þeim síminnkandi vörugæðum, sem fiskiðnaður- inn hefur átt við að búa hin síðari árin og hefur því verið honum fjötur um fót. Til dæmis um hversu heimskulegt þetta gamla kerfi var má minnast á sérbæturnar, sem steinbítsframleiðendur hafa fengið. Þær hafa verið þannig, að hraðfrystihúsin hafa fengið vissa upphæð (milli 40 og 50 aura) á hvert kíló af steinbít, sem þau hafa tekið til .vinnslu. Allir sjá, hversu fráleit! ur þessi hugsanagangur er, því ,ekki fer ætíð saman gæfa og gjörfuleiki eins og máltækið segir, og kílóafjöldinn er harla -lítilfjörlegur mælikvarði á gæð- -in. nema síður sé, enda er manni ekki grunlaust, að frystihúsin hafi strekst við að nýta eins mikið magn af steinbít og þeim j var frekast mögulegt, en mimia hirt um hina hliðina. þá sem ^ snýr að gæðum framleiðslunn- ar. • Sömuleiðis hefur þetta auð- vitað haft í för með sér, að mikið og iafnvel mest af þess- ari framleiðslu hefur farið í hinar verðminni nakkningar fvrir A-Evrónumarkaðina, og hefur því aflinn skilað minni raunveruleeum gjaldeyristekj- ym fyrir þjóðina en ella. Nú.-sem stendur standa yfir samningar milli útvegsmanna annarsvegar og fiskframleið- urk'.*aemt ólöglegi'a erinda inn •fyrir lögleg fiskvelðimörk ís- Jands, í stuttu máli, að málstaður Islands sigri. — BorgarL" enda hinsvegar um verðið, sem greiða á fyrir fiskinn. Hagfræð- ingar ríkisstjórnarinnar reikn- uðu út hið nýja gengi með það fyrir augum, að bátaflotinn á þorskveiðum hefði sömu að- stöðu eftir gengisbreytinguna og fyrir, enda er það frumskil- yrði gjaldeyrisöflunar okkar, að þessum atvinnutækjum séu búin viðunandi starfsskilyrði. Heyrzt hefur, að þá hafi verið reiknað með, að vinnslustöðv- arnar greiddu hvert þorskkíló með kr. 2.50, en útvegsmenn hafa víst talið sig þurfa að fá eitthvað meira fyrir kilóið. Vinnslustöðvarnar telja sig aft- ur á móti ekki geta greitt nema eitthvað minna en 2,50 á kíló. Vonandi takast samningar um þetta atriði fljótt, en eitt atriði er það, sem ekki ætti að gleym- ast í þessari samningagerð. Það er, að góður fiskur sé greiddur hærra verði en lélegur. Nú hafa skapazt þær ytri að- stæður, sem nauðsynlegar eru til þess, áð þessu nauðsynjamáli sé hrundið í framkvæmd og þeir fulltrúar, sem í samning- um standa, geta ekki verið þekktir fyrir það, að þetta at- riði sé ekki tekið upp í samn- ingana. Hver maður, sem við fiskvinnslu fæst, hefur lýst yf- ir því, hvað eftir annað, að eina lausnin á erfiðleikunum, sem að okkur steðja í sambandi við aðstöðuna á mörkuðunum, sé einmitt sú, að útvegsmönnum og sjómönnum sé hagur í því, að afli þeirra sé gæðavara. Síð- ast kom þetta sjónarmið fram í skýrslu þeirra Jóns Axels Pét- urssonar og Kristjáns Einarsson ar í sambandi við skemmda saltfiskinn á Jamaica, og sömu sjónarmið eru ríkjandi í freð- fiskiðnaði okkar og skreiðar- framleiðslu. Það er því krafa allrar þjóðarinnar, að fiskverðið verði háð gæðum fisksins. Þetta er undirstaða allrar vöruvöndunar og hlýtur að vera hverjum manni full- Ijóst, að framtíð íslenzks fisk iðnaðar er undir því komin, að þetta sé gert nú þegar, þ\'í á morgun getum við verið húnir að glata öllum okkar mörkuðum. Jamaica-fiskurinn. Það þótti tíðindum sæta, þeg- ar tveir framámenn Sölusam- bands íslenzkra fiskframleið- enda flugu í ofboði vestur til Jamaica um daginn og komust fljótt af stað allskonar flugu- fregnir um, að heilir skipsfarm- ar af saítfiski væru ónýtir þar. Var talað um milljónatjón og þótti mönnum að vonum, að þarna væru ill tíðindi. Af skýrslu, sem birtist í blöðum, eftir heimkomu þessara manna mátti og sjá, að þarna hafði litlu munað, að við íslendingar Vaxtahækkunin ekki til Hefur ekki óhrif á verðlagið. IJtdráttur úr ávarpi Jónasar H. Haraiz. Jónas H. Haralz flutti ávarp í útvarpinu í fyrrakvöld um vaxtahækkunina og komst m. a. svo að orði: ,,Þvi eru ákveðin takmörk sett, hve mikið útlán banka megi aukast og ákvarðast af aukningu sparifjár. Aukist þau, hlýtur það að leiða til greiðslu- halla við útlönd og verðbólgu innanlands. Þetta hefir einmitt átt sér stað hér. En þetta á að breytast, og vaxtahækkunin er nauðsynlegur liður til þess. Sl. 10 ár hefir vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 10% á ári að meðaltali, helm- ingi meira en nemur árlegum vöxtum af almennu sparifé. Því hefir fólk ráðstafað fé sínu sífellt meira á annan hátt en að ávaxta það í bönkum. Verð- bólguþróunin kenndi fólki, að það borgaði sig ekki að eiga sparifé, en var gróðavegur að vera skuldunautur. Þessari vaxtahækkun er ekki ætlað að standa til frambúðar. Þegar jafnvægi hefir kömizt á, hefir hún náð tilgangi sinúm. Þá getur fljótlega rékið að því, að eftirspurn eftir lánsfé verði of lítil samanborið við spari- fjármyndun. Þá er kominn tími til að lækka vextina aftur. Það er augljóst, að vaxta- hækkunin skapar atvinnufyrir- tækjum og öðrum, sem skulda fé í bönkum, kostnað og örðug- leika. Slíkt er óhjákvæmilegt. Það má ekki hafa áhrif á verð- lagið. Fyrirtækin verða að bæta sér það upp með öðru móti, fá i kostnaðaraukann með því að minnka birgðir sínar og draga úr fjárfestingu, minnka láns- | fjárnotkun, draga inn í fyrirtæk 1 ið nýtt fjármagn og minnka 'þannig þörf sína fyrir lánsfé. Þar við bætist, að afnám bóta- kerfisins gerir það að verkum, að útflytjendur fá fulla greiðslu fyrir útflutninginn fyrr en áð- ur, og þýðir það verulegan sparnað á vöxtum. Til þess að draga úr örðug- : leikum húsbyggjepda i sam- jbandi við vaxtahækkunina hef- ir ríkisstjórnin álórm um að | afla 40 millj. króna lil, íbúða- ; lána á þessu ári umfram tekjur I Byggingasjóðs ríkisins, til þess að losa byggjendur við lausa- skuldir í bönkum. hefðum misst enn einn markað- inn fyrir útflutningsframleiðslu okkar. Til allrar hamingjú virðist þó sem þetta hafi ekki farið svo illa, heldur hafi kaupendur fall- izt á að halda viðskiptunum á- fram er það gott. Það upplýst- ist nefnilega, að hluti a. m. k. eins skipsfarms hefði verið al- gjörlega óhæfur til manneldis. Þessar fréttir vekja að vonum nokkrar spurningar í huga olck- ar um ástand þessara mála, því menn undrast hvernig slíkir hlutir megi ske nú á tímum. Það virðist, að fiskurinn hafi verið algjörlega óhæfur, þegar honum vai' skipað út hér heima og þó á hver fiskur að vera metinn af tninaðarmönnum ís- lenzka ríkisins, mönnum, sem eiga að teljast sérmenntaðir á þessum sviðum. Þess vegna langar blaðið að fá svör við eftirfarandi spurn- ingum hjá viðkomandi aðilum: 1. Hver ber skaðann af þess- um skemmda fiski, fram- leiðandinn sjálfur eða er honum dreift á hcildar- samtök útflytjenda? 2. Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að girða fyrir að slíkt geti endur- tekið sig? 3. Hvaða opinbert eftirlit er með slíkri framleiðslu? Að lokum er ein spurning til lesenda sjálfra. Hafa fslending- ar efni á að leyfa framleiðend- um sem flytja út slíka vöru sem þessa, að halda áfram að vinna þessi störf, eða á ekki að grípa til róttækra ráðstafana núna til að fyrirþyggja að einn kærulaus einstaklingur geti eyðilagt markaði upp á mörg hundruð milljóna ái'lega? Magn ið í umræddri sendingu var víst ekki mikið, en samt hefði það vel getað eyðilagt þennan mark- að algjörlega. Það þarf nefni- lega ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð. frambúðar. Því skjótari og betri sem árangurinn verður af þeim efnahagsráðstöfunum’, sem nú er verið að gera, því fyrr er hægt að lækka vextina á nýjan leik." Kirkjuvika á Patreksfirði. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði 17. febr. Siðastliðna viku var kirkju- vika í Eyrarsöfnuði í Patreks- firði. Kirkjuvikan var haldin að forgöngu sóknarprests, sr. Tóm- asar Guðmundssonar og sókn- arnefndar. Mörg erindi voru flutt á kirkjuvikunni og' Kirkju- kór Eyrarkirkju, stjórnandi Steingrímur Sigfússon, annaðist sálmasöng og flutning kórverka. Kirkjuvikan var vel sótt og þótti ágætlega takast. Henni lauk með guðsþjónustu síðastl. sunnudag og samsæti er sókn- arnefnd bauð til öHum, sem starfað höfðu að kirkjuvikunni. ,:.... ■ Arn. Djöftaeyjan — Frh. at 1. síðu. vegna þess að ríkisstjórnin telur sig ekki hafa nein not fyrir hana lengur. Innifalin í sölunni verða 43 betrunarhús, tvö veitinga- hús, 27 skógarsýli, tveie sandhólar og gamall 20 km. langur skipaskurður, sem aS eins þarf að hleypa vatni í, svo að hann sé í fyrsta flokks lagi. Frakkar hófu að sendal fanga til þessarar eyju 1852, en það var ekki fyrr en 1894, að eyjan varð fræg þegar Alfred Dreyfus var dæmdur í útlegð þar. Hann bjó þarna og slcrefaði sandinn í fjör- unni til ársins 1899, þegar hann var látinn laus og dæmdur sýkn saka. Djöflaeyjan var langt í frá versti staðurinn fyrir fanga í þessari frægu nýlendu, þótt hún sé þekktust þeirra. Venjulega voru þar aðeins fimm fangar, sem hver hafði sitt cigið hús og sérstakan vörð. Á nærliggjandi eyju — St. Josephs eyju — voru hafðir nokkur hundruð fangar i haldi, og þar gat að líta alla þá eymd og volæði, sem sög- urnar segja frá. Þriðja eyjan, Konungseyja (Isle Royale), var einna helzt notuð til geymslu sjúkra fanga, vegnu þess að loftslag þar var ekki eins skaðlegt og í öðrum lilutum nýlendunnar. Þessar þrjár eyjar eru til samans nefndar „Iles du Salut", sem ef til vill mætti þýða „Öryggiseyjar" cða „Frelsiseyjar", og hefur þessi nafngift orðiii m’.irg- um háðfuglinum aa u::.íals- efni. Flestir fangarnir — sendii* voru 18 þús. þangað á árun- um frá 1852 til 1867 — fóru til fangabúða eða fangahúsa á svæðinum umhverfis Cay- enne, sem er höíuðborg Guiana. Upphaflega vovu þeir útlægir gerðir að fullu, sem venjulega var þó ekki til langs tíma, vegna þess aS malaría og aðrir sjúkdómar* bundu brátt endi á líf þeirra. Þess vegna var ákveðið a8 hætta að nota þenna stað sem fanganýlendu, og var síðastl „skipsfarmurinn" sendui* þangað 1939. Eftir heims- styrjöldina var hætt við að . nota staðinn sem slíkan, og um 2 þúsimd fangar látnip lausir. Flestir íbúanna eru nú gamlir fangar, sem ekkl bafa farið þaðan, eða afkomendui' þeirra. Stjómin franska er ekki viss um, hvert hún á að snúa sér til að leita að kaup- endum, né hverjir mundu vilja leggja fé í þetta lands- svæði, sem nú cr orðm byrði franska ríkinu. Þar cru nú ræktaðar kókóshnetur, en gengur víst ekki of vel. „Kannske einhver fangi með heimþrá kaupi draslið", sagði cinn stjómarfulltrúinn nýlega, en samt vondaufur I bragði. Árið 1936 komst franska stjómin að þeirri niðurstöðu, að þessi nýlenda væri blettur á nafni landsins, uppeldis- staður glæpa og sjúkdóma.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.