Vísir - 01.03.1960, Síða 4
v|siB
Þriðjudaginn 1. marz. 1960
WISKB.
DA6BLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
• •
Oðru vísi mér áður brá.
Ekki alls fyrir löngu tilkynnti
Tíminn, að vandamál efna-
hagslífsins yrði ekki leyst
! nema með samstarfi á breið-
! um grundvelli. Við aðra um-
ræðu efnahagsmálafrum-
varps ríkisstjórnarinnar fyrir
skemmstu sagði Ólafur Jó-
hannesson, aö „efnahagsmál-
j in verða ekki leyst nema
) með víðtæku samstarfi
flokka og stéttasamtaka“
) eins og haft er eftir honum
í stórri fyrirösgn í Tímanum
á sunnudaginn. Má segja um
1 þetta hvorutveggja, að öðru
vísi mér áður brá.
Þegar menn lesa slíkar yfirlýs-
ingar forvigismanna Fram-
j sóknarflokksins og blaðs
hans, hlýtur að rifjast upp
' fyrir þeim, hvað sömu aðilar
sögðu um nákvæmlega sömu
► viðfangsefni fyrir fáeinum
* árum. Áður en vinstri
stjórnin var mynduð — sæll-
l ar minningar — var það
I nefnilega eini boðskapurinn,
sem Framsóknarflokkurinn
hafði fram að færa, að það
væri ekki hægt að leysa
vandamál efnahagslífsins
' nema með því, að Sjálfstæð-
isflokkurinn fengi hvergi
nærri að koma.
Samkvæmt þessu var svo
vinstri stjórnin sett á lagg-
ir, og eitt helzta verkefni
hennar var að útiloka yfir
tvo fimmtu hluta þjóðarinn-
I ar frá öllum áhrifum á gang
þjóðmála og þar með lausn
efnahagsmálanna. Meðan
Hermann Jónasson hélt enn,
! að hann gæti stjórnað land-
inu, vildi hann ekkert við
Sjálfstæðisflokkinn tala.
Hann lét meira að segja svo
um mælt norður á Hólma-
vík, að hann væri búinn að
setja Sjálfstæðisflokkinn út
úr íslenzkum stjórnmálum
i og þóttist vitanlega mikill
maður af þeim sökum.
En skyndilega hljóp hann eins
og flík úr lélegu efni, því að
allt í einu var hann búinn að
fá þá hugmynd, að íslandi
yrði bezt stjórnað af þjóð-
stjórn. Það var í lok ársins
1958, þegar Framsóknar-
flokkurinn var búinn að
gera tilraunina til að stjórna
landinu með útilokun Sjálf-
stæðisflokksins. Þá voru erf-
iðleikarnir allt í einu orðnir
svo gífurlegur, að jafn-
vel Framsóknarflokkurinn
skildi, að hann var ekki eins
mikill og merkilegur og hann
hafði haldið. Hann laut meira
að segja svo lágt, að hann
vildi fyrir alla muni fá Sjálf-
stæðismenn í stjórnina.
Þá átti Framsóknarflokkurinn
sér ekkert æðra mark en að
fá að vera í ríkisstjórn áfram.
Hann var svo æstur í það, að
hann vildi jafnvel kingja
öllum stóru orðunum og
leggja sig niður við að vera
í stjórn með Sjálfstæðis-
flokknum. Má segja um það,
að aldrei hefir nokkur flokk-
ur lagzt eins lágt og Fram-
sókn gerði þá, en ef til vill
má kenna það að nokkru af-
skiptum foringjanna af olíu-
sölu.
Nú fór svo, sem menn muna, að
Framsóknarflokkurinn var
dæmdur úr leik, En síðan
hefir hann ekki linnt látum
— hann vill með einhverju
móti komast í stjórn aftur,
og að því marki beinist ein-
mitt barátta hans um þessar
mundir. Síðustu vikurnar
hefir öll hans viðleitni snúizt
um að sannfæra menn um,
að vandamálin verði aðeins
leyst með „samstarfi á breið-
um grundvelli" — þ. e. með
því að hafa nokkra ráðherr-
anna úr Framsóknarflokkn-
um.
Margar kvaðningar slökkvl-
liðslns um heigina.
Mt sí iim eld rteða sem
krakkar liofAu kveikt.
Slölckviliðið í Reykjavík var
nokkurum sinnum kvatt út um
helgina, en mest var það vegna
elds sem krakkar höfðu kveikt,
ýmist í sinu eða rusli.
Svo virðist sem brennuæði
krakka sé orðið að miklu
vandamáli og Reykjavíkurbæ
dýrt orðið. Hafa óvenjumikil
brögð verið að því í vetur að
krakkar hafa kveikt í sinu. Og
enda þótt eldur í sinu valdi ekki
tjóni í sálfu sér, stafar þó ávailt
hætta af því að eldurinn nái til
mannvirkja eða annarra verð-
mæta og þess vegna óhjákvæmi-
legt að kveðja slökkviliðið á
vettvang.
Á laugardaginn var slökkvi-
liðið kvatt að gróðrarstöðinni
Alaska vegna sinuelds, sem
krakkar höfðu kveikt og sama
dag að Skálholti í Kaplaskjóli
af sömu orsökum. Enn var það
kvatt. á laugardaginn að Brá-
vallagötu 40, en þar höfðu
krakkar kveikt í rusli utan
húss í fyrrad. laust eftir hádegið
kom brunakvaðning frá Lauga-
vegi 46 vegna elds sem kveikt-
ur hafið verið í rusli að húsa-
baki.
Aðar kvaðningar um helgina
voru í vélbátinn Pálmar við
Grandagai’ð á laugardag. Reyks
hafði orðið vart í bátnum og
við athugun kom í ljós að hann
stafaði út frá rafleiðslu sem lá
á gólfi í klefa bátsins. Var gólf-
ið tekið að sviðna þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang, en tjónið
varð lítið.
Aðfaranótt s.unnudagsins
hafði kviknað lítilsháttar í bíl
suður í Garðahverfi. Hafði
neisti komist út frá öskubakka
í sætisbaki og var þetta fljót-
lega slökkt á staðnum, en bíl-
eigandanum þóttj tryggara að
aka bílnum að slökkvistöðinni
og láta athuga hvort hugsanlegt
væri að eldur ieyndist enn í
bílnum.
Skautamót í gær:
Jón R. Einarsson skautameistari
Reykjavíkur 1960.
Þeir eru hvíldarþurfi.
Það er hæpið, að almenningur
í landinu telji það allra ráða
bezt að fá Framsóknarmenn
til að gerast aðilar að stjórn.
Þeir ,,mætu“ menn fengu sitt
gullna tækifæri, þegar þeir
mynduðu vinstri stjórnina,
og þarf ekki framar um það
að tala,hvernig þeirávöxtuðu
' sitt pund þá. Það mun al-
mannarómur, að þeir eigi að
taka sér hvíld frá störfum
fyrst um sinn, þeir eigi ekki
' að vera að vasast í þjóðmál-
Um að neinu verulegu leyti.
j>eir munu sámt hafa næg verk-
efni. i»eir þurfa alls.ekki að
f vera iðjulausir, þótt þeir
þyrmi þjóðinni urn tíma.
Þeir gætu tekið sig til að
reyna að uppræta það hugar-
far, sem búið hefir um sig í
flokknum undanfarinn ald-
arfjórðomg og kemur meðal
annars fram í því, að brodd-
ar flokksins og fyrirtækja
hans líta svo á, að um þá og
fjáröflunaraðferðir þeirra
gildi önnur lög en samskon-
ar athafnir annarra manna.
Meðan flokkurinn gerir ekki
hreint fyrir sínum dyrum í
þessu efni, er hann vitanlega
brennimerktur, en hann ræð-
. ur því, hversu lengi hann vill
vera það.
Skautamót Reykjavíkur var
haldið um helgina á Tjörninni í
Reykjavík. Sigurvegari varð
Jón R. Einarsson, Þrótti; sigraði
hann í 1500 m., 3000 m. og 5000
m. hlaupum og varð fyrstur í
stigakeppninni.
Efstir í einstökum greinum (á
mánudag):
11.500 m. hlaup:
1. Jón R. Einarsson, Þrótti
2:59.9 mín.
2. Sigurjón Sigurðsson, Þrótti
3:02. 3mín.
5.000 m. hlaup:
1. Jón R. Einarsson, Þrótti
11:13.5 mín.
2. Sigurjón Sigurðss, Þrótti
11:19.8 mín.
Stigakeppnin:
1. Jón R. Einarsson, Þrótti
256.517 stig.
2. Sigurjón Sigurðss., Þrótti
257.597 stig'?
Þá var einnig keppt í 1.500 m.
hlaupi drengja, og urðu úrslit
þessi:
Guðmundur Einarsson K. R.
3:22.3 mín.
2. Ólafur Þorsteinss, Skf. R;
3:26.7 mín.
500 m. hlaup:
1. Þorsteinn Steingímss, Þr.
53.8 sek.
2. Guðm. Þorsteinss. K.R.
59.6 sek.
3000 m. hlaup:
1. Jón R. Einarsson, Þr.
6:43.8 mín.
2. Sigurjón Sigurðsson, Þr.
6.50.1 mín.
Stigakeppnin:
1. Sigurjón Sigurðsson; Þr.
(128.850 stig.
2. Jón R. Einarsson, Þr.
129.200.
500 m. hlaup drengja:
1. Gunnar Snorrason, Umf.
Breiðablik, 1‘01.7 mín.
2. Andrés Sigurðsson K.R.
1:03.3 mín.
Veður var hið fegursta, stillt
og bjart, og voruáhorfendurum
1500 talsins. Eftir keppnina af-
hent Gísli Halldórsson, formað-
ur í. B. R. sigurvegurunum
verðlaunin, en drengirnir fengu
bækur í verðlaun. Mótinu var
síðan slitið af Lárusi Salómons-
syni, formanni Skautafélags
Reykjavíkur, en Sautafélagið
annaðist framkvæmd mótsins
að þessu sinni.
Indonesia fái Vestur-
Guineu.
í sameiginlegri yfirlýsingu
birtri í Djakarta kemur Krúsév
svo að orði, að Sovétríkin styðji
kröfu Indonesiu til vesturhluta
Nýju Guineu, sem Hollendingar
ráða yfir.
Efnahagsaðstoðin.
Soekarno forseti Indonesiú og
Nikita Krúsév forsætisráðherra
Sovétríkjanna hafa nú undirrit-
að efnahags- og menningarsátt-
málann milli landa þeirra.
Samkvæmt honum veita So-
vétríkin Indoesiu lán að upp-
hæð sem svarar til 350 millj.
dollara til ýmiskonar umbóta
og framkvæmda, m.a. til þess
að reisa stáliðjuver.
----•------
Nasser forseti Arabiska
sambandslýðveldsins kom í
skyndiheimsókn til hafnar-
borgarinnar Latakia í Sýr-
laudi sl. sunnudag. ■
Launakjör.
Eftirfarandi bréf hefur Berg-
máli borizt:
„Það er engu líkara en að nú
ætli hver stétt menntamanna af
annarri hér á landi að hefja sókn
fyrir því að fá hærri laun. Allir
segjast bera of lítið úr býtum,
áróðri er Beitt, samanburður
gerður á launum menntamanna
hér og erlendis, og beinlínis haft
í hótunum að flytja úr landi, yf-
irgefa sitt föðurland og vinna
þar sem bezt er borgað. Um
þetta er mikið rætt manna meðal
og einkum vekur framkoma
þeirra, sem áróðurinn reka mikla
furðu — ekki sízt hótanirnar um
að hverfa úr landi, a. m. k. ef um
menn er að ræða, sem fengið
hafa námsstyrk með þvi fororði,
að þeir ynnu tiltekinn árafjölda
fyrir land sitt.
Ur öllu hófi keyrir þó er stétt-
arfélag beinlínis varar ísl. verk-
fræðinga erlendis við að koma
heim, svo fremi, að um menn sé
að ræða, sem lokið hafa prófi
með háum námsstyrkjum, en
ekki enn unnið hér heima.
Hverjir næstir?
Hverjir verða næstir? Arki-
tektar hóta að fara úr landi, verk
fræðingar vara stéttarbræður er-
lendis við að koma heim og láta
i það skína, að til verkfalls komi.
Félag íslenzkra náttúrufræðinga
hefur gert mikla ályktun um
kjai’amálin og segir þar m. a„ að
allmargir ísl. náttúrufræðingar,
sem lokið hafa námi erlendis
hafi neyðzt til að ráða sig til
starfa þar og ýmsir þeirra, sem
komnir séu yfirvegi að hverfa
úr landi, enda hvarvetna nema á
Islandi ört vaxandi eftirspurn eft
ir náttúrufræðingum. Enginn
þarf að ætla, að ekki komi fleiri
á eftir og kvarti og ef til vOl hafi
í hótunum eða svo má líklegt
þykja miðað við það, sem á und-
an er gengið.
Réttmæti.
Fjarri fer því að ég vilji kveða
upp neinn dóm um hversu rétt-
mætar kröfur þessar stéttir bera
fram — og réttmætum kröfum
ber að sjálfsögðu að sinna eftir
því sem vort fátæku land getúr.
Kröfur eiga að vera rökstuddar
og um þær ber að semja — án
þess að rekinn sé áróður eins og
fram kemur í bréfi því, sem birt
var í Vísi í dag, 29. febr.
Aðrar hliðar.
Málin hafa líka aðrar hliðar og
líta ber á fleira en það, að sam-
bærilegar stéttir erlendis fái
hærra kaup. Það verður líka að
líta á það, hvort hægt sé að
greiða þessum mönnum eins hátt
kaup og erlendis er gert sam-
bærilegum mönnum og athuga
vel hverjar afleiðingar það gæti
haft með tilliti til annarra stétta.
Þá er þess að geta, að hér heíur
komizt meiri jöfnuður en áður
var, að því er varðar launakjör
manna. Það er ekki æskilegt, að
breikka aftur bilið um of. Það
má a. m. k. ekki fara út i þær
öfgar, að vissar stéttir fái svo
hátt kaup, að almenningur fari
að lita á þær sem hálaunaðar for-
gangsstéttir vegna þeirra sér-
þekkingar, sem þær hafa getað
aflað sér, m. a. vegna stuðnings
er þær nutu og tekinn er líka úr
vasa þeirra, sem lægra eru laun-
aðir — og vinna föðurlandi sinu
eins og hinir, og á ég þar fyrst
og fremst við þá, sem halda
framleiðslmini; gangandi:. Sjó-
menn og bændur. og verkafólk.
Seinast en ekki sizt: Nú eru þeir