Vísir - 04.03.1960, Page 7
Föstudaginn 4. marz 1960
VfSIR
7
i
I
Þeir hverfa inn í risaskipið, sem verður heimkynni 'þeirra
næstu daga.
Landherinn fer ur iandi.
10.000 smálesta herflulnínga-
skip flytur héðan um 1000
hermeinn.
Þeir voru kátir í gær, þeir
Berns, Stan og David, — og
það er kannske ekkert óeðlilegt.
Þeir voru nefnilega að fara
heim til sín, eftir að hafa verið
hérna á hjara veraldar — í
misjafnlega langan tíma —
langt fjarri vinum og ættingj-
um, og nú voru þeir að leggja
af stað hcim, til konu, kærustu,
pabba og mömmu, í sólskin og
sumarveður. Allir áttu þeir von
á því að fá frí, kannske í mán-
aðartíma, og einn þeirra átti
von á því að losna alveg úr
hemum, og taka til við að lifa
eins og eg og þú.
Berns, Stan og David eru
engin nöfn, sem eg'hefi fundið
upp út í bláinn. Eg talaði við
þá í gær, þegar þeir voru um
borð í oliuskipinu, sem var
að flvtja þá um borð í USS
General G.M, Randall, sem átti
að flytja þá til New York.
Eftirnafn Berns er Reed.
Hann stóð framarlega í röðinni,
þegar gengið var um borð í
,,Randall“ og bar stóra tösku
um öxl. í töskunni voru full-
komin Ijósmyndatæki, enda er
hann áhugaljósmyndari. Hann
brosti til okkar blaðamannanna,
og' sérstaklega ljósmyndara Vís-
is, er stóð þar rétt hjá. Þess
vegna var það að eg gaf mig á
tal við hann.
— Ertu ekki feginn að fara
heim?
— Nei, eg hefð'i alls ekki vilj-
að fara héðan, ef eg hefði feng-
ið að ráða, en eg á engra ann-
arra kosta völ.
— Fvrirgefðu. Eg heyri svo
illa hérna i rokinu......
— Eg hefði helzt viljað vera
hér áfram á íslandi.
— Af hverju?
— Eg er búinn að vera hérna
í tvö ár, og hefi tekið ástfóstri
við landið. Svo hefi eg mína
fjölskyldu hérna heima.......
— Fjölskyldu?
— Já, eg er kvæntur íslenzkri
konu, Þórdísi Sigurðardóttur.
— Börn?
— Einn strakur.
— Og hvað verður um þau?
— Þau koma til mín í St.
Paul, Minnesota, um 20. þ. m.
Þar verðum við líklega í eitt
eða tvö ár, og svo komum við
vonandi hingað aftur.
— Góða ferð, Reed, fram og
aftur.
David Wyatt er ættaður frá
New London í Connecticut.
Hann er aðeins 19 ára gamall,
myndarlegur og viðfeldinn pilt-
i ur.Hann hefur verið í hernum
ií tæp þrjú ár, og á að losna
þegar þau eru liðin. Svo bjóst
hann við fríi, er heim kæmi,
svo að allt lék í lyndi fyrir hon-
um. Hér hefur hann verið í 6
mánuði, og hlakkaði auðsjáan-
lega mikið til' að koma heim.
Nei, hann átti enga kærustu
heima, sagði hann, og brosti
unglingslegu brosi. Hér hafði
hann ferðast dálítið um, og lík-
aði dvöl sín vel hér á landi.
Ekkert styggðarorð um land né
þjóð — og svo var reyndar um
alla þá, sem eg átti tal við. Það
sem hann sá mest eftir, var að
hafa ekki fengið tækifæri til
að reyna við gilunginn hérna í
ám og vötnum. En við því var
ekki að gera.
Þeim var mörgum kalt á leið-
inni út úr höfninni, enda voru
þeir látnir standa í röðum uppi
á dekki alla leiðina, og máttu
sig hvergi hræra. Kaldur norð-
an-næðingurinn þrengdi sér
milli klæða þeirra og þeir voru
orðnir bláir i gegn, áður.en þeir
komust út fyrir hafnargarðinn.
Samt áttu allir gamanyrði á
vörum, og hrópin og köllin
heyrðust um allt skipið.
Nokkrir höfðu sveipað hand-
klæðum um háls sér, til að
reyna að halda á sér hita. Einn
var með útfjólublátt hand-
klæði, og skar sig dálítið úr,
bæði vegna litarháttar hand-
klæðisins, og svo vegna þess,
hve vel það fór við litinn á eyr-
unum. Sá bar margar rendur á
handlegg, og var því auðsjáan-
lega „sardjantmeijor“, eins og
stúlkan sagði í barnsfaðernis-
málinu forðum.
— Hann er kaldur í dag.
— Já. En það gerir ekkert
tli. Það er oft kaldara heima.
—. Hvaðari ert þú ættaður?
— Bærinn heitir Hoburg, og
er í Indiana. Það er oft miklu
kaldara þar en hér á íslandi.
— Hefurðu verið hér lengi?
— í fimm mánuði.
— Þú virðist ekki vera neinn
nýgræðingur í hernum. Ert þú
ef til vill átvinnuhermaður?
~ Já, eg hefi verið 15 ár í
hernum.
— Og heitir . . . . ?
— Stan Shirvinslti.
— Er það ef til vill pólskt
nafn?
— Nei. Eg er af litháiskum
ættum. Faðir minn er fæddur í
Lithaugalandi og fluttist til
Bandaríkjanna. Þar er eg fædd-
ur og uppalinn.
□
Þeir höfðu auðsjáanlega allir
fengið fyrirmæli um að mæta
í sínu bezta „klúnsi“, voru
isnyrtilegir í alla staði, eins og
! þeirra er siður. Þegar land-
göngubrúin var tekin frá hafn-
! arbakkanum, lustu þeir upp
1 miklu gleðiópi, því að nú voru
þeir lausir — og lagðir af stað
Frá Alþíngi —
Framhald af 6. síðu.
lýsingar um reikninga fyrir-
tækisins á að veita í sama mæli
og veittar eru hluthöfum með
reikningsyfirlitinu, sem lagt er
fyrir venjulegan, árlegan aðal-
fund fyrirtækisins. Ekki má
krefjast upplýsinga um önnur
mál, ef það gæti skaðað hags-
muni fyrirtækisins. Né heldur
má krefjast upplý'singa um
einkamál.
V. gr. — Eftir því sem unnt
er, eiga nefndirnar að vinna að
því, að gert sé út um ágrein-
ingsmál með umræðum í nefnd-
inni til þess að ltoma á og við-
halda góðum skilyrðum og
vinnufriði í hverju einstöku
fyrirtæki.
Samstarfsnefndir geta ekki
fengizt við mál, er varða
heildarsamninga, gerð þeirra,
framlengingu, uppsögn, túlkun
eða breytingar á þeim, né þau
mál, sem varða breytingar á
kaupi og kjörum.
Á þessum greinum samnings-
ins sést, að samstarfsnefnd-
irnar eru aðeins ráðgefandi og
skýrt er tekið fram að öllum
deilum um samninga um kaup
og kjaramál skuli halda utan
ið starfssvið þeirra og vera eft-
ir sem áður í höndum heildar-
samtakanna.
Hlutverk nefndanna er ann-
ars vegar að bæta eldri aðferð-
ir og finna nýjar til að bæta
skipulag til aukningar fram-
leiðslunni, að lækka kostnaðinn
við framleiðsluna með það
sjónarmið fyrir augum, að
.framleiðsluaukning sé fyrsta
skrefið til raunhæfra kjarabóta
!— og hins vegar sé hlutverk
þeirra, að fjalla um aðbúnað
jverkafólks á vinnustað, örygg-
isráðstafanir til að afstýra
slysum, atvinnuöryggi og önnur
jfélagsleg vandamál starfsfólks-
ins.
Fulltrúar í nefndunum ræða
um þau vandamál og þær til-
lögur, sem liggja fyrir hverju'
sinni, á fundum sínum, og er
þar reynt að komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu.
Til þess að gagnkvæmur skiln
ingur á viðfangsefninu og full-
ur trúnaður sé á milli aðila er
það ekki aðeins talið mikilvægt,
heldur nauðsynlegt fyrir þessa
starfsemi að þeir, sem fyrir-
tækjunum stjórna, gefi fulltrú-
um starfsfólksins upplýsingar
um rekstrarafkomu, söluhorfur
Þetta mundi vera hínn full-
| komni sæludagur, ef hann væri
ekki svona skrambi kaldur.
heim. Þegar landgöngubrúin
war fest við flutningaskipið á
ytri höfninni, æptu þeir enn
,hærra, því að nú voru þeir um
það bil að stíga fæti á banda-
ríska grund.
Það getur enginn láð ungum
mönnum, sem hafa verið fjar-
vistum að heiman í marga mán-
uði, þótt þeir hlakki til að koma
;heim, og enginn þeirra lét
hnjóðsyrði falla um ísland, né
þá er þar búa.
Eisenhowcr Bandaríkjafor-
seti telur nú svo ríflega veitt
fé til geimflaugaáætlunar-
innar, að ekki mundi koma
að teljandi gagni að bæta
þar við.
á framleiðslunni, útvegun hrá«
efna o. s. frv, eða allt það, sem
getur haft þýðingu fyrir rekst«
urinn, íramleiðsluna og at«
vinnuöryggi starfsmanna fyrir*
tækjanna.
Þess vegna er ákvæðið i
samningum um að samstarfs-
nefndunum séu gefnar samskon-
ar upplýsingar og hluthöfum á
aðalfundi.
Það sem eg hefi sagt um
nefndarstarf þetta í nágranna-
löndum okkar er langt frá því
að vera tæmandi.
, Mér finnst þó rétt að draga
, frarn enn eitt atriði til að fyrir-
byggja hugsanlegan misskiln-
ing, og það er, að ekki aðeins
samstarfsnefndirnar heldur
einnig heildarsamtökin í lönd-
um þessum hafa staðið í vegi
fyrir hverskonar áformum
vinnuveitenda til þess að auka
vinnuálagið á kostnað verka-
fólks eins og nokkur dæmi vora
til um, meðan samstarf þetta
var á frumstigi.
Þá finnst mér og rétt að geta
þess, að ábyrgir menn á vegum
danska verkalýðssambandsins
hafa mikinn áhuga á aukningu
og útfærslu á starfssviði nefnd-
anna og halda því m. a. fram,
að í núgildandi samningi sé það
jmikill ókostur, að ekki skuli
mega ræða um vandamál í sam-
,bandi við kaup og kjarasamn-
'inga.
Nú er mér fyllilega ljóst, aðl
það sem heppilegt þykir hjá út*
.lendum, þarf ekki að hafa sama
j gildi hér. En eg bendi á í grein-
l argerð tillögunnar á ummæli
,tveggja íslendinga, sem hafa
jkynnt sér þessi mál gaumgæfi-
lega og taka jákvæða afstöðu til
þeirra.
| Síðan er mér kunnugt crðið
um fleiri innlenda aðila, sem
tekið hafa sömu vinsamlegu af-
stöðuna til málsins í ræðu og
riti.
Persónuleg skoðun mín er sú,
að samstarf sem þetta hljóti
|að vera vísir að frambúðar-
,lausn þessara viðkvæmu mála,
ein þýðingarmesta aðferðin í
þjóðfélagi sem okkar, til að
bæta sambúð launþega og
vinnuveitenda, því umræður
um vandamálin leiða af sér
gagnkvæman skilning og koma
kannske í veg fyrir að lítilfjör-
leg ágreiningsatriði valdi tjórii
að óþöffu
Heppilegustu leiðina til að
|koma nefndum þessum á stofn
tel eg vera þá, að samstarfs-
jnefndir tækju til starfa til
|i’eynslu i nokkrum fyrirtækj-
um með sem ólíkast starfssvið
og síðan væri starf þeirra og
árangur tekinn til rannsóknar
og endurskoðunar eftir t. d. 12
mánuði og þá teknir upp samn-
ingar á grundvelli erlendrar og
innlendrar reynslu.
Óhætt er að slá því föstu, að
,illmögulegt væri að byggja al-
gerlega á reynslu annarra
þjóða vegna ólíkra atvinnu-
hátta og annarra ástæðna, og að
þess vegna mætti forðast ýmis
mistök sem þar hafa átt sér
stað.
Það hefir verið ákveðin ein.
umræða um mál þetta. Fyrir
mitt leyti tel eg að form og efni
tillögunnar leyfi að hæstvirt Al-
þingi taki ákvörðun um hana
þegar í stað.“