Vísir - 09.03.1960, Page 1
. 10. árg.
Miðvikudaginn 9. marz 1960
58. tbl.
Rústir af svertingjakofa við Luluaburg í Kongó eftir skærur
svarta innbyrðis. Margir óttast að óöld magnist í landinu, er
hvítir menn hverfa haðan á brott.
Dílþjófur tekinn í gær.
Var réttlndalaus og ölvaður og hafði auk
þess lent í
í gærkvöldi var bílþjófur
handtekinn hér í bænum eftir
að hann hafði lent í árekstri.
Hafði hann stolið bifreiðinni
R-1894 og farið á henni í öku-
ferð um bæinn. Á Hringbraut-
'inni ók hann á kyrrstæða. og
mannlausa bifreið, en lögregl-
. unni barst tilkynning um á-
reksturinn og rétt á eftir tókst
henni að handtaka þjófinn.
Við athugun kom í ljós að
þjófurinn var bæði ökuréttinda
laus og undir áhrifum áfengis.
Fór lögreglan með hann í slysa-
varðstofuna, þar sem blóðsýnis-
horn var tekið af honum en
færði hann að því búnu í fanga-
. geymslu. Mál hans var tekið
fyrir í morgun og skýrði hann
. þá frá því, að hann hafi verið
að skemmta sér frá því í gær-
morgun og verið nokkuð við
skál um daginn. í gærkvöldi
um 10 leytið var hann á gangi
. eftir Hverfisgötunni og kom
. þar að bifreiðinni R-1894, sem
var ólæst. Manninn langaði þá
í ökuferð, vatt sér inn í bílinn
og gat kveikt á kveikjulásnum
með skrúfjárni. Síðan var ekið
af stað.
Eins og að framan greinir
lenti maðurinn í árekstri á
Castro reiður
Herter.
Castro brást reiður við, er
hann frétti um seinustu mót-
mæli Herters.
Herter vítti harðl. áróður á
Kúbu í garð Bandaríkjanna.
Kúbastjórn segir seinustu um-
mæli Hitlers , stórmóðgandi í
garð Kúbu.
árekstrl.
Hringbrautinni, lenti þar lítils-
háttar utan í annarri bifreið og
skemmdi hana eitthvað. Ekki
sinnti hann því neitt frekar, en
hélt för sinni áfram. En maður,
sem var þarna nærstaddur og
sá áreksturinn, gerði lögregl-
unni aðvart og gaf jafnframt
lýsingu á bifreið ökumannsins.
Lögreglan hóf leit að mannin-
um og fann hann og handtók
um hálftólfleytið, þar sem
hann var enn á ferð í Vestur-
bænum.
Þjófurinn er 21 árs gamall
og er kunnur lögreglunni af
fyrri viðskiptum, hefur m. a.
lent í þjófnaðarmálum áður,
sætt sektum fyrir ölvun og ver-
ið sviptur ökuréttindum.
Innbrot.
í fyrrinótt var brotizt inn í
blikkverksmiðjuna Glófaxa við
Ármúla. Fór þjófurinn inn um
glugga, komst inn í skrifstofu
fyrirtækisins, rótaði þar tals-
vert til, sýnilega í leit að pen-
ingum, og braut upp lítinn pen-
ingakassa. Þar var þó enga
fjármuni að finna og fór þjóf-
urinn slyppur burt.
Skriða banar 10
manns í lest.
Skriða hefur valdið manntjóni
með nokkuð óvenjulegum hœtti
í Brasilíu.
Féll skriðan á farþegalest, er
var á leiðinni frá borginni Ma-
ceio til Recife, sem er á „öxl“
landsins, og velti einum vag-
anna og varð 10 manns að bana,
en meiddi 17.
Kínverjar keppast við að leggja
hervegi og járnbrautir um Tíbet.
Munu síanda vel að vígi, ef til átaka kemur við Indverja.
Þrátt fyrir vetrarhörkur
starfa Kínverjar af kappi að
vegalagningu í Tíbet, segja
fregnir frá Darjeeling í Ind-
landi.
Til skamms tíma mátti segja,
að ekki væri um neitt raun-
verulegt samgöngunet að i-æða
á ,,þaki vei-aldar“, því að þar
voru aðeins illfærir troðningar,
sem bílar komust varla um.
Helzta mannvirkið, sem Kin-
verjar ráðast í, er 1600 km.
járnbraut frá Chinghai-fylki í
Kína til Lhasa, og er lagt svo
mikið kapp á hana, að hún á
að vera fullgerð á þessu ári.
Þá er einnig verið að koma
upp vegi — 500 km. löngum
— frá Tingri, rétt fyrir norð-
an Everest-tind til Gartok í
V.-Tíbet, en sá vegur kemur
aðeins að notum við her-
flutninga. Þá er einnig verið
að gera fullkominn bílveg
frá Lhasa suður að landa-
mærunum nærri Tahwang,
sem er í Indlandi.
Fregnir hafa einnig borizt um
það til Darjeeling, að Kínverjar
hafi mikinn her rétt norðan við
hin sameiginlegu landamæri
Indlands og Tibets fyrir austan
Bhutan. Þar gera Kínverjar
einmitt kröfu til margra þús-
unda ferkílómetra lands innan
landamæra Inrlands, og hafa
raunar slegið eign sinni á all-
mikla spildu þar.
Mönnum stendur stuggur af
þessum fyrirætlunum Kínverja
í Tíbet, því að fullkomið vega-
kerfi mundi að sjálfsögðu auð-
velda Kínverjum hernaðarað-
gerðir gegn Indverjum, ef til
stríðs kæmi, en hinir síðar-
nefndu hafa lítt sinnt vegagerð
í fjalllendinu á landamærunum,
því að þeir hafa ekki hugsað
sér neina innrás norður yfir
fjöllin.
Þessi mynd er af aldar göml-
um íslenzkum rokk, með hval-
beinsskreytingu, og var mynd-
in birt í helzta blaði Dyflinnar,
Irish Times, nú fyrir skemmstu.
Segir þar enn fremur, að
Ágúst Sigurðsson magister,
skólastjóri (Námsflokka Rvík-
ur) hafi afhent rokkinn þjóð-
minjasafninu i Dyflinni, í þakk-
lætis- og viðurkenningarskyni
fyrir heimsókn til Irlands. —
Blaðið tekur fram, að rokkar
þessarar tegundar fyirfinnist
ekki á Irlandi.
Háar kröfur
farmanna.
Sjómannafélag Reykjavíkur
mun hafa afhent atvinnuveit-
endum kröfur um kauphækk-
anir. Samningaviðræður hafa
ekki hafist ennþá, en samning-
ar Sjómannafélags Reykjavíkur
hafa verið lausir síðan 1. des.
1958.
Að meðaltali mun vera farið
fram á rúmlega þriðjungshækk-
un á kaupi. Fastakaup hækki
um 34,7%, yfirvinnutaxti um
36—54 %ð greiðsla vegna tví-
skiptra vakta um 35% fæðis-
peningar um 42,85%, fatatrygg
ing um 100% og verkfæralán
um 37%. Þá er einnig farið
fram á að tekin verði upp ný
persónutrygging sem nemi 200
þús. kr.
Vélbyssuárás
á Djakarta.
í morgun var gerð vélbyssu-
árás á forsetahöllina í Jakarta,
Indónesíu.
Var flogið í þotu yfir mið-
hluta borgarinnar og forseta-
höllina og dundi kúlnahríðin á
höllinni.
Ekki er getið um neitt mann-
tjón af völdum þessarar árásar.
Kista Dan er laus úr ísnum.
Hún fékk aðstoð bandaríska
ísbrjótsins Glaciers til þess - að
losna, eftir að hún hafði verið
innilukt í ísbreiðunni í 16 daga.
— Hún flytur Sir Vivien Fuchs
og leiðangur hans, sem opnar
að. nýju bækistöð Breta á Ston-
ington-eyju.
Tjóniíl nai 161 hús. kr.
Mokafli dag hvern — frí í skólum.
Frá fréttaritara Vísis.
Ólafsvík í morgun.
Tjónið, sem brezki togarinn
olli á veiðarfærum fiskibáta frá
Ólafsvík á dögunum, hefur ver-
ið metjð af dómkvöddum'
mönnum á 4600 þúsund krón-
ur.
Hér er mokafli dag hvern
sem á sjó gefur, og var aflinn
í síðasta róðri upp í 36 tonn á
bát. Vegna skorts á vinnukrafti
í landi, hefur hver sem vettl-
ingi getur valdið, lagt hönd að
verki, og gefið hefur verið frí
í gagnfræðaskólanum, og það
munar strax'um hendur ungl-
inganna.
Hér var orðið saltlaust. en
Baldur er að koma að sunnan
með salt. Langjökull liggur hér
og tekur frosinn fisk til út-
flutnings frá Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur.
Ný hryðjuverk
í Kamerun.
Fregnir hafa borizt um ný
hryðjuverk í Kamerun í Af-
ríku.
Skæruliðar ruddust inn í
þorp og brenndu til ösku 200
hús og brytjuðu niður yfir 30
manns köldu blóði.