Vísir


Vísir - 09.03.1960, Qupperneq 12

Vísir - 09.03.1960, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-CO. WXSIK. Munið, að Jieir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 9. marz 1960 Tvær hrakniiigasögur: Fjóruní Rússum bjargað eftir 49 daga hrakninga Indonesar í 5 vikna hrakningum. Bandarískt flugvélaskip á Kyrrahafi bjargaði s.l. sunnu- dag fjórum rússneskum sjólið- 1 um, sem höfðu hrakist á lösk- uðum löndunarbát í 49 daga. Laskaðist hann við Kurile- eyjar og hefur rekið um 1000 sjómílur. — Þyrla flutti menn- ina á þilfar flugvélaskipsins Kearsarge. Sjóliðarnir höfðu 3 dósir af niðursoðnu kjöti og eitt brauð til viðurværis allan þenn- an tíma, enda höfðu þeir létst Vægt frost næstu nótt. I morgun var suðaustanátt hér á landi. smáskúrir suð- þustanlands. Léttskýjað norðanlands. Hlýjast var á Reykjanesi 5 stig, kaldast. f—3 á Sauðárkróki og Hrauni. Kl. 8 í morgun var austan- átt og 4 vindstig í Reykjavík og 3 stiga hiti. Skýjað. Skygni 40 km. Úrkoma í nótt jckki teljandi. Minnstur hiti hótt 3 stig. Djúp og víðáttumikil lægð íyrir sunnan og suðvestan Íand. Veðurhorfur í Rvík og ná- jfrenni: Suðaustan kaldi, Skýjað. Frostlaust í dag, en frost 1—2 stig nstuæ nótt. mjög og voru mjög máttfarnir. Þeir verða fluttir til San Francisco. Hrakningar á Timor-hafi. Önnur hrakningasaga var sögð í fréttum síðdegis í gær. Bátur frá Indónesíu komst eftir mikla hrakninga til Ástralíu og voru í honum níu manns, þar af nokkrar konur, og var fólk þetta mjög illa farið, enda hrakist um hafið frá því ofviðri skall á í Timor-hafi 19. janúar. Tólf af þeim, sem voru í bátn- um, er af stað var lagt biðu bana, og höfðu hinir vart mátt til þess að varpa þeim fyrir borð. — Fólkið er nú í sjúkra- húsi í Darwin. — Þegar fólkið var að drepast úr þorsta varð það því til bjargar, að monsún- vindar færðu regn. Senda eldflauga- sveitir. Tilkynnt liefur verið >' Banda- ríkjunum, að Ivær hersveitir, sem ráði yfir eldflaugum verði sendar til Vestur-Þýzkalands. Önnur verður send í þessum mánuði, hin í næsta. Hersveitir þessar ráða yfir eldflaugum, sem hægt er að skjóta af her- flutningabifreiðum. „Lollo" verður Kanadaborgari. Flrzt vestur ásuml manui og 2jja ára svni. Kvikmyndaleikkonan Gina Lollobridga og maður hennar, sem er júgóslavneskur og lækn- ir að menntun, ætla að setjast að í Kanada. Læknirinn sagði, að þau hefðu ekki tekið þessa ákvörð- un vegna deilu við ítölsku skattayfirvöld, heldur vegna íramtíðar tveggja ára sonar þeirra. Þau munu að líkindum setjast að í Toronto, þar sem bróðir læknisins á heima, og flytjast þangað fyrir miðbik maímánaðar. Þess er að geta, að Gina hefur alllengi átt í brösum við skatta- yfirvöldin í heimalandi sínu og verið sökuð um að svíkja stórfé undan skatti. Sprengja Kínverjar? Engar sannanir hafa enn fengist fyrir, að Kínverjar áformi að gera tilraun með kjarnasprengju, með „70—90% sovézkri aðstoð.“ Margir efast um sannleiks- gildi fregnarinnar, en brezk blöð segja að hvort sem hún sé sönn eða upplogin, minni hún á hætturnar, sem því séu sam- fara, ef fleiri og fleiri þjóðir fari að gera tilraunir með kjarnorkuvopn, og beri að hraða samkomulagi um bann við kjarnavopnaframleiðslu og samkomulagi um afvopnun. — Daily Herald minnir á, að Kin- verska kommúnistastjórnin hef- ur áður lýst yfir, aðð hún ætli sér að vera búin að eignast kjarnasprengjur ekki síðar en 1961. Stjórnin í Peking hefur ekk- ert látið hafa eftir sér um þetta mál. Genfarnefnd fullskipuð. Eins og kunnugt er hefst í Genf hinn 17. marz n.k. á veg- um Sameinuðu þjóðanna önnur alþjóðaráðstefna um réttar- reglur á hafinu, og er hlutverk ráðstefnunnar að setja reglur um víðáttu landhelgi og fisk- veiðilögsögu. í sendinefnd íslands á ráð- stefnunni eiga þessir menn sæti: Guðmundur í Guðmundsson, utanríkisráðherra, formaður. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra. Hans G. Andersen, ambassodor, Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri, Henrik Sv. Björnsson, ráðu- neytisstjóri, Hermann Jónasson, fv. forsæt- isráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokknum, Jón Jónsson, fiskifræðingur. Lúðvík Jósepsson, fv. ráðherra, tilnefndur af Alþýðubanda- laginu. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 8. marz 1960. „Stjörnu" -verkfal! í Hollywood. Hér er sá mikli kvennabósi Glynn Wolfe með nokkrar af fyrr- verandi eiginkonum sínum. Ekki verður annað séð en að sam- komulagið sé hið ákjósanlegasta. „Hjúskapurinn er eins og frímerkjasöfnun“. Hann ætti aÖ vita það — hefir átt 12 konur. Það er enginn vandi að vera vinur konu sinnar, en það þarf sérstakan hæfileika til að vera vinur allra fyrrverandi maka sinna. Og í því eru fólgnir sérstakir hæfileikar Glynn Wolfes í Las Vegas, 46 ára gamals manns, sem átti 12 „fyrrverandi", þeg- ar hann kastaði tölu á þær síð- ast. Þetta er aðferð Wolfes, sem á gistihús hingað og þangað: „Ég gleð þær með því að bjóða þeim að búa, hvenær sem þær eiga leið framhjá — og einu sinni nýlega voru fjórar sam- tímis í einu gistihúsi mínn. Ég læt þeim allt í té, sem þær óska. Ég er ekki einmana, meðan þær eru í kringum mig. Það ér alltaf gaman að fá heimsókn gamalla vina. Ég borga þeim ertga meðgjöf. Það er eins og að hafa keypt þær upp á afborgun. Ég gef þeim bara myndarlega upphæð, þegar ég skil við þær, og þar með búið.“ En hvres vegna hefur hann kvongazt svona oft? „Æ.“ svaraði hann, „hjúskap- urinn er eins og frímerkjasöfn- un. Maður kemst sjaldnast yfir beztu merkin fyrst. Maður held- ur bara áfram og vonast til að verða heppnari. Ég vonast til lað kvænast aftur, því að ann- ars verð ég einmana.“ Wolfe segist hafa borgað fyrr- verandi konum sínum um. 400,000 dollara. Þær eru allar fallegar og þær voru 17—18 ára, þegar hann giftist þeim. _______ (UPI).. Nýr Everest- leiðangur. Indverskur leiðangur ætlar að gera tilraun til þess að klífa Mont Everest í Himalajafjöllum í maí næstkomandi. í leiðangrinum eru 10 menn, þeirra meðal 3 fjallgöngumenn, sem tóku þátt í Hillary-leið- langrinum 1953. Farin verður sama leið og þá. — Leiðang- ursmenn eru nú við rætur fjallanna. ^ SI. sunnudag „hruguðust upp“ á hraðakstursbraut á Daytona Beach í Florida hvorki fleiri né færri en 37 bifreiðar í 400 km kapp- akstri. Rigning var og brautin hál. Tólf bifreiðar eyðilögðust gersamlega — allar hinar skemmdust meira og minna og átta öku- menn voru fluttir í sjúkra- hús, en enginn beið bana. Komust ekki í búðirnar nema inn um gluggana! Hafið er verkfall kvikmynda- leikara í öllum helztu kvik- myndaverum í Hollywood, að Universal-International undan- teknu. í samtökum þeirra eru ýmsir helztu kvikmyndaleikarar og kvikmyndastjörnur í Banda- ríkjunum. Krafist er sérstakrar þókn- unar fyrir kvikmyndir, sem gerðar hafa verið frá 1948 og sýndar eru í sjónvarpi. Þetta er fyrsta verkfall sam- takanna. Troðið liaíði verið eldspýtuin í skráarlgölin. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — Það gekk ekki andskotalaust að komast inn. í nokkrar búðir hér í miðbænum í morgun, þegar afgreiðslufólkið kom til vinnu — og komst reyndar ekki inn öðru vísi en gegnuni gluggana. Það sem gerzt hafði, var með þeim hætti, að troðið hafði ver- ið eldspýtum inn í skráargötin á nokkrum helztu búðunum í miðbænum, svo að ekki var viðlit að hreinsa spýturnar út- og koma lyklunum í. Varð ekki annað til ráða en að taka rúð- urnar úr, fara inn um glugga til að opna lásana innan frá! — Uppátæki sem þetta hefur ekki verið framið hér fyrr svo vitað sé.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.