Vísir - 28.03.1960, Síða 1
12
síður
q
i\
I
V
12
síður
50. árg.
Mánudaginn 28. marz 19(10
73. tbl.
Það er ekki ósennilegt, að
nafn þessa manns verði á hvers
manns vörum hér á Iandi á
næstunni því að hann hefur að
undanförnu unnið stórvirki,
sem snertir mjög sögu Off bók-
menntir Islendinga. Hann hef-
ur nefnilega býtt Heimskringlu
á finnsku, og sagt er nánar frá
því inni í blaðinu.
Færeyingar í
Siglufirði.
Frá fréttaritara Vísis —
Siglufirði 25. marz.
Togarinn Hafliði kom frá
Færeyjum með 25 sjómenn á
Sigufjarðarskipin.
Vélskipin Bragi og Margrél
eru á togveiðum og leggja upp
fisk hjá haðfrysthúsi Síldar-
verksmiðja ríkisins. Þau hafa
veitt vel að undanförnu. Línu-
veiðarinn Baldvin Jóhannsson
hefur haft lélegan afla. Nokkr-
ar trillur ganga héðan, en hafa
sáralitla veiði.
Átvinna er aftur að glæðast
í bænum vegna aukinnar fisk-
vinnslu. — Þrj.
Vítamín úr
whisky.
Varla fer hjá því, að
whisky-vinir reka upp sigur-
óp við lestur þessarar fregn-
ar, sem tilkynnt var í há-
skólanum í Cincinnati í
Ohio í Bandríkjunum á mið-
vikudaginn: Dr. J. R. Couch,
sem er prófessor við land-
búnaðar- og vélaháskólami
í Texas (venjulega kallað-
ur í stuttu máli Texas A
& M), hefur fundið upp
nýja tegund vítamíns í
whisky-dreggjum, sem finn-
ast í ámum þeim sem
whisky er látið gerast 1.
Hér er um ræða vítamín af
B-fjörvastefni, og hefurþann
eiginleika, að það eykur
mjög vaxtarhraða og holda-
myndun hjá þeim, sem þess
neyta. Hafa tilraunir verið
gerðar með það á kjúkling-
um og hefur þroskaaukinn
nmnið 19—25 af hundraði.
Menn gera sér vonir um,
að vítamín þetta geti komið
að góðu gagni í löndum, þar
sem matvælaskortur er land-
lægur af ýmsum sökum.
Eins og þegar er getið, er
hér um B-vítamín að ræða,
og er þetta 15. vítamínið,
sem viísiindin hafa fundið
og einangrað.
Emkaviðtal Vísis við George Drew:
Ráðstefnan ætti ekki að gera
samþykkt um „sögulegan" rétt.
ÍSann n nö vera santnint/s-
atriöi tniíli þjfóöa.
Rætt við fulltrúa Kanada á sjóréttar-
ráðstefnunni í Genf.
Frá fréttantara Vísis.:— Genf í gær.
Mér hefur tekizt að fá einkaviðtal við George Drew,
fulltrúa Kanadamanna á sióréttarráðstefnunni í Genf,
sem fulltrúar margra bjóða telja í rauninni foringja
sinn í baráttunni fyrir stærri fiskveiðilögsögu og er
raunar talsmaður Jjeirra, sem mest berjast gegn Bretum.
í fyrstu snerist samtalið
einkum um muninn á sjónar-
miðum Bandaríkjanna og
Kanada, og taldi Drew hann
minnkandi. Hann komst svo að
orði:
„Eg held, að við (Banda-
ríkin og Kanada) sé nær því
að ná samkomulagi nú en
fyrir tveim árum. Það er
minna bil milli skoðana okk -
ar, og við erum nær því að
vera sammála en á fyrri ráð-
stefnunni.“
Þá bai’st talið að svonefndum
„sögulegum“ rétti, sem mjög
er haldið fram af sumum þjóð-
um. Hann taldi það skoðun
Kanadastjórnar, að bezt mundi
vera, að fjallað væri um fisk-
Eitt mannslíf í síldarháf.
Barni bjargað frá drukknun.
Frá fréttaritaya Vísis —
Sauðárkróki, laugardag.
í gær voru nokkur börn að
leika sér á svonefdri „Gömlu
bryggju“, sem er áustan við
Verzlunarfélag Kaupfélagsins.
Bryggjan er garmur með
götóttu dekki, enda ekki not-
uð. Margeir Valberg sjómaður
var staddur þarna skammt frá,
og heyrði skyndilega hróp frá
barnahópnum. Brá hann fljótt
við og hljóp til barnanna. Kom
þá í ljós að lítill 4ra ára dreng-
ur hafði fallið í sjóinn niður
um gat á bryggjunni. Af til-
viljun var Margeir þarna með
trillubát sinn, en í honum var
smásíldarháfur með löngu
skafti. Margeir fór í skyndi
niður í bátinn, kom honum
undir byggjuna og náði barn-
inu í háfinn eftir örskamma
stund. Var þá drengurinn orð-
inn meðvitundarlítill, en jafn-
aði sig fljótt.
— Togarinn Ingvar Guðjóns-
son landaði hér tæplega 100
lestum af fiski, sem fer í
vinnslu í frystihúsi bæjarins.
■fa Á ferðalaginu um vínhéruð
Frakklands var Krúsév gef-
in flaska af víni af „árgang -
inum 1894“, en bað ár var
hann fæddur. Hann gaf 3
flöskur af vodka í staðinn.
Þegar upp komst um svikin í
spurninga'þáttum sjónvarpsins
bandaríska á s.l. ári, var ekki
haft fyrir að yfirheyra þann
mann, Teddy Nadler, sem mest
hafði fengið í verðlaun eða
264,000 dollara, en landafræðin
var hans sterka hlið. í s.I. viku
sótti hann um starf og varð að
ganga undir próf — og féll á
landafræðinni. Hann vissi ekki
almennilega um áttirnar á
landabréfínu.
veiðikröfur í sambandi við
þenna „sögulega“ rétt með
samningum milli þjóða frekar
en að gera samþykkt þar að
lútandi á ráðstefnunni, þar
sem slíkur réttur væri viður-
kenndur.
„Eg get vitanlega ekki
fullyrt neitt um það á þessu
stigi málsins,“ sagði Drew,
„hverjar verða niðurstöður
ráðstefnunnar eða hvaða
samþykktir hún gerir. Hitt
er mér óhætt að segja, að
menn hafa hugleitt marga
möguleika. Að niðurstöðun-
um verður svo ráðstefnan
sjálf að komast.“
Drew sagði, að nokkurt
breytingatímabil mundi fylgja
í kjölfar ráðstefnunnar, og til
dæmis mundu Kanadamenn
ekki stöðva veiðar Bandaríkja-
manna við Kanadastrendur
tafarlaust, þótt ráðstefnan
heimilaði slikt.
Framh. á 2. síðu.
Víða í stórboi’gum er loft
mjög slæmt vegna allskonar
gastegunda, sem streyma frá
vélum af öllu tagi. Svo er t.d.
i París, og þar hefur fyrirtæki
eitt fundið upp á að setja upp
klefa á götum úti, þar sem menn
geta fengið sér hressingu —
andað að sér hreinu súrefni.
Staðfesting öldungadeildar
Bandaríkjaþings á 12-þjóða
sáttmálanum um suður-
skautasvæðið hefur dregizt
vegna tafsamrar afgreiðslu
annarra mála en samning-
urinn var undirritaður 1.
des. s.I. Getur staðfesting
dregizt lcngi enn.
Væntanlega ekkert
verkfall á togurum.
Var að ganga saman fyrir helgina.
Eins og getið hefur verið í
blöðum, boðuðu yfirmenn á
tog:(vaflotanum verkfall fyrir
nokkru.
Höfðu samningar staðið yfir
um skeið. og orðið samkomulag
um flest atriði, en þó ekki öll,
og boðuðu yfirmenn síðan verk-
fll frá miðnætti á miðvikudag
30. þessa mánaðar, ef endanleg-
ir samningar hefðu ekki tekizt.
Síðan hafa samningafundir
bfrggja aðila unnið af kappi i
málinu, og á laugardaginn var
svo komið, að því er Vísir frétti
eftir góðum heimildum ímorg-
un, að samningar voru að
ganga saman, þótt ekki væri'
þeim að öllu lokið. Voru góðar
vonir um, að ekki mundi koma
til verkfalls.
Rétt er að geta þess vegna
fullyrðinga Þjóðviljans um
þetta efni, að ríkisstjórnin hef-
ur engin afskipti haft af samn-
ingum þessum.