Vísir - 28.03.1960, Side 3
Mánudaginn 28. marz 1960
VÍSIR
Sýning Valtýs Péturssonar
í Listamannaskálanum.
Það er ekki langt síðan að
sérfróður maður sagði okkur
frá því í útvarpinu, hvað væri
einkaeign málaralistarinnar,
þegar hún væri búin að losa
sig við þær lánsfjaðrir, sem
hún hefur löngum skreytt sig
með. Þessi eign er ekki mikil
né margbrotin, að því er sum-
um kann að finnast, en máske
að sama skapi erfið til afreka,
fyrst og fremst litir og svo lín-
ur til skiptingar á myndfletin-
um í ákveðin form, og er þóeign
arrétturinn á línunni sennilega
umdeilanlegur. Þessi hreinsun
hefur staðið lengi yfir, en mið-
að örugglega áfram og er nú
næstum að fullu lokið, að þvi
er sagt er.
Þetta rifjast upp þegar skoð-
uð er sýning Valtýs Pétursson-
ar, sem nú stendur yfir í Lista-
mannaskálanum, þar sem hann
hefur ætíð verið framarlega í
flokki þeirra, sem talið hafa
þessa hreinsun upphaf að nýju
og glæsilegu tímabili í lista-
sögunni. Þessi sýning er mikil
að vöxtum, yfir 80 myndir, ol-
íumálverk, vatnslitamyndir og
mosaik. Það vekur sérstaka at-
hygli hve gagnger breyting
hefur orðið á málverkum lista-
mannsins, en hann hefur verið
skeleggur forsvarsmaður þeirr-
ar stefnu í óhlutlægri list,
sem kölluð hefur verið geomet-
risk eða konkret. Nú hefur
hann snúið baki við þessum
ströngu formum, sem að vísu
voru stundum nokkuð kulda-
leg, en tekið upp óbundnari
tjáningarhátt, sem virðist stöð-
ugt vinna á í heimi óhlutlægr-
ar myndlistar. Líklegt er að
ósveigjanlegar stílreglur séu
ekki heppilegar til langlífis og
nýjar götur troðist furðu fljótt.
Máske er Valtýr að þreifa fyrir
sér á nýjum leiðum, en ekki
er hægt að segja að vel hafi
tekizt. Olíumálverkin eru mis-
jöfn, myndbyggingin stundum
laus og jafnvel tilviijanakennd,
eins og t.d. nr. 4. Víða skortir
nokkuð á hreinleik litanna,
sem þó eru aðalatriðið. Það
mætti hugsa sér, að ekki væri
allt fullunnið. Listamaðurinn
hefur sjálfur sagt, að líklega
gæti meira náttúrustemninga í
þessum nýju myndum en áður
var, eða réttara sagt: gætti
alls ekki. Þetta kann rétt að
vera, en er ekki allt slíkt eins
og fölsk nóta í hreinni mynd-
list?
Listamanninum hefur tekizt
betur í vatnslitamyndunum og
leitast þar við að ná léttleika
og gagnsæi litanna, t.d. í nr. |
62 og 67. Máske eru vatnslitir
heppilegt efni í myndir, sem
gerðar eru í þeim stíl, er svo
mjög nálgast tachisma.
Valtýr Pétursson sýndi hér
eitt sinn nokkrar mosaikmynd-
ir og eftirtekt munu slíkar
myndir eftir hann hafa vakið
ei’lendis. Þessi vandasama grein
virðist láta honum vel, því
mosaikmyndirnar setja vissu-
lega sinn svip a þessa sýningu.
Hann nær yfirleitt fram mjög
fallegri efnisáferð með marg-
víslegum, innlendum steinateg-
undum, en notar aðeins útlenda
glermosaik þar sem sterkan lit
og gljáa vantar og kemur þá
oft fram skemmtileg litaspenna.
I þessu sambandi mætti nefna
myndirnar nr. 16—20, er hanga
sér á vegg og mun sá veggur
vera beztur á sýningunni.
Því nær allar merkar
borgir Brasilíu eru við sjáv-
arströndina eða ekki lengra
frá henni en svo sem 160 km.
Fjármál landsins hafa ætíð
verið tengd afrakstri jarðar
til útflutnings, fyrst sykri,
síðan togleði’i og nú kaffi.
Hafnai’bæirnir uxu, en hið
innra var og varð á eftir
tímanum. Hin stórkostlegu
vestrænu ríki, svo sem Ama-
zonas, Para, Matto Grasso og
Goias, sem eru níu sinnum
eins víðuttumikil og allt
Frakkland, eru ekki byggð
nema af fáeinum milljónum
manna; margir landshlutar,
sem eru þúsundir kíló-
meti’a að stærð, hafa
ekki einu sinni verið rann-
sakaðir. Skortur á regni sum-
staðar, frumskógar á öðrum
stöðum, fjandsamlegir Indí-
ánar, eitraðir höggoi'mar og
framar öllu öðru flutninga-
vandræðin, hafa komið í veg
fyi’ir allar fyrri tili’aunir
manna til að koma þar á ból-
festu. Sú hugmynd að
hvetja menn til að setjast að
í vesturhluta landsins, með
því að flytja höfuborgina
þangað, kom fyrst fram þeg-
ar Brasilía varð lýðveldi ár-
ið 1889, en virtist ætla að
vei’ða draumur einn, sem
aldi’ei rættist.
En Juscelino Kubitschek
forseti hefur verið ákveðinn í
því, að þessi draumur skyldi
verða að veruleika á meðan
hann stjórnaði í landinu.
Þegar hann tók við stjórn
1956, strengdi hann þess heit,
„að hann skyldi þrýsta 50
ára framförum inn í fimm
ára tímabil“ og starfið við
hina nýju höfuðborg Brasilíu
hófst strax á næsta ári. Upp-
frá því hefir stjórnin lagt ó-
hemju orku í það að byggja
hina nýju boi’g. Þarna er lagt
net af vegum, brúm, járn-
brautarlínum, vatnsleiðslum
og þeim rafmagnsstöðvum
sem þörf er á, Brasilía er
fyrsta höfuðborg, sem er al-
gerlega ný —• önnur en Nýja
Delhí, — en þessi borg er
miklu erfiðara mannvirki og
langur og grannur og þar
verða búðir, leikhús, gistihús,
minjasafn og íþróttavangur.
Við miðdepilinn eru hinar
veglegu opinberu byggingar
og við þeim blasir vatn sem
hefur verið gert og er um
40 ferkílómetrar að stærð.
Þarna er aðsetur þjóðarsam-
kundunnar (í laginu eins og
,,grapealdin“) og öldunga-
deildai’innar (með dældar-
þaki) og tvær samstæðar
skrifstofubyggingar hvor um
sig 25 hæðir. Skipulagsstjói’i
Mosaikmynd eftir Valtý
scheks segir byggingu borg-
arinnar og allt áformið,
„hryllilegan vanskapnað“.
Hinn stórkostlegi hraði sem
hafður hefur verið á um
byggingu borgarinnar hefur
aukið kostnaðinn mjög og
pappírspeningarnir sem not-
aðir hafa verið til að borga
fyrir Brasilíu, hafa rýrt gildi
cruzeiros svo mjög að hann
er nú í gildi við 20 ameríska
dali. Peningum hefur veríð
ausið í þetta eftirlætisáfoi’m.
(95 hundraðs hlutum af því
BRASILÍA
IIOFUÐBORG
BRASILIU
miklu dýrari. Hin nýja
stjórnarbygging er reist á
Goias-háslettunni, sem er 3
þúsund fet fyrir ofan sjávar-
mál, eitt þúsund kílómetra
norð-vestur af Rio de Jan-
eiro, og þegar byi’jað var á
starfinu var þarna allt í eyði
og einangrað. 40 þúsund
verkamenn hafa unnið þarna
og unnið í tvöföldum vökt-
um allan sólarhringinn, en
það hefur varla nægt til þess
að hinni nýju borg yrði að
mestu leyti lokið, þegar
stjórnin vex’ður flutt þangað
2. apríl n. k. — á laugardag-
inn.
Þegar borgin er skoðuð,
sem dæmi um skipulag borg-
ar, er hún sannkallað sigui--
hrós. Jarðvegui’inn á háslétt-
unni er rauður og harður og
miðbik borgarinnar liggur
þarna eins og flugvél með
vængi, sem sópast aftur á
við. Búkur flugvélarinnar er
borgai’innar Lucio Vosta og
byggingameistarinn Oscar
Niemeyer, hafa haft frjálsar
hendur og hafa skapað borg,
sem er sönn fyrirmynd.
Brasilía með sínar miklu
smáragrundir, óteljandi
slétta vegi, undirvegi og
breiðsti’æti, sem eru 400 fet
á breidd, vei’ður hin eina
höfuðboi-g í heimi, þar sem
eng'in umferðavandamál eru.
Virðingamenn, sem komið
hafa í heimsókn, svo sem
Kishi, Fidel Castro og Suk-
arno hafa allir réttilega lof-
. að borgina, hversu hentug
hún sé og svipmikil. Þegar
André Malraux fei’ðaðist um
Suður-Ameríku í fyrra, í leit
að stuðningi við Frakkland í
Alsírmálum, sagði hann, að
borgin væri „frábært verk
ljóðrænnar byggingarlistar."
Erlendir fjármálamenn eru
minna hrifnir, og einn stjórn-
málaandstæðingur Kubit-
fé, sem heilsugæzluráðuneyt-
ið hafði til umráða fyi’ir ný
sjúkrahús hefur verið eytt í
Brasilíu). Ekkert hefur ver-
ið hugsað fyrir íbúum norð-
austurstrandarinnar, þar er
sár fátækt, og hefur einstak-
lingur þar ekki meiri árstekj-
ur en tæpa 100 dali. Þúsundir
Það hafa lengi staðið deilur
um óhlutlæga og hlutlæga list
og er ekki undrunarefni, en
engu skal bætt við þær um-
ræður hér. Nú er sagt að ab-
straktlist sé svo „mikið í tím-
anum“, að ekki verði á móti
staðið, en hæpin fullju'ðing
mun það vera, því listin er
margvísleg og tekur örum breyt
! ingum. Það mætti t.d. láta sér
ýmislegt til hugar koma um
| það, hvað Valtýr Pétursson
j hefði skrifað um svipaða sýn-
ingu og þessa fyrir nokkrum
I árum. Sennilega hefði hann
I dærnt hana frá öðru sjónarmiði
en skoðandanum er ætlað að
hafa á þessari sýningu.
Vissulega ber að taka tillit
til þess, hve erfið aðstaða mynd
listarmanna okkar er, þar sem
flestir vei’ða að vinna daglangt
við önnur störf og hafa því
ekki nema fáar frístundir til
að sinna listinni. En engin breyt
ing er fyrirsjáanleg í þeim efn-
! um. Svo sjálfsagður hlutur í
höfuðborg, sem hentugur og
vistlegur sýningarsalur, er, á
víst enn langt í land, hvað þá
annað og méira.
Felix.
mílna af dýrum vegum hafa
verið lagðir til höfuðborgai’-
innar, en þar má heita að
engin umferð sé og mun að
líkindum vei’ða svo um nokk-
ur ár. Það hefur verið nokk-
uð möglað meðal starfs-
manna stjórnarinnar, þeim
mislíkar að láta rífa sig upp
með rótum úr heimilum sín-
um í Rió; og lítið hefur vei’-
ið um það að iðnaðarmenn
og kaupmenn flyttust á auðn-
irnar í Goiás, sem enn eru ó-
frjóar og það vi'rðist auðsætt
að Brasilía muni ekki ná því
að hafa 500.000 íbúa árið
1962, eins og gert hefur verið
ráð fyrir. Samt sem áður er
þetta framkvæmdar-afrek
Kubitscheks of stórhuga og
glæsilegt til þess að það geti
verið óvinsælt, jafnvel meðal
hinna snauðu, sem borga
reikninginn með vei’ðbólgu;
menn virðast dást að verkinu
með tregðu.
I ákafa stjórnai’innar við
að fullgera Brasilíu virðist
framtíð núvei’andi höfuð-
borgar, Rio de Janeiro, vei’ða
því nær gleymd. Þessi yndis-
lega, gamla borg stendur við
sjóinn umkringd af fjalla-
tindum og hana hefur lengi
skort ýmisa hluti. Þar er of
lítið vatn, of lítil rafmagns-
orka, flutningar ónógir og
iðnaðurinn hefur stöðugt ver-
ið að flytjast á brott. Þegar
hún missir nú tugi þúsunda
af starfsmönnum stjórnax--
innar er það áreiðanlegt að
það muni skapa fjárhags-
vandræði þar, en Kubitschek
forseti hefur gert sérstakar
ráðstafanir og veitt ýmis
leyfi, sem eiga að auðvelda
breytingarnar.