Vísir - 28.03.1960, Side 4
VISIB
Mánudaginn 28. marz 1960
Skólastarfið.
— Og skólastarfið?
— Það er enn að mörgu leyti
á byrjunarstigi. Þrír bekkir eru
í skólanum og nemendur milli
70 og 80. Kennarar eru tveir
innfæddir menn, sem menntun
hafa hlotið í skólum norrænna
kristniboðsfélaga, og auk þess
starfar svo Benedikt Jasonarson
við skólann.
Ingunn gerir að sári sjúklings.
sögðu með líku sniði og í öðrum um vöxt og viðgang starfsins.
kristnimiðstöðvum. Þar er Nú munu um 60 manns hafa
unnið prédikunarstarf, kennt verið skírðir og teknir í söfnuð-
®g unnið líknarstarf. inn, sem myndast hefur.
!
Predikunarstarfið. Eigin fjármáí,
Það vinnur kristniboðinn og — lúthersk kirkja.
prédikari, sem starfar mest í
oðrum þorpum en Bagawle,
þar sem íslenzka kristniboðs-
fitöðin er. Prédikari sá, sem veit-
Strax og söfnuður hefur
myndast verður hann sjálfstæð-
ur og annast sin eigin fjármál,
óháð kristniboðsstarfinu.
Kennt á amharísku.
Samkvæmt lögum landsins
verður kennsia öll að fara fram
á ríkismálinu, amharísku, og
veldur það miklum erfiðleikum
meðal byrjenda, sem kynnast
þannig námsgreinum á máli,
sem þeir ekki kunna í fyrstu.
Fer því talsverður tími i að
kynna þeim málið. Áhugi er
misjafn meðal nemenda. Sum-
um gengur illa að venjast því,
að koma í skólann reglulega,
og verður árangur námsins
Kaffið hrenut fyrir mánaðarsamkomuna 19. janúar.
Þegar fyrsta
sjúkraskýl-
i ð brann fyrir
liokkrum árum
komu íbúar
næsta þorps í
f y 1 k in g u mcð
byggingaréfni og
reistu nýtt skýli.
Komu þeir af
sjálfsdáðum og
sýnir e k k e r t
foetur, að frá
upphafi kunnu
þeir að meta það
starf, sem þar
var unnið.
í tilefni af því, að íslenzka
kristniboðsstöðin í Konsó í
Eþíópíu sunnanverðri, liefur nú
verið starfrækt í rúm 6 ár, lief-
ir tíðindamaður frá Vísi fundið
að máli Bjarna Eyjólfsson, rit-
Stjóra Bjarma, er þessum mál-
lim er gerkunnugur, og borið
upp nokkrar spumingar um
þetta starf, og svaraði liann
þeim góðfúslega.
— Viljið þér segja okkur dá-
lítið frá brautryðjendum og
starfinu nú?
— Mér verður fyrst fyrir, að
geta þess, að starfið hefur verið
í mjög örum vexti. Brautryðj-
endur starfsins voru, eins og
álkunnugt er, hjónin Kristín
Guðleifsdóttir og Felix Ólafs-
Son, kristniboði. Þau störfuðu
þar í 4 ár. Frá tildrögum og
Upphafi og starfinu fyrstu árin
jnun hafa verið sagt oftar en
einu sinni á þessum tíma. Var
frá upphafi mikill áhugi fyrir
því meðal almennings og þori
eg að fullyrða, að ekki hafi úr
honum dregið.
Starfið nú.
Nú veitir Benedikt Jasonar-
son starfinu í kristniboðsstöð-
inni forstöðu og ásamt honum
starfa þar héðan frá íslandi:
Kona hans, frú Margrét Hró-
bjartsdóttir, og Ingunn Gísla-
dóttir hjúkrunarkona. Þau
hafa nokkra starfsmenn úr hópi
landsbúa sér til aðstoðar og er
þeim greitt kaup. Starfið í
kristniboðsstöðinni er að sjálf-
ir starfinu á útstöðvunum for-
stöðu, er sonur prests (kopta) í
borginni Gidole. Hefur hann
'sýnt mikinn dugnað og áhuga í
starfinu. Auk hans vinna ýmsir
piltanna, sem í skólanum eru,
að prédikarastarfi uni helgar.
Fara þeir þá út í þorpið tveir og
tveir saman.
Nú hefur verið stofnuð lút-
hersk kirkja, sem er sameigin-
leg fyrir allan suðurhluta
Eþíópíu og eru söfnuðurnir í
Konsó-héraði í þessari kirkju-
deild. Kristniboðið veitir inn-
lendum söfnuðum engan fjár-
hagsstuðning nema þann, að að-
stoða þá við menntun starfs-
samkvæmt því. En svo eru aðr-
ir, sem stunda námið af mikilli
kostgæfni. Beztan árangur sýna
þeir, sem dvelja í heimavist
kristniboðsskólans. Því miður
hefur kristniboðið ekki getað
haft skólastofuna eins stóra og
þyrfti, en nú er unnið að því að
stækka hana, en hún rúmar nú
25—30 manns.
Hjúkrunarstarfið.
— Hjúkrunar- og líknarstarf-
ið er fyrst og fremst unnið í
sambandi við sjúkraskýli
kristniboðsins, sem Ingunn
Gísladóttir hjúkrunarkona veit-
ir forstöðu. Þar er unnið mikið
starf og veitir það nokkra hug-
mynd um það, að á s.l. ári voru
skráðii- þar 15.600 sjúklingar.
Var sjúki-askýlið þó lokað um
eins mánaðar skeið, meðan
kristniboðarnir fóru í leyfi.
Auk þess starfs, sem hjúkrunár-
konan vinnur í sjúkraskýlinu,
fer hún í sjúkravitjanir til nær-
liggjandi þorpa.
Er hún mjög oft kvödd til
aðstoðar við fæðingar, því að
ÍSLENDINGAR
i KOJVSO
KRISTNIBOÐ I EÞIOPIU
RÆTT VIÐ
BJARIMA EYJÓLFSSOIM
RITSTJDRA
Byggðar kirkjur
í 4 þorpuni.
Mikill árangur hefur orðið
af starfinu nú þegar. Sam-
kvæmt síðustu bréfum, sem
borist hafa, er búið að byggja
kirkjur í 4 þorpum. Þær eru að
vísu ekki stórar eða úr vönduðu
efni. Þær eru byggðar úr efni
því, sem fyrir hendi er þar
syðra, aðallega tágum, en hús
og kofa byggja menn aðallega
úr slíku efni á þessum slóðum.
Samt eru þær augljós vottur
manna meðan á því er mest
þörf.
Samkomur.
j Samkomur hafa verið mjög
jvel sóttar bæði í kristniboðs-
stöðinni sjálfri og eins í út-
stöðvunum. Er mikill fjöldi
manna, sem sagt hefur skilið
|við heiðnina, sem þarna suður
frá er djöfladýrkun, og gerzt
:kristnir. Skírn hljóta þeir ekki
jfyrr en þer hafa gengið á nám-
skeið og lært undirstöðuatriði
|kristinnar trúar og kenningar.
I kristniboðsstöðinni hafa
kirkjugestir að undanförnu ver-
ið 3—400 við guðsþjónustur á
sunnudögum.
engar Ijósmæður eru þarna.
Þá hefur hún og unnið mörg
þau störf, sem læknar einir
vinna í öðrum löndum.
Malaría.
Algengasti sjúkdómurinn,
sem þeir eru haldnir af. er
þarna er komið með, er mýra*
kalda (malaria). Auk þess eru
svo allskonar pestir og hita-
beltissjúkdómar og mikið um
sár, Hefur oft reynt á kjark og
snarræði hjúkrunarkonunnar
við þau störf. Ingunn Gísladótt-
ir hefur sér til aðstoðar úr hópi
landsmanna mann, sem lært
hefur nokkuð í hjúkrun í skóla,
sem l-ristniboðsfélög hafa í
Suður-Eþíópíu. Er hann auk
þess túlkur hennar við líknar-
starfið.
Væntanleg heim
í hvíldarleyfi.
Ingunn hefur nú verið í
Eþíópíu út þann tíma, sem
kristniboðum er ætlað að vera
í einu, og mun koma heim í
hvíldarleyfi næsta sumar. Er
henni orðin full þörf á því, því
að hún er orðin mjög þreytt,
ekki sízt vegna þess, að hún
hefur fengið malaríusjúkdóm
og verða köstin tíðari upp á síð-
kastið.
Aðstoð.
— Hvað er að segja um aðstoð
héðan að heiman við þessa
starfsemi alla?
— Líknarstarfinu í Konsó
hefur borist margháttuð aðstoð
héðan að heiman, auk fjárfram-
lags. Mikið hefur verið sent
héðan af sjúkrabindum undan-
farin ár. Eru þau unnin úr
gömlu líni og léreftum, sem
til þess eru vel fallin. Hafa
hjúkrunarkonur og aðrir vinir
kristniboðsins hér heima unnið
sárabindi úr lökum, sængurver-
um og öðru því sem safnað hef-
ur verið meðal velunnara starfs-
ins. Hafa margir kassar af slík-
um sjúkrabindum verið sendir
héðan árlega.
Nýir starfsmenn.
Eins og mörgum lesendum
blaðsins mun kunnugt eru nú
ung hjón, Katrín Guðlaugsdótt-
ir og Gísli Arnkelsson, við nám
i Oslo, með það í huga að fara
suður til Konsó sem kristniboð-
ar. Auk þess hefur Jóhannes
Ólafsson, læknir, sonur Olafs
Óiafssonar kiústniboða og Her-
borgar konu hans, lokið fram-
haldsnámi í skurðlækningum
og hitabeltissjúkdómum, og er
ætlunin að senda hann suður
til Eþíópíu nú í vor. Hefur hann
verið ráðinn læknir við sjúkra-
hús, sem Norska kristniboðs-
sambandið hefur reist í bænum
Frh. á 9. s.