Vísir - 28.03.1960, Page 10

Vísir - 28.03.1960, Page 10
10 Mánudaginn 28. marz 1960 M 11.1.1 TVEGGJA FLDA ★ ÁSTARSAGA 15. — Eg var einmitt að ganga frá þessu, ungfrú Arlingley, flýtti hún sér að svara. Meðan hún fumandi tók bakkann var hún í örvæntirigu að reyna að finna eitthvað til að segja sér til af- sökunar. En Morton varð fyrri til að reyna að milda málið. — Eg bið yður mikið afsökunar. Eg heíði auövitað ekki átt að fara hérna inn, sagði hann og brosti eins innilega og hann gat, til þess að reyna að blíðka hana. — En við ungfrú Gill erum gamlir vinir og.... — Ungfrú Gill hefur vörð þessa stundina, sagði ungfrú Arlingley kuldaleg og snefsin. — Og hefur engan tíma til aö stytta gömlum yinum stundir. — Jú. Eg veit það vel, og eg veit að eg hef hagað mér ófyrir- gefanlega með því að koma hingað inn. Það var ófalsaður iðrun- arsvipur á gjörfulegu andlitinu á honum.. — En, skiljið þér — eg hafði ekki séð hana síðan við fórum af skipsfjöl, og meðan við yorum um borð.... — Mér kemur ekkert við hvað geröist um borð, sagði yfir- hjúkrunarkonan kuldalega. — Það eina sem mér kemur við er að Gill hjúkrunarkona hefur vörð, þó hún.... hún hvessti augun á Madeline.... þó hún hafi auðsjáanlega gleymt því. Og eg verð að biðja yður um að fara — undireins. Flestir mundu hafa lagt vandræðalegir á flótta eftir svona. ádrepu. En ekki Morton Sanders. Hann sneri sér brosandi að Madeline og sagðist ætla að hringja til hennar þegar hún hefði lokið dagsverkinu — rétt eins og hann væri að kveðja hana eftir ánægjulegt? samkvæmi — og á leiðinni út nam hann staðar við hliðina á ungfrú Arlingley. Florence Arlingley var há vexti, en Morton var enn hærri, og hann leit niður til hennar með sannfærandi bx-osi og þögulum aðdáunarsvip. — Eg veit að það er skylda yðar að vera ströng við hjúkrunar- konur, sem láta trufla sig þegar þær eru að vinna, sagði hann. — En þér verðið að taka mig trúanlegan: Það er eg sem á alla sökina á þessu, og ungfrú Gill liðið saklaus fyrir mig. Það tjóar ekki að harma, þó að þér verðið reið við mig, en eg trúi varia, ætti hann við, lágt og hugsandi, — að nokkur manneskja með augu eins og yðar taki of strangt á svona. . Ungfrú Arlingley deplaði fallegu láu augunum dálítið hissa, og Ofurlítill roði kom í kinnar hennar. Madeline tók upp bakkann, leit á ungfrú Arlingley til að sjá hvort hún ætlaði að segja meira, en það var ekki svo að sjá, og hún fór út, hughraustari en þó kvíðandi, með hádegisdrykkinn handa frú Loncini. — Þú ert nokkuð sein, cara mia, sagði frú Loncini ávítandi, um leið og hún smakkaði á drykknum meö velþóknunarsvip. — Já, eg veit það. Þér verðið að afsaka mig. Það kom svolítið — óhapp fyrir, svaraði Madeline. Henni fannst atvikið nokkuð persónudegt til að hafa orð á því, en hún var ekki eins og hún átti að sér, og hinsvegar var viðmót hinnar ítölsku söngkonu svo yingjarnlegt að Madeline langaði til að segja henni alla söguna. — Jæja, hvað kom fyrir? spurði frú Loncini. — Ef yður langar til að vita það, sagði Madeline, forviða á hreinskilni sinni — þá kom einn gesturinn inn í eldhúsið til mín ög kyssti mig, og.... — Nei, en hvað það var charmant! Frú Loncini setti frá sér HISIA glasið til þess að njóta þessarar róniantísku fréttar betur. — Og vildir þú láta hann kyssa þig? — Nei', vitanlega ékki! sagði Madeline, en um leið fannst henni á sér að hún hefði nú viljað það samt. — Að minnsta kosti ekki í eldhúsinu. — Nei, það var ekki rétta umhverfið, sagði frfi Loncini, sem var á alveg sama máli. — Og ekki réttur tími heldur, sagði Madeline þurrlega. — Ung- frú Arlingley kom í sömum svifum. — Santa Maria! hrópaði frú Loncini, sem hafði tamið sér að nota setningar úr óperum á ýmsum tungummálum. — Hvernig fór þetta? — Hún varð auðvitað æfareið. — Auðvitað, auðvitað, söngkonan skildi það. — Var þetta lag- legur maður? — Þessi sem kyssti þig. Já, bráðmyndarlegur. En það bætti ekki neitt fyrir mér. — Nei, skiljanlega ekki. Það hefur bara gert illt verra. Þá hefur hún óskað enn heitar, að hún hefði verið í þínum sporum. — Nei, frú, það held eg ekki! Hún hefur aldrei séð manninn fyrr. — Blessað barnið! Frú Loncini horfði á Madeline eins og hún væri óviti. — Dettur þér í hug að það skipti nokkru máli? Það sem hún þarf er karlmaður — hvaða karlmaður sem vera skal — þessi veslings Arlingley, með fallega andlitið og kuldalega við- mótið. Trúðu mér til — ef hún hefði verið flekuð þegar hún var átján ára mundi hún vera allt önnur manneskja. — Það er eg viss um. Madeline var sammála, en blöskraði þó þessi forskrift að því að gera Arlingley mannlegri. Madeline sá ungfrú Arlingley nokkrum sinnum á varðtímanum, en ekki var minnst á það, sem gerst hafði í eldhúsinu, svo að bún fór að vona að það væri gleymt. Og kannske hefði lika farið svo ef ekki hefði viljað svo óheppilega til, að einmitt þenna dag kom dr. Lanyon til að líta eftir sjúklingi. Madeline var ein þegar hún mætti honum í ganginum og hann stöðvaði hana undir eins og átti auösjáanlega ekkert erfitt með að þekkja hana þó hún væri í hjúkrunarfötunum.. — Halló, sagði hann. — Hvernig líkar yður hérna í Dominion9 Eruð þér farin að verða heimavön? — Já, þökk fyrir, sagði Madeline. — Mér fellur vinnan vel og eg hugsa að mér falli ágætlega hérna. — Gott! Hann horfði á hana og rosti. — Vitið þér að eg veit ekki svo mikið sem hvað þér heitið, sagði hann allt í einu, eins og honum hefði nú fyrst dottið það í hug. Hún hikaði sem snöggvast. — Eg heiti Gill — Madeline Gill. Hún þóttist ekki í vafa um að þetta nafn mundi gera honum hverft við. En hann sagði eins og ekkert væri: — Einmitt það? Og svo bætti hann við með semingi, eins og hann þvingaði sig til að segja það: — Eg þekki aðra stúlku með því nafni. Madeline fann að hún roðnaði. Hún hefði viljað gefa mikið til að hann horfði ekki á hana einmitt núna. Eiginlega allt nema það, sem varð tl þess að hann leit af henni. Ungfrú Arlingley kom út úr einum dyrunum, skammt frá. Það er hrakfalladagur hjá mér i dag, hugsaði Madeline og engdist af sálarkvöl. Nú heldur hún að eg hugsi ekki um annað en að tala við laglega karlmenn. Og auðsjáanlega var það einmitt það, sem Florance Arlingley hélt, enda þó dr. Layon kinkaði aðeins stutt kolli til hennar, alveg eins og hann hefði verið að segja henni fyrir um eitthvað, sem að hjúkrunarstarfinu vissi. Það er bezt að eg líti inn til frú Sanders, hugsaði hún með sér, því aö þá tók fyrst í hnjúkana, ef hún móðgaðist líka við hana, ofan á allt hitt. Svo fór hún inn í hornherbergið, sem var það íburöarmesta í öllum spítalanum og kom þar að sjúklingnum 4 R. Burroughs TAEZAIM - 322.Í yriíiáiw TAKZAN ANP PIEKKE NOPI7EP THEIK. APPKOVAl-. CAUTIOUSLV THESk ANP SILENTLV, THE HUNTEK SEGAN TO STALk. HIS QUAKEV. . 12.a.509B Kelly stöðvaði þá, þegar eþir höfðu komið auga á nashyrninginn. Nú er röðin komin að mér. Þetta er minn leikur, hvíslaði hann. Vind- urinn stendur af dýrinu svo eg get komist í skotmál við hann. Verið ósmeykir, eg hefi fellt þessi kríli á 10 metra færi. Tarzan og Pierre féllust á það og fylgdust nú með því hvernig Kelly lædd- ist í skotmál við dýrið. KVQLDVOKUNNI WWflllll iliHWIHHIIHIM -k „Nú þegar þér eruð giftur finnst mér að þér ættuð að kaupa yður lífsábyrgð?“ „Ónei,“ svaraði maðurinn. „Svo lífshættuleg er hún þó ekki.“ ★ Maðurinn kastaði smápeningi til bhnds betlara. Peningurinn hæfði ekki blikkkrúsina, held- ur rann eftir gangstéttinni, en sá blindi fann hann undireins. „Eg hélt að þér værið blind- ur,“ sagði gefandinn. „Nei, eg er ekki blindi mað- urinn. Eg tók bara að mér að vera hérna, meðan hann brá sér í bíó.“ □ „Eg get ekki haldið hænum nágrannans burt frá garðinum mínum,“ sagði hún sárkvart- andi. „Jæja, eg get það. Eina nótt- ina setti eg fjögur egg undir runna í garðinum mínum og morguninn eftir stillti eg svo til, að nágranninn sá mig taka þau þar. Síðan hefi eg ekkert mas haft með hænurnar hans.“ ★ „Þjáist þú af svefnleysi?“ „Já, það geturðu reitt þig á. Eg get ekki einu sinni sofið þegar tími er kominn til að fara á fætur.“ ★ Verkakona kom inn í strætis- vagn. Þegar hún settist niður kinkaði hún kolli til konu, sem sat á móti henni og sagði: „Góðan daginn!“ En hún sá samstundis að hún þekkti ekki lconuna og baðst! afsökunar. ,,Eg sé nú, að það eruð ekki þér,“ sagði hún. „Nei, nei. Það er víst hvorug okkar,“ sagði hin brosandi. ★ — Þakið hriplekur, sagði leigandinn við húseigandann, ’ hve lengi á eg að búa við slíkt? — Því var spáð, svaraði hús- leigjandinn við húseigandann, eítir svo sem tvo daga. ★ — Heimili mitt er eins og ríkisheild, sagði maður nokkur.' — Konan mín er fjármálaráð- herrann, tengdamóðir mín er hernaðarmálaráðherrann og dóttir mín utanríkisráðherrann.' — Já, og þá eruð þér auðvitað forsætisráðherrann, svaraði sá, sem talað var við. —■ Nei, nei, eg er aðeins fólk- ið sem borgar. ★ í einum af norsku dölunum kom presturinn einn góðan veð- urdag til þess að vera viðstadd- ur trúarbragðakennslu í barna-" skólanum. — Hver var það, spurði hann, — sem lét múra Jeríkóborgaf; hrynja? — Það var ekki eg, sagði Árni litli. Presturinn- sagði ekki meira. Á eftir var drukkið kaffi í' samfélagi og sóknarnefndai-- maðufinn notaði tækifærið og sagði: — Eg ætla að biðja prestinn að gleyma þessum múrum. Sveitarstjórnin skal strax taka viðgerðina upp á vinnuskrá sína.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.