Vísir - 31.03.1960, Side 1

Vísir - 31.03.1960, Side 1
q k I y 50. árg. Fimmtudaginn 31. marz 1960 76. tbl. Kommúnistar biðja um aistoð allra flokka. íslendingar spurning- armerkið í Genf. F'lokksþing þeirra rekur upp stórkostlegt neyöaróp Rokkur þeirra lítill, sundurþykkur, óþroskaður og þröngsýnn. „FIokks|>ingi“ kommúnista er nýlega Iokið. Þar var hver höndin uppá móti annari, enda eru þar tvö flokksbrot sem togast á um völdin. Niðurstöðu-ályktun „flokksþingsins“ sýnir bezt hinn dæma- lausa aumingjaskap kommúnistanna og opinberar algert ráð- Jeysi þeirra og flokkslegan vanmátt. Niðurstöður „þingsins“ eru þessar: „Flokksþingið telur það því höfuðverkefni flokksins á næsta tímabili að skapa póli- tísk skilyrði til að mynda þjóð- fyíkingu verkamanna, annarra launþega, bænda, mennta- manna og millistétta, sem nái meirihluta í næstu kosningum og myndi ríkisstjórn til nýsköp unar þjóðfélagsins í aðalatrið- um á þeim grundvelli sem mark aður var í kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins haustið 1959. Flokksþingið álítur að póli- tísk skilyrði til myndunar slíkr ar þjóðfylkingar verði bezt tryggð á þennan hátt: 1. Með því að stórefla Al- þýðubandalagið og sameina innan þess alla verkalýðssinna og þjóðfrelsissinna, þ. e. Þjóð- varnarflokkinn og þá menn úr Alþýðuflokknum sem vilja framfylgja upphaflegri hug- sjón hans og stefnu. 2. Með samstarfi við Fram- sóknarflokkinn, en slíkt sam- starf getur því aðeins borið ár- angur að samvinnumenn og aðrir sem fylgja róttækri 'stefnu sigrist á öflum auðvalds og afturhalds í flokknum. 3. Með samvinnu við öli önn- ur öfl, einnig menn sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum og unnt reynist að hafa takmark- að samstarf við gegn stefnu versta afturhaldsins. Því aðeins tekst flokknum að skapa þessi skilyrði að hann eflist sjálfur að mann- vali, marxistískum þroska og víðsýni, að félagatala hans stóraukist og í honum verði alger eining um fram- kvæmd þeirra verkefna seni flokksþingið setur honum.” Aldrei hefur heyrzt slíkt neyðarkall í íslenzkri pólitík. Kommar lýsa yfir, að til þess geta leyzt af hendi hlutverk sitt verði þeir að fá stuðning frá öllum flokkum. Ennfremur lýsa þeir yfir, að þeir þurfi Frh. a* 4. s. 3000 manna lið umkringir 2 hverfi í Höfðaborg. JVeyðarástantli Ijjst viðtt í S.- \friku i gter. Fregnir frá Suður-Afríku í morgun, að ráðstafanir sem gripið hefur verið til á grund- velli Iaga um neyðarásíand, sem látin voru ganga í gildi í gær, nái nú til helmings íbúa lands- ins. AHt var sagt með nokkurn veginn kyrrum kjörum í öll- um hinna stærri bæja, nema Höfðaborg, en þar hafði 3000 manna herlið umkringt tvær útborgir og var ails engum leyft inn í þær að fara né heidur út úr þetnæ. Það er mjög víðtækt vald, sem stjórnin getur tekið sér á grundvelli laganna um neyðar- ástand, og hefur þegar gert: Kvatt herlið til þjónustu, iát- ið framkvæma handtökur að vild, ef hún telur menn hafa brotið nokkur ákvæði reglu- gerðar um neyðarástand, en þar með telst að hvetja til mót- þróa gegn stjórnarvöldunum, hvetja menn til að halda kyrru fyrir heima' í stað þess að fara til vinnu sinnar, fyrir að láta í Framh. a> 4. síðu. Þetta er Antonio Tambroni, sem myndaði stjórn á Ítalíu á dögunum. Það er minnihluta- stjórn kristilegra demókrata. Slökkviliðið á ferð. Slökkviliðið var tvisvar kall- út í gær, til að slökkva minni- háttar eldsvoða. í fyrra sinnið hafði kviknað í bragga, sem Pípugerð Reykja- víkurbæjar hefur til umráða inn í Vogum. Hafði þar kviknað í út frá kolaofni, og var það fljótt slökkt. Skemmdir urðu ekki’ miklar. í seinna sinnið hafði eldur orðið laus að Sól- vangi, gróðrarstöð við Sléttu- veg. Þar hafði kviknað í rusli og urðu litlar skemmdir. Frakkar sprengja á ný þá og þegar. Frakkar bönnuðu í gær allt flug yfir sömu landssvæði í Sahara og bannað var að fljúga yfir, áður en þeir sprengdu kjarnorkusprengjuna 13. febrú- ar. Er nú talið, að Frakkar séu tilbúnir að sprengja seinni sprengjuna (sem þeir voru þá taldir eiga), en þó getur það dregizt að tilraunin verði gerð, veðurs vegna. Frumherji V hefir nú farið um 4 milljónir kílómetra út I geimiim. Hraði ITans er tæplega 9000 km. á klukku- stund. Líklegt, a5 fundarmenn líti upp, þegar flutt verður ræða íslands. Guardian vlðbútð undanhaldi Breta. Einkaskeyti til Vísis. — Genf í gærkvöldi. Þess er beðið með mikilli óþreyju, að rödd íslands heyrist á sjóréttarráðstefnunni hér í Genf, því að menn tala um, að íslendingar eða sendinefnd þeirra sé eigin- lega spurningarmerkið í sambandi við ráðstefnuna. íslendingar hafa verið manna fámálastir í sambandi við ráðstefnuna, og munu 'þeir hafa lagt meiri áherzlu á að kynn- ast skoðunum annarra og þeim straumum, sem Iíklegastir eru meðal aðildarþjóðanna. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað kl. hvað Guðmundur í. Guðmundsson, formaður ísl. sendinefndarinnar, mun stíga í ræðustól, en ákveðið er, að hann flytji ræðu sína á síðdeg- isfundinum á fimmtudag. Hitt leikur hinsvegar ekki á tveim tungxun, að á hami mun verða hlustað af at- hygli. Þótt ráðstefnan hafi ekki staðið lengi, eru fund- armenn þegar farnir að þreytast á ræðuhöldunum, en það er búizt við því, að allir leggi frá sér blöðin og við hlustirnar, þegar rödd íslands heyrisí. Menn hafa kallað ísland spurningarmerkið, eins og þeg- ar er sagt, en samt gerir enginn ráð fyrir, að nein breyting verði á afstöðu íslendinga. Ekkert hefur heldur komið fram, sem bendir til þess, að af- staða íslendinga sé ekki ná- kvæmlega hin sama og fyrir tveim árum, þegar haldin var fyrri sjóréttarráðstefnan hér í Genf. Oft hefur kvisazt um að- alefni ræðna, sem ætlunin hef- ur verið að flytja, en því er ekki að heilsa, varðandi ræðu Guðmundar í., því að enginn óviðkomandi veit neitt um hana. Semja Kanada og f Bandaríkin. Eins og nú standa sakir, virð- ast Bandaríkjamenn og Kan- adamenn staðráðnir í að þoka ekki um hársbreidd frá tillög- um sínum, en þó hefur verið talað um að gerð verði sam- komulagstilraun utan ráðstefn- unnar. Manchester Guardian ritaði í dag um málið og komst svo að orði: „Tvennt gæti ýtt undir vonir xun hyggilegt sam- Framh. á bls. t2. Afhendir skiíríki. Hinn nýi sendiherra Belgíu á íslandi, le Chevalier Jean de Fontaine hefur afhent forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um, að viðstöddum Emil Jóns- syni ráðherra, sem fer með utanríkismál í fjarveru utan- ríkisráðherra. Að afhöfninni lokinni höfðu forsetahjónin boð inni fyrir sendiherrann. Togaraverkfallinu loki5. Síðasti sáttafundur stóð í 12 klst. Verkfalli yfirmanna á togur- um lauk í morgun er sámning- ar voru undirritaðir fimmtán mínútum fyrir kl. sex. Hafði sáttafundur. þá staðið j’fir frá því kl. 5 e. h. á miðvikudag. Eins og kunnugt er, var það viðurkennt að kjör togarasjó- manna voru lakari en annarra sjómanna. Kom það fram í greinargerð með efnahagsmála- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, að þrátt fyrir þá stefnu hennar að sporna við launahækkunum nú, væri það óhjákvæmilegt að bæta kjör togarasjómanna, segir í frétt frá F.Í.B. Leiðrétting' sú, sem um var samið milli FÍB er fólgin í því að fiskverð sem aflaverðlaun miðast við, var fært til sam- ræmis við skiptaverð bátasjó- manna. Auk þess var um minni Framh. á <2. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.