Vísir - 11.05.1960, Blaðsíða 1
12
síður
12
síður
50. árg.
Miðvikudaginn 11. maí 1960
105. tbl.
Mynd þessi er frá óeirðunum í Durban, Suður-Afríku. Hún er
tekin á mótum Syringe-Avenue og Berea-götu, þar sem lög-
reglan hóf skothríð á mannfjöldann.
Tryggvi Jónsson er
aflakóngur 1960.
Aflinn er 1222 1. auk þess sem
kom í dag.
í mar?ar aldir hefur 11. maí
verið lokadagur vetrarvertíðar
á Suðurlandi. I»ann dag héfur
jafnan verið hávaði og gleð-
skapur í verstöðvum, en nú er
þessu öðru vísi farið. Hvergi er
kaldið upp á daginn og að því
er fréttaritarar síma er hann
eins og hver annar virkur dag-
ur, enda halda aflakóngar og
þeir sem líklegir eru til að
verða aflakóngar áfram róðr-
um þótt lítið fiskist, til þess að
bæta nokkrum kílóum á afla-
lista sinn.
Það er helzt í Reykjavík að
vart verður við vertíðarlok, og
befst nú vertíð hjá mörgum T
landi sem skipti eiga við sjó- j
menn. Það hefur verið annríki
hja lögreglunni og hefur hún
síðustu nætur tvíhlaðið og þrí-
hiaðið kjallarann. Þess ber þó
að geta að flestir sem þar hafa
gist eru þeir sem notið hafa
hins alkunna örlætis sjómanna.
Vestmannaeyingar skipa nú
ekki lengur öndvegið í afla-
mennsku. Að þeirra dómi brást
vertíðin. Helgi Bergsveinsson
á Stíganda er aflakóngur í Eyj
um að þessu sinni með 1100
lestir. Næstur er Óskar Mattías
,son á Leó með 1040 lestir. Ben-
óný fyrrverandi aflakóngur er
með tæpar 1000 lestir.
Ólafsvíkingar geta í dag dreg
ið fána að hún til heiðurs afla-
kóngi landsins, Tryggva Jóns-
' syni skipstjóra á Stapafelli, er
, aflað hefur 1222 lestir og þar
j við bætist aflinn í dag. Nætur
í Ólafsvík er m.b. Jón Jónsson,
aflamagnið fékst ekki uppgefið
í morgun.
Framh. á 12. síðu.
þiis. kréaa tekjur
á þrem vikum.
Vaðlaheiði lokaðist í dag.
Akureyri L morgun. —
Uppgripaafli heldur áfram
við Grímsey, og hefur slíkt og
annað eins ekki spurzt þar um
sióðir í háa herrans tíð. Eitt
heimili hefur fengið 100 þús.
krónur í tekjur á rúmlega þrem
vikum, en í Grímsey eru nú bú-
sett um 70 manns.
Aliur fiskaflinn fer í salt, og
er nú Kaupfélag Eyfirðinga að
setja á fót lifrarbræðslu á
eynni.
Ýmislegt fleira er á döfinni
þar nyrðra. í undirbúningi er
að byggja félagsheimili og skóla
og dýpkunarskip er væntanlegt
á næstunni. Alþingi hefir veitt
450 þús. krónur til framkvæmd-
anna.
Vaðlaheiði heíur verið lokað
vegna aurbleytu, frost er nú
íyrst að fara úr jörðu þar. —
Hinsvegar er verið að ryðja
Lágheiði til Ólafsfjarðar.
gmlegra—
skotin niður?
Ef svo er, hvernig vildi þa5 þá tiS?
Náðu Sovétríkin flugvélinni
alveg óskemmdri?
Mótmælaorðsending sovét-
stjórnarinnar til Bandaríkja-
stjórnar út af njósnafluginu var
afhent í gær og tók sendifull-
trúi Bandaríkjanna x Moskvu
við henni. Ekki er á það minnst
í henni, að málinu verði skotið
til Öryggisráðsins, eins og upp-
haflega var gefið í skyn.
Gromyko utanríkisráðheiTa,
sem afhenti orðsendinguna, og
sendifulltrúinn, skiptust aðeins
á nokkrum oi’ðum. Oi’ðsending-
in mun verða bii’t í heild í dag.
Kunnugt er þó, að í henni er
því haldið fram, að það geti
ekki vei’ið nein tilviljun, að
flugvélin flaug inn yfir sovézkt
land, heldur væri flugið sönn-
un um að stefna Bandaríkjanna
væri að auka viðsjár þjóða
milli. Er varað við afleiðingum
þess, að halda slíku áfram.
Sovétstjói’nin áskilur sér rétt
Sending frá
meginlandinu
Mistur hefur verið í lofti
undangengna 2—3 daga og
lxæg austlæg' átt víðast,
þokusamt á morgnum, eink-
um á ströndum, en köld er
þokan á annesjum nyrðra,
aðeins um 2 stig hitinn á
Hornbjargsvita, en hér sunn-
anlands var hitinn sumstað-
ar 13 stig kl. 9 í morgun, t.
d. á Hæli í Hreppum, og 11
stig hér í Reykjavík. Senni-
lega fer nú austanáttin held-
ur vaxandi.
Um mistrið er það nánara
að segja, að þetta er megin-
landsloft, komið hingað
sunnan úr álfu, mengað ryk-
ögnum og sennilega miklu
kolaryki. Þetta er sama loft
og har er algengast, en hér
á norðurslóðum er loft
vanalega miklu hreinna.
] til gagnráðstafana og mælist til,
að hætt sé slikum ögrunum,
|svo að sovétstjórnin geti beitt
sér að því að vinna að lausn al-
þjóðlegra vandamála.
Hótanir í
garð smáþjóða.
Krúsév forsætisráðherra hafði
í fyrradag í hótunum við smá-
þjóðir og hótaði hefniaðgerðum
gegn stöðvum, sem njósnaflug-
vélar Jegðu upp frá. Lincoln
White sagði í gær fyrir hönd
Bandaríkjastjórnai’, að það
Vseri sérkennandi fyrir Rússa,
að nota þetta tilefni til að hóta
smáþjóðum eins og Norðmönn-
um, Tyrkjum og Pakistönum
árásum, þótt þeir hefðu ekkert
til saka unnið í þessu máli.
Endurtók hann fyrri yfirlýsing-
ar þess efnis, að Bandaríkin
myndu standa við allar skyld-
bindingar sínar við sambands-
þjóðir, sem haft væri í hótun-
um við eða gei’ðar áráSir á.
Tilkynningar Rússa
grunsamlegar.
Tilkynningar Rússa um þetta
njósnaflug þykja meira en lít-
ið grunsamlegar og ræða blöð
út um heim um það í vaxandi
mæli. Ef allt það er rétt, sem
Krúsév sagði og fleira rétt, sem
fram hefur komið, virðist væg-
ast sagt mjög vafasamt, að flug
vélin hafi verið skotin niður.
Höfundur flugvélarinnar, sá,
sem átti hugmyndina að henni
og teiknaði uppdrátt að hinni
fyrstu, en hann er búsettur i
Kaliforníu, fullyrðir, að mynd-
Framh. á 2. síðu.
★ Bandaríkjastjórn hefur gef-
ið Alþjóðaskólanum í Vínar-
borg 160.000 dollara. Nenx-
endur í skólanum eru nú
247 — þar af 187 Banda-
ríkjamenn. Alls eru nemar
þar frá 22 þjóðum.
Þotuöldin er gengin í garð, en
hún er ekki komin langt á veg.
Hér má sjá myndir af þeim
furðuflugvélum, sem flugvéla-
verkfræðingar gera ráð fyrir,
að þjóti um háloftin að fáum
árunx liðnum.
Triton fór kringum jörð-
ina í kafi á 84 dögum.
Kom tvsvegss upp á yfirborð í ferðinni.
Iíandaríski kafbáturinn Trit-
on kom í gær upp að ströndum
Delaware eftir að hafa farið
kringum jörðina, oftast í kafi,
á 84 dögum. Hann kemur í dag
til New London í Connecticut
en þaðan lagði liann upp í. sigl-
inguna 16. febrúar s.l.
Þetta er kjarnorkuknúinn
kafbátur. Hann kom tvisvar
upp á yfirborð sjávar, í annað
skipti vegna veiks manns, er
þyrla flutti til iands, og undir
ströndum Portúgals til þess að
héíðra minningu Magellans,
sem fyrstur manna sigldi
kringum jöi’ðina 1519—21. Fór
kafbáturinn mikið til sömu
leið, um 36,000 sjómílna leið.
Triton er 7750 smálestir og
rhun vera stæi’sti kjarnoi’ku-
knúni kafbátur heims.