Vísir - 11.05.1960, Page 10

Vísir - 11.05.1960, Page 10
10 V I S I R Miðvikudaginn 11. maí 1960 m 'artj MILLI TVEGUA ★ ÁSTARSAGA ELDA 46. stinga upp á þau borðuðu saman öll fjögur, létti þegar hún sá að Lanyon leitt á úrið sitt og sagði: — Því miður verð eg að skilja við ykkur. Það bíður sjúklingur eftir mér. — Skiljanlega. Það var einstaklega fallega gert af yður, að lofa Okkur að tefja yður svona lengi, sagði Enid. — Mér var það sönn ánægja. — Ætlarðu að endurtaka þá ánægju, Nat? Clarissa brosti inni- lega til hans. — Við verðum í Montreal um tíma, og ef þú átt ekki mjög annríkt vonum við að sjá þig við og við. — Vitanlega, sagði hann alúðlega. — Eg síma einhverntíma í næstu viku. Svo kvaddi hann og skildi við þær. Madeline sýndi þeim kennslustofurnar, bókasafnið og mat- salina. En, eins og Clarissa sagði, ekkert af því var eins spenn- andi og að hafa frægan lækni til að sýna sér skurðstofuna. — Eg hafði gleymt hve aðlaðandi hann getur verið, bætti hún Við. — Eg skil ekki hvers vegna eg hrinti honum svona hrana- lega frá mér. Eða — kannske hann sé ekki jafn einrænn núna Og hann var? Ef það er ekki, þá er þaö eg sem hef breyzt. Madeline varð svo uppvæg er hún heyrði þetta, að hún óskaði innilega að Clarissa snautaði heim til sin undir eins. En svo sefaðist hún við þá tilhugsun, að dr. Lanyon væri ekki eins auð- unninn og Clarissa virtist halda. Að vísu hafði hann kysst á móti þegar Clarissa rak honum kossinn, en hann hafði aldrei látið sjá þess merki, að hann réði ekki yfir tilfinningum sínum. í rauninni mundi Clarissa vera í óvissu um hvernig fara mundi. En — óviss og vongóð um leið — það var hættulegt. Madeline fór með Enid og Clarissu í gistihúsið, en stóð ekki lehgi við hjá þeim. Nú fóru þær að kenna þreytu eftir dagsins erfiði og Madeline átti að fara snemma á vörð daginn eftir. Svo að hún bauð þeim báðum góða nótt, lofaði að síma undir eins og hún yrði laus daginn eftir og fór svo heim í herbergið sitt i spítalanum. Þar rigndi yfir hana spurningum og athugasemdum. Eileen hafði forustuna og sagði: — Hvers vegna í ósköpunum hefurðu þagað yfir þessu? Þú hefur aldrei minnst á að systir þín og dr. Lanyon kysstust! — Ojæja. Madeline var á báðum áttum. — Clarissa er svo kossgefin. Hún vill láta taka eftir sér og.... — Taka eftir sér! Hvort það nú er! En hann kyssti hana á móti i staðinn fyrir að frysta hana með augunum. Það er það, sem við getum ekki gleymt. — Hann þekkti hana vel i Englandi, sagði Madeline og reyndi að gera minnst úr þessu. — En þá hlýtur þú að hafa þekkt hann líka, sagði ein stúlkan forvitin. — Nei. Eg hafði aðeins heyrt talað um hann. Og svo kynntist eg honum á skipinu á leiðinni hingað. — En var það vegna þess að hann þekkti systur þína, sem hann tók sig undir verndarvæng sinn? spurði Eileen. — Þú hefur aldrei minnst á kunningsskap þeirra viö okkur. — Eg hélt að honum væri ekki að skapi að talað væri um einkamál hans, sagði Madeline. — Eg hélt að því minna sem talað væri um þesskonar — því betra.... — Jú, auðvitað. En það sem við viljum vita er — Er hún stúlk- an, sem sendi hann til baka, ofurlítið mýktan? spurði Eileen glettin. — Eg veit ekki, sagði Madeline og tókst undravel að vera eðli- leg. — Eg veit bara hitt, að systir mín er gift. — Ó! Þetta virtist vera þeim öllum mikil vonbrigði. — En þú sagðir, byrjaði Eileen, en svo þagnaði hún. Hún hafði auðsjáanlega munað að Madeline hafði sagt henni, að ekki væri allt í sómanum milli Clarissu og mannsins hennar. En jafn- vel Eileen gat stundum verið nærgætin, og þó andlitið á hinum stúlkunum væri eitt spurningarmerki, hristi hún höfuðið og lauk ekki setningunnni. Jæja, það er svo að sjá sem þér finnist það sjálfsagt að fólk reki dr. Layon rembingskoss, sagði stallsystir Madeline úr skurð- stofunni. — Er það svo að skilja að hann hafi verið frekur og kysst þig líka, svona við og við? — Nei, svaraði Madeline. En um leið datt henni í hug hvernig það mundi vera að láta hann kyssa sig. Allir hlóu, en nú var farið að tala um annað, en auðheyrt var að allar stúlkurnar þráðu að heyra meira um kunningsskap Clarissu og átrúnaðargoðs þeirra, dr. Lanyons. Madeline þótt vænt um að laugardagur skyldi vera daginn eftir. Dr. Lanyon var ekki vanur að skera á laugardögum og sunnu- dögum nema mikið lægi við, og henni fannst hentugast að hitta hann ekki svona rétt eftir samfundina við Clarissu. En stundum var hann vanur að ljúka af ýmiskonar skrif- stofuvinnu um morguninn til að ná í einhver plögg, rakst hún þar á hann, alveg óvænt. — Æ fyrirgefðu. Eg vissi ekki að þú varst hérna. — Nei, ekki það. Hann leit upp frá skriftunum. — Hvað var erindið? Hún sagði honum það, og í stað þess að segja henni að leita að plagginu sjálf, stóð hann upp og blaðaði sjálfur í spjaldskránni. Meðan hún var að bíða eftir upplýsingunum var hún að velta fyrir sér hvort hún ætti ekki að segja eitthvað í tilefni af því sem hafði gerst daginn áður. Hún sagði honum það, og 1 stað þess að segja henni að leita að plagginu sjálf, stóð hann upp og blaðaði sjálfur í spjald- 1 skránni. Meðan hún var að bíða eftir upplýsungunum var hún að velta fyrir sér hvort hún ætti ekki að segja eitthvað í til- efni af því, sem hafði gerst daginn áður. — Þakka þérr innilega fyrir að þú sýndir stjúpu minni og Clarissu skurðstofurnar í gærkveldi. Þær höfðu mjög gaman af því. — Ekkert að þakka. Hann virtist viðutan er hann svaraði, og leit ekki af spjaldskránni. — Ætli þær langi til að aka upp með fljóti síðdegis á morgunn? Þetta kom svo óvænt að Madeline ruglaðist í ríminu og talaði af sér. — Ég er viss um að þær hefðu gaman af því. En þú mátt ekki halda — að þú þurfir að gera þér nokkra fyrirhöfn þeirra vegna. Ég er hrædd um að Clarissa sé nokkuð — ágeng. Þú þarft ekki að taka neitt tillit til þess, sem hún sagði, um að þú yrðir að hitta þær aftur. Það er hægast að láta eins og ekkert sé, til þess að sýna, að allt sé gleymt. Hún hafði alls ekki ætiað sér að tala svona persónulega, og hrökk við þegar hún heyrði sín eigin orð. En töluð orð urðu ekki aftur tekin og ekki leiðrétt, svo að hún blóðroðnaði er hann leit til hennar og hleypti brúnum. — Það er fallega mælt, ungfrú Gill, sagði hann þyrkingslega. — En það er óþarfi að hafa áhyggjur af því. — Afsakaðu. Hún horfði á kreppta hnúana á sér. — Ég vildi aðeins að þú . . . yrðir ekki særður á ný. Brosandi andlitið á honum varð alvarlegt eitt augnablik, en hún sá það ekki vegna þess að hún var niðurlút. — Ég verð að treysta á vernd þína og stjúpu þinnar, sagði hann létt. R. Burroughs "CARAIW'. EXCLAIMEI7 THE AF’E-MAN. . *I THINk. X K.WOW THE ANSWEE TO TWIS WATIVE KEVOLT!" - TARZAM 3234 THEN QUICKLV HE ?ÚSHEP PAST THE SUAKP’S ANI7 LEAFEP1 OUT INTO THE STKEET. Foringi, sagði Tarzan, Ég | held ég viti hver er pottur-1 inn og pannan í uppreist \ hinna innfæddu. Svo hljóp hann til dyra og út á göt- una. Lögreglumennirnir ætl- uðu að stöðva hann, en Reynard sagði. Látið hann fara. tapa. Við höfum engu að !NNÍ])i0AQ10A)f Þau voru á gangi gegnum beitiland, Frank og stúlkan hans og sáu þá tarf koma á harðaspretti í áttina til sín. Frank greip stúlkuna og hrað- aði sér í flýti til baka. — En Frank, góði, sagði húii þegar þau voru örugg. — Mig minnir aðþú segðist vilja standa andspænis dauðanum fyrir mig. — Já, það vildi eg, svaraði Frank. — En þessi tarfur var ekki dauður. Feiminn, lítill maður kom tii lyfsalans: — Er það mögulegt að ganga svo frá laxerolíu að maður finni ekki bragðið af henni? — Vissulega, sagðd lyfsalinn. — Og á meðan þér bíðið skuluð þér fá yður glas af sarsaparilla, þarna, sem sodavatnið er selt. Hinn feimni, litli maður fór þangað og tók þakksamlega við drykknum. — Hvernig smakkaðist það? spurði lyfsalinn. — Eg hefi aldrei smakkað svona góðan sarsaparilladrykk. — Jæja, það var laxerolía saman við. Eg ímynda mér að það sýni yður fram á að það er hægt að útbúa svo laxerolíu að bragðdð finnist ekki. — Já, en það var konan mín, úti í bílnum, sem vildi fá laxer- olíu en ekki eg. ★ Maurice Schumann hinn á- gæti franski stjórnmálamaður hefur nýlega verið á ferð í Ítalíu — og meðal annars heim- sótti hann gröf hins mikla skálds Virgils. Hann fullyrðir, að hann hafi staðið við hlið amerískra hjóna við gröfina og að frúin hafi ver- ið full af áhuga við að skoða gröfina — en sagt síðan við manninn sinn. — Það er undarlegt uppátæki að láta grafa sig svona alveg upp við járnbrautarlínu! Það var í Suðaustur-Englandi að hjón bjuggu svo afskekkt að þau höfðu ekki hugmynd um að öll blöð voru hætt að koma út- vegna verkfalls. En nú ætluðu hjónin í samkvæmi — hann hringdi þess vegna til blaðs,- sem var gefið út í næsta bæ og náði í ritstjórann og bað hann að auglýsa eftir konu, sem gæti setið hjá börnum þeirra hjóna. — Það get eg því miður ekki gert. En eg skal koma sjálfur og sitja hjá börnunum yðar. Og gerði það. Þetta geta menn kallað þjón- ustu. * Maðurinn, sem var latur, vildi heldur lesa en vinna, lokaði bók inni um franska sögu, sem hann hafði lesið af miklum áhuga og; ávarpaði konu sína: — Veiztu það, María, hvað eg hefði gert hefði eg verið í spor- um Napoleons? spurði hann íbygginn á svip. — Vissulega veit eg það, svaraði María stutt í spuna: — Þú hefðir sest að á jörð í Kor- siku og látið hana stjórna sér sjálía.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.