Vísir - 11.05.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 11.05.1960, Blaðsíða 6
6 Miðvikudaginn 11. maí 1960 VÍSIE WÍSI3R D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Flersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. líitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfssti'æti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. VEGIR OC VEGLEYSrR EFTIR Víðförla Þdir bjðia niiiirrif. Heróp stjórnrandstæðinga er nú, að brjóta s kuli niður ráðstafanir þær, sem ríkis- j stjórnin gerir til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Það voru kommúnistar sem tóku þetta heróp fyrst upp, ■ en vitanlega voru Framsókn- armenn ekki lengi að berg- 1 mála það. Svo náið er nú samstarf þessara flokka, og ! það er greinilegt af flestu, að það eru hinir „þjóðlegu" menn í þessu bandalagi, kommúnistar, sem mestu ráða. En þótt mönnum kunni að finn- ast ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar nokkuð þungbærar, ætti enginn að vera svo skammsýnn að ætla, að mál- in verði leyst með því að gera þær að engu, „brjóta þær niður“, eins og það heitir á máli stjórnarandstöðunnar. í því sambandi ættu menn nefnilega að hafa hugfast, hversu vel tókst um stjórn málefna íslenzku þjóðarinn- ar 1956—58, þegar þessir sömu bandamenn réðu lögum og lofum hér á landi. Gefur reynslan þá fyrirheit um, að þeir sé hinir kjörnu leiðtogar til þess að vísa þjóðinni veg- inn og tryggja henni betri lífskjör? Margar íslenzkar ríkisstjórnir hafa lofað miklu, þegar þær hafa tekið við völdum. Engir ráðherrar hafa þó tekið eins hressilega upp í sig og ráð- herrar vinstri stjórnarinnar, og var þó sjálfur forsætisráð- herrann fremstur að því leyti — sem vænta mátti. En þótt loforðin væru stórfengleg í upphafi, urðu svikin þó enn stórkostlegri. Vinstri stjórnin leysti nefnilega engan vanda efnahagslífsins og hafði þó lofað að gera það öllum að sársaukalausu. Hún velti að- eins vandanum yfir á fram- tíðina og loks hljóp hún frá öllu saman, þegar erfiðleik- arnir jukust enn. Þannig var nú hennar ferill í stuttu máli, og er þó vitan- lega ekki alls getið, sem haldið getur uppi frægð vinstri stjórnarinnar um langan aldur. Þess má til dæmis geta, að í upphafi hennar taldi Framsóknar- flokkurinn það einn mesta sigurinn við stjórnarmynd- ina, að Sjálfstæðisflokknum hefði verið vikið til hliðar í þjóðmálunum. Þeir hinir sömu, sem hrósuðu sigri yfir þessu, voru þó ekki of miklir menn til að hreyfa því 1958, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri nú ekki fáanlegur til að koma í stjórn með hinum flokkunum — taka þátt í þjóðstjórn, sem gæti leyst vandann!! Það má því segja, að vindinum hafi verið hleypt úr köpp- unum, sem settust í ráð- herrastólana í júlímánuði 1958 og töldu sig vera borna til að leysa allan vanda ís- lenzku þjóðarinnar. Þeir gáfu undir lokin þá yfirlýsingu, að þeir gætu ekki bent á neina leið til að hindra dýr- tíðarflóðið, sem þeir höfðu kallað yfir þjóðina með hálf- káki sínu og úrræðaleysi. Og þess vegna fóru þeir úr stjórninni og aðrir tóku við til að glíma við þá erfiðleika, sem vinstri stjórnin hafði með öllu gefizt upp við. Páskaferðin mikla austur í Öræfi varð all söguleg eins og eg átti von á og hefur verið um- ræðuefni manna á milli fram' að þessu. Af myndum, sem birt-’ ust í blöðum, og af frásögn skil-1 ríkra heimildarmanna hefi eg gengið úr skugga um, að þarnaj mátti engu muna að ekki yrði stórslys og mörgum að bana. | Einn þaulvanur ferðamaður og jöklafari sagði mér, að hann langaði ekki aftuV til að sjá hóp af fólki í eins bráðum lífsháskaj og þarna átti sér stað. Eg vil því enn á ný vara við gapa-j skapnum, sem of oft hefur tíðk- ast í öræfaferðum og slarki í óbrúuðum jökulám. Ekki sízt vil eg beina þessari aðvörun til forstöðumanns hinnar nýstofn- uðu ferðaskrifstofu, sem þarna átt mestan hlut að máli, og |mér fannst vera óþarflega gá- laus í orðum í blaðaviðtali um þennan atburð. Það skulu allir hafa hugfast að gapaskapur á ekkert skylt við dugnað. Ferðaskrifstofa ríkisins lætur mikið af því, hvað mik- ið verði um erlenda ferðamenn hér í sumar. Þetta eru ekki ó- líkleg tíðindi, því eftir gengis- lækkunina er ísland orðið frek- ar ódýrt land fyrir ferðamenn. En eg er bara smeykur um, að það geti farið nú eins og þegar síldin kom í Hvalfjörð — það vissi enginn hvað átti að gera við aflann. Af eigin reynslu veit eg að fram að þessu hefur Ferðaskrifstofunni verið betur lagið að semja áætlanir en að framkvæma þær. Það er enginn vafi á því að hingað koma marg- ir útlendingar í sumar og það mun þurfa góða stjórn á málun- um til að ekki fari allt í handa- skolum. Ferðaskrifstofan þarf því á góðum starfskröftum að halda og forstjórinn verður að læra að sýna góðum mönnum traust. Akureyri var kuldaleg nú um daginn er eg var þar á ferð en það var vorhugur í mönnum og mikið talað um aukinn ferðamanna- straum. Á hótel KEA er nú nýr forstjóri, ungur og vel mennt- aður hótelmaður sem kemur vel fyrir. Loksins hyllir undir vínveitingaleyfi þarna og fleiri breytingar munu á döfinni. Það er svo hægt að loka á vetr- um, þegar minna er um að vera. Það er alltaf gott að vera á KEA og það var það líka núna. Á Blönduósi j er Snorri að byggja nýtt gisti- hús í áföngum og er nýr og ^ vistlegur matsalur, ásamt snyrtiherbergjum, þegar í notk- un. Það var sannarlega kominn tími til að gera bragarbót þarna því allt var þar í kaldakoli. En eg er óánægður með að hið nýja hótel skyldi sett þarna niðri í sömu kvosinni, það átti að velja því fallegan stað við þjóðveg- inn. Og svo er ekki nóg að fá góð húsakynni, maturinn þarf líka að vera góður en á því hefur á stundum verið mis- brestur þarna. ■ Víðförli. Bretar vilja beinar viöræð- ur m fiskveiðideiluna. Frásögn stj órnmálafré ttaritara Sunday Times í London. Þykjast kannske geta nú. Þessir uppgjafarkappar koma! svo nú fram fyrir fjöldann og tilkynna, að þeir ætli að brjóta niður það, sem núver- andi ríkisstjórn hyggst gera að beztu manna ráði til þess að bjarga því, sem bjargað verður og koma í veg fyrir, að þjóðarskútuna beri upp á sker. Almenningur ætti að minnast þess, áður en hann leggur þessum niðurrifsöflum lið, að þeir, sem nú bjóðast til að brjóta niður, gátu ekki byggt upp forðum, þótt þeir hefðu tækifæri til þess og m. a. stærri þingmeirihluta að baki ! en núverandi stjórn. Hvað halda menn, að þeir kalli yf- ir þjóðina, ef kommúnistum og framsóknardindlum þeirra tekst skemmdarverk- ið? Halda menn, að vandi ís- lendinga verði auðleystari eftir en áður? Hver heldur það í alvöru? Það er furðanleg ósvífni komm- únista og félaga þeirra, að ætlast til þess að almenning- ur leggi trúnað á það, að þeir sé færari um að stjórna landinu nú en fyrir fjórum árum, þegar þeir tóku við stjórnartaumunum. Þessir rauðu flokkar féllu svo ræki- lega á prófinu árin 1956— 58, að íslendingar væru börn og flón að auki i opinberum málum, ef þeir létu blekkjast til þess að styðja niðurrifs- stefnu þeirra. Stjórnmálafréttaritari SUNDAY TIMES í London skýrir frá því í blaði sínum 8. þessa mánaðar að Bretar búi sig undir að gera nýja tilraun til þess að fá til lykta leidda hina fjögurra ára gömlu fiskveiði- deilu við fslar>.d“. Segir þar ennfremur, að lík- legt sé að John Hare sjávarút- vegsmálaráðherra snúi sér beint ti.1 íslenzku ríkisstjórnarinnar, í von um að samkomulag' verði |um að báðir aðilar ræðist við. Tilboð Breta um málamiðlun j standi enn, og þessar, eða aðr- 1 ar tillögur, mætti athuga með beinum samkomulagsumleitun- um. Þá segir stjórnmálafréttarit- arinn, James Margach, að einn- | ig sé til athugunar fyrir brezkt írumkvæði, að ná saman á ráð- stefnu öllum fiskveiðaþjóðum , við Norðursjó og NorðurAt- j lantshaf, sem stunda fiskveiðar á íslandsmiðum, að athuga möguleikana á sánngjörnum samkomulagsgrundvelli. Þar sem þessar nýju umleit- r.nir séu yfirvofandi má telja líklegt, að af opinberri hálfu verði yfirmenn á togurnm og vélstjórar hváttir til að gera ekki verkfall í Grimsby, til þess að knýja fram bann við löndun á fiski í þeirri höfn. Menn óttast, að slíkt verk- fail, eða að ef til nýrra árekstra kæmi milli togara og íslenzkra eít.irlitsskipa, mundu teflt í álvarlega. hættu viðleitni og möguleikum til þess að ná sam- komulagi með beinum umleit-- ununi. Smáaug!ýsingar Vísis eru ódýrastar. Ó. J. hefur óskað birtingar í Bergmáli á pistli, sem hann kallar „Eina fróma ósk um bætta veðurþjónustu". Fer hann hér á eftir: Sjómenn lilusta alltaf — „Eitt af kærkomnasta útvarps- efni Ríkisútvarpsins eru veður- fregnirnar og líklega það gagn- legasta, án þess þó að nokkuð annað sé lastað. Sjómenn hlusta ávallt á veðurspána með athygli, bændur þurfa oft að notfæra sér veðurspár, og raunar fjöldi starfsgreina í landi þurfa að fylgjast vel með veðurspánum. En svo er líka stór fjöldi, sem hlustar á veðurspárnar af áhuga og gamni. Er sá hópur ef til vill stærstur. Eftirsótt útvarpsefni. 1 einu orði sagt, held ég að veðurspár og veðurlýsing, sé eitthvað það eftirsóttasta út- varpsefni, sem Ríkisútvarpið lætur okkur í té. En ég hef furð- að mig oft á því, að íslenzka Rík- isútvarpið sendir aldrei veður- lýsingar frá þeim svæðum, sem íslenzku skipin sigla mest um. Til dæmis engar veðurlýsingar frá Bretlandi, Vestur-Evrópu og Norðurlöndum. Kærkcmið aðstandendum. Eg hlusta oft á veðurfrégnir frá erlendum stöðvum og er venjulega lýst veðri t. d. í enska ! útvarpinu, í Noregi, Danmörku, Þýzkalandi, Sviþjóð, Hollandi, brezku eyjunum og víðai’.Það má segja að þetta sé fyrir okkur á Islandi ekki ýkja þýðingarmikið, en ákaflega væri það kærkomið ■ fyrir aðstandendur alla þeirra í mörgu sjómanna, sem sigla mest ! til fyrrgreindra landa. j Þau eru nefnilega orðin nokk- ! uð mörg flutningaskipin okkar, [ og á þeim er stór hópur ísl. þegna, en þau eru mest á ferð- inni til Vestur-Evrópu hafna. Og þeim, sem heima sitja, langar oft til að vita hvernig til dæmis Gull- foss fær veður i Norðursjó, í Skagerak, Kattegat o. s. frv. svo aðeins eitt skip sé nefnt, en það má taka fjölda fleiri dæmi. Veðurlýsing 1—2 sinnum á dag. Eg vildi koma á framfæri þeirri tillögu að t. d. einu sinni eða tvisvar á Sag með veðurlýs- ingum kæmi lýsing á veðri frá Skotlandi, Suður-Noregi, Dan- mörkui Þýzkalandi, Hollandi, svona frá einum stað að sjó liggj andi í þessum lö-dum. Af því mætti ráða "okku.C; hvernig veðri væri háttað á nokkuð stóru svæði, þar sem aðalsiglingaleiðir skipa okkar liggja. Eg bendi á þetta í allri vin- semd og bið þá, sem hér gætu um ráðið, að taka þetta til vin- samlegrar athugunar, og þá um leið til úrlausnar. Þetta yrði vel þegið af fjölmörgum hlustend- um. Ó. J.“ í sambandsstjórn Arabiska sambandslýðveldisins eru nú aðeins tveir Sýrlendingar eftir. Tveir bá'ðust lausnar um mánaðamótin — báðir fyrrverandi herforingjjar. Þrír báðust lausnar s. 1. ár — allir úr Baathflokknum sem var við völd er Egypt- aland og Sýrland samein- uðust í Arabíska sambands- lý'ðveldið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.