Vísir - 03.06.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 03.06.1960, Blaðsíða 1
12 síður q l\ I 12 síður 10. árg. 123. tbl. [ftirlit hjíi öðrum en ekki hjá Rússum. Aðger óvissa inn framlíð kjarnorkuvopna-fundar. Það kom mjög óvænt fulltrú- um Bretlands óg Bandaríkjanna á ráðstefnunni í Genf um bann við kjarnorkuvopnatilraunum, er Tsarapkin fulltrúi Sovétríkj- anna „kúventi“ skyndilega. j Mörg morð I á Opinberar skýrslur bera með sér, að Sikileyingar eru blóðheit ari en aðrir ítalir. Á síðasta ári voru framin 144 morð á Sikiley, en á allri Italíu samtals 524. Þetta hlut- fall hefur haldizt árum sam- an, að um það bil 4. hvert morð er framið á eynni. Sovétríkin höfðu lagt fram tillögur um öryggisráðstafanir við framkvæmd áætlunar um neðanjarðar sprengingar i rann sóknaskyni, en þær mátti hvert landið um sig framkvæma samkvæmt áætulninni, en hin geta fylgzt þar með öllu. Tsarapkin sagði, að hvorki þyrfti að senda menn né mæli- tæki til Sovétríkjanna, því að Rússar ætli sér ekki að gera neinar tilraunir neðanjarðar hvorki með kjarnorkuvopn eða með notkun venjulegra sprengi efna. Fréttaritarar í Genf segja, að þessi breytta afstaða hafi kom- ið mjög flatt upp á hina full- trúana og allt sé nú í óvissu um ráðstefnuna. Allsherjarverkfall vofir yfir í Japan um helgina. Ekkert lát er á mótmæla- fundum róttæki) flokkanna í Japan og félagasamtaka þeirra til að andmæla varnarsáttmála Japans og Bandaríkjanna og komu Eisenhowers forseta. Nýj- ar kröfugöngur verða farnar í dag. Félagasamtök þeirra ýms samþykkja ályktanir hvert af öðru, seinast ungmennasamtök, sem 300,000 ungmenni eru í, en önnur samtök sem 7 milljónir eru aðilar að, hafa fagnað heim- Minna mátti ekki gagn gera. Gert var ráð fyrir, að hingað kæmi ungliðalið frá Moskvu, eins og getiö hefur verið í Vísi. í gærkvöldi kom á daglnn, að Rússar telja íslendinga marg- falt hættulegri í knattspyrnu en mörlöndinn hafði gert sér grein fyrir. Rússar tefla fram hvorki meira né minna en sínu sterkasta liði, Dynamo. sókninni, og lýsa sig þakklát fyrir bandaríska aðstoð til við- reisnar eftir styrjöldina. James Hagerty, einkarit- ari forsetans er lagður af stað til Austur-Asíu til und- irbúnings komu hans til ýmissa landa þar í þessum mánuði. Forsetinn leggur upp í ferðina 12. júní. Seinustu fregnir herma, að róttæku flokkarnir í Japan geri tilraun til allsherjarverkfalls um næstu helgi. Kishi forsætis- ráðherra segir, að til þess sé stofnað í stjórnmálalegum til- gangi og hefur skorað á þá, sem að því standa, að beita ekki verkföllum sér til framdráttar s^jórnmálalega. Mótmælaaldan nær sennilega hámarki með verkfalli þessu, ef af því verður. Svíar eiga einhvern fullkomnasta her í heimi, að því er snertir allskonar tæki. Þeir efna jafnan til heræfinga langt norður í landi, áður en snjéa leysir, og hér sést maður í Lappabúningi gefa átta þyrlum merki um að koma til lendingar. ÞEIR AÐ SKOÐA LORAN- STÖÐINA Á SNÆFELLSNESI ? Rússneski togarinn, sem var á Rekavík, sást einnig við Snæ- Snæfellsnes. Tilvitjanir, a5 nærri var ratsjárstöð cg loranstöð? Það leikur varla á tveim tungum að Russar stunda njósnir hér við land, því að tvívegis hefur sama rússneska skipsins orðið vart í grennd við stöðvar, sem mikilvægar eru fyrir varnir landsins. Getur varla verið um tilviljanir að ræða í þessu efni. Eins og Vísir skýrði frá fyrstur blaða 20. maí, varð, varð- skipið Oðinn vart við rússneskan togara vestur á Rekavík dag- inn áður. Lá togarinn þar fyrir festum, og sögðu skipverjar, að um vélarbilun væri að ræða, en heir gætu samt gert við hana án aðstoðar. Þeir sögðust hafa leitað inn á Rekavík til að komast i var, en þá var þar samt einmitt vestan-átt og ekkert var að finna. Hinsvegar er ratsjárstöð- in á Straumnesfjalli svo ,til steinsnar undan, og hefur það vafalaust ráðið meira en gott skjól. Á þriðjudagskvöld var svo vélbáturinn Hrönn á leið frá Ólafsvik til Reykjavik. Var veður hið bezta, þegar báturinn lagði af stað, næstum logn og sjór ládauður. Þegar báturinn var staddur nærri Brimnesi, komu skipverjar auga á togara, sem var næstum uppi í land- steinum, og fannst þeim það einkennilegt. Var þess vegna siglt nær togaranum, svo að hægt var að sjá einkennistölu hans, P-9013, en það er ein- mitt einkennistala togarans, sem sást vestur á Rekavík. Þá skýra skipverjar einnig svo frá, að einkennileg tæki hafi verið utanborðs á tog- aranum þeim megin, sem að landi vissi, og virtust vera mælitæki eða eitthvað þess háttar. Virðist ærin ástæða til þess, að reynt sé að hafa nánar gæt- ur á ferðum rússneskra skipa hér við land, ef rétt er frá hermt um ferðir v.b. Hrannar og það sem bátverjar segjast hafa séð á leið sinni framhjá Snæfellsnesi. Þrátt fyrir svardaga sovét- valdamanna eru engir ötulli við njósnir en einmitt flugumenn þeirra og ber öllum að vera á verði fyrir þeim. Alþingi lauk. í siótt Met í svifflugi. Brezkur flugmaður hjá BEA liefur sett nýtt met í svifflugi. Fór hann rúmlega 350 km. leið í svifflugu fyrir einn mann og var á lofti í sex klukkustund- ir og 50 mínútur. Haim flaug frá bæ í Hampshire til bæjar í Shropshire og sömu leið til bake. I Aiþíngi afgreiddi níu lög á síðasta spretfireuim. Þingslit fara fram um nónbil í dag. Störfum beggja deilda Al- þingis lauk seint á þriðja tím- anum í nótt. Verða þinglausnir í dag og mun þá forseti sameinaðs Al- þingis, Sigurður Ágústss., flytja yfirlit um störf þingsins, en síðan slítur forseti íslands, herra Asgeir Ásgeirsson þingi. Á fundum deildanna I gær og í nótt voru 9 frv. afgreidd sem lög — m. a. dragnótaveiðar í lar.lhelgi, sem mjög var um- deiit í efri deild, eins og í þeirri neðii. Þá var gerð þreyting á hásLólalögunum og voru ákveð in þrjú ný prófessorsembætti, eitt í viðskiptafræðum, annað í geðlæknisfræði og hið þriðja í k'i.rnorkufræðum. Þá voru samþykktir ríkisreikningar fyr- ir 1957, ,,hæstu og ijótustu rík- isreikningar, sem enn hafa ver- ið afgreiddir,“ eins og Jón Pálmason komst að.orði, en hann er einn af yfirskoðunar- mönnum reikninganna. Samþ. var frv. um breytingar á lög- um um Búnaðarbanka íslands o. fl. Framsóknarmennirnir, Ey- steinn Jónsson og Þórarinn Þór arinsson héldu uppi mátþófi Framb ,. á 11. síðu Tvílyftir SVR-vagnar. SVR er að hugsa um að taka upp enn stærri strætis- vagna vegna þrengsla í mið- borginni. Er nú helzt í ráði að fá vagna með tvcim „þil- förum“, en þeir geta flutt hvorki meira né minna en 150 manns í ferð, og mundi þsð vera til mikila bóta. Hingað til hafa aðeins verið noiaðir vagnar með einu gólfi, en slíkir „tveggja þil- far“ vagnar eru t. d. algeng- ir í Bretlandi. (Menn eru beðnir að athuga, að SVR þýðir að hessu sinni ekki Strætisvagnar Revkjavíkur heldur Strætisvagnar Rémar borgar!)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.