Vísir - 03.06.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 03.06.1960, Blaðsíða 10
V í S I R Föstudaginn 3. júní 1&&0 1L SUZAN MARSH: FJÁRHALDSMAÐURINN 12 liérna úti, ef þú vilt það heldur.... Hann benti á rólubekkinn rneð skjannalegu röndóttu svæflunum. — Hvaða erindi áttu við mig? spurði hún og settist á annan endann á bekknum. Hún var heillandi og freistandi með Mona - Lisa-brosið um munninn, fjarlæg og stærilát. Hann settist hjá henni. — Eins og þú munt vita koma ætt- ingjar mínir hingað á morgun, sagði hann. — Þess vegna datt mér í hug að það væri ráð að við töluðum um nánustu framtíð þina núna strax í dag. Judy varð hugsað til áformsins, sem hún gerði nóttina áður. — Ef þú lætur mig vita hvað þú hefur afráðið, sparar það okkur tilgangslaust rifrildi, sagði hún hæversklega. — Það er ekki umtalsmál hvað ég hafi afráðið. Það sem máli skiptir er að reyna að uppfylla óskir foreldra þinna, án þess að það komi um of í bága við þínar eigin óskir. Hún horfði á hann. — Það er hugsanlegt að ég hafi verið krakki í gær, Símon, sagði hún. — En i dag er ég þroskuð. Við skulum ekki vera að leika okkur að fallegum, innantómum orðum, það er einber óþarfi,, eins og á stendur. Úrslitin verða þau sömu hvort sem er. Hér á heimilinu er það auðsjáanlega þinn vilji sem ræður! Það hefur orðið hlutskipti mitt að eiga að verða hér í nokkur ár, og af því að það yrði nokkuð mikil áreynsla að vera alltaf að skammast.... Hún yppti öxlum. — Varstu ekki að tala um eitt- hVert ritaranámskeið? — Ég vildi helzt að þú réðir einhverju um þetta sjálf, sagði hann. Röddin var hálf vandaræðaleg. — Jæja, ég hef í rauninni valið. Það skein á hvítar tennur hennar í sólskininu. En annars er mér alveg sama hvort það verður ritaranámskeið eða eitthvað annað. Símon sárlangaði til að taka hana og hrista hana. — Ef þú vilt endilega hafna allri samvinnu.... Hún baðaði hendinni. — Get ég gert nokkuð frekar en fallast á allt sem þú segir? Ég hélt að þér kæmi ekkert betur en að fa vilja þínum framgengt í öllu! — Ég verð að segja, að mér fellur ekki svona samtal. — Mér ekki heldur! Hún andvarpaði. — Ætli það verði ekki skárast að velja þetta ritaranámskeið. — En hugsum okkur að ég léti undan að þú hallaðir þér alveg að málaralistinni? sagði hann. Hún horfði á húsið með öllu útflúrinu og garðinn og blómin, sem þar voru í öllurn regnbogans litum. — Ég er hrædd um að fyrirlitning þín á listum rnuni ekki hafa sérlega örfandi áhrif á mig, svaraði hún. — Ég fyrirlít ekki list, ég her þvert á móti virðingu fyrir þeim kröfum, sem hún gerir til fullkomnunar. — Flestir málarar hafa verið lítilsvirtir af samtíð slnni, tók hún fram í með ákefð. — Þú ferð meo Tom eins og hann væri landeyða og blekkingamaður. Það er ekki hægt að ætlast til að þú lítir öðrurn augum á mig. Nei, Símon, það er árangurslaust að pexa um þetta lengur. Við höldum okkur að ritaranámskeið- inu. — Er það svo að skilja, að þú leggir áherzlu á það, sem ég sagði um málverkin þin? — Já, þú getur vel örðað það svo.... Shnon lægði röddina: — Hlustaðu nú á mig, Judy.... —. Ég heyrði allt, sem ég þurfti að heyra, í nótt, sagði hún rólega. — Og þú trúðir því, sem Tom sagði um mig? Judy kinkaði kolli án þess að hika augnablik. — Já, sannast að segja gerði ég það. Það dylst engum að þú hatar hann. — Það er kannske jafn augljóst og að þér er illa við mig! Hann gat ekki staðist þá freistingu að segja þetta. Judy krosslagði granna fæturna og horfði á fallegu ilskóna sína. — Það gleður mig að þú hefur loksins skilið þetta, Símon. Hún horfði á hann. — Var það fleira, sem við áttum að tala um’ — Já, en helzt ekki í þessum tón, Judy. Judy spyrnti öðrum fætinum við, svo að sætið fór að róla. — Þú vilt þá kannske gera svo vel að innrita mig og þess- háttar. Ég skal mæta á námskeiðið, sagði hún eins og hún hefði ekki meira við hann að tala.... Símon hafði orðið fyrir sárum vanbrigðum. Hann horfði gram- ur á hana. Sólargeislarnir léku um gullið hár hennar, svo að það gljáði eins og silki. Það var roði í andlitinu, augun voru skær og ertandi bros lék um rjóðar varirnar. — í g'ær.... byrjaði hann. — Margt hefur gerst síðan í gær, tók hún fram í. — Og það er af hollustu við Tom að þú hagar þér svona í dag? spurði hann. Hún hikaöi um stund. — Það getur maður sagt. Ég skil Tom og listamannseðli hans. — Ertu alveg viss um það? Nú mættust augu þeirra aftur, hennar dökk og ákærandi, hans kvalin. — Auðvitað er ég viss um það! Ég hef furðað mig á hvers vegna Tom væri svona bitur í þinn garð, og hvers vegna þessi óiga væri milli ykkar. En nú skil ég það.... Hún andvarpaði en svo brosti hún hæðnislega. Og þú situr i fílabeinsturninum þín- um og skipar þegnum þínum fyrir verkum. Þú hefur umráð yfir peningunum okkar, — okkur er nauð'ugur einn kostur að vera auðsveip og hlýðin.... Ég vildi óska að þú sæir ásjónuna á þér núna — hún er eins og þrumuský.... En nú verð ég að fara — þér er vonandi ekki ver við að ég gangi dálítinn spöl með Tom? Þarna er hann þá að koma! Tom virtist ánægður með veröldina og sjálfan sig er hann kom til þeirra. — Mér var að detta í hug að við færuin á bátnum upp eftir á, sagði hann við Judy. En Símon greip samstundis fram í: — Ég kysi heldur að þið hélduð ykkur á þurru landi! Þú veist að þú ert klaufi við báta, og mér væri ver við að Judy væri dýft i. Tom sótroönaði af reiði. — Ég er fullfær um að sjá Judy borgið! sagði hann. Og svo bætti hann við storkandi: — Þó ég sé ekki sérfræðingur í öllum greinum, eins og þú ert! — Ég bið þig samt um að fara ekki út á ána. Þú getur tekið bílinn, ef þú vilt. Þó að þið haldið það kannske, þá hef ég enga ánægju af að spilla fyrir ykkur skemmtuninni, en.... — En þú getur aldrei stillt þig um að skipa okkur fyrir, sagði Tom. Símon kreisti saman varirnar. Hann fann hver einstæðingur hann var gegn þeim tveimur. — Ég var aðeins að hugsa um, að Judy yrði óhætt, sagði hann og labbaði burt. — Ó-nei, sagði Tom við Judy, — það var til að lítillækka mig í þínum augum.... Hann yppti öxlum. — En mér er sama um það.... Flýttu þér inn eftir kápunni þinni, svo að við getum komist af stað. Það er þó bót í máli að við fáum bílinn. Judy horfði eftir Simoni og fann til einhverskonar óvissu, án þess þó að vita hvers vegna. Svo sagði hún: — Annars hefði orðið kalt í ánni núna. Tom var reiður, því að hann vissi að Símon hafði rétt fyrir sér. Hann var klaufi að haga seglum á bát. — Vitanlega, — þú vilt auðvitað þóknast honum .... — Það er alls ekki þess vegna, svaraði Judy. — Og hvað sem öðru líður skulum við ekki fara að rifast, sagði hún og brosti. Tom tók í höndina á henni og þrýsti hana fast. — Hvað ertu að bulla, elskan mín — það getum við aldrei gert. Þú ert svo ótrúlega törfandi, Judy — þú ert eins og gull KVÚLDVðKUNNI ‘ . ” r- „Frú Smith,“ sagði læknir- inn. ,,Eg hefi góðar fréttir fyr- ir yður.“ „Eg er ungfrú Smith,“ sagði stúlkan. „Ekki frú Smith.“ „Ungfrú Smith. Eg hefi slæm ar fréttir handa yður.“ * . T „Jæja — hvað gengur nú að yður?“ „Það er ekkert að mér, lækn- ir. Eg kom að vitja yður fyrir hann bróður minn.“ * T Við vitum öll að Winston Churchill elskar kampavín, konjakk, viský og vindla, en nú hefir austurrísk eldabuska hans ljóstrað því upp hvað heldur honum við, þó að hann sé há- aldraður. Það er nefnilega ís- sem gefur honum fjörið. Hann gleypir ósköpin öll af ís. Jarðar- berjaís, hindberjaís, pipar- myntuís, en fyrst og fremst engiferís. Hann urrar eins og ljón ef honum er borinn mið- degismatur, sem enginn ís fylg- ir, en brosir sæll og ánægður þegar ís er á borðum og fær sér þá þrisvar á diskinn. Auðugur New Yorkbúi var að leita sér að jafn vel auðugri ekkju og sneri sér til milli- göngumanns í hjúskaparmálum. Einni var lýst svo að hún væri fögur eins og málverk og varð ekkillinn hrifinn af henni og milligöngumaðurinn kom því svo fyrir, að þau skyldu hittast við hornborð á Broadway- knæpu. Ekillinn kveinkaði sér þegar hann sá kvenmanninn, hún var áberandi, hafði eyru alveg eins og á hankakrukku, nefið var beyglað eins og eftir árekstur og hárið var ekki sérlega vel hirt. „Mér skildist,“ sagði hann reiður við milligöngumanninn, „að þér hefðið sagt mér, að hún væri eins og fegursta málverk.“ Milligöngumaðurinn yppti öxlum. „Annaðhvort geðjast yður að Picasso, eða yður geðj- ast ekki að honum.“ Sumt fólk hefir enga virð- ingu fyrir aldrinum, nema hann sé á flöskum. R. Burroughs TAKZAM - 3273 í London fór Frederick Wil- son inn á lögreglustöð til þess | að kæra það, að hjóli hans i hefði verið stolið — stal síðan j hjóli lögregluþjóns og hjólaði heim. Tarzan fór víða um h.inn • stóra skóg, sem honum þótti í vænt um. Hann hafði ekki j hugmynd að atburður sem i átti sér stað langt í burtu myndi bráðum hafa áhrif á ferðir hans. í borginni Leo- poldville á bökkum Kóngó- fljóts var voldugt og auðugt skipafélag. í einni af skrif- stofum félagsins sat fram- kvæmdastjórinn Barnes. Einkarritarinn opnaði dyrn- ar að skrifstofu forstjórans BUT WE P’IP’ NOT KNOW TWAT HE HAP’ AGEIM, ANP TEERISLE APTOINT/AENIT WITHFATE... og sagði hikandi. Það er kom inn svertingi sem krefst Þess að fá að tala við yður. Það er von á dálitlum kosn- ingaumsvifum í Martinsville í Vestur-Virginíu. Robert Laure er boðinn fram fyrir repúblikana . í friðdóm- arastöðuna, en demókratar bera j konu hans fram, sem sinn „kan- dídat“. Hjónin hafa þó komizt að samkomulagi, sem á að koma í veg fyrir beizk orð heima fyrir út af kosningabaráttunni. Sá, sem hlýtur kosningu hefir skuldbundið sig til að láta mót- stöðumanninn verða ritara hjá sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.