Vísir - 22.06.1960, Side 9
Miðvikudaginn 22. júni 1960
y u\jt
J
MÁLVERKASÝNING,
senu láöist aö hœra iyrir
rctteísinn í.
I 210. gr. 22. kafla almennra
hegningarlaga nr. 19 frá 12.
febr. 1940, stendur: „Ef klám
birtist á prenti skal sá, sem á-
byrgð ber á birtingu þess eftir
prentlögum, sæta sektum, varð-
haldi eða fangelsi, allt að sex
mánuðum. Sömu refsingu varð-
ar það að búa til eða flytja inn
í útbreiðslusskyni, selja, útb^'ta
eða dreifa á annan hátt út klám
ritum, klámmyndum, eða öðr-
um shkum hlutum, eða hafa þá
'opinberlega til sýnis“.
Málarinn F e r r ó hefur ný-
lega haldið sýningu hér í
Reykjavík. Ég fór og sá mér til
’hrellingar og viðbjóðs. Ekki fyr
ir það, að nú væri hér á ferð
sérstakur vankunnáttumaður.
Þvert á móti má með allmikl-
um sanni segja að myndirnar á
þessari sýningu væru unnar
(teiknaðar), að minnsta kosti
margar þeirra. En þær voru
unnar af óhugnanlegri hug-
kvæmni innan þeirrar þröngu
tilveru og sjúka sálarástands,
sem efnisval myndanna greinir
frá.
Ég ræði hér einvörðungu um
máluðu myndirnar, eða öllu
heldur nokkrar þeirra, en þær
eru náskyldar hver annarri að
efnisvali og túlkunarmáta.
Nokkrar þessara mynda gefa
tilefni til ákafrar hneykslunar,
—eru ekki annað en viðbjóðs-
legar klámmyndir, eins og t. d.
nr. 1 og 5. Myndir eftir þessum
tveimur „málverkum“ eru
prentaðar á sýningarskrána, er
látin er fylgja aðgöngumiðanum J
að sýningunni. Sýning þeirra og
dreifing sýningarskrárinnar
heyra tvímælalaust undir þau
ákvæði hegningarlaganna, sem
ti'lfærð eru hér að framan.
Sjálfsagt eiga ýmsir sýningar-
gesta enn þessa sýningarskrá
og geta borið hana saman við
það, sem hér hefur verið og
verður sagt.
Manni gæti helst dottið í hug
að efnisval myndanna hefði far
ið fram í víti, frönskum hóru-
húsum, fangabúðum nazista í
Beisen eða Auschwitz, eða á-
líka vistarverum, því að mynd-
ir þessar eru samtíningur af
allavega skinhoruðum og van-
sköpuðum mannskrípum í ýmis
konar fjölbreytilegum klám-
stillingum.
A nr. 1, sem nefnd hefur ver-
ið „Fæðing án þjáningar“ getur
t. d. að líta innan í nokkrar
kvenófreskjur með mismunandi
stór börn innan í sér, mann-
skrípi, kvenleg og karlleg, ým-
ist krjúpandi, sitjandi, liggjandi
— og (á nr. 5) heldur nakið
mannskrípi að sér, í fanginu,
öfugum kvenstriplingi, þannig
að afturendi hennar, — lær,
rass og fætur — snúa upp, og
sér í andlitsófreskju mann-
skrípisins aftur á milli læra
hennar.
Alls konar ómyndum úr beina
rusli og öðru dóti er svo raðað
•upp með þessu dóti til hrelling-
ar eða athlægis. Sem sagt, þetta
er viðbjóðslega svívirðilegt. Það
er næstum óhugsandi, að nokk-
ur heilvita maður geti fengið
sig til að setja saman annan
eins viðbjóð, og kenna hann við
listaverk, og hafa af slíku vinnu-
gleði eins og virðist hafa verið,
og það er meira en lítil óskamm
feilni að hengja þetta upp til
sýnis skikkanlegu fólki, sem
ekki hefur alist upp í erlendum
menningarkrambúðum ef þessu
tagi, eða gengið í erlenda lista-
skóla slíks andríkis!!
Fólki er svo bcðið að sjá þetta
undir vernd hins háfleyga hug-
taks: — listaverk — og
það látið borga peninga fyrir.
Það virðist komið svo hér, að
menn sem kalla sig listamenn,
geti átölulaust boðið fólki hvað
sem er og hversu andstyggilegt
sem það er, aðeins ef því er gef-
ið nafnið listaverk.
Vegna þessarar blekkingar,
—mér liggur við að segja svika,
sátu eða stóðu ýmsir grandvar-
ir sýningargestir framan við
þessar myndir, hátíðlegir á
svip, og álitu víst að þeir ættu
að álíta myndirnar listaverk.
Það komu margir á sýning-
una, sem var opin í marga daga,
— og framlengd. — En þangað
hefði enginn átt að koma. Sýn-
ingunni hefði átt að loka, áður
en hún var opnuð og hana ætti
hvergi að opna aftur.
Ég geymdi þessa gagnrýni á
meðan sýningin var opin, til
þess að örfa ekki forvitnina.
Hins vegar munu þeir, sem eiga
sýningarskrána enn, geta þar
gert sér nokkurn veginn fulla
grein fyrir myndunum, því þær
eru, eins og áður er sagt, meira
teikningar en málverk. Lita-
gleði eða litakyngi var þar sem
sé enga að finna.
Ef hægt hefði verið að finna
fegurð eða göfgi, eða andlega
opinberun í einhverjum af
' myndunum á sýningunni, en að
eins ein eða tvær verið á fyrr-
greindan hátt, þá hefðu menn
| getað látið sér detta í hug á-
deila, en því var nú ekki að
heilsa. Þetta beina- og hor-
grindarusl og dósa- og hylkja-
skran, sem notað var til upp-
fyllingar, virtist eftirlætisvið-
fangsefnið á sýningunni.
Ég tek það fram, að ég er
hér eingöngu að gagnrýra
myndirnar á i'.mræddri sýningu
Málarann sjálfan bekki ég ekki
neitt. Á að líta hið ytra virð-
ist hann gjöróh'kur innihaldi
mynda sinna. Eiei að siður
kemst hann ekki h.iá þvi að bera
ábyrgð á þeim. Hann er að
minnsta kosti móðir þeirra.
Andleysi íslenzkrar málara-
listar hefur komist- aumkunar-
lega langt niður á við á undan-
förnum áratugum í strikum og
tunglum og tiglum sumra hinna
I svokölluðu ,,abstrakt“-málara,
sem þrátt fyrir það hafa verið
skreyttir sama tignarheitinu
(listarnenn) og Ásgrímur og
Kjarval og þeirra líkar, is-
lenzkri málaralist tíl sárrar
minnkunar, — en viðbjóðsleg
hefur hún sjaldan orðið fyrr.
Hvenær mundi svo mega bú-
ast við, að hið opinbera kæmi
hér til hjálpar almenningi (þjóð
inni) svo að hún gæti spyrnt
rækilega við fótum, áður en
lengra er sokkið í þessuin efn-
um? ■■
Ég geri tilraun, og kæri hér
nieð til réttra yfirvalda þessar
umræddu myndir og sýningu
þeirra, með kröfu um, að
þyngsta refsing verið látin
koma eftir lögum, svo slíkum
ófögnuði verði hætt.
Vænti ég að dómsmálaráðu-
neytið taki afstöðu til þessarar
kæru.
Freymóður Jóhannsson.
'k Krúsév segir, að faðir
Francis Povvers, sem stýrði
U2 í njósnafluginu, megi
koma og skuli hann greiða
fyrir því, að hann fái að (
tala við son sinn, en málið
gegn honum verði að ganga •
sinn gang. — Powers eldri
var annars sagður hafa hætt I
vrið Moskvuferðina, skömmu
áður en Krúsév lofaði því,
sem að ofan greinir.
Othlutun námsstyrkja.
Ágreiningur í Menntamálaráði um
upphæð styrkja.
Menntamálaráð íslands hefnr
nýlokið úthlutun á námsstyrkj-
um og' lánum til íslenzkra náms-
manna erlendis árið 1960.
Veittar voru 4.986.825 krón-
ur til almennra styrkja og lána,
auk 120 þús. kr. til söng- og
tónlistarnáms. 377 umsóknir
bárust um styrki eða lán, þar
af 150 frá nýjum umsækjend-
um. Námslán eru vaxtalaus á
meðan á námi stendur, en af-
borganir hefjast. þrem árum eft-
ir námslok, og greiðist á 10
árum með 3 V2 % vöxtum.
Styrkir og lán eru fyrst og
fremst veitt til þess náms er-
lendis, sem ekki er hægt að
stunda á íslandi. Þá eru veitt
iþróttir úr öllum áftum
Framh. af 4. síðu.
og Manfred Germar, leiddu saman hesta sína 5. júní s. 1.
í 100 m hlaupi, en þeir munu lítið ef nokkuð hafa hlaupið
saman síðan 1958, er Hary vann Germar í úrslitahlaupinu
á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi. í þetta sinn vann
Germar og var sjónarmun á undan. Báðir fengu tímann
10.3 sek. Hary, sem er eimi sá sneggsti sem um getur í við-
bragði, var fyrri til að bregða við, og er hlaupið var hálfnaö
hafði liann þegar náð miklu forskoti, svo að allir töldu, að
Germar yrði langt á eftir. En Germar náði einum af símmi
endasprettum, sem hann er reyndar frægur fyrir, oz reif
sig fram úr á síðustu metrunum.
Hörður
Framh. af 4. síðu.
í nokkrum meðvindi, en samt
sem áður verður þetta að telj-
ast mjög gott afrek, en best
átti Höi'ður 10.7 sek við lögleg-
ar aðstæður fyrr á árum.
Annað kvöld keppir Hörður
í 400 m hlaupi á Laugardals-
vellinum, og má þá gera ráð
fyrir að hann fari í fyrsta sinn
undir 50 sek á sumrinu, en
hann hefur tvívegis hlaupið á
j 50.6 sek undanfarið. Aðrir kepp
I endur eru m. a. Þórir Þorsteins
son. sem nýlega hljóp á 51.0 sek
æfingalítill og er vafalaust að
i---■> bæta bann árangur
nú. ei aðstæður verða góðar.
í 100 m ennþá. Þá vegalengd
hefur hann hlaupið best á 10.3
sek, en segist kki hafa náð
betri tíma en 10.6 sek í ár. —
Davis vann gullverðlaun í 400
m grindahlaupi á Ol-leikunum
síðast, og hyggst verja titil sinn
í ár. Hættulegasti keppinautur
hans er S-Afríkumaðurinn
Gerhardus Potgieter, sem hljóp
440 vrd. grhl. á 49.3 sek 16.
apríl s. 1. — Davis er einnig
heimsmethafi í 440 yrd. hlaupi,
en þar á hann 45.7 sek. Potgi-
etei' hljóp hins vegar þá vega-
lengd á 46.3 sek snemma í vor.
-jjf- Marrét prinsessa og eigin-
maður hennar Anthony eru
á lieimlcið frá Vestur-Indíu.
lán fyrsta árið, en annað árið
hálfur styrkur og hálft lán, en
þriðja og fjórða námskeiðið er
veittur fullur styrkur. Er meg-
inreglan sú, að veittar eru 15
þús. krónur á ári, og eru ekki
veittir styrkir til þeirra, sem
njóta sambærilegs styrks ann-
ars staðar frá. Verkfræðistúd-
entar, sem lokið hafa fyrrihluta
prófi við háskólann hér, fá
styrk í tvö ár og hálft lán þriðja
árið.
Nokkur ágreiningur varð í
Menntamálaráði um upphæð
styrkja, og taldi minnihluti
ráðsins (Baldvin Tryggvason
og Vilhjálmur Þ. Gíslason), að
verið væi’i að mismuna náms-
mönnum eftir því í hvaða landi
þeir stunda nám, en meirihlut-
inn tók m. a. fram eftirfarandi:
Með úthlutun í ár er gerð
ein breyting til þess að auðvelda
skynsamlegri og réttlátari út-
hlutunarreglur. Gengið var út
frá einni upphæð til allra náms-
manna, 15.000 kr. í hlut (en
nemendur í löndum, þar sem
námskostnaður er mikill, fengu
að þessu sinni „dýrtiðaruppbót“
þannig, að enginn fékk minna
en þriggja mánaða gjaldeyris-
yfirfærslu í samræmi við út-
hlutunarreglurnar 1959). Með
þessari breytingu er stefnt að
því að Menntamálaráð taki upp
þá aðalreglu að úthluta sömu
upphæð til allra námsmanna, án
tillits til þess í hvaða landi þeir
stunda nám. Sú breyting er til
hagsbóta efnalitlum nemendum
en hin reglan er auðsjáanlegá
ranglát, að nemendur, sem hafa
rúman fjárhag eða njóta svo
góðra fríðinda, að þeir geti
stundað nám í dýrustu löndum
heims, fái tvöfalt hærri upp*
hæð í styrki eða lán en nem*
endur, sem verða að hugsa um
námskostnað, þegar þeir velja
sér dvalarland. Telji Mennta*
málaráð hins vegar rétt að út-
hluta að einhverju leyti mis*
munandi upphæðum til náms*
manna, ber að miða upphæð*
irnar við efnahag þeirra og hæfi
leika en ekki framfærslukostn*
að í mismunandi löndum
heims.“
I
Murchison —
Framh. af 4. síðu.
æfingar. Síðan fréttist ekkert
af honum aftur, fyrr en nú fyr-
ir am það bil hálfum mánuði,
að hann hljóp 100 m á 10.4 sek
á móti í Chicago. Þeir sem til
þekkja eru orðlausir, og þakka
einskærum viljakrafti, en hinn
smávaxni hlaupari er með ör
þvert yfir' kviðinn eftir hol-
skurð. Mui'chison segist stað-
ráðinn í að gera sitt besta til
að komast aftur í Ol-liðið.
Davis —
Framh. af 4. síðu.
sinni fyrri þyngd, 74 kg, en er
ekki ánægður með árangur sinn
Þarna hcfði getað farið- ilía, hví að í geyminum var benzol9
sem er ekki síður eldfimt en benzín. Óhapp þetta gerðist fyriu
nokkru utan til í Kaupmannahöfn, og það voru meira en 3000
lítrar, sem niður fóru. En lögreglan varð að hafa strangan vör®
um staðiún, þar til gatan hafði verið þvegin vandlega.