Vísir - 23.06.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 23. júní 1960
VlSlR
SliZAN MARSH
F JÁRHALDSM ADURINN
8TRAIUG
25
— Það kann að vera, ég hef aldrei hugsað um það, sagði Judy
háðslega. — Maður lítur ekki á fjárhaldsmann sinn sem veru
með mannlegum tilfinningum. Hann er aðeins eitthvað, sem
maðúr er alltaf að reka tærnar í og hrasa um. Eigum við annars
ekki að aka stuttan spöl, sagði hún svo, — ég geri ekki ráð fyrir
að n'éinn sakni okkar.
— Ég verð líklega að fara að komast heim, sagði Graham á
báðum áttum. — Ég á margt ógert áður en ég slekk á lampa
iðnirínar í kvöld.
Skömmu síðar kvaddi hann þau — Tom til mikillar ánægju.
— Ég gat ekki látið þig vera eina með honum lengur, elskan mín,
kagði hann. — Ég var að verða vitlaus af afbrýði.
— Það er gott! sagði hún og hló.
Þau þögðu augnablik. — Tom, sagði hún svo, — var þér alvara
með það sem þú sagðir um trúlofun Lolu og Símonar?
Toni var meinilla við allt, sem gat bent á að hún hefði áhuga
fyrir' Símoni. — Auðvitað var mér alvara,.sagði hann eins rólega
og hánn gat. — En skiptir það nokkru máli? Mér leiðist að þurfa
að vera tala um Símon....
Judy tók í höndina á honum og teymdi hann eftir sér.
— Komdu, nú skulum við labba um garðinn — eða hvar sem
er. —
Augu hennar ljómuðu og hann þrýsti henni að sér og kyssti
hana. Það var sigur í augum hans er hann sleppti henni, og svo
leiddust þau út úr garðinum.
í dag varð ég nítján ára! Þessi sælukenndarfcilfinning kom yfir
Judy um leið og hún vaknaði. Hún lá nokkra stund með lokuð
augurí, svífandi milli draums og raunveru.
Hugurinn hvarflaði til liðinna ára. Til Nannie, sem ávalt hafði
orðið fyrst til að óska henni til hamingju með aímælið. Til vist-
legu stofunnar, þar sern hafgoluna lagði inn um opna gluggana
og boðaði frjálsræði og sumarfri. Fyrirheit um að þurfa ekki að
fást við nein vandamál.
Hun glaðvaknaði og nú fór hún að hugsa um Tom. Hún varð að
svara honum áður en þessi dagur væri liðinn. Átti hún að lofa að
giftast honum? Hvers vegna var hún yfirleitt í nokkrum vafa?
Og hvers vegna hafði hún lofað að gefa honum svar einmitt í
dag? Hún vissi það ekki, og vissi ekki heldur hverju hún mundi
svara.
Húrí sá í anda ásjónuna á Símoni, er hann frétti að hún væri
trúloíuð Tom. Hann mundi vafalaust verða fokvondur yfir að
hafa ekki verið spurður. Og ef þau létu hann nú standa andspænis
staðreyndum og giftust á laun — eins og Tom hafði lagt til.... ?
Judy þorði ekki að hugsa þá hugsun á enda. Hún vatt sér fram
úr rúminu og lét vandamálin eiga sig. Þetta var fagur júlídagur,
og létt blá móða var yfir garðinum. Það boðaði að heitt mundi
verða i dag. Henni þótti vænt um að hún hafði valið rólegt veit-
ingahús úti i sveit til að halda upp á afmæhð í. Það yrði miklu
.skemmtilegra en að fara til London og dansa þar í troðfullum
gististað.
Hún lauk upp skápnum og tók fram kjólinn, sem hún haföi
keypt sér vegna dagsins. Hann var eins og ský úr chiffon og
alsettur paléttum. Minnti á sólskin á hrími. Hún hlakkaði til að
sjá svipinn á Tom þegar hann sæi hana í honum. Simon mundi
þykja hann of fleginn i hálsmálið. Hve gömul þyrfti hún eigin-
lega að verða til þess að hann liti á hana sem fullvaxna stúlku?
Hún baðaði sig og fór í þunnan sumarkjól. Svo hljóp hún létt
í lund niður í árbitinn. Hún var forvitin um hvað Tom hefði
keypt handa henni í afmælisgjöf. Vonaði að það yrði eitthvað
frábært, sem vottaði ást hans og hún gæti átt sem endurminn-
ingu.
Og Símon? Hann mundi eflaust gefa henni eitthvað nytsam-
legt — eitthvað afar vandað — og afar leiðinlegt?
Tom varð fyrstur til að óska henni til hamingju.
— Ég óska þér til hamingju, elskan mín, hvíslaði hann og
kyssti hana á kinnina. Þau heyrðu fótatak Símonar 1 næsta her-
bergi. Judy roðnaði og fékk hjartslátt.. Tom var smekklega klædd-
ur að vanda, í gráum flúnelsbuxum og hvítri silkiskyrtu, sem var
opin í hálsinn.
Nú kom Símon inn. Hann hafði afráðið að taka sér frí í dag.
Hann óskaði henni hálf stirðbusalega til hamingju.
Judy reyndi að gera aö gamni sínu:
— Jæja, nú þarftu ekki að kveljast undir fjárhaldinu nema
tvö ár enn.
— Þú talar um þetta eins og það væri einhver plága!
— Afsakaðu, þetta álpaðist út úr mér. Ekkert rifrildi í dag.
— Mér sýnist þú vera glöð, Judy.
— Ég er líka glöð, svaraði hún dálítið óðamála og horfði með
eftirvæntingu á bögglana, sm lágu við sætið hennar. — Ég verð
að fá að sjá þetta áður en við boröum! sagði hún.
Gjöf Toms reyndist vera mjög látlaus skrifmappa úr skinni.
Hún lét ekki á vonbrigöunum bera og sagði að hún væri ljómandi
falleg, en henni fannst einkennilegt að hann skyldi ekki muna,
að hún átti skrifmöppu áður.
Böggull Símonar var lítill. Það var skartgripur! Víravirkisnæla
með demöntum. Hún rak upp fagnaðaróp. Þetta átti svo vel við
kjólinn, sem hún ætlaði að vera í urn kvöldið.
— Ó, Símon! í þessum orðum lá miklu meira, en hægt var að
segja í langri þakkarræðu.
— Þykir þér það fallegt?
A
KVÖLDVÖKUNNI
Holl þjálfun. í Taipei á For«
aiosu dæmdi undirréttur Chen
Linhsiang, sem var 42 ára, í
2Vz árs fangelsi, því að hún
beit hluta af eyra af stjúpdótt-
ur sinni. Hún ætlaði að kenna
stúlkunni „hver væri staða
hennar í fjölskyldunni.“
Tokio -
— Það'er eins og draumur — stíllinn, handbragðið, allt saman!
Hvernig gastu getið þér til að mig langaði að eiga svona grip?
Tom hafði fölnaö. Röddin var óþjál er hann sagði:
— Það hlýtur að vera gaman að geta notað sína eigin peninga
eins og maður vill. En af því að ekki er svo ástatt fyrir mér er
ég hræddur urn að gjöfin mín þyki lítilmótleg.
Judy roðnaðí. Henn leið illa. Góði minn! sagði hún. — Það er
ekki aðalatriðið hvað hluturinn kostar. Þú þekkir mig illa ef
ég.... hún muldraði niðurlagið svo það heyrðist ekki.
— Ég var ekki að hugsa um þínar tilfinningar, væna mín,
heldur mínar, sagði Tom gramur.
Hann gerði sér fyllilega ljóst að það var ekkert undarlegt þó
Símon gæfi Judy svona dýra gjöf, sem faðir eða fjárhaldsmaður
átti að gefa skjólstæðingi sínum á nítján ára afmæli. En gremja
hans stafaði af því, hve hrifin hún hafði orðið af gjöfinni, og
líka af því, að hann skyldi ekki hafa látið sér detta annað betra
í hug. Hann hafði munað um seinan að hún átti svona skrif-
möþpu.
Símön var orðinn alvarlegur á svip. — Mér finnst að við ætt-
um ekki að tala í svona tón hérna, sagði hann.
RÝMINGARSALA
stendur yfir næstu daga. Flestar vörur á hálfvirði. — Allt
á að seijast. — Verzlunin hættir. — Munið margt á sama
stað.
Fata og sportvörubúðin
Laugavegi 10.
R. Burroughs
'z jtUOWpw yoje
FJe.EMTS V\&* ÞG<&?
TAEZAN. *T-I PON'T
KNOW/ BOBBy
E5PL.IEIF LIST-
LESSLV.
- TARZAN -
3587
*WELL TViBJ,*’CONSOLEÞ THE
afe-man,“suffose you
CUMB ON NV/ BACVC ANIF
I WE'LL 60 TAÆ A LOOk.. *
En hvernig bar dauða for- I
eldra þinna að? Eg veit það J
ekki, sagði Bobby. Klifraðu
þá upp á bak..mér og við
skulum finna það út, ságði
Tarzan. Þeir héldu til árinn-
ar. Þessa leið sagði Bobby.
Framh. af 1. síðu.
ir framan hús Kishi og sendi-
ráð Bandaríkjanna.
Kislii forsætisráðherra hef-
ur nú staðfest, að hann ætli
að biðjast lausnar, en hann
hefur ekkert látið uppi enn
um hvenær liann geri það.
Hann kvað svo að orði, að
hann myndi biðjast lausnar,
þar sem öryggissáttmálinn
væri kominn til fram-
kvæmda.
Hann bar því sigur úr býtum
í átökunum við kommúnista að
því leyti, að hann lætur ekki
af embætti að vilja og kröfum
þeirra, en tilgangur þeirra var
að koma honum frá til að af-
stýra, að sáttmálinn yrði full-
giltur og kæmist til fram-
kvæmda. Þetta hefur algerlega
mistekizt. Kishi haggaðist ekki
í ákvörðun sinni, að koma því
máli í höfn. Framundan er nú
þingrof í Japan og nýjar kosn-
ingar hvað iíður.
Skip ferst —
Framh. af 1. síðu.
farin, þegar fötin voru tilbú-
in til sendingar.
Vonast er til að veður á þess-
um slóðum sé ekki slæmt, en
það er að sjálfsögðu höfuðskil-
yrði fyrir því að björgun megi
takast.
IVýja B.ó:
Meyjaskemman.
Þetta er ákaflega hugðnæm,
vel gerð og leikin mynd, og
hljóðfærasláttur og söngur un-
aðslegur — eins og vera ber í
mynd, sem fjallar um þátt í
lífi Franz Schuberts, hins aust-
urríska tónskálds. Kvikmyndin
er gerð— ekki nákvæmlega þó
— eftir samnefndu leikriti
(Willners, Reicherts og Berte)
og skáldsögu Rudolfs Hans
Bartsch, „Sshwammerl“.--
Karlheins Böhm leikur Schu-
bert, Johanna Matz Hannerl og
Rudolf Schock Franz von Schob
er, og er af mikilli list og prýði
með þessi hlutverk sem önnur
farið. — Johanna Matz er fædd
í Vínarborg 1932. Hún hefur
unnið marga sigra á leiksviði
og í myndum. Hún þykir með
al fegurstu leikkonum nútím-
ans. Karlheins Böhm er einn af
allra efnilegustu leikurum
Þýzkalands og hefur einnig unn
ið marga sigra bæði í kvikmynd
um og á sviði. — Rudolf Schock
kammersöngvari fer: . með
hlutverk sitt og syngur dásam-
lega í hlutverki sínu. Þetta er
í fáum orðum sagt dásamleg
mýnd, sem ættí skilíð metað-
sókn. 1. i