Vísir - 23.06.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 23.06.1960, Blaðsíða 8
EkJkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. QHniMÍ /ípm php n—n WlSllt Fimmtudaginn 23. júní 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. IVIik.il óánægja með flokkun humars. Sjómann segja óeðiiEega rýrnun á fyrsta fíokki. Lillý verður léttari. Fjórir leikárar frá Þjóðleik- Íiúsinu hafa að undanförnu ver- ið að æfa gamanleik, sem þau ætla að sýna í öllum samkomu- húsum á landinu. Leikararnir eru Bessi Bjarna- son, Herdís Þorvaldsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og Klem- «nz Jónsson og er Klemenz einn ig leikstjóri. Leikurinn heitir „Lilly verð- ur léttari“ og er eftir enska leik ritaskáldið Roger Mac Dougal. j Þetta er léttur og skemmti- íegur sumarleikur og á óefað eftir-að koma leikhúsgestum í ígott skap. Bessi leikur aðal- jhlutyerkið, ungan tónsilling, (að því að hann heldur sjálfur) <og konurnar hans tvær, bæði Jnúverandi og fyrrverandi eru leiknar af Herdísi og Bryndísi. t>arna er mikill gáski og grín á ferðinni og lendir Bessi í mestu erfileikum með konurnar sínar, en allt fer vel að lokum þó ekki sé meira sagt. ! Leikararnir hafa sjálfir smíð- að leiktjöld með aðstoð góðra fagmanna og verður leiksviðs- útbúnaður allur hinn smekk- iegasti og vel vandað til allra huta. , Leikflokkurinn leggur af stað . 5. júlí n. k. og er áætlað að frumsýna leikritið í Borgarnesd og síðan verður sýnt á Vestur- landinu og haldið þaðan til Norður- og Austurlands. Leikferðin mun' taka 5—6 vikur og eftir það hafa leikar- arnir ákveð.ið að sýna leikritið hér í Reykjavik. Leikferðir leikara úr Reykja- vik eru vel séðar úti á lands- byggðinni og er ekki að efa að þessi leikflokkur muni hljóta góðar undirtektir. Ný ðgnun við Indland. Krishna Mehnon, sem nú er á ferðalagi í Kashmir, sagði í morgun, að Kínverj- ar hefðu safnað miklu liði i’ið landamæri Indlands. Mehnon kvað ríkisstórnina hafa gert víðtækar ráðstaf- anir til eflingar landvörn- unurn. Laxinn tekur bærilega. Búfzt við nýjum göngum með Jónsmessu- straurn. Laxveiðin er nú víðast hvar að glæðast. I þeim ám sem Stangaveiðifélagið hefur, mun nokkur breyting hafa orðið á imdanfarna daga, en laxveiði- menn binda vonir sínar við Jónsmessustrauminn. Votviðrið HeimdallBrferð Farin verður ferð í Land- maiuialaugar á vegum ferða- deildar Heimdallar næstkom- andi laugardag. Lagt verður af stað frá Val- liöll við Suðurgötu kl. 2 eftir hádegi. Ekið verður sem leið liggur um Dómadal í Laugarnar. A sunnudag verður farið í gönguferðir um nágrennið, gengið á Bláhnjúk, skoðaðir lbrennisteinshverirnir, náma- liraun og fleira. Komið verður til Reykjav. að kvöldi sunnudags. Nauðsynlegt er fyrir þátttak- endur að hafa með sér nesti og Íjöld ef mögulegt er. Kaffi verður veitt á tjaldsíað. ÞáUtaka tilkynnist skrifstofu Uéimdallar fyrir föstudags- Jkvöíd (sími 17102). undanfarna daga tryggir hins vegar nóg vatn í ánum hér sunnanlands, og ætti því að mega búast við góðri göngu. j í Elliðaánum hefur veiðin komizt upp í 17 laxa á dag, sem verður að teljast all gott. Lax- inn gengur nú óhindraður upp á efra -svæðið, er stíflan hefur verið opnuð. Er það mikil og | góð breyting, því að áður varð að flytja laxinn upp á ,,efri part“ í bíhim, þ. e. a. s. í vatns- , fyltum ílátum, en það fór oft illa með laxinn og var hann das- aður eftir f'lutninginn. Nú er það hins vegar úr sögunni. j Úr vatnasvæðinu í Kjós hafa nú fengizt alls um 100 laxar. j Meðalveiðin í Laxá í Kjós hefur ! verið 4—7 Jaxar á dag, en á þó sennilega eftir að batna. Veiði , í Bugðu hófst fyrir 3 dögum og þar mun þegar hafa fengizt ein hver lax. í Meðalfellsvatni hef- ur einnig fengizt lax. Borgarfjarðarárnar eru nú óðum að lifna við, oð þegar hef- ur verið orðið vart við lax í Grímsá, en hún er nú aftur að ná sér síðustu ár eftir lágdeyð- una sem var. Norðurá gefur all sæmilega veiði, en veiði er nú einnig hafin í Þverá. Fengu ekki að sitja í. Brezku undirforingjarnir tveir, sem löbbuðu yfir þver Bandaríkin, yfir 4800 km. leið, eru nýkomnir til London. Þeim var þar vel fagnað. Þeir neita því harðlega, að það hafi við nokkuð að styðjast, að þeir hafi fengið „að sitja í“ á leið- inni og það hafi tryggt þeini sigurinn. Þeir voru 67 daga á leiðinni. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun. I Enn eru margir bátar ófarnir á sílcl en flestir munu fara fyr- ir helgi. Humarbátar og trillur, sem róa með línu og handfæri eru einu bátarnir sem ganga héðan. Dragnótabátarnir allir með tölu liggja og bíða þess að landhelgin verði onuð fyrir dragnótina. j Humarbátarnir hafa aflað vel en mikillar óánægju gætir hjá humarveiðimönmum vegna flokkunar á humarnum i frysti- húsunum. Sjómennirnir segja: Við leggjum mikla vinnu á að flokka humarinn um b'orð í bátunum en svo fáum við geysi- lega rýrnun á fyrsta flokk í frystihúsunum. Það gætir mik- illar ónákvæmni í flokkuninni í húsunum eða réttara sagt ó- samræmis sem stafar að likind- um af því að flokkunin er fram- kvæmd að mestu af unglingum eða fólki sem ekki hefur feng- ið nægilega þjálfun í flokkun vörunnar. Kveður svo ramt að þessu að bátar sem fiska á sömu mið- um og geta borið sama afla sinn að mágni og flokkun fá mjög misiafná útk'omu þegar frysti- húsið hefur látið framkvæma flokkun. Þess eru dæmi að einn fær 70 prósent rýrnun en annar sama og enga, þótt aflinn sé svipaður að gæðum og allri meðferð. Aðalfundur norrænu sölutækni- félaganna hér. FjrirlestHr um sölutækni. Stjórn sambands norrænu sölutæknifélaganna — Nordisk salgs- og Reklameforbund — heldur aðalfund sinn í Reykja- vík 2. og 3. júlí n. k. Fundinn sækja forvígismenn samtakanna í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. í þeim hópi er um. a. Leif Holbæk- Hansen prófessor við verzlunar- háskólann í Bergen og Paul Fabricius framkvæmdastjóri Sunlight-verksmiðjanna í Dan- mörku. Báðir eru þeir góðkunn- ir fræðimenn í sölutækni. Stjórn Sölutækni hefur ákveð ið að nota þetta einstaka tæki- færi til þess að veita íslenzkumj kaupsýslumönnum tækifæri til að kynnast viðhorfum þessara tveggja manna til mála, sem eru þýðingarmikil fyrir viðskiptalíf okkar. Munu sérfræðingarnir halda fyrirlestur um efnið „Mulighed er ligger í eksport-reklame“. Formaður stjórnar Sölutækni er Þorvarður J. Júlíusson f ramk væmdarstj óri. -fc Nkrumah forsætisráðherra Ghana hefur begið boð um að heimsækja Sovétríkin. ★ Indlandsforseti lagði í gær af stað í hálfs mánaðar ferð til Sovétríkjanna. Drukkinn ökumaður á stolinni bifreið. Tvennt siasast er ekið er aftan á bíl. Þessi mynd var tekin af Roger Moens, heimsmethafanum í 800 m. hlaupi, er hann kom í mark í gærkvöldi. Rigning, sunnan strekkingur og bung og rennvot braut hindruðu hlaup- arana, en þó náði Moens 1.51.3 mín. og Svavar 1.53.0 (sjá frétt annars staðar í blaðinu). Mótið 1 Iheldur áfram í kvöld kl. 8.30. í gærmorgun handtók lög- j reglan ökumann uppi 1 Hlíðar -1 hverfi sem har hafði ekið á girðingu. Þgar lögreglan handsamaði' manninn kom í Ijós að hann j var undir áhrifum áfengis og i ennfremur það að hann hafði stolið farartækinu. Sökudólg-1 urinn var settur í fangagæzlu. Annar ölvaður ökumaður var tekinn í Reykjavík í nótt, það j var aðkomumaður. Slys, Árdegis í gær varð umferð- arslys á Borgartuni, er öku- maður ók aftan á bifreið. Bif- reiðarstjórinn slasaðist auk farþega sem með honum var í bifraiðmni og voru báðir fluttir í Slysavarðstofuna. Annað slys varð á Skóla- vörðustíg um átta-íeytið í gær- kveldi. Þar féll kona á götuna að talið var í flogaveikikasti — og hlaut áverka á höfuð. — Sjúkrabifreið var fengin til að flytja konuna í Slysvarðstof- una. í fyrradag varð lögreglan beðin um aðstoð við að hjálpa flogaveikum manni sem dottið hafði út á götu í Efstasundi. • Sama dag var ölvaður mað- ur á ferli á Vesturgötunni Hann datt og skarst í- andliti. Lögreglan flutti manninn í Slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hans. Að því búnu var hann fluttur heim til sín. Pörupiltar að verki. í fyrradag var lögreglunni tilkynnt um að drengir hafi gert sér leik að því að kveikja í rólum á barnaleikvelli við Meðalfaolt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.