Vísir - 29.06.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 29.06.1960, Blaðsíða 10
10 V I S I B Miðvikudaginn 29. júli 1960 r SUZAN MARSH: FJÁRHALDSMAÐURINN y STIAIGI 30 burt frá öllum hinum, svo að hann gæti verið einn með henni. Augu þeirra mættust og Judy svimaði. Það hlaut að vera kampavjninu með miðdegisverðinum að kenna, hugsaði hún með sér. Hún mátti ekki gleyma að þetta var Símon — maðurinn, sem hún hafði andstyggð á. Maðurinn sem var harður eins og tinna — sem hafði sveiflað keyrinu yfir höfði bróður síns og svinbeygt hann. Simon leit út í salinn og breytti umtalsefni. —Þarna stendur Graham og horfir löngunaraugum til þín, svo að ef nokkuö hjarta er í þér máttu ekki kvelja hann lengur. Judyé svaraði rólega: — Ég hef lofaö að syax-a honum í kvöld. Símoni fannst allur kraftur hverfa úr sér. — Þú hefur þá komist að þeirri niðurstöðu að það sé hann, sem þú elskar? Röddin var óstyrk. — Þú ert snillingur í að bera upp vandasamar spurningar, sagði hún og reyndi að gera að gamni sínu. — Ég hef rétt til að bera þær upp! Röddin var hvassari en hann eiginlega vildi. — Jæja, sagði hún hvellt. — Þarna er einræðisherrann þá kominn aftur! Þér tekst ekki að halda grímunni lengi. Svipur hennar varð allt í einu kuldalegur. — Og setjum nú svo að ég Vilji giftast Graham. Símoni tókst að ná valdi á sér aftur og svaraði rólega: — Þá óska ég ykkur allrar hamingju. Eins og ég hef sagt áður er Graham heiðursmaður. Ég mundi treysta honum til að vernda þig. Nú varð Judy enn ergilegri. , — Vernda mig! endurtók hún áköf. — Ég vil eiga mann — ekki Vemdai’a. Þú hefur enga hugmynd um hvers kona óskar af manninum sínum! Eldur brann í augum hennar og varirnar .voru rjóðar, freistandi nærri honum. i — Konu dreymir ekki um að eignast barnfóstru. Hún vill fá styrk og ást. Dettur þér i hug að ég mundi verða ánægð í svona hjónabandi, eins og þú hefur í huga? Ég mundi verða svo þreytt af því, að ég myrti „verndarann". 1 Nú leiftruðu augun í Símoni. — Það besta væri þá sterkur maður, sem gæti tamið þig? i — Ég mundi heldur vilja hann, en einhverja nátthúfu! Maður getur sætt sig við .... Hún lauk ekki setningunni. Hann hélt áfram: — Þú átt við að maður geti beygt sig fyiár þeim sem maður elskar, en ekki.... fyi-ir fjárhaldsmanni.... var það ekki eitthvað í þá átt, sem þú ætlaðir að segja? — Einmitt, sagði hún þvermóðskulega. 1 Hann hélt enn fastar um hana og hún amaðist ekki við því. Hún hvíldist í faðmi hans eins og barn, sem hefur gx'átið sig þreytt. Hann sagði: — Góða mín, þú verður óhamingjusöm ef þú giftist ekki réttum manni. — Ekki nærri eins óhamingjusöm og hann vei-ður í sambúð- Inni við mig, sagði hún og eldur brann úr augum hennar. ' — Mundi það bæta nokkuð úr skák? sagði hann. — Já, ég ímynda mér það, svaraði hún. Svo urðu dökku aug- un allt í einu biðjandi: — En hvernig getur maður vitað hvort maður elskar og hvort það sé sá rétti, sem maður elskar? Hvernig sem á því stóð þóttist hún viss um að Símon vissi svarið og mundi geta hjálpað henni Hann svaraði hreinskilnislega: — Enginn getur vitað með vissu — Ég hugsa að þú hafir rétt fyrir þér. Maður verður að trúa hvort það er sá rétti — en maður verður að treysta hjartanu, ef það segir manni að þessi og þessi sé það. Hún þagði snöggvast en sagði svo: manneskju, þó skynsemin spyi’ji og hjartað sé í óvissu. Hann reyndi að skilja hvað hún væri að hugsa um, en gat það ekki. — Flanaðu ekki að neinu, Judy, sagði hann. — Geturðu eki fylgt upprunalega áforminu: að skemmta sér og taka lífið ekki alvarlega? Hún brosti. — Veist þú rnikið um ást, Símo'n? Það lá hugsun í spurningunni. Hún hafði gleymt Lolu — öllu öðru — því að nú vildi hún bera hugmyndir sínar saman við lífsreynslu hans. Éftir dálitla stund svaraði hann: — Ég veit nóg, Judy. Hún horfði á hann með augum full af ósögðum spurningunx. En nú þagnaði hljómsveitin,þessi þáttur þeii’ra var á enda, því að þegar þau námu staðar stóð Lola hjá þeirn, og Graham tók undir eins Judy að sér. Lola horfði á eftir þeim og brosti til Símonar. — Þau sóma sér vel sarnan, sagði hún. — Heldurðu að Judy giftist Graham? Símon svaraði. hálf afundinn: — Við skulum koma út dálitla stund, Lola. Hér er svækja eins og í bökunarofni. Hún fórmeðhonum út í svalt myrkrið og það vottaði enn fyrir kvöldi’Oðanum. Umhverfið var eins og töfrandi ævintýra- mynd á leiksviði. Símon andaði djúpt. Honum fannst hann yfirgefinn þegar Judy var ekki hjá honum, en hann vildi ekki deila við hana og kaus fremur að tala um það, sem engu máli skipti. Hann reyndi að forðast biðjandi augnaráð Lolu. Honum var ógeðfellt að vera með henni, eins og nú var ástatt. Hann hafði hvorki verið heill né hálfur í umgengninni við hana og hafði áhyggjur af hvernig hann ætii að haga sér gagnvart henni. Hann átti erfitt með að segja, að hún skyldi ekki eyða tímanum í að hugsa um sig. — Ég man þegar við vorum hérna síðast, sagði hún mjúkt. — Já, það var þegar foreldrar þínir héldu silfui’brúðkaupið, svaraði hann. — Ég hélt að karlmenn myndu aldrei afmæli eða þess háttar. — Fólk uppástendur svo margt þess konar, að það er ekki ó- maksins vert að andmæla því, sagði hann og brosti. — Ljómandi er þetta fallegur kjóll, sem þú ert i — og hann fer þér ágætlega, bætti hann við í fullri einlægni. Hann spurði sjálfan sig hvernig stæði á að hann hefði eki orðið alvai’lega ástfanginn af henni — hún mundi verða afbragðs kona. — Þakka þér fyrir, sagði hún. Nú fékk hún hjartslátt. Henni fannst hún sitja á kvalabekk, nötrandi af óvissu, hvarflandi milli vonar og ótta. Það gat verið gott að vera stoltur, en eí þessu ætti að halda áfram lengur mundi hún bila algjörlega á taugum. Hún hafði orðið órólegxú með hverjum deginum eftir að Judy fluttist að Ci’agmere. Áður hafði hún gengið að þvi vísu að vinátta þeirra Simonar mundi sjálfkrafa enda með hjóna- bandi, þó að hann hefði aldrei gefið henni neinar sannanir fyrir því að hann elskaði hana. í öi’væntingu sinni lagði hún á tæpasta vaðið: — Má ég leggja fyrir þig persónulega spurningu, Símon? Hann hrökk við, en svaraði stutt: — Gerðu svo vel. Hún skalf, og þegar þau komu að gömlum bekk í garðinum, spurði hún hikandi: * A KVÖLDVÖKUNN^ — Eigum við ekki að setjast? — Því ekki það, sagði hann þun’lega. Hann kveikti í vindlingi til að róa taugax’nar og snei’i sér að henni. Hann fann að hún þjáðist, og það tók hann mjög sárt. En hvað gat hann sagt eða gert án þess að kveikja hjá henni tálvonir um leið? Hann var ekki viðbúinn að svai’a spurningunni, sem hún ætlaði að leggja fyrir hann. — Elskar þú Judy? Hárin risu á höfðinu á honum; þetta var svo nærgöngul spurning. En svo sá hann að hún gaf honum tækifæri til að ráða fram úr málinu á heiðarlegan hátt. — Úr því að þú spyrð, Lola, þá skal ég svara þér. Já, væna min. Ég elska hana. Það var rétt að honum kornið að bæta við: R. Burroughs - TARZAN - 3292 THE APE-AAAW AWAKENEF EOBSy BAKNES AT FAY- BKEAK."COW,EvGET UP—WE WUST 'MAKE FLANSÚ 71---------------- f*a ..._______v DUtr. by Unlt«d 3/acUcaU. inc. / "VOU HAVE KELATIVES? * ASKE7 TAKZAN. THE BOY KEFLIEF HESITANTLY, '‘THERES UNCLE BEN. IN LEOPOLFVILLEs BUT—* } Tarzan vakti Bobby Barn- J es í dögun. Vaknaðu og nú j verðum við að taka samau | ráð okkar. Þú átt frændfólk, sagði Tarzan. — Já, sagði Bobby hikandi. Það er Ben frændi Leopaville, en .... Það er ekkert, en sagði Tarzan. Þangað verðum við að fara fyrst. En áður en við förum af stað verðum við að byggja upp líkamsþrótt þinn. Enski leikarinn Mauriell Evans ræddi eitt sinn við konu, sem var samstarfsaður hans, um væntanlega sýningu á Hen- rik V eftir Shakespeare. ,,Þú leikur náttúrlega' Hot- spur,“ sagði hún. Hotspur var hið sögulega hetjuhlutverk. Evans neitaði því: „Nei, eg vil leika Falstaff.“ ,.En, Maurice,“ svaraði hún, „þú ert ekki stór, feitur og kát- ur.“ „Nei,“ svai’aði hann. „En eg get leikið.“ ★ Ur símskeyti frá United Px-ess: „Elisabet Englandsdrottning kom í dag til Parísar í opinbera heimsókn og þar fékk hún þær hlýjustu móttökur, sem Frakk- ar nokkru sinni hafa gefið krýndri drottningu frá því er þeir hálshjuggu sína eigin drottningu, Maríu Antoinettu.“ ★ Fyrir nokkru fór frú Lind- berg í kvikmyndahús með 11 ára dóttur þeirra hjóna til þess að hún gæti séð filmsöguna eftir bók föður hennar, sem heitir: „Atlantshafið sigrað“. Sagan er um hið fræga Atlantshafs- flug Lindbergs árið 1927. í miðri sýningu hallaði dóttirin sér yfir að móður sinni, stóð á öndinni og sagði: „Heldurðu að honum takist það?“ ★ I litlum bæ höfðu menn ætl- að sér að komast yfir það hvað olli hinni vaxandi glæpahneigð meðal æskulýðsins. Eitt atriði í rannsóknunum var að kom- ast að því hversu mikið sam- band foreldrai-nir hefði við börnin sín. Eitt kvöldið var því hringt á fjölda heimila til þess að spyrja foreldarana hvort þeir vissu hvar böi-n þeirra væri þetta kvöld — og hvað þau væri að gera. í fjórum af fimm tilfellum voru það börnin, sem kornu í símann. Og þau vissu alls ekki hvar foreldrar þeirra voru — eða hvað þau höfðu fyrir stafni! ■* Marzbúar virðast vera farnir að þreytast á ferðum sínum til jai'ðarinnar. Yfirvöldin í Bandaríkjunum segja, að þau hafi aðeins fengið 142 tilkynn- ingar um fljúgandi diska á þessu ári. En í fyrra voru til- kvnningarnar 296. -¥■ Jaeques Goddeb, sem stýi’ir hinni miklu hjólreiðakeppni um allt Frakkland, kom í síð- ustu keppni í ágætt sveita- gistihús þar sem honum leið svo vel um nóttina, að hann hugsaði sér að setjast þar að í sumarleyfi sínu. „Mér geðjast vel að hex’bei’gj- unum hérna,“ sagði hann við Gioli, húseigandann. „En segið mér — hvernig er það með mat- inn — er hann dálítið fjölbeytt- ur“ | „Það megið þér reiða yður á.“ sagði gistihúseigandinn. „Eg hefi hér matsvein, sem er sann- j ur snillingur í því að kalla sama [í’éttinn ýmsum nöfnum.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.