Vísir - 01.07.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1960, Blaðsíða 1
síður síður 50. árg. Föstudaginn 1. júJ.í 1960 144. tbl. Talsverð veiBi út af Austfjörðum í nótt. Fara með síldina til Siglufjarðar. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn ■' morgun. Ægir fann síld 57 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni og fengu allmör?: skip síld jjar í nótt o" í morgun. Síld fannst víðar úti fyrir Norðaustur land- inu og voru allmörg skip að veiðum á bessu svæði í nótt. Ný sjukra- flugvél að koma? Eins og lesendum Vísis er kunnugt var rætt á þingi Slysavarnafélags íslands, er haldið var fyrir nokkru, imi nauðsyn á bví, að keypt væri ný sjúkraflugvél, og sam- þykkt heimild í því efni. Nú hefur Vísir frétt, að Björn Pálsson flugmaður sé um þessar mundir vestur í Bandan'kjum, til athugun- ar á flugvélum, sem til greina gætu komið, en sam- starf er milli Björns og Slysavarnafélagsins sem al- þjóð er kunnugt. Ekki hef- ur Vísir neinar fregnir af því enn hvaða flugvélarteg- und verður fyrir valinu, en heyrt hefur hann, að tals- verðar líkur séu fyrir, að af flugvélarkaupum verði, og að Björn fljúgi þá hinni nýju sjúkraflugvél hingað, Jg gæti það orðið undir aðra helgi. I Löndunarbið er nú allstaðar á Austfjörðum, Seyðisfirði, Norðfirði og Eskifirði og á Vopnafirði voru þrærnar að fyllast, en þær taka 20 þúsund mál og bíður þar margt skipa. Á Raufarhöfn eru allar þrær fullar og ekki hægt að landa ; nema eftir því sem þróarpláss 1 losnar um leið og brætt er en það eru u.m 2000 mál á 12 klst. Skipin sem fengu síld í nótt hér austan frá fara líklega flest til Siglufjarðar, því veður er gott og útlit fyrir að það hald- ist. Eftirtalin skip fengu síld í nótt: Sigurður AK 100, Þor- lákur 700, Tjaldur SH 600, Heiðrún 550, Fagriklettur 100, (fékk síldina 15 sjómílur frá Raufarhöfn), Guðmundur á Sveinseyri 450, Hafrún 600, Sindri 700, Einar Hálfans 600, Ásbjörn AK 600, Atli 500, Jón Kjartansson 600, Pétur Jónsson 700, Ófeigur II. 450. Guðbjörg IS 500, Freyja 250, Víðir II. 500, Jón Gunnlaugsson 450, Stjarna 400, Helguvík 300, Guðmundur Þórðarson GK 400, Hagborður 300, Reynir AK 200, Seley 600 og Gideon 700. ____•_____ Chile fær 20 millj. d. aðstoð. Eisenhower hefur undirritað fyrirmæli um 20 millj. dollara fjárframlag til endurreisnar og hjálpar á landsskjálftasvæðinu í Chile. Þar dynja enn-hörmungar yf- ir. Úrkomur miklar og flóð og jarðhræringa verður enn vart. Menn óttast nýja Mau-Mau-öld í Kenya. [Vlikil óöSd í Kikújú-héruðuan. Hryðjuverk eru nú daglegir viðburðir . Kikújú-héruðunum í Kenya og menn í hundraða tali eru sagðir hafa unnið þar Mau-Mau eiða. Settur héraðsstjóri þar, brezkur, hefur birt ávarp til allra löghlýðina borgara, að sameinast gegn hættunni. Jafn- vel leiðtogar blökkumanna hvetja nú eindregið til þess, að menn forðist að láta ginna sig til að sverja Mau-Mau eiðinn. Einn þeirra flutti ræðu á •fjölda£undi, þar sem 6000 menn hétu að fara að ráðum hans. Litlu vafa er bundið, að hér gætir áhrifa manna, sem trúa á Jomo Kenatta. Útgöngubann var sett að næturlagi í héruðunum fyrir nokkru, eftir að morð var framið, en það hefur ekki dug- að, mörg morð hafa verið fram- in og meiðingar og pyndingar átt sér stað. Margir óttast nýja Mau-Mau öld, er muni verða til að tefja fyrir að landið fái fullt sjálf- stæði. I Þau uggvænlegu tíðindi gerðust fyrir nokkru í Kaupmannahöfn, að gert var verkfall brugg- húsum. Vart var það afstaðið er nýtt verkfall hófst, verkfall mjólkurpósta. Þessi mynd er tekin i í einu þremur stærstu mjólkurbúum í Kaupmannahöfn og sýnir hvernig umhorfs var þar í byrjun verkfallsins. Castro kreppir ! olíufélögum a | Þolinmæði Bandaríkjastjórnar micn senn á þrotum. Síjórn Castros he£ir gert Sliell óslari'liælfl. Fréttir frá Washingdon í morgun herma, að svo horfi að Shell olíufélagið verði að hætta störfum á Kúbu, sökum þess að Castrostjórnin hafi gert það ó- starfhæft með því að neita því um allar yfirfærslur á erlend- um gjaldeyri, en með því er hún að reyna að knýja félagið til þess að taka sovézka olíu til hreisunar í stöðvum sínum. Afstaða Shellfélagsins er h.:n sama og annarra erlendra oliu- félaga á Kúbu, þ. e. að þau séu i sínum fulla rétti, að neita kröfum Castrostjórnarinnar, að taka sovézka olíu til vinnslú, ekkert sé í samningum, er skuldbindi þau til þessa, og ef þau létu undan brytu þau samn inga við olíuframleiðsluríki e.ins og Venezuela o. fl. Fregn- in um Shell kemur í kjölfar til- kynningarinnar um, a ðolíu- hreinsunarstöð Texaco í Santia- go de Cuba hefði verið tekin eignarnámi. Fréttamenn I Washington segja, að svo hafi nú haronað deilur milli Bandaríkjanna og Kúbu, að þolinmæði Bandaríkjastjórnar sé að bresta. Fulltrúadeild Bandaríkja- þings hefur nú samþykkt frv. til laga, sem heimilar Eisen- hcwer forseta að takmarka á enn að liúlni. þremur næstu misserum syk- urinnflutning frá Kúbu, en Bandaríkjamenn kaupa nú helming allrar sykurfram- leiðslu Kúbu. í brezkum blöðum í morgun er harmað, að Castro skuli vera farinn að grípa til þess ráðs að taka olíustöðvar eignar- námi. Telja þau horfur svo ískyggilegar, að við öllu megi búast, jafnvel nýrri stjórnar- byltingu. Þau segja, að Castro hafi frá upphafi sýnt Banda- ríkiunum fjandskap, og vitna í fréttaritara, sem síma frá Washington, að þolinmæðin sé að bresta sem að ofan var sagt, og óttist Bandaríkjamenn mjög, að Kúba sé á leiðinni að vera kommúnistísk samstarfs- og áröðursstöð sem tefli einingu og innanlandsfriði lýðvelda Framh. á 11. síðu. t'i u ffnt n n n ti th*il ti i{ ; Verkfallið skellur á eftir fimm daga. Á 2. hundrað manns fóru utan í morgun með vélum F. I. Eins og kunnugt er hafa flug- menn boðað verkfall 6. júlí ef ekki hefur þá tekizt að koma á sainkomulagi. Enginn fimdur mun hafa verið boðaður með deiluaðilum í dag. en nú eru f.vrir þá sem ætla að fcrðast fljúgandi, ef ekki gengur sam- an. Einkum kemur sér þetta illa fyrir þá. sem ætla til útlandi í Þess má geta að : morgun fóru 112 manns til útlanda með tveimur vélum Flugfélags Is- lands. — Síðasti flugda,gur verð ur því á þriðjudag, en verkfall- sumarfríinu, og hætt er við að ið skellur á miðnætti þann dag, aðeins fimm dagar til stefnu [ margir hætti við utanför. i ef af vérður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.