Vísir - 01.07.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 01.07.1960, Blaðsíða 11
Föstudaginn í. júlí 1960 V ! S I R ll Gengur sildin áfram suður úr kalda sjúnum? I\llðurstöður af síBdarrann- sóknuim fiskifræðin-ga. Eins og áður hefur verið skýrt frá, fófst rannsóknarleiðangur á „Ægi“ hinn 26. maí. Hann skyldi standa til 28. júní, er fundur rannsóknar- þjóðanna skyldi hefjast á Seyð- isfirði, en því miður biluðu leitartæki skipsins hinn 6. júní og var viðgerð fekki lokið fyrr en þann 23. júní. Dagana þar á milli var Oðinn notaður til rann sóknanna, en þetta olli miklum töfum, þar sem ekki var unnt að flytja öll tæki úr „Ægi“ yf- ir í „Óðinn“ og varð af þeim sökum að fella niður ýmsa þætti rannsóknarinnair, síldarleitar-j tæki skipsins reyndust heldur ekki nógu góð. Fundur fiskifræðinganna stóð, á Seyðisfirði dagana 28. og 29. júní og fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu fundarins. | ísinn var um mánaðamótin mun lengra frá landinu en venjulega á þessum tíma. | Hitastig sjávarins var öllu hærra undanfarin 10 ár og er állt útlit fyrir, að hitastigið verði hærra í sumar en verið hefur. I Rauðátumagn hefur verið mikið, en aðallega er þar um að ræða fullvaxna rauðátu og veldur það fiskifræðingum nokkrum ugg. I Fyrrihluta júnímánaðar varð lítið vart síldar, nema um 100 m. undan vestanverðu Norður-1 landi, þar sem talsvert magn af smátorfum fannst, en síðarl hluta mánaðarins hefur sildar- magnið á djúpmiðum stórauk- izt. í megindráttum virðist mega draga þær ályktanir af rann- sóknunum, að jávarhiti virðist ætla að haldast hár og þörunga- gróður talsverður. Rauðátu- magn er einnig mikið, en óvíst er hve lengi það helzt á Norð- urlandsmiðum, sökum þess að aðal uppistaða þess er fullvaxin dýr. Helzta síldarmagnið á ís- lenzka hafsvæðinu er nú að finna í smátorfum í köldum sjó norðan og ausan hins hlýja sjávarvið Norðurland. Nokkurt síldarmagn er þegar komið suð- ur yfir straummörkin, og hefur veiðin til þessa aðallega byggst á því. Er hér fyrst og fremst um að ræða eldri hluta norska síld- arstofnsins. Minna magn af ís- lenzkri síld virðist hafa gengið inn á cestursvæðið nær landi og haldið sig í hlýfjum sjó, þar sem talsvert hefur verið af rauðátu til þessa. Af framansögðu má ætla, að síldarmagnið á Norðurlands- miðum muni einkum verða háð því, hvort framhald verður á göngu síldarinnar suður úr kalda sjónum og sömuleiðis því, hvort íslenzku síldartorfurnar gangi í vaxandi mæli á miðin. Stærð þessara síldargangna og torfumyndun er hins vegar háð því, hvort átumagnið helzt á miðunum, en eins og fyrr grein- ir, eru að svo stöddu ekki tök á því að sjá, hvernig klak hinn- ar nýju rauðátukynslóðar hefur tekizt. Að fundinum loknum fór „Ægir“ þegar í sildarleit undir stjórn Jakobs Jakobssonar og hefur verið ákveðið, að svo verði til vertíðarloka. H,ér áður fyrr var það algengt að rcnna skipum upp í fjöru, þegar lireinsa þurfti á þeim botninn eða mála hann. Nú sést þetta sjaldan, en kemur þó fyrir, eins og myndin ber með sér. Nokkrum sinnum í vor hafa menn séð skip í fjörunni við Skúla- götu, og þessi var tekin fyrri hluta vikunnar. Landinn eykur bjórbrugg Helmmgi meiri framieiðsla á áfeiigum bjór s. i. ár en 1958. búnir til 47 þús. lítrar í fyrra, en það er 7 þúsund lítrum meira en árið 1958. Af öðrum svokölluðum fram- leiðslug-jaldskyldum vörum, en það eru auk framantalinna drykkjarfanga bæði kaffibætir- og sælgæti, var framleiðslan í fyrra sem hér segir: Kaffibætir 156 þús. kg (185 þús. kg árið áður, svo framleiðsla á honum hefur minnkað stórlega), suðu- .súkkulaði 80 þús. kg, (en það er nær sama magn og árið jnæsta á undan, átsúkkulaði hef- | ur aftur á móti dregizt til muna jsaman, eða úr 96 þús. kg árið 1958 í 84 þús. kg í fyrra. Sama er að segja um brjóstsykur. — Framleiðslan á honum hefur minnkað úr 95 í 93 þús. kg frá því í hitteðfyrra þar til í fyrra. Aftur á móti hefur confekt- framleiðslan aukizt úr 118 í 138 þús. kg á sama tíma, karamellu- framleiðslan úr 55 í 63 þús. kg og lakkrísframleiðslan úr 37 í 43 þús. kg. Castro — Framh. af 1. síðu. Suður-Ameríku í Mið- og hæctu. Það sætir vissulega nokkr- leiddir 657 þús. lítrar í fyrra, shellfélapið hefnr ctarfafi á um tíðindum að íslendingar sem er rúmlega 20 þús. lítrum j^úbu í 35^ _____________ Missi Kúba brugguðu á árinu sem leið meira heldur en árið 1958. helmingi meira af áfengum bjór heldur cn árið næsta á undan. Félagsstjórn atvinnuflug- manna endurkjörin. Aðalfundur Fél. ísl. atvinnu- flugmanna var haldinn ný- lega. Fyrrverandi stjórn fé- lagsins var öll endurkjörin, en formaður hennar er Stefán Magnússon. Aðrir í stjórn eru: Sigurður Haukdal, varaformaður, Snorri Snorrason, ritari, Ragnar Kvar- an, gjáldkeri og Bjarni Jensson erl. bréfritari. Varamenn voru kjörnir: | doliaratekjur sínar at sykurút- Af gosdrykkjum og sódavatni flutningnum spá sum blöð neyð vaa framleitt 3.4 millj. lítrar á Kúbu — telja efnahag lands- I fyrra voru framleiddir hér árig gem leiðj gn þag er allt ag ins teflt í hreinan voða með á landi rösklega 18 þúsund 20Q þúsund Htrum meira en sama áframhaldi og ipundi þa& htiar af áfengum bjor, en ekki árig águr Af ^vaxtasafa voru bitna á öllum almenningi. nema 9 þusund lítrar árið áður. _______________________________________________________________ Bendir þetta ótvírætt tilvax- andi vinslda íslenzka bjórsins,1 en hann hefur til þessa aðallega verið seldur til varnarliðsins og til erlendra sendiráða d Reykja- vík. Framleiðsla á óáfengu öli hef ur lítilsháttar aukizt á árinu semleið, af maltöli voru fram- leiddar rúmlega 800 þús. litrar í fyrra, en það var 16 þús. lítr- um meira en árið áður. Og af öðru óáfengu öli voru fram- Bragi Nordal og Jón R. Stein- dói’sson. — Samningaviðræður um launamál flugmanna munu standa ýfir um þessar mundir, en er.n sem komið er mun ekk- ert sérstakt vera frá því máli að segja. — Stjórnin situr til eins árs í senn. IMýr viðskiptasamning- ur Isl. og Finnlands. Frjáls viðskipti milli landanna. Dagana 8. til 16. júní 1960 j fóru fram í Reykjavík viðræð- ur milli fulltrúa finnsku og ís- lenzku ríkisstjórnanna um við- skipta- og gjaldeyrismál land- anna. Árangur af viðræðum þess- um varð sá, að utanríkisráð- herra Guðmundur í. Guð- mundsson hefir nýlega lýst yfir aðild íslands að bókun um jmarghliða viðskipti og greiðsl- . ur milli Finnlands og nokkurra Evi’ópulanda frá 29. desember 1959. Með aðild þessari fá fslend- ingar sama rétt varðandi frjáls- an innflutning til Finnlands og innflutning samkvæmt al- mennum kvótum eins og aðild- ai’ríkin 13 að bókuninni. Jafn- framt er Finnum veittur samt réttur varðandi frjálsan inn- flutning til fslands og innflutn- ing samkvæmt almennum kvót- um, eins og veittur hefur verið þátttökuríkjum Efnahagssáin- vinnustofnunar Evrópu. huBiilsistík lafé&íitjiö Vöröwr Sumarferð um landnám Skallagrims Sunnudaginn 3. júíí 1960. Ekið veiöur itm Mosíellsheiði á Pmgvöll og staðnæmst hjá Hvannagjá. Síð'an farið um Uxahryggi og Lundarreykjadal vest- ur yfir Mýrar að Hítardal. Þar verður staðnæmst, snæddur miðdegisverður og staðurinn skooaður. Þaðan verður ekið til baka að sögustaðnum Borg og hann skoðaður. Þá verður haldið til Reykjavíkur fyrir Hafnarfjall um Hvalfjörð. Kunnur leiðsögu- maður verður með í förinni. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) til kl 10 í kvöíd og kosta kr. 225,00 (innifalið í verðinu er miðdegis- verður og kvöldverður). -— Lagt verður af stað frá Sjáifstæðishúsinu kl. 8 árdegis, stundvíslega. STJÖRN VARÐAR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.