Vísir - 19.07.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1960, Blaðsíða 4
V í S I • Þriðjudaginn 19. júlí 1960 VZ8I& D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vííir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritrtjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Englandsför endar í tugt- húsinu í Amsterdam. Hrakningasaga manns með vegabréf, sem síðar reyndist ekki vegabréf. Byggingarkostnaðurinn. Erlendur sérfræðingur, sem hér hefir dvalizt að undanförnu á vegum hins opinbera til | að athuga byggingarmál , okkar íslendinga, hefir gef- j ið ýmsar upplýsingar, sem j koma mönnum ekki alveg j á óvart. Hann hefir til dæm- j is skýrt frá því, að hér á landi sé byggingarkostnaður j- tvöfalt hærri en hann sé yf- j irleitt í öðrum löndum, og það er ýmislegt annað, sem hægt er að finna að í þessu efni hiá okkur. Það má segja, að þessi erlendi ' sérfræðingur hafi komizt að sérstökum flottræfilshætti hjá okkur fslendingum, og j kemur það víst ekki heldur á óvart. Við erum öfgamenn í flestu, og ekki síður á sviði bygginga en ýmis annars. Við byggjum stórt og jafn- ' vel stærra en nauðsynlegt er ' og hagkvæmt, því að við 1 viljum sýnast svo miklir menn, bæði í augum ná- grannanna og útlendinga. Allt veldur þetta því, að J kostnaðurinn rýkur upp úr öllu valdi hjá okkur. En því er heldur ekki að neita, að sitthvað fleira kemur til greina, svo sem keppnin um vinnuafl iðnaðarmanna, sem hækkar laun þeirra, enda þótt þau sé oft óbreytt á pappírnum. Það er að sjálfsögðu ágætt að fá álit slíkra sérfræð- inga, og vitanlega er þessi heimsókn okkur meira virði en margar aðrar af svipuðu tagi, því að við byggjum svo mikið og þurfum að byggja mikið. Þó veltur gildi hennar á því, að við reynum að nota okkur heilræði komu- manns, en gleymum ekki öllu jafnskjótt og hann er farinn. Þá verður heimsókn- in til einskis gagns, en ef allir aðilar, sem um þessi mál fjalla, bæði hið opin- bera, einstaklingar og félög, leggjast á eitt um að koma á umbótum, ætti varla að líða langur tími, þar til við sæj- um einhvern árangur, er birtist í sparnaði á bygging- arkostnaði. Nú fyrir nokkru gerðist sá atburður, að farþegi í utan- landsflugi var gerður aftur- reka á áfangastað og varð hann að halda aftur hingað heim til Islands, eftir næturdvöl í tugt- húsinu í Amsterdain. Svo var mál með vexti, að nú fyrir nokkru hugðist Ungverji, sem hér hefur dvalið undanfar-j ið, og mun nú bíða eftir ís- lenzkum ríkisborgararéttindum, fljúga til London (um Glasgow) til fundar við unnustu sína, ( sem er íslenzk. Hann mun hafa( ! fengið sér vegarbréf hjá skrif-( , stofu lögreglunnar, og var það íslenzkt vegabréf í engu frá-[ brugðið öðrum íslenzkum vega- bréfum á annan hátt en þann, ' að í því stóð, að viðkomandi Væri ungverskur. Nú munu þær alþjóðareglur gilda um flóttamenn og’ aðra sem þannig bíða eftir borgara-( réttindum, að þeim til handa eru gefin út sérstök alþjóðleg' vegabréf. En samkv. upplýsing-1 .! um útlendingaeftirlitsins hefur ekki verið ráðist í slíkan út- gáfukostnað hérlendis, þar sem hér eru aðeins um 100 manns sem þannig er ástatt um. — Maðurinn, og þeir, sem að hon- um stóðu hér, hafa því ekki tal- ið að hann þyrfti sérstaka vega- bréfsáritun til Englandsfarar, og farmiða mun hann hafa hlot- ið athugasemdarlaust. Einnig •>n engin athugasemd hafa r gerð við vegabréfsskoðun við urottför héðan að heiman, en er flugvélin — á leiði til Amsterdam — lenti í Glasgow, þar sem Ungverjinn skyldi stíga í land, þá var honum neitað um dvalarleyfi á Bretlandseyjum af þessum sökum. Hann var því sendur um borð í flugvélina aftur, og með henni til Am- feterdam. Þar hlaut hann sömu hlýlegu móttökurnar — honum var varpað í tugthús nætur- Jangt, unz vélin skyldi halda heim aftur. Eftir tæpa tvo sól- arhringa mun því utanferðin hafa verið afstaðin, en Vísir hefur ekki fregnað hvernig inum unga manni gekk að finna únnustu sína. — En vart verður 'manninum kennt um athugun- arleysi, er viðkomandi aðilar hafa ekki gert sér ljóst, að árit- un þurfti. 60. áramóta- samkoman. 1 nýútkomnu eintaki af Lög- bergi-Heimskringlu er sagt frá 60. áramótasamkomunni, sem lestrarfélagið Vestri í Seattle hélt hinn 29/12 s.l. Skemmt var með söng, ræðum og öðrum gleðskap. Frú Ruth Sigurðsson varaforseti stjórnaði samkom- unni, en „aðalræðuna flutti img- frú Elín Stefánsson frá Islandí, sem stundar framhaldsnám í heilsufræði við University of Wasliing-ton (Háskóla Washing- ton-ríkis). Forsöngvari og ein- söngvari var Jónatan Björnssoh. Tíu ungar stúlkur sungu ís- lenzka söngva“. I 1 Sumardegd fagnað 73 sinnmn. Svo segir í fréttabréfi Jóns Magnússonar frá Seattle; að ís- lendingar þar í borg hafi fagn- að sumri 73 sinnum — seinast nú i vor. í Seattle er starfandi kvenfélag. Það hefur starfað í hálfa öld. Það hefur m. a. lagt stóran skerf til dvalarheimilis- ins Stafholts í Blaine. Tóíf dagar í miðlandsferð. _ A F.I. efnir til ferðar um mestu * oræfi Islands. Ferðamálafélagið. Fyrir nokkrum árum spurði Vísir hvað eftir annað um afdrif Ferðamálafélagsins j svonefnda. Það hafði þá ver- ið stofna löngu áður og ■ mikið um það talað, að það j mundi lyfta Grettistökum í ; því efni að búa hér í haginn ! fyrir útlenda ferðamenn, svo að þeir gætu streymt hingað í stríðum straumum og jafn- fram gull úr pyngju þeirra. Því miður fór svo, að félagið gerði lítið, þótt mikið væri talað í upphafi. Mátti því segja, að þar væri alíslenzkt 1 fyrirtæki á ferðinni, því að okkur er gjarnara að tala ! en framkvæma. Þó er rétt j að geta þess, að við getum stundum verið góðir til snöggra átaka, en því miður komst þetta aldrei svo langt hjá margnefndu félagi. Nú hefir hinsvegar verið til- kynnt með blaðamannafundi — minna mátti ekki gagn gera — að hingað væri kominn sérfræðingur til að leggja á ráðin fyrir félagið. Það á sennilega vel við, að hann hefir áður kennt Nepal- ingum, og víst er, að menn bíða þess með nokkurri ó- þreyju, að hann gefi okkur heilræðin. En svo er bara eftir að fara eftir þeim, og er anzi hætt við, að það reynist erfitt, er til lengdar lætur. Allt þykir nógu gott. Það er nefnilega sannleikurinn um okkur íslendinga, að við erum hálfgerðir böðlar eða sóðar í mörgum efnum. Við viljum ekki vanda okkur um of, teljum, að flest sé nógu gott — að minnsta kosti handa öðrum, enda þótt við getum svo sem verið nógu kröfuharðir gagnvart öðr- um. Það yerður sennilega erfiðasta viðfangsefnið, ef gera á ís- j land að verulega fjölsóttu i . ferðamannalandi. Við hirðum [ ekki um að gera nógu -vel við komumenn, svo að þeir hafa af þeim sökum minni áhuga en ella fyrir að koma öðru sinni, enda þótt náttúru landsins sé stórfengleg og geti laðað menn um langan veg aftur og aftur. Atriði eins og þetta tómlæti verðum við að taka með í reikninginn, þegar við erum að bollaleggja þetta atriði, því að fyrir sliku finna ferða- menn. Erlendis þykir sjálf- sagt að gera mikið fyrir út- lenda ferðamenn til þess að þeir komi aftur en það er Ferðafélag íslands efnir inn- an skamms til einnar skemmti- legustu 'og um margt viðamestu sumarleyfisferðar sinnar á þessu sumri, en það er ferð um öræfin í landinu miðju. í þessari ferð, sem hefst frá Reykjavík 27. þ. m., verður farið um mestu öræfi og ó- jbyggðir íslands, landsvæði sem tiltölulega fáir íslendingar hafa haft tök á að kynnast af eigin raun sökum þess hve miklum 'erfiðleikum það hefur verið bundið að komast um það. | Frá Reykjavík verður farið austur um Landsveit, yfir Tungnaá til Veiðivatna. Þaðan um Illugaver í Nýjadal. Síðan austur um Ódáðahraun, fram- hjá Gæsavötnum að Öskju og í Herðabreiðarlindir. Allt er þetta landssvæði einstakt í sinni röð, svipmikið og litríkt, en þó sneytt gróðri að mestu leyti. Þarna er öræfaauðnin og öræfa- kyrrðin í almætti, hvergi mannaþefur né neitt það sem minnir á menningu og þægindi — aðeins lífvana auðn. En ein- mitt í þessari auðn býr máttur og tign, svipmikið land og vold- ugt. Úr Herðubreiðarlindum er farið eftir troðnum slóðum til byggða. Farið verður sem leið liggur vestur Norðurland og1 þar komið við á fögrum og merkum stöðum. Þegar komið er vestur í Húnavatnssýslu verður haldið suður Auðkúlu- heiði um Kjöl til Reykjavíkur. Ferðin tekur 12 daga og verð- ur gist í tjöldum á leiðinni. Fararstjóri verður Jóhann Kol- beinsson, einn reyndasti og traustasti fararstjóri félagsins, maður sem þaulkunnugur er leiðinni. Allar nánari upplýs- ingar um ferðina eru gefnar á jskrifstofu Ferðafélagsins í Tún- götu. hætt við, að misbrestur i verði á. því, hversú landinn i verður aðlaðandi við komu- menn. Síitlin — Framh. af 1. síðu. Smári 200 Snæfugl 200 Bergur VE 700 Þorlákur 300 Akraborg 1000 Sæborg 600 Bjarni Jónsson 800 Gissur hvíti 250 Sindri 500 Björgvin KE 500 Goðaborg 400 Hafbjörg VE 100 'Keilir 500 Ásgeir 400 Máni 500 Hannes Hafsteinn (tn.) 100 Ásbjörn (tn.) 60 Fjarðaklettur 500 Ólafur Magnússon KE 250 Huginn 450 Andri 600 Gylfi II. 250 Jón Trausti 400 Sunnutindur 700 Tjaldur SH 350 Um 100 landskjátafræðing- ar frá 24 löndum hafa setið á ráðstefnu í Tokyo tií aS að skiptast á upplýsingum. Seattle. íbúar í Seattle eru nú 550.000. Verzlun er þar mikil og iðnað- I ur. Mesta vinnu veita Boeing verksmiðjurnar. Þar hafa 40.000 manns atvinnu. — Það var eng- inn vetur ’59—’60, segir J. M„ ! og vorið svo votviðrasamt, að „rigndi 40 daga og 40 nætur“, en sjaldnast mikið. Dánardægur. Hinn 5. júni lézt að heimili sinu i Selkirk, Manitoba, frú Sig- urbjörg Johnson, 95 ára að aldrj. Hún hafði átt þar heima 73 ár. Mann sinn missti hún 1919. Hana lifa tvær dætur og tveir synir. Davíð Jóhannes Guðmundsson skattheimtumaður andaðist í Ár- borg, Manitoba, 75 ára að aldri 9. júní. Kona hans, Sigurleif, lifir hann og 7 synir þeirra og 22 barnabörn. Hann var skatt- heimtumaður í Árborg-byggðar- lagi í 35 ár. 75. ársþing liins lútherska ldrkjufélags íslendinga í Vesturheimi var haldið fyrir nokkru og hófst með hátiðarguðsþjónustu í Grundar- kirkju í Argyle. Það fór alger- lega fram á islenzku. Biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einars- I son, prédikaði. Síra Eric H. Sig- jmar, forseti Kirkjufélagsins og síra Eiríkur Brypjólfsson þjón- uðu fyrir altari, en „síra Ing- þór Indriðason og sira Jón Bjarman lásu lexíurnar og síra Hjalti Guðmuridsson söng ein- , söng. Sameinaðir kórar presta- ^kallsins, prýðilega æfðir, sungu Dýrð sé guði í hæstum hæðum og Láttu guðs hönd þlg leiða hér. Við messulok afhenti sira Eric Sigmar herra Sigurbirni Einars- syni biskupi íslands skrautritað skírteini, sem heiðursverndara kirkjufélagsins. Minningar s j óðnr. Er kveðjur voru fluttar um kvöldið tilkynnti biskup Islands, að íslenzka ríkiskirkjan hefðl stofnað 50.000 kr. sjóð í minn- ingu afmælis kirkjufélagsins og skyldi Vöxtum af þessum sjóði varið i þeim tilgangi að greiða að nokkru ferðakostnað í sam- bandi við heimsóknir islenzkra presta til Islands eða Vestur- heims. 75 ára minningarsamkómá var haldin I Brúarkirkju í Argyle.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.