Vísir - 31.08.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 31.08.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 31. ágúst 1960 V í SIB FRAMFAllIR OG TÆKNI ♦ Smábílar hjálpa Bandaríkjunum í útflutningssokn. Menn viijja þá frekar en stóra liíla. Smábílarnir amerísku hafa haft mikil áhrif á endurheimt markaða fyrir ameríska bíla í Evrópu. Nýjustu tölur sýna, að sala á bandarískum bílum til Evrópu hefir tvöfaldazt síðan byrjað var á framleiðsu smábíla vest- an hafs á síðasta hausti. Þar til sú framleiðsla hófst, minnkaði stöðugt útflutningur amerískra bíla til Evrópu, vegna þess að þeir voru of stór- ir og of dýrir fyrir venjulegan bílaeiganda í Evrópu. Lág- marksútflutningurinn var í fyrra, þegar ekki voru fluttir út nema 17.805 bílar, en árið þar áður voru fluttir út 21.658 bílar. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs nam tala útfluttra bíla 15.466 og sérfræðingar reikna með, að heildarútflutn- ingur ársins verði um 33.000. Þeir sögðu, að reyndar væri þetta lág tala, en hún sýndi þó, að alger breyting hefði orðið í þessum málum og það eitt væri mjög hughreystandi. j Talsmenn framleiðenda sögðu að það væru margir þættir, er hefðu sín áhrif, en það sem þó hefði aðaláhrifin væru smábíl- 1 arnir og þar kæmi fram aðal- aukningin. ,,Það er ekki aðeins stærð bílanna, sem gerir þá svona eftirsótta,“ sagði einn fram- leiðandinn á blaðamannafundi, I „heldur hefir verðið líklega mest áhrif“.“ Hann benti á, að |kaupandi venjulegs amerísks bíls í Englandi verður að greiða fyrir hann sem svarar 10 þúsund dölum og kaupandi J á Ítalíu verður að greiða um i 6400 dali. Auk þess verður hann 1 að greiða árlega 500 dali í skatt, sem tekinn er öllum bílum, sem framleiddir eru utan Ítalíu. Þetta gerir það að verkum, að amerískir bílar hafa frekar erf- iða samkeppnisaðstöðu í Ev- rópu. Bygging St. Lawrence skipa- skurðarins hefir haft mikil á- hrif á útflutning bíla, þar sem eftir að hann var fullgerður, er miklu hægara að koma bílun- um í afskipunarhöfn. Talsmaður Chrysler verk- ; smiðjanna sagði, að þeir reikn- uðu með að útflutningur frá þeim verksmiðjum einum mundi á þessu ári nema um 20 milljónum dala. Þjóílverjar ötnlastir. Þar fást hverskonar heil ræði hjá símanum. TiS dæmis varðandi það, sem gott væri að kafa í matinn. Það má segja að símaþjónust- an í V.-Þýzkalandi sé ekki af baki dottin. Þjónustan er svo góð og umfangsmikil, að mönnum hreint og beint bregð- ur, þegar þeir heyra af því. Ef húsmóðir er í vandræðum með hvað hún á að hafa í mat, þá getur hún hringt í símstöð- ina og þar er sjálfvirkt tæki, sem gefur fólki hugmyndir um matseðil dagsins. Og ef kaup- sýslumann vantar upplýsingar um, hvert sé verð hlutabréfa í kauphöllunum, getur hann hringt og fengið allt, sem vert er að vita um það. Auk þess eru svo veittar upplýsingar um 19 efni, allt frá nýjustu íþróttafréttum og til veðurspá og yfirlits um heims- fréttirnar. Á veturna er hægt að fá upp- lýsingar lím, hvernig aðstæður séu til skíða- og skautaiðkana, víðsvegar um landið, einnig er hægt að fá upplýsingar um, hvert bezt sé að fara í sumar- .leyfinu og eru veittar allar 1 mögulegar upplýsingar um það, svo sem hótel, ferðakostn- að og annað þess háttar. Ef einhver þarfnast læknis- hjálpar, þá er hægt að hringja á símstöðina og þá er fólki sagt, hvaða læknar séu á næt- urvagt. Sama gildir um lyfja- búðir. Þó að símaþjónustan í Þýzkalandi sé góð, þá jafnast hún ekki á við þjónustuná í Vín hvað snertir hljómlist. Ef maður í Vín ætlar að fara að stilla fiðluna sína, þá getur hann hringt á símastöðina og þá er sleginn fyrir hann tónn- inn „A“ og þá er málið leyst. Lagning fullkominna bif- reiðabrauta gengur betur í V.- Þýzkalandi en nokkru öðru Evrópulandi. Þessar upplýsingar gaf sam- gönmumálaráðherrann í Bonn, Hans C. Seebohm, í laugardag- inn, þegar hann var kominn úr eftirlitsferð um landið. Á laug- ardag voru bílabrautir V.- Þýzkalands 5269 km. á lengd, og við árslok 1961 eiga þær að verða orðnar 2957 km. Þessi sleði, sem sést hér á| eitthvað fleira. Sleðinn er úr myndinni, er ekki bara sleði, alúini og hægt er að hafa bæði heldur líka bátur og jafnvel' á honum loftskrúfu og segl. Bílar 32ja smiðja sýndir í London innan skamms. Bílarnir eru frá mörgum löndum. Á bílasýningu, sem verður í London í næsta mánuði verða sýndar nýjustu gerðir bifreiða frá 32 bílasmiðjum í Bretlandi og á meginlandinu. Auk þess verður sýnt óhemju mikið af bílhúsum, hjólbörðum og allskonar varahlutum og öðru, sem nauðsynlegt er til viðhalds bifreiða. Bifreiðarnar á sýningunni verða af öllum stærðum, allt frá smábifreiðum með hjólum, sem ekki eru nema 10 tommur i þvermál upp í 20 tonna vöru- bifreiðir, en þær eru svo stór- jar, að segja má, að ekki sé nokkurt rúm fyrir þær á veg- um Evrópu, sem nú þegar eru alltof setnir, ef svo mætti segja. Talsmaður þeirra, sem fyrir sýningunni standa, sagði nýlega að þeir byggjust við, að all- miklu fleira fólk kæmi til að skoða sýninguna nú heldur en síðustu sýninguna, sem haldin var 1958, en þá voru brezkir gestir rúmlega 100 þúsund, auk allra erlendra geta. Samgöngumálaráðh. Breta, (Ernest Marples, mun opna sýn- Jinguna þann 23. september næstkomandi, en sýningiri stendur fram í október. Konur bjóðast til geimflugs. Tultujgu konur hafa gefið sig £ram í Bandaríkiunum. „ . , _ , .. Hollenzkur drattarbatur er a Það má segja, að nú orðið 55 kító að þyngd og hefir að iejg yfjr Atlantshaf með franskt sé hvergi friður fyrir kven- Dregið heim eftir 5-6 mánuði. baki 7000 flugstundir, þar af nokkurn hlutann í þotu. Tilraunirnar hafa sýnt, sagði Lovelace, að konur hafa þá kosti fram yfir menn, að þær skip, sem hann sótti í Havana. Er þetta skipið La Coubre, sem kom með hergögn til Hav- ana í marz og varð þá mikil ,, . , . , sprenging í því. svo að vélar ’ . ; þess eyðilogðust. Það verður nu efni til öndunar, borða minna og hafa til að bera mikið and-1 legt mótstöðuafl. dregið til Frakklands, þar sem i viðgerð fer fram á því. Frakkar smíða stórskip handa Norðmönnum. Franskar skipasmíðastöðvar hafa mikið að gera. Þetta verkfæri var nýlega sett á markað í Bandaríkjunum og lokar bréfum. Þess er getið, að það muni líklega koma að nokkru leyti í staðinn fyrir skrifstofudrengina og jafnvel einka- ritarana. fólki. Nú síðast gera þær kröf- ur til að fá að komast í geim- flug. Það hefir verið tæknifræði- lega sannað, að konur eru að sumu leyti betur fallnar til geimferða en karlmenn. Fræðsla kvenna í geimsigl- ingum verður æ þýðingarmeiri liður í geimvísindum, sagði amerískur sérfræðingur á geimvísindaráðstefnunni í I Stokkhólmi um daginn. Sér- fræðingurinn, sem heitir Love- lace, er einn af þeim mönnum, |Sem kosinn hefir verið í hina 'nýju akademíu geimvísind- anna. í Bandaríkjunum buðu 20 A fjórum fyrstu mánuðum I I maí hljóp af stokkunum konur sig fram til þolprófa á þessa árs hafa franksar skipa- hið nýja farþegaskip „France“, væntanlegum geimförum, og smíðastöðvar fengið 11 pantan- sem á að keppa við bandaríska 12 þeirra voru valdar til sams- ir> sumar mjög stórar. Átta skipið „United States“ um bála konar prófa og karlmennirnir, þeirra koma erlendis frá. bandið fyrir fljótustu siglingu sem valdir hafa verið. Prófin Stærsta pöntunin er á olíu- yfir Atlantshaf. Einnig hefir voru framkvæmd af amerísku skipi (77.750 tonn) fyrir norskt verið hleypt af stokkunum geimstofnuninni N.A.S.A. útgerðarfélag og einnig má hafrannsóknaskipi, og fleiri Lovelace upplýsti, að gerð- nefna pantnir á þremur vöru- skipum af mörgum gerðum. ar væru vissar lágmarkskröfur flutningaskipum, sem eiga að^ Loks má svo geta þess, að í til þeirra kvenna, sem væntan- vera 15.000 tonn og sérstaklega seinni tíð hafa Færeyingar gert lega yrðu sendar út í geiminn búin til flutninga á bifreiðum. margar stórar pantanir hjá í framtíðinni. Þær verða að Þau eru handa sænsku félagi. j frönskum skipasmíðastöðvum vera undir 35 ára aldri, læiri-* Fjögur skip hafa verið afhent og er þar einkum um að ræða en 185 cm og hafa að baki nýlega. Málmsteinsflutninga- línuveiðara og togara, sem eiga minnst 1000 flugstundir. Hann skip fyrir franskt félag, vöru- að vera verksmiðjutogarar og nefndi ungfrú Jerry Cobb, sem flutningaskip fyrir félag á mættu íslendingar sannarlega hina dæmigerðu „tilraunakan- Bretaníuskaga, og tveir drátt- taka frændur sína sér til fyrir- ínu“. Hún er 28 ára gömul og arbátar. ] myndar í þessum efnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.