Vísir - 17.10.1960, Side 11

Vísir - 17.10.1960, Side 11
 iC .1 Mánudaginn 17. október 1960 VlSIR 11 Frá Grænlandi Frh. aí 9. s. endur fyrir löngu“ — segja Eskimóar — „að jörðin datt nið- ur af himnum með fjöllum og öllu saman.“ Þannig varð jörð- in til á ákaflega einfaldan og skikkanlegan máta og án nokk- urs bægslagangs. Og þegar jörðin var komin þangað, sem hún átti að fara og hefur úr því verið til dagsins í dag, vaf eftir að skapa fólkið. Og það varð með þeirn hætti að lítil börn spruttu — eins og blóm á akri. En þau voru blind og gátu litla bgörg veitt sér nema hvað þau nærðust á jörð- inni. Þau höfðu heldur ekkert með sjón að gera því þar ríkti myrkur. Svo komu maður og kona til sögunnar. Það veit enginn hvernig. En konan fann börnin, tók þau heim með sér og bjó þeim föt. Úr þvf tók fólk- inu að fjölga, en það gat ekki dáið því í þá daga var dauðinn ekki til. Það hélt bara áfram að lifa, varð gamalt og lagðist í kör. . Fólkinu leiddist að verða gam allt og lifa í kör í myrkri. Svo kom gamalli konu það í hug að það væri gaman að fá að sjá dag og mega deyja. í því væri tilbreyting. Stúlkan varð að sól — pilturinn að mána. Þá skeði það samtíms að grænlenzkur piltur felldi ástar- hug til systur sinnar og vildi fá að ganga í sæng til hennar. Þá varð stúlkan hrædd og flýði upp á himininn og varð að sól. Bróðirinn elti hana og varð að tungli. Þannig kom sólskin og tunglskin. En máninn hef- ur ætíð reynzt kvenfólki hinn mesti hrekkjalómur og einkum má það vara sig á honum við tunglfyllingu. Svo kom ofsalegt flóð og meginþorri alls mannkyns drukknaði. Fólkið sem dó fór til himins og varð að stjörnum. Þess vegna fjölgar stjörnunum á himinhvolfinu í hvert sinn sem einhver deyr. Þannig varð sköpun himins og jarðar í stórum dráttum. Og í samræmi við þetta varð svo Kfs- og heimsskoðun Grænlend- inga. Þeir eru eins og aðrar frumstæðar þjóðir, og ekki sízt þær sem búa í einveru og fá- menni í hrikalegu landslagi með stórbrotnar náttúruham- farir, hjátrúar- og hindurvitna- fullir. Umhverfis Eskimóa eru herskarar af draugum, vofum og öndum. Þar eru hvers konar dularöfl á ferli og andasæring- ar um hönd hafðar. Lýsingar þeirra á draugum og dularfull- um fyrirbærum eru oft magn- aðar og stórkostlegar í einfald- leik sínum. Hræðilegir draugar. Árni frá Geitastekk komst í kynni við grænlenzkan draug og þótti nóg um. Hafði hann farið við fjórða mann á fugla- veiðar og ætluðu þeir að afla matfanga til jólanna. Á meðan brast á þá svo iðulaus stórhríð að ekki sá handa skil, og lað suki ætlaði kafaldið og skaf-| kríðin að kæfa ,_þá. Þehr voru viðskila orénir og komst Árni undir stein þar sem hann leit- aði skjóls, og hafðist við í heila nótt. En þar ásóttu hann ríð- andi draugar, ótútlegir og af- skræmdir. Voru þeir ýmist höf- uðlausir eða höfuðin sneru aft- ur og voru með óhljóðum mikl- um. Árni skaut hverju skotinu af öðru á þenna lýð, og var þá sem hann styggðist andartak, en sótti jafnharðan að Árna aftur. Kvaðst Árni hafa orðið því feginn þegar morgnaði og hann komst til mannabyggða að nýju. í augum Eskimóa er sálin andi með áþekku útliti og á lifandi fólki. Eftir dauðann hverfa góðu eiginleikarnir á brott með sálinni, en hið illa verður eftir í likamanum. Dá- inn mann verður því að um- gangast með mikilli varúð. Hver sá sem snertir á líki verð- ur að loka sig inni í 5 sólar- hringa á eftir. Þann tima má hann ekki matselda aiálfur og ekki hátta á næturnar. Að þessum tilskilda tíma liðnum iverður hann að taka sér bað. I n Ef út af er brugðið dynur o- gæfa yfir í einhverri mynd. í sambandi við útför voru alls konar hindurvitni og hjá- trú. Á meðan lík voru dysjuð varð höfuðið að snúa gegn sól- arupprás, og það varð að dysja það með öllum búnaði, því sál- in gat þurft á sínu að halda. Þá var það og venja að drepa hund, einn eða fleiri, þegar einhver dó. Það var gert til þess að sálin þyrfti ekki að vera ein á flakki og að henni leiddist ekki. En nú skulum við slíta tal- inu um sköpjun Eskimóa og trú þeirra og hjátrú. Skipið okkar er komið langleiðis inn úr ísjakahafinu í áttina til Stokkaness. Þar býður okkar kvöldverður — góður að venju, en úr því er Grænlandsdvöl okkar lokið og von bráðar svíf- um við á vængjum Sólfaxa ofar fjörðum, fjöllum og jöklum — á leið heim. Rokk-kóngur Danmerkur heimsækir Island. FORD - '47. Til sölu Ford ‘47 vörubifreið með tvískiptu drifi;! — Einnig koma til greina skipti á góðum 5—6 manna fólks- bíl. Ekki eldri en ‘54 módel koma til greina. Uppl. í síma 17526. „PAL"-kerti í „Skoda"bifrei5ir Einnig: framluktir, speglar og hringir, hraðamælar, hita- og benzínmælar, kveikjulásar, Ijósaskiptar, hraðamælisbarkar, inni og útispeglar, flautur, dýnamóar, perur allar gerðir, rafgeymar. SMVRILL Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. Aðstodarstúlka með góða kunnáttu í tungumálum, vélritun og spjald- skrárvinnu getur fengið fasta vinnu á lyfjadeilcl Landspítalans frá 1. nóv. n.k. að telja. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýs- ingum um aldur, menntun, fyrri störf og meðmæluni ef til eru sendist til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 21. nóv. n.k. Skrifstofa ríkisspítalanna. Yfirhjúkrunarkona óskast að vistheimilinu að Arnarhölt, Kjalarnesi. Upplýsingar um starf og launakjör gefur borgarlæknir. Sjúkrahúsnefnd Reykjavikur. Byggingafélag verkamanna í Reykjavík Til sölu 3ja herbergja íbúð í 8. fl. Þeir félagsmenn er vilja nota rétt sinn sendi tilboð sín fyrir 22. þ.m. á skrifstofy félagsins í Stórholti 16. Stjórnin. Danski dægurlagasöngvar- inn Otto Brandenburg er vænt anlegur til íslands eftir þrjá daga. Mun hann koma fram á hljómleikum í Austurbæjarbíói næstkomandi fimmtudag og föstudag. Hljómleikar hans hér verða ekki fleiri, því næstu fimm kvöld mun hann síðan skemmta í veit.irlgahúsinu Lídó. Otto Brandenburg er ' eftir- sóttasti skemmtikraftur Dana um þessar mundir. Hvar sem hann kemur fram á skemmtun- um þar í landi og reyndar ann- arsstaðar á Norðurlöndum er fullt hús. Hann syrigur fyrst og fremst rokk-lög en þó einnig þekkt da'gurlög, enda sækir fólk á öllum aldri skemriítáriír haris. - ni'. Brándenburg söngáður mpð kvartettinum Four JaclíK, sem á sínum tíma’ heimsótti ísland'; og eru hljömleikar þeirra hér mörgum minnisstæðir Á þessum tvennum hljóm- leikum í Austurbæjarbíói munu þar að auki slcemmta hljómsveit Karls Lilliendahl, sem aðstoðar söngvarann, en þetta er annars hljómsveit Li- dó, þá mun söngvari hljóm- sveitarinnar svngja á hljóm- leikunum, hinn þekkti Óðinn Valdifnarsspn, Kýnnir verður Svavar Gests. Síðan mun enska söngkonan Joanné Scoon, sem undanfa:jð héfur komið fram í Tjarnarcafé við rniklar vinsæld ir syhgja á væntanlégum hljóm leikum. Roótei verksmiðjúrnár P? íbreaku senda innan sKamms . ■«. markaðihn nýja gérð af -Háisniin-hílum -til að keppá v>5 |»á, sem bezt seljast. Hítaveítan — Framh. af 12. síðu. brottfei’ðar. Þá birtist forstjóri byggingafélagsins Brúar h.f. með tilboð sitt. Hann hafði haldið að tilboð ættu að opnast kl. 11, „eins og venjulega“, sagði hann. Nújæja. Það þýddi eki um það að fást, þótt verkið væri upp á fjórar milljónir, og hagnaður fyrirtækisins, sem tekur það að sér, vafalaust hundx’uð þúsunda. Tilboð fyrirtækisins var samt lesið upp „til fróðleiks* ‘, en gi’einilega tekið fram að það kæmi ekki til greina á sömu försendum og hin. Þegar til kom hljóðaði tilboðið upp á kr. 4.121.850, svo að það hefði lík- jlega aldrei komið til greina hvoi’t sem v,ar... „Jæja, þao ér þá eiigiriri' skáði skeðúr,“ sagði foi‘stjórínrii : •: • ■' j Að 'þessum tilböðum fengn- um friun bæjarráð taka ákvörð- jun pm það, hverjum verður. falin framkvæmd verksins, eft-* ir tillögum Innkaupastofnun- arinnar. — Þetta eru nokkuð dýrar framkvæmdir, miðað við það hve mörg hús njóta góðs af þeim, sagði einhver. — Já, sagði verkfræðingur- Hitaveitunnar, Sveinn Torfi Sveinson. Það er orð að sönnu, — og svo höfðum við ekkert upp úr þvi, af því að þarna eru allir með tvöfalda glugga, ogi nota svo sáralítið af vatni ... — Andskotans vandræði. Það ætti að banna þessa tvöföldu glugga ... — Svona geta menn gert að gamni sínu á laugardögum. G. K. Menningarsjóður — Framh. a! 4. síðu. ög Andvara að venjif, ennfrem- 'ur barnabækur og e.‘ t. v. eitt- hvað fleira, sem enii ér ékki' fullráðið um.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.