Vísir - 29.10.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 29.10.1960, Blaðsíða 7
VlSIR Laugardaginn 29. október 1960 VIVIAN STIIART: NÓTTIN et Ajáan4i 43 að gera okkur illt. Hann elskaði Lucy, ég er sannfærð um það. Hann vissi að hún var þama inni — það er óhugsandi að hann hafi vitað hvað henn gerði. Alan mundi jámslána fyrir gluggahlerunum, en hann hafði ekki orð á því við hana. — Það var hann sem var með honum föður mínum nóttina sem hann dó, hélt Mary áfram angurvær. — Það var hann sem hijóp á burt. Eg hugsa að sú tilhugsun hafi kvalið hann svo, að honum hafi að lokum fundist, að dauði pabba væri honum að kenna. Hann talaði um það líka. Hann sagðist meira að segja hafa drepið John Gordon. Það var — hræðilegt.... MacLean sá að þetta var henni oíraun. Þess vegna breyttx hanxi umtalsefni og fór að spyrja hana hvemig Lucy liði, og sagði hemxi svo frá viðtali snu við spítalanefndina. Og þá brá hún skapi. Hún brosti þegar hann sagði henni að hann ætlaði að haldá áfram læknisstarfinu í Pulang Dal. — Brewter símaði til formanns nefndarinnar meðan ég var viðstaddur, sagði MacLean. — Eg geri ráð fyrir að sú hringing hafi-átt nokkurn þátt í að þeir afréðu að láta mig halda áfram. — Ungfrú Bloor talaði við hann i gæmrorgun, sagði Mary. — Það er helzt að sjá sem margar stúlkur berjist um mig, sagði Alan í ertnistón. — Þú tekur þér það sjálfsagt ekki nærri? Ó, mér veröur aldrei mögúlegt að hafast ekki að ef ég sé að fólk er slæmt við þig. — Nei, ég venst þvi líklega með timanum. En finnst þér ekki að við ætturn að reyna að giftast sem allra fyrst? Hann þrýsti henni að sér. — Við skulum gifta okkur strax, Mary — eigum við ekki að gera það? Upp frá þessu verður mér ömögulegt að sjá af þér heilan klukkutíma í einu. Húix þrýsti sér að honum. — Við skulum giftast hvenær sem þú vilt, Alan. Hann kyssti hana. — Guð blessi þig. En nú vil ég fara á fætur. Það er mál til komið að athuga, hvað fólkið mitt hefur gert meðan ég var í burtu. — Það hefur staðið vel í stöðu sinni, sagði Mary. — Sérstak- lega hefur ungfrú Bloor verið framúrskarandi. ÖrlÖg Roberts. Hún fór frá honum og honum tókst furðanlega að klæða sig þó að hendumar væri reifáðar. Meðan hann var að stríða við að komast í skyrtuna var drepið á dyr og piltur kom inn og sagði honum að Shroud lögreglufultrúa langaði til að fá að tala við hann. Shroud var alvarlegur á svipinn og sagði formálalaust: — Viö höfum íundið Vyner. Alan benti honum að setjast. — Lifandi? spurði hann forvitinn. Shroud hristi höfuðið. — Nei, guði sé lof, liggur mér við aö segja. Hann komst ekki langt. Þeir innfæddu höfðu felt tré, sem lá þvert yfir veginn rétt fyrir utan Pulang Bassah. Billinn hans var eins og sáld eftir allar kúlumar, sem dunið liöfðu á honúm. Þessa fann ég í jakkavasanum hans. Hann rétti fram skammbyssuna, sem Robert hafði verið vanur að bera á sér. Alan tók hana og athugaði hana nánar. — Eg bar kúlurnar í þessari byssu saman við kúluna, sem náð- ist úr bakinu á John Gordon, sagði fulltrúinn. — Þær eru eins. Enginn vafi á þvi. Vyner er maðurinn, sem var með honum um nóttina. Eg er á þeirri skoðuix að Vyner hafi skotið Gordon í bakið meðan hann sneri sér að tilræðismönnunum. — Þá reynist það svo, að höfðinginn Chiriag Tee hefur haft rétt fyrir sér, sagði Alan dræmt. — Eg minnist þess núna, sem Mary sagði mér um piltinn hjá Gordon, Lee Hong, sem hafði átt leynifund með Ching Lee á svölunum hjá Grant. Það var Lee Hong sem sagði: „Nóttin hefur mörg augu, sem sjá. Ching Tee sagði yður, að það hefðu verið tveir hvítir menn, sem ráðist var á, var það ekki? Og hann sagði að undir eins og bófarnir sáu, að annar þeii’ra var John Gordon, heíðu þeir hætt að skjóta og hlaupið burt.“ — Já, þetta er i-aunaleg saga, fiirnst yður það ekki? Shroud stóð upp. — Eg þykist nú ekki kalla allt ömmu mína, að minnsta kosti hélt ég að ég væri engin kveif, en þetta.... Þegar maður liugsar til þess að Vyner var bezti vinur hans. Þetta er óbærileg tilhugsun. En mér fannst réttast að segja yður þetta, því að það var rannsókn yðar á líkinu, sem kom okkur á sporið. Viljið þér segja frú og ungfrú Gordon þetta, læknir? En segið þeim ekki nema það sem þér teljið þörf á. — Nei, ég skal ekki gera það, sagði Alan. — Mér finnst annai’s einkenixilegt, hélt Shroud áfram. — í gærkvöldi voru allir vegir þvergirtir. Hann mundi alls ekki hafa Bréi: Ekki bíða eftir öðru slysi. KVðLDVðKUNNI Tveir fjallabúar voru að fai'a í fyrsta sinn með járnbrautar- lest. Þeir höfðu heyrt getið um „soda pop“, en hvorugur hafðí smakkað það, svo að þegar sölu- maður kom með þetta inn I járnbrautarklefann báðu þeir um eina flösku hvoi’. Fyrri piltui'inn þui'rkaði af stútnum með hendinni og fékk sér væntan sopa í sömu svifum og þeir óku inn í jarðgöng. — Hvernig þykir þér það? spui’ði félagi hans í myrkrinu. — Sriertu ekki á þessu, Sam, Eg er oi'ðinn steinblindur! Nýlega varð slys við Laufás- veginn með þeim hætti, að 11 ára drengur tók um gaddavír, sem strengdur er frá miðbæj- ai’bai'naskólahúsinu á járnstólp- um ofan á timbur- og steingirð- ingu alla leið upp að Laufásveg- inum. Var vírstrengurinn hlað- in rafmagni svo að drengurinn festist við hann og missti með- vitund, en sjúkrabíll var feng- inn til að flytja drenginn á Slysavarðstofuna. Ekki veit eg hve alvarlegar afleiðingar þetta hefir haft fyrir drenginn, sem fyrir þessu vai'ð, en rafmagns- maður sem þarna kom að mun hafa haft það á orði, að þarna hefði getað orðið alvarlegra slys en vai'ð, ef rigning hefði verið og jörð blaut. Það upp- lýstist, að í'afmagnsstraumur- inn á gaddavírnum hefði leitt fi'á skólahsúinu vegna bilunar á ljósastæði, en vírinn er strengdur í járnstólpa, sem liggur fast að hinu járnvai'ða timburhúsi. Kennurum skólans vai'ð svo mikið um þetta, sem von var, að þeir sendu öll börn- in heim og lokuðu skólanum það sem eftir var dagsins, en slysið átti sér stað rétt fyrir kl. 13. En af hvei'ju er eg að rifja þetta upp nú, þegar búið er að segja frá þessu áður í öllum dagblöðum bæjai’ins? Það er vegna undrunarinnar yfir því, að gaddavírinn hefir enn ekki verið fjarlægður, hann trónar þarna enn á sínum ryðguðu járnstólpum alla leið að skólahúsinu og getur orsak- að slys af svipuðu tæi og hér er lýst hvenær sem er. Þessi l gaddavírsgirðing þarna er áreiðanlega margra ára gömul, og þó það sé bannað að girða með gaddavír hér inannbæjar, þá hefir enginn fengizt um það | eða eftir því tekið, þó girt væri með gaddavír í sjálfum mið- bæjai'barnaskólanum fyrr en * slysið, sem hér er sagt frá, átti séi' stað. En nú á að hreinsa þenna gaddavír í burtu frá augum blessaðra barnanna, I hverja ögn, ásamt með öllum járnstólpunum alla'leið upp að j Laufásveginum. Ekki að biða ' eftir öðru slysi. Kennai’ar skól- j ans, svo og foreldi’ar barnanna j eiga að heimta að svo vei’ði gert. j Ekki á moi’gun, heldur strax í dag. I, Kjartan Ólafsson. Bezt að auglýsa í Vísi. Misklíb t Kefiavík. Mál bifreiðarstjórans, sem ákærður var fyrir of hraðan. akstur á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, er ennþá í rannsókn,. Játning bifreiðarstjórans á þv* að hafa farið yfir löglegan hraða liggur fyrir. Að sjálfsögðu verður farið með mál þetta eins og hverti annað umferðarbrot, og dæmt að íslenzkum lögum. Aði’ar að- gerðir — eins og sum dagblöðin. hafa látið skína í — hafa aldr- ei komið til greina, af hálfu ís- lenzkrá stjórnai'valda Viðræður í sambandi við akstur sendiferðabifreiðar NCO- klúbbsins þar á vellinum, halda áfram, og er vonast til að samkomulag náist í málinu, þrátt fyrir það að lagaleg heim- ild sé fyrir notkun og akstri bif- reiðarinnar eins og verið hefur. Austurríki — Frh. af 8. síðu. að líkindum fallast á lausnar- beiðnina í byrjun næstu viku og verður þá ný samsteypu- stjórn mynduð. Deilan uni S.-Tjrrol. Hin sérstaka stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur annars einróma samþykkt mála miðlunartillögu í deilunni um Suður-Tyrol, með einróma sam þykkt ályktunai'tillögu 18 þjóða, þar sem Austui'ríkis- menn og ítalir eru hvattir til: að láta koma til framkvæmda Parísarsáttmálann frá 1946, en beri það ekki æskilegan árang- ur taki aðilar til athugunar, að skjóta málinu til Alþjóðadóms- ins í Haag. Hjúpan — Frh. af 8. síðu. sögðust mundu hafa fengið mörgum sinnum meira, ef þeir hefðu vitað hvað hún hélt sig. Frekar hefur verið fámennt við rjúpnaveiðar undanfaíið, vegna þess að lítið fékkst fyriltu helgina. en nú má búást Við fjölmenni þangað uppeftir, qer- staklega ef góðviðri helst, ^én þar ei' nú logii og sólskin alla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.