Vísir - 01.11.1960, Side 10

Vísir - 01.11.1960, Side 10
10 VÍSIR Þriðjudaginn 1. nóvember 1960 Ý;V-V::V: vx-l'xv;-; í*!v!v!v!v VIVIAN STUART: NÖTTIJÍ et Ajáahtti 47 i' Hann brosti. — Mér féll ekki að hafna boðinu, en einmitt þá Stundina var mér svo mikið í mun að láta ekki undan Robert .Vyner, sem var að reyna að hrekja mig burt. En nú skulum við tfara og tala við Lucy. Við getum ekki afráðið neitt fyrr en við heyrum hvort hún tekur í mál að verða hérna áfram. Hann tók tmdir handlegginn á henni. . — Ættlarðu að segja henni frá — Robert? spurði hún skjálf- rödduð. i Hann sá að hún sárkveið fyrir að tala við stjúpu sína, og svar- aði um hæl: — Góða, láttu mig um það. Það hefur verið lagt meira en nóg á þig. Eg skal láta koma með tebolla til þín, og þú situr hérna í næði á meðan. Eg verð ekki lengi. i Hann hellti í bollann þegar teið kom og lét hana setjast í góðan stól, með tebollann á litlu borði við hliðina á sér. « ..Fáeinum mínútum eftir að hann var farinn var drepið var- lega á dyrnar og ungfrú Bloor kom inn. Mary tók hjartanlega á móti henni og bauð henni að setjast og fá tebolla með sér. — Mig langar til að tala svoltið við yður, ungfrú Gordon, sagði Dina Bloor brosandi. Hún var rjóð í kinnum og augun ljómuðu. — Mig langar til að þér verðið sú fyrsta sem ég segi frá þessu, hélt hún áfram. Mary tók eftir að hönd hennar skalf þegar hún setti frá sér bollann. — Það var maður að biðja mín. Mary starði forviða á hana og yfirhjúkrunarkonan roðnaði ennþá meir. Hún sagði óðamála: — Eg hef ekki játazt honum ennþá, en ég varð svo giöð og sæl.... ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta til að segja yður frá því — þér verðið vafalaust eins hissa og ég varð. — Það gleður mig að heyra þetta, sagði Mary samstundis. Ungfrú Bloor kveikti í vindlingi með skjálfandi fingrum og rétti Mary hylkið, en hún hristi höfuðiö. — Eg veit varla hvað ég á að gera, sagði Dina Bloor. — Fyrir dálitilli stundu var ég aö binda um sárin á höndum Shrouds fulltrúa — hann brenrrdist þegar hann var að bjarga ykkur úr húsinu og brann á höndunum, alveg eins og MacLean, og ég; minntist á að ég væri að hugsa um að fara frá Pulang Dal. En .... hún rétti fram hendurnar og lagði þær ofan á hendur Mary, — mér fannst það bezta ráðið, úr því sem komið er. Hún leit hikandi á Mary. — Maður getur því miður ekki drepið í sér til- finningarnar, og þáð er erfitt að leyna þeim til lengdar. t — Mér mundi þykja leitt ef þér hættuð.... byrjaði Mary. ' — Já, ég veit það. En mér fannst það bezt. En þegar ég sagði Shroud fulltrúa frá þessu, spurði hann allt í einu hvort ég vildi giftast sér! Röddin skalf og hún þagði um stund áður en hún hélt áfram: — Þér skiljið, ungfrú Gordon, Shroud fulltrúi er göfugur og heiðarlegur maður. Eg ei ekki ástfangin af honum, ég hugsa að ég geti orðið hamingjusöm í hjónabandinu með hon- um og að ég geti gert hann hamingjusaman. Eg er ekki svo ung að ég trúi að rómantísk ást sé eini tryggi grundöllurinn undir hamingjusömu hjónabandi. Eg hef þekkt hann lengi, en ég vissi ekki fyrr en núna að hann bar ástarhug til mín. Eg held að við verðum hamingjusöm saman. Mary hlýnaði um hjartaræturnar er hún sá gleðina skína út úr fríðu andlitinu á Dinu Bloor. Hún stóð upp og kyssti hana á báðum kinnarnar, og Dina greip um hendur hennar og þrýsti I þeim að kinnunum á sér. ... __MacLean yfirlæknir hefur valið vel, hvíslaði hún. Alan kom inn í þessu og heyrði síðustu orðin. Hann kirikaði kolli brosandi, til að sýna að hann væri á sama máli. Ungfrú Bloor brá sér aftur í sitt venjulega líki og varð stilli- leg. Hún dró sig í hlé og lét þau vera-ein. Alan studdi höndunum á axlirnar á Mary og beygði sig til að kyssa hana. — Hún Lucy er að spyrja eftir þér, sagði hann. — Hún tók þessu eins og hetja. Henni brá mikið við, en ég held að hún líti á allt með öðrum augum en áður síðan hann faðir þinn dó. Og hún er fús til að fara með okkur til Arminrah, elsk- an mín. — Ó, Alan — ég er-svo glöð! Ætlarðu þá að skrifa spítala- nefndinni? — Nei, ég ætla að hringja undir eins. En fyrst verðurðu að taka handleggnum um hálsinn á mér og segja mér að þú elskir mig. Eg fæ mig varla ennþá til að trúa því að það sé satt. — Eg elska þig, Alan, sagði Mary. — ENDIR — Stúlkur Stúlka vön sniðningu óskast í prjónaverksmiðju. Einnig vantar stúlkur vanar saumaskap. Uppl. verksmiðjan Borgartúni 3, kl. 10—17 daglega. Vön vélritunarstúlka óskast Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og með- mælum sendist skrifstofu vorri fyrir 8. þ.m. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Laugavegi 114. Bazar Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur BAZAR á morgun miðvikudaginn 2. nóv. kl. 2 i Góðtempl- arahúsinu, uppi. Notið tækifærið.------Gjörið góð kaup. Styrtarfélag vangefinna Drætti í happdrætti Styrktarfélags vangefinna er frestað til 6. janúar 1961. . íípariö -yður hlaup á milli naaxgra. verzkiia! t WWjðúL Á óm OOOM! ' -Austurstxæti R. Burroughs — TARZAIM — 4690 KVÖLDV0KUNNI Þegar myrkrið féll á hljóp Cyclops af stað til fundai- við menn á afvikum stað.. Hann fór eftir götutroðn- ingi gegnum skóginn þar til hann kom að tjaldi þar sem hann hitti fyrir tvo þjófs- nauta sína. Hét annar Wade en hin Roberts. Sagði hann þeim nú hvað komið hefði fyrir. — Konan mín lék oft á pían- óið hér áður, en síðan börnin komu hefir hún ekki haft tíma til þess. — Já, það er þægilegt að eiga börn. ★ Auðugur Detroitbúi kom úr mikiíli Evrópuferð, og var spurður af listrænum vini s-ín- um, hvort honum hefði tekizt að ná í nokkurn Van Gogh eða Picasso í ferðinni. — Nei, sagði Detroitbúinn. — Þeir eru allir með vinstri handar stýri. Og svo átti eg fyr- ir þrjár Buick-bifreiðir. ★ Flokkur ferðamanna rakst á Indíánahöfðingja, ' sem sat. á hesti sínum. Samsíða honum gekk kona hans og bar hún þungar byrðar. — Hvers vegna er konan ekki á hestbaki? spurði einn ferða maðurinn. — Hún hefir engan hest, svaraði Indíáninn. ★ — Ætlarðu virkilega að segja mér, að sonur þinn leiki á fiðl- una eins og- Heifetz? ■—• Vissulega. Hann heldur fiðlunni undir hökunni. 43 þiísund Tíbet- ingar fiúnir. Birt hefur verið bréf. frá Dalai Lama, þjóðar- og trúar- leiðtoga Tibetinga, en bréfið sendi hann Dag Hammarskjöld framkvæmdástjóra Sameinuðu þjóðanna fyrir skemmstu. í bréfinu segir Dalai Lama þjóð sína enn búa við kúgun og ofbeldi af völdum kínverskra kómmúnista og heitir á Sam- einuðu þjóðirnar og allar þjóð- ir að stuðla að því, að Tibét getið orðið frjálst á ný. .Dalai lama telur, að þegar hafi 43,000 Tibetingar flúið frá því innrás kínverskra kom- múnista hófst. Kosningar — Framh. af 4. síðu. miilj. Bandaríkjamanna hins viðurkennda, hefðbundna rétt- ar með frjálsum þjóðum að kjósa, frjálslega og að öllu og eins og sannfæringin bauð. Um það bil 60 af- hundraði neyttú þá atkvæðisréttar síns. — Gisk- að er á, að kjósendum í landinú hafi fjölgað um -9.5- millj. frá því þingkosningarnar fóru fram 1958. Vera má, að aukn- ingin reynist 10 milljónir. Þess er að geta, að í Norður- Dakota þurfa kjósendur ekki að láta skráset.ja sig, né held- ur í Alaska. í fjórum ríkjuin er skrásetningu ekki lokið óg engar áætlanir fyrir hendi þáð- an. Þessi ríki eru Idaho, Ne- braska, Suður-Karólínu og Utah en það er engum vafa bundið að þetta er „mesta skrásetn- ingarár í sögu Bandaríkjanna“, segir Frank Thompson, formi. skrásetningarnefndar. s

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.